Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Page 12
12 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. Erlendbóksjá Þar sem framtíðin er dagurinn í gær Árið 1979, skömmu eftir að leiðtogar Egyptalands og ísraels undirrituðu sögulegt samkomulag sem kennt er við Camp David í Bandaríkjunum, sendi stórblaðið The New York Ti- mes einn blaðamanna sinna, Thomas L. Friedman, til Líbanon. Þar gerðust miklir atburðir næstu árin. Fried- man sendi blaði sínu fréttir og frétta- skýringar sem sumar hverjar vöktu slíka athygli að hann fékk hin eftir- sóttu Pulitzerverðlaun fyrir vikið. Þegar Friedman hafði fengið nóg af dvölinni í Líbanon, áriö 1984, færði hann sig um set og varð fréttamaöur blaðs síns í ísrael um nokkurra ára skeið. Hann sneri loks heim til Bandaríkjanna á ný árið 1988 og hóf aö rita þessa bók um lífsreynslu sína í suðupotti araba og gyðinga. Hundrað þúsund fórnarlömb Beirút vekur svipaðar hugrenning- ar með fólki og Belfast. Það fyrsta sem kemur í hugann eru sprengingar og manndráp. Og ekki að ófyrir- synju. Á um það bil einum og hálfum áratug hafa meira en eitt hundrað þúsund manns orðið fórnarlömb of- beldisins í Beirút; annaðhvort látið lífið eða særst. Eignartjón almenn- ings er ómetanlegt. Friedman "kveðst eftir tæplega fimm ára dvöl í Beirút líta á borgina eins og gríðarlegt hyldýpi þar sem finna megi myrkasta afkima m§nn- legrar hegðunar. Beirút sé borgar- frumskógur þar sem ekki einu sinni lögmál frumskógarins gildi lengur. Til þess að halda sönsum í borg þar sem næsti bíll eða næsta hús getur skyndilega sprungið í loft upp þegar þú gengur framhjá, þar sem skotbar- dagi getur hafist hvar og hvenær sem er, verða íbúarnir aö einangra sig andlega frá ógninni, loka henni úr huga sér og einbeita sér að öðru. Bönd blóðs og trúar En þetta er líka borgin sem fyrr á öldinni var miðstöö viðskipta og at- hafnalífs í arabaheiminum. Líbanon var þá líkt við Sviss. Hvað gerist? Friedman tekst frábærlega að skil- greina hvers vegna og hvemig Lí- banon leystist upp í frumeindir sínar miöborg Beirút eftir vopnaviðskipti. og varð að landi þar sem allir berjast gegn öllum. Þegar í harðbakkann sló reyndust nefninlega engir „Líbanir" til. Bönd blóðs og trúar skiptu miklu meira máli en þjóðerni sem búið var til á evrópsku teikniborði; ættin, ætt- bálkurinn, trúflokkurinn. Þegar samstaðan rofnaöi endanlega um þá helmingaskiptareglu milli múslíma og kristinna manna, sem gamla ný- lenduveldið hafði efnt til, kom í ljós að enginn leit á sig fyrst og fremst sem Líbana. Sérhóparnir urðu marg- ir; þegar mest var létu ríflega fjöru- tíu vopnaðir flokkar til sín taka í Beirút, að vísu mismunandi sterkir. Þeir tókust á um völd en ekki hug- sjónir, auð en ekki stefnur. Vanmat á aðstæðum Á þeim árum sem Friedman var í Líbanon gerðu ísraelsmenn innrás í landið, hröktu Palestínumenn, undir forystu Arafats, úr landi og lömuðu samtök hans, PLO, um skeið. Einu markmiöi innrásarinnar var því náð, þótt fjöldamorðin í flóttamannabúð- um Palestínumanna vörpuðu þar á dimmum skugga. ísraelsmenn misskildu hins vegar gjörsamlega stöðu mála í Líbanon. Þeir ætluöu sér að koma þar upp vinsamlegri ríkisstjórn kristinna falangista, gera við hana friðarsamn- inga og hverfa svo úr landinu. Segja má að allt þetta þrennt hafi gerst, en það skipti engu máli því sú stjórn var ekki viðurkennd af öðrum en falang- istum sjálfum. Bandaríkjamenn gerðu sams kon- ar mistök. Reaganstjórnin sendi her- sveitir til Líbanon með það í huga að styrkja „stjórn" landsins. Þeir átt- uöu sig ekki á því að með því að stvöja einn deiluaöila í landinu öfíuðu þeir sér óvildar hinna. Þá lex- íu lærðu þeir fyrst þegar tugir Bandaríkjamanna féllu í sjálfs- morðsárás múslíma. Vanmat banda- rískra ráðamanna á aðstæðum, og vanþekking, varð því dýrkeypt. Menn gærdagsins Eftir vistina í Beirút reyndist lífið í ísrael tiltölulega rólegt fyrir Fried- man. Þar til Intifada, sem hann líkir reyndar við jarðskjálfta, reið yfir í desember árið 1987. Friedman gerir góða grein fyrir þessari uppreisn Palestínuaraba á þeim landsvæðum sem ísraelsmenn hertóku í sex-daga-stríðinu tuttugu árum áður, hvernig hún kviknaði og hvers vegna. Hann segir Intifada reiðiöskur fólks sem hafi árum sam- an byrgt innra með sér sífellt óbæri- legri sársauka. Uppreisnin, sem kom PLO jafnmikið á óvart og ísraels- mönnum, sé þein afleiðing þess að til sé komin ný kynslóð araba sem hafi alla sína tíð búið við hernám og valdníðslu herraþjóðar. í þéssari bók er einnig mjög grein- argóð lýsing á stjórnmálalífinu í ísra- el þar sem stóru flokkarnir tveir, Líkúd og Verkamannaflokkurinn, hafi í raun og veru sameinast um aö ræða ekki í alvöru þá grundvallar- spurningu hvers konar ríki ísrael eigi að vera. í raun og veru sé engin stefna til meðal ráðamanna í ísrael um hvað eigi að gera við hernumdu svæðin og Palestínumenn sem þar búa. Meginmarkmiö foringjanna sé því að halda sjó. Þegar þeir horfi til morgundagsins líti þeir í raun og veru til baka. Framtíðarsýn þeirra sé dagurinn í gær. Snjöll frásögn Bók Friedmans er snjöll, fróðleg og spennandi lýsing jafnt á daglegu lífi sem stjórnmálalegum og hernað- arlegum vandamálum í þessum tveimur að mörgu leyti ólíku löndum sem örlögin hafa tvinnað saman í blóðugum hildarleik. Bandaríska blaöamanninum tekst afar vel að segja frá atburðarás og viðbrögðum almennings, lýsa aðstæðum og rekja viötöl sín við fólk úr öllum þjóðfé- lagsstéttum. Hann á einnig auðvelt með að skilgreina og skýra miskunn- arlausa refskák stjómmálanna í þessum heimshluta. En Friedman hefur enga lausn á vandanum. í eftirmála, sem ritaður er árið 1989, leggur hann að vísu fram hugmyndir um hugsanlega lausn á vanda Palestínumanna, en hefur þann fyrirvara á að einungis yfir- þyrmandi nauðsyn muni knýja Isra- elsmenri og Palestínumenn til raun- verulegra samninga. Mestar líkur séu á því að engu verði breytt. FROM BEIRUT TO JERUSALEM. Höfundur: Thomas L. Friedman. Anchor Books, 1990. Lögreglumadur í Prag kommúnista Boruvka er liðsforingi í lögregl- unni í Prag á árunum eftir innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968. Hann starfar að rann- sókn morðmála og er yfirleitt afar óhamingjusamur maöur vegna þess að undir stjórn kommúnista á einungis að upplýsa og refsa fyrir sum morð.en ekki önnur. Höfundur þessara fimm smá- sagna um glæpamál sem Boruvka rannsakar, Josef Skvorecky, flúði land eftir inn- rásina og hefur síðan stundað rit- störf og kennslu í Kanada. Hann segir allar fimm sögurnar laus- lega byggðar á raunverulegum atburðum í Tékkóslóvakíu. Þetta eru áhugaverðar sögur en kannski fyrst og fremst vegna þeirrar myndar sem þær gefa af hversdagslífinu í Tékkóslóvakíu eftir að Pragvoriö var liðið undir lok, þeirri spillingu sem blómstr- aði undir alræði kommúnista- flokksins og tilraunum venjulegs fólks til að halda áfram að lifa lífi sínu hvaö sem á dúndi ut- anfrá. THE END OF LIEUTENANT BORUVKA. Höfundur: Josef Skvorecky. Faber & Faber, 1991. Aðlesablöðí Frakklandsferð Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Thomas Harrls: THE SILENCE OF THE LAMBS. 2. Terry Pratchett & Nell Gaiman: GOOD OMENS. 3. Wilbur Smlth: GOLDEN FOX. 4. Dunielle Steel: MESSAGE FROM NAM. 5. Rosamunde Pilcher: SEPTEMBER. 6. Rosoi Thomas: Q WOMAN OF OUR TIMES. 7. Mary Wesley: A SENSIBLE UFE. 0. Vlrginla Andrews: WEB OF DREAMS. 9. Terry Pratchett: DIGGERS. 10. Bret Easton Ellls: AMERICAN PSYCHO. Rlt almenns eðlís: 1. Peter Mayle; A VEAR fN PROVENCE. 2. PROMS '91. 3. Drlvlng Standards Agency: YOUR DRIVING TEST. 4. Rosemary Conley: COMPLETE HIP 8. THIGH DIET. 5. Hopklns & Sugerman: NO ONE HERE GETS OUT ALIVE. 6. Davld Heasayon: THE BEDDING PLANT EXPERT. 7. Ðlll Frlndall: PLAYFAIR CRICKET ANNUAL 1991. B. GARDENS OF ENGLAND & WALES 1991. 9. Davld lcke: THE THRUTH VIBRATIONS. 10. Rosemary Conley: INCH-LOSS PLAN. (Byggt 8 The Sunday rimes) Bandaríkin Skáldeögur: 1. Scott Turow: BURDEN OF PROOF. 2. C. V. Andrews: SECRETS OF THE MORNING. 3. Johanna Lindscy: ONCE A PRINCESS. 4. Danlelle Steel: MESSAGE FROM NAM. 5. Thomas Harrls: THE SILENCE OF THE LAMBS. 6. Thomas Harrla: RED DRAGON. 7. Sue Grafton: „G“ IS FOR GUMSHOE. S. Sue Mltler; FAMILY PICTURES. 9. Domlnick Dunne: AN INCONVENIENT WOMAN. 10. Cathorino Coulter: IMPULSE. 11. Stephen King: THE STAND. 12. Joseph Wambaugh: THE GOLDEN ORANGE. 13. Lillan Jackson Braun: THE CAT WHO LIVED HIGH. 14. Elmore Leonard: GET SHORTY. 18. Dale Brown: HAMMERHEADS. 16. Tom Robbins: SKINNY LEGS AND ALL. Rit almertns eðlis: 1. Deborah Tanncn: YOU JUST DON'T UNDERSTAND. 2. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW LEARNED IN KINDERGARTEN. 3. Robert Fulghum; IT WAS ON FIRE WHEN I LAY DOWN ON IT. 4. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 5. George F. Wlll: MEN AT WORK. $. S. Jtlt Ker Coneway: THE ROAD FROM COORAIN. 7. Mary Catherine Bateson: COMPOSING A LIFE. 8. Thomas L. Friedman: FROM BEIRUT TO JERUSALEM. 9. Bernie S. Slegel: LOVE, MEDICINE AND MIRACLES. . 10. Stephen W. Hawklng: A BRIEF HISTÓRY OF TIME. (Byggl á New York Tlmes Book Hevlew) Danmörk Skáldsögur: 1. Johannes Mollehave: SKUFFELSER DER IKKE GIK I OPFYLDELSE. 2. Anne Karin Elstad; MARIA, MARIA. 3. A. de Saint Exupery: DEN LILLE PRINS. 4. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 5. Vaclav Havel: FJERNFORH0R. 6. Tom Wolfe: FORFÆNGELIGHEDENS BÁL. 7. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERNE. 8. Betty Mahmoody: IKKE UDEN MIN DATTER. 9. Maria Hclleberg: SOM EN VREDENS PLOV. 10. Isabel Allende: EVA LUNA. (Byggt á PoliUken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Það er kominn tími sumarleyf- isferöa á ný. Margir halda til f]ar- lægra landa án þess að kunna mikið fyrir sér í tungumálinu. Þessi handhæga bók er ágæt svona rétt fyrir sumarferð til Frakklands til aö þjálfa sig í að skilja eitthvað af því sem lesa má í frönskum dagblöðum þegar út er komiö. Hún er miðuö við þá sem hafa einhverja nasasjón af tungumálinu en litla æfingu í að lesa frönsk blöð. Bókinni er skipt í sautján kafla eftir efnisþáttum dagblaða. Dæmi: fréttir, íþróttir, veöur, auglýsingar verslana o.s.frv! Tekin eru bein dæmi úr blöðun- um, svo sem fyrirsagnir, fréttir, auglýsingar, og skilningur le- sandans auðveldaður með leið- andi spurningum sem eru á ensku. Af og til er svo upprifjun á helstu frönsku orðunum sem fyrir hafa komið. Tiltölulega fljótlega stendur les- andinn sig aö því að skilja al- mennar blaðafrásagnir sem hann hefði aö óreyndu fortekiö fyrir aö kunna nokkur skil á. THE PENGUIN FRENCH NEWSREAD- ER. Höfundur: lan MacDonald. Penguin Books, 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.