Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Qupperneq 17
17
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991.
Vísnaþáttur
Eyfirskt þjóðfræðarit
Jóhannes Óli Sæmundsson, lengi
skólastjóri á Árskógsströnd en síðast
námsstjóri á Akureyri, mun hafa
verið aðalhvatamaður að útgáfu árs-
ritsins Súlur sem enn er gefið út á
Akureyri. Það hóf göngu sína 1971
og í hð hans gengu margir ritfærir
menn á Norðurlandi. Ég nefni þá rit-
stjórana Erhng Davíðsson og Jakob
Ó. Pétursson. Þessir þrír eru nú látn-
ir en merkið hefur ekki verið látið
faha. Öh þessi ár hefur það birt norð-
lenskt þjóðfræðaefni og stökur. Allir
kannast við söguna um Kölska og
Gnýputóft. Hér kemur fram að vísan
alkunna er úr Húnaþingi:
Gijót er nóg í Gnýputóft,
glymur jám í steinum,
þótt túnið sé á Tindum mjótt,
tefur það fyrir einum.
Bóndinn gerði samning við Kölska
en fól guðsorðabók á milli steina svo
sá gamh misti af kaupunum. Þetta
er gott að vita. Og þessi er um mann
frá Hnausum á sömu slóðum.
Breiða ljái bhkar á,
blöskra náir tausum,
þegar knáir engjum á
ahir slá á Hnausum.
Gaman má hafa af vísum þó ekki
sé mikill skáldskapurinn eða efnið,
sé hugarfar móttakandans rétt sthlt.
Magnús Teitsson kannast ég við
sem hðtækan vísnamann, man þó
ekki í svipinn meira um hann. Hér á
hann þessa stöku:
Ahan daginn Óh minn
er að slá í rekju.
Th að sjá er teigurinn
sem tíkarskinn á þekju.
Já, mörg er tækifærisvísan
skemmtileg og getur lengi gegnt sínu
hlutverki. Næsta vísa er eftir Guð-
mund Stefánsson frá Minni-Brekku
í Fljótum og er meira að segja tengd
árinu 1912.
Gremjan þýtur grimm í segg,
gerist líthl skárinn,
stráið hrýtur ekki af egg,
illa bítur ljárinn.
Ahar tengjast vísurnar sveitastörf-
um, vori og sumri, séríslenskt krydd
til að gera hið hversdagslega strit
dáhtið upphafnara og skemmtilegra.
Fleiri dæmi um þaö.
Valdimar Benónýsson var lands-
kunnur hagyrðingur, ættaður úr
Húnaþingi.. Hér eru tvær gamlar
sumarvísur eftir hann:
Drekkur smárinn dauðaveig,
dagsins tára nýtur.
Einn ég skrára engjateig,
ennþá ljárinn bítur.
Ghtrar regn um grund og hól,
glóa slegnu sárin.
Blóma vegna brosir sól
blítt í gegnum tárin.
Af þessu riti eru komin út samtals
27 hefti. Ritsjóri nú er Árni J. Har-
aldsson. Líklega eru eftirfarandi
lausavísur eftir hann - þó er það
ekki alveg víst. Undir þeim standa
stafir hans:
Sá ég áðan blómin blá
brosa í dalbrekkunni,
veturinn er fallinn frá
fyrir vorbhðunni
Þó að andi kalt á kinn
og kreppi að þínu spori,
Vísnaþáttur
haustar seint ef hugurinn
heilsar nýju vori.
Þó að virðist þoka á fold
og þrot á sumarhlýju,
blóm sér munu brátt úr mold
bregða á vori nýju.
Ekki þarftu að óskapast
yfir vetri hörðum
þó að geri kuldakast
og klaki að holtabörðum.
Kunningi höfundar lýsti heilsu
sinni og vísnasmiður færði í rím:
Farlama og fótasár,
fúið hróf í nausti,
allur saman orðinn grár
eins og héla á hausti.
Svona hafa ungir og gamlir ort við
vinnu sína svo lengi sem munað
verður. Ætli það sé ekki ennþá gert?
Vísur frá Vesturheimi
En nú skulum við fá tilbreytingu í
þáttinn, hverfa langt th baka í tím-
ann. Allir kannast við vestur-
íslenska skáldið Káin sem fæddur
var á Akureyri 1860 og fór til Amer-
íku á eftir eldri bróður sínum. Þá var
ísland kalt og framtíðarlaust og æv-
intýrin öh í nýja heiminum svokall-
aða. Hann var þá tvítugur Akur-
eyrarphtur með rætur í eyfirskri
mold og þegar farinn aö gera
skemmtilegar vísur. Hann hét þá
Kristján Níels Jónsson. Hann ætlaði
að koma heim aftur þegar hann væri
orðinn nógu ríkur. Hann fékk lánað
ættarnafn bróður síns og upphafstaf-
irnir í heiti hans voru K.N. Úr því
varð í framburði Káinn. Hann komst
aldrei hærra í borgaralegum mann-
virðingarstiga en að verða fjósamað-
ur og grafari hjá sóknarprestinum
sínum. Skáldskapinn tók hann
aldrei alvarlega.
Þó kom það einu sinni til tals að
bjóða honum að vera gerður gestur
íslands á þúsund ára hátíðinni 1930.
En hann færðist undan því, bar því
við að hann ætti engin frambærileg
samkvæmisföt, sem auövitað var
satt. En hann kæröi sig ekkert um
þetta boð. Hann vissi sig vera óhæfan
til fínni samkvæma, alkunnur
drykkjumaður. Þegar átti að leysa
fatamálin orti hann:
Ef ég fer, þá fer ég ber,
ferðast eins og Gandhi.
Þekktur er ég heima og hér
holdi klæddur andi.
„Heima“ var ísland. „Hér“ íslensku
byggðirnar í Vesturheimi. Svo koma
nokkrar vísur eftir Káin, settar hér
af fullkomnu handahófi. Þó Káinn
væri dálítið rakur stundum fara ekki
af því sögur að það yrði th almennra
vandræða. Einu sinni fann þó gömul
kona ástæðu til að benda honum á
að ef hann hefði drukkið minna hefði
hann getað eignast góða konu og
skemmtilegt heimili. Hann svaraði:
Gamli Bakkus gaf mér smakka
gæðin bestu öl og vín.
Og honum á ég það að þakka
að þú ert ekki konan mín.
Gunnar Thoroddsen samdi
skemmtilegt lag við þessa vísu.
Skáldið sýndi vini sínum mynd af
sér:
Hér þú sjá skalt, maður, mynd.
mynd sem dável þekkir.
Norna álög, svik og synd,
svipinn á henni blekkir.
Og að gefnu thefni:
Einlægt þú talar illa um mig,
aftur ég tala vel um þig.
Einmitt það besta af öllu er,
aö enginn trúir þér - né mér.
Önnur í líkum dúr:
Aldrei brenni ég bragða vín,
né bragi nenni að tóna.
Fellt hefur erinþá ást til mín
engin kvennpersóna.
Th Stephans G.
Hér ég dvel og huggun finn
að hversdagsþrautum búnum.
Hérna el ég aldur minn
eins og naut hjá kúnum.
Varla pláss fyrir meira núna.
Jón úr Vör
tæki
á'hyerTheimili!
„Síðan ég fékk mér Macintosh Classic-tölvu hef
ég getað nýtt mér þetta sjálfsagða heimilistæki til
að geta unnið heima ef ég vil. Maður er nefni-
lega oft frjórri heima en á vinnustaðnum.
Konan mín notar Macintosh-tölvuna við ýmis
verkefni, s.s. ritvinnslu, bókhald o.fl. auk þess
sem tölvukunnáttan kom henni að góðum notum
þegar húnfór aftur út á vinnumarkaðinn.
Svo nýtist tölvan einnig vel fyrir börnin. Mun
algengara er nú að skólaverkefni og ritgerðir séu
unnar á tölvu og einkunnir barnanna eru nú
hærri en áður.“
Verð á Macintosh Classic-tölvu er aðeins
89.900,- kr. eða 85.405,- kr. stgr.
Hún fæst einng með Munaláni og þá eru til
dæmis greicld 25% við afhendingu: 22.475,- kr. og
3.025,- kr. á mánuði í 30 mán.
Macintosh Classic
Apple-umboðið
Skipholti 21, Rvk. • Sími 91-624800