Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. Veiðivon Elliðaámar og Laxá í Kjós: Hundruð veiðiáhuga- manna mættu á staðinn Páll Magnússon sjónvarpsstjóri segir nokkur vel valin orð við Ijósmyndara blaðanna en hann hafði ekki fengið lax er myndin var tekin. Það var þröng á þingi þegar Elliðaámar voru opnaðar og allir vildu mynda Davíð. Eggert Skúlason, fréttamaður Stöðvar tvö, í myndavélaflóðinu en ekki fiska. Málin rædd uppi í brekku. Jón Stefánsson og Runólfur Heydal kíkja eftir laxi. DV-myndir G.Bender Þeir voru margir sem lögðu leið sína að Elliðaánum og Laxá í Kjós fyrstu veiðidagana. Þeim íjölgar dag frá degi sem byija í veiðinni þó ekki verði veiðin kannski alltaf mikil þó mikið sé reynt. „Þetta var 8 pund lax en hann fór af eftir stutta stund,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri er hann setti í fyrsta lax sumarins og missti hann skömmu seinna eftir stutta baráttu á Breiðunni í Elliðaánum. Það eina sem Davíð hafi upp úr þessu voru urriðatittir í matinn. En hann reyndi og reyndi. -G.Bender Davíð Oddsson, borgarstjóri og for- sætisráðherra, fer í veiðipeysuna sina en allt kom fyrir ekki. Fiskurinn vildi ekki taka, nema nokkrir urriða- tittir. Þjóðar- spaugDV Bílarnir Gamall bóndi, sem var aö hneykslast á unga fólkinu nú til dags. komst svo aö orði: i „Þetta unga fóík er alveg hætt að geta gengið nema þá í bílum.“ Harma liðna daga Eftir að bresku hermennirnir yfírgáfu ísland kvað einn maður þessa vísu: Flugmennimir sviptir sorg suður um loftin slaga, en hórurnar á Hótel Borg harma liðna daga. Skrítin vél Bóndi í Kjós var eitt sinn að sýna fimm ára gömlum dreng útungunarvél og voru ungamir að koma út. „Finnst þér ekki skrítið hvernig ungarnir koma út úr vélinni," spurði bóndi strák. „Jú,“ svaraði stráksi „en mér finnst samt miklu skrítnara hvemig ungamir komast inn í eggin.“ Haltur Lögregluþjónn í Reykjavík stoppaöi eitt sinn dauðadrukkinn mann í Aðalstræti og tilkynnti honum að hann gengi með annan fótinn upp á gangstéttinni en hinn niðri á götunni. „Þaö var gott að þú bentir mér á þetta.“ svaraöi sá dmkkni, „ég hélt nefnilega að ég værí svona skrambi haltur." Til styrktar Svo var það sagan af dagskrár- gerðarmanninum á Bylgjunni sem tilkyimti eitt simi að næsta lag væri samið til styrktar eyöni. Á eftir laginu sagði dagskrár- gerðarmaðurinn að lagið væri nú reyndar samið til styrktar út- breiðslu sjúkdómsins ægilega... Finnur þú fimm breytingar? 109 4952 Ég skal aldrei aftur nota þig sem verjanda minn... Heimilisfang:. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. 2. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. Bækurnar sem er í verðlaun heita: Á eheftu stundu, Flugan á veggnum, í helgreipum hat- urs, Lygi þagnarinnar og Leikreglur. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðl- un. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 109 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundruð- ustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Jakobína Kristjánsdóttir, Höfðabrekku 21, Húsavík 2. Axel Axelsson, Leirubakka 22,109 Reykjavík Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.