Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 28
fcs -28 • LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. Menning Heilsteypt og sérstætt Þetta er endurútgáfa á ljóðabálki Matthíasar Johannessen frá 1966. Nú er hann aukinn og gefinn út sjálfstætt með formála eftir dr. Gunnar Kristjánsson sóknarprest. Helgast þaö sjálfsagt af viðfangsefni skáldsins, þess munu fá dæmi núorðið að skáld yrki sálma, hvað þá heilan bálk. Þetta er fróðlegur form- áli, látlaus og greinargóð lýsing á skáldskap Matthíasar almennt og þessu verki sérstak- lega. Þar kemur í góðar þarfir sérþekking klerks á kristilegum skáldskap. Tilbeiósla í þessum ljóðum er lýst nánasta umhverfi mælanda. Ýmist er hann barn í vesturbæ Reykjavíkur, við strönd þar í borg eða ann- ars staðar, eða á ferð um ísland, oft við stangaveiðar. Myndir úr þessu hversdagsleg- asta umhverfi verða honum síðan tilefni til að hugsa um guð. Milli þeirra er beint sam- band, öll bókin er ávarp til guðs. Einhverjum kynni að þykja þessi trú held- ur átakalaus. Mælandi gæti fundið í nánasta umhverfi sínu, hvað þá á heimsmælikvarða, alls kyns hörmungar sem hafa komið mörg- um til að efast um tilveru guðs eða afneita henni. Hér er ekki dvalist viö slíkt nema að htlu leyti. Hiroshimasprengjan, Bretar her- nema ísland, sjómenn í hafsauð. Og umfram allt vekur þetta mælanda engan efa um al- góðan og almáttugan guð, þvert á móti álasar hann mönnum fyrir þvílíka afstöðu: En ef þú leysir ekki alla hnúta þessarar margflæktu tilveru eins og hendi sé veifað hættum við að lesa bænirnar, segjum: Hví hefur þú yfirgetið mig? Úr þessum síðustu orðum má lesa gagn- rýni á sjálfan Jesú, og er það djarfleg trúaraf- staða kristnum manni. En þessu ljóði lýkur reyndar á því aö orð hans eru sett fram sem andstæð fyrirmynd, okkur ber að segja: „Það er fullkomnað". í þessu verki er náð guðs eins og ofan við rysjótt mannlífið, mergurinn málsins er að hún býðst öllum, hvort sem þeir eiga við góð kjör eða kröpp að búa. Ég eftirlæt öðrum að deila um hvað sé réttur Matthías Johannessen. Merming Örn Ólafsson kristindómur, en þetta er auðvitað jafnframt afstaða til umhverfisins, veraldleg afstaða, enda þótt menn ráði því ekki hvað fyrir þá kemur, þá er þeim í sjálfsvald sett hvernig þeir taka því, hér ríkir trúnaðartraust, grundvallarbjartsýni. Hvað eftir annað dreg- ur mælandi fram að þögnin einkenni guð, þ.e. hann sé afskiptalaus: Með þögninni eyðir þú misskilningi N eins og sól þurrki dögg af morgungrænum blöðum. Hversdagsleikinn Guð er hvarvetna nálægur, en menn verða þó að hafa fyrir því að snúa sér aö honum. Það er í góðu samræmi við þessa trúaraf- stöðu, að ljóðin draga sérstaklega fram hversdagslegt umhverfi mælanda (og les- enda). Einmitt þess vegna eru þau oft áhri- farík, en þetta er vandfarið einstigi, stutt yfir í lágkúruna. Hennar finnst mér gæta stundum, t.d. í vandlætingu yfir því að gam- all vísindamaður „sem gæti notið yndis af starfi sínu / og virðingar af hvítum lokkum ellinnar" skuli vera að reka krakka út úr garðinum sínum. „Hvíhk vísindi(!)“, segir' mælandi. Þá þoli guð okkur betur að troða niður garðinn sinn (30), enda þótt hann fái engan styrk frá því opinbera til skógræktar (26). Þetta er bæði lítilfjörlegt, og mætti þykja guðlast. En miklu oftar þykir mér vel til tak- ast, nærtækar myndir eru notaðar til að sýna trúarsannindin. Þannig er himinbláminn tákn um upphafna nálægð guðs, menn geta sjálfum sér um kennt, ef þeir líta aldrei upp úr svaðinu. Þrátt fyrir hversdagsleikann ber hér tölu- vert á því upphafna málfari sem lengi hefur tíðkast í ljóðum, kannski er það yfirgnæf- andi stílsvipur ljóðabálksins. Inn á milli kemur mjög hversdagslegt orðalag, og það kann aö hafa vakið meiri athygli en hitt í ljóðabók fyrir aldaríjórðungi. Talað er um „að fara á völlinn, kála, mæla með snæri- spotta" o.fl. þ.h. Myndrænar lýsingar eru ekki oft áberandi í ljóðunum og kunnuglegar, þær sem hér eru. Það er í samræmi við látleysi ljóðanna. Mér sýnist verða meira um myndir undir lok bálksins, og stundum er þetta fallegt, t.d.: Öldumar hvítfext stóö á haröastökki yfir sker og boöa við hlustum, heyrum hófadyn ótamins hafs, þreytt kemur haf af hyldjúpu myrkri, þreyttir komið þið á hvítfextum hestum, skipreika menn á kili. Líkingin við hest er svo notuð áfram í ljóð- inu, en um annað; land ykkar gaddhestur í svelti í þessu ljóði renna setningar á milli lína, sem þar að auki enda margar á áhersluat- kvæði, og þannig skynjum við þá hröðu hreyfingu sem ljóðið lýsir. Aftur á móti skap- ast hægur hugleiðingablær þegar hver lína er sjálfstæð málsgrein, eöa því sem næst. Oendanlega smátt er sandkorniö á ströndinni. Óendanlega stór er kærleikur þinn. Ég er sandkorn á ströndinni kærleikur þinn hafiö. Mörg ljóöin eru eins og þetta, byggð upp um andstæður. Það eru andstæður ljóss og myrkurs, skins og skúra, og fleira af því tagi. Þetta eru oft bestu ljóðin, stutt og einföld, t.d. einnig nr. 18: Dauðinn er svart myrkur. En án þessa myrkurs sæjum við hvorki stjörnur né skynjuðum ókunnug höf hvítra ljósa, þekktum ekki fegurð endalausrar víðáttu. Þetta Ijóð er að mestu hugleiðingakennt, en tekur flugið í einni sérkennilegri mynd: „höf hvítra ljósa“. Bálkurinn í heild minnir á fornar drápur, lofkvæði um konunga í því, að annað veifið kemur „slæmur“, þ.e.ek. viðlag, tvær línur. Þetta var reyndar tekið upp í kaþólskum helgikvæðum miðalda að fyrirmynd drótt- kvæðra drápa. Sjá má stígandi í heildarverkinu, undir lok- in koma tiltölulega löng ljóð um vorkomu. Síðasta ljóðið sýnir kvíðaleysi gagnvart dauðanum. Ekki finnst mér þessi sálmabálkur neitt stórvirki, kannski vegna þess hve átakalítið verkið er í hugsun og framsetningu. En það er heilsteypt, og svo sérstætt meðal samtíma- bókmennta, að ótvírætt er fengur að því. Matthías Johannessen Sálmar á atómöld 2. útgafa, AB 1991, 65 Ijóö „Sólin hefur enn ekki sungið sitt síðasta" Út er komiö hjá bókaforlaginu Máli og menningu ljóðasafnið Ljóð sem hefur að geyma áður útgefnar ljóðabækur Ingibjargar Haraldsdóttur, Þangað vil ég fljúga (1974), Orðspor daganna (1983) og Nú eru aörir tímar (1989). Einnig er þar að finna sjö nýrri ljóð sem ekki hafa komið út á bók áður auk ljóðaþýðinga. Það er ekki heiglum hent, og nánast óvinn- andi verkefni, að ætla sér að fjalla um allar ljóðabækur Ingibjargar í örstuttu máli. í bók- um hennar er að finna hverja perluna á fæt- ur annarri og örðugt að gera upp á milli þeirra ljóða sem eiga umfjöllun skilið. Enda er það ekki ætlunin heldur er hér fyrst og fremst verið að minna á og vekja enn og aft- ur athygli ljóðaunnenda á vel ortum ljóðum. í öllum bókunum eru dregnar upp svipaðar myndir og það sem lesandinn skynjar kannski fyrst og fremst er gífurleg togstreita á milli þess sem var og þess sem er. Tilraun- ir eru gerðar til að sætta tvískipta tilveru, tilraunir sem oftar en ekki eru dæmdar til að mistakast og eftir situr ljóðmælandi með þá ómögulegu tilfinningu aö hann eigi sér engan fastan samastaö. í annan stað er ort um sóhna og hitann í fjarlægu landi. Þar er ljóðmælandinn í útlegð, týndur og nær ekki að samlagast því sem blasir við allt í kring: Þú sérð mig ganga um borgina og heldur þá kannski ég eigi hér heima eða sé að minnsta kosti sátt við þessi pálmatré að í göngulag mitt vantar trumbusláttinn. (Úr „í útlegð" í Orðspori daganna bls. 51). í öðrum ljóðum er ort um ísland sem þrátt fyrir kunnuglegan svip er framandlegt og kalt. Við heimkomuna skynjar ljóðmælandi að tíminn hefur runnið úr greipum og að bihð hefur vaxið „mihi þess sem er og þess sem átti að verða“ („Nostalgía" bls. 118 úr Nú eru aðrir tímar). Árin hafa markað spor sín á umhverfið líkt og ljóðmælandann sjálf- an og niðurstaðan er sú að angistin og örygg- iseysið sé alls staðar viðloðandi og kannski hvergi friö að fá: Ég fer heim ég syng og mjúkar smáar götur undir iljum gróa ég elska ég syng Þartil hjartað springur í mínu brjósti ég vakna ég græt svo skoplega ein og svo langt í burtu. segir í Ijóðinu „Ég fer heim“ í Þangað vil ég fljúga og í „Vonbrigði" úr Orspor daganna má merkja svipaðan tón: Þú hélst þú ættir skjól í landsins hjarta. En von þin brást: þín biðu nakin fjöll og naprir vindar. (bls 66). Á tilvistarvandanum er í sjálfu sér enga aðra lausn að finna en sætta sig viö angistina og óttann sem eru óhjákvæmilegir fylgifiskar lífsins. Það er engum gefið aö renna saman í eilífu algleymi við fólk og umhverfi. Gleð- stundunum er veitt móttaka en jafnframt sársaukanum sem fylgir í kjölfarið þegar hversdagsleikinn blasir við í allri sinni nekt og sú staðreynd að eftir allt saman er maður- inn alltaf einn: Ástina þekkti ég sæluna sársaukann þekkti ég. Ingibjörg Haraldsdóttir. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Þig sem ég elskaði þekkti ég ekki. („Eftirmáli“ úr Orðspor daganna bls. 62). Meðferð Ingibjargar á yrkisefninu ást eða samskiptum kynjanna er oft á tíðum kulda- leg en kannski ótrúlega sönn og helst í hend- ur við þá staðreynd að allt er breytingum háð. Hvað veist þú um mig hvað veit ég um þig? og nóttin sem kemur og fer hvað veit hún um okkur? segir í ljóðinu „Við“ í Þangað vil ég fljúga (bls. 37) og við þessum spurningum fást eng- in svör. En þrátt fyrir allt og allt heldur manneskjan áfram að leita og finna í ör- skamma stund og gleðin er alltaf í seilingar- fjarlægð, kannski í mynd lítils barns eða vonar um frið og jafnvægi í helköldum heimi þar sem „Sólin hefur enn ekki sungið sitt síðasta". („Varúð“ úr Orðspor daganna bls. 100). Þegar á heildina er-htið ber ljóðagerð Ingi- bjargar vitni um það besta sem ljóðum er gefið. Ljóðin renna áfram í tærum og kyrrum myndum inn í huga lesandans og festast þar. Einfaldleiki og einlægni er aðall skálds- ins og hugmyndunum er komið á framfæri í örfáum oröum sem>mála sannleikann skýr- um stöfum. Þar er ekkert ofsagt, myndir úr veruleikanum eru dregnar fram og sýndar nákvæmlega eins og þær blasa við. Há- stemmdra lýsinga er sjaldan þörf, hpfsemin skilar sér ahtaf á magnaðan hátt til lesand- ans eins og t.a.m. í ljóðinu „Kona“ úr Orð- spor daganna: Þegar allt hefur verið sagt þegar vandamál heimsins eru vegin metin og útkljáð þegar augu hafa mæst og hendur verið þrýstar í alvöru augnabliksins - kemur alltaf einhver kona að taka af borðinu sópa gólfið og opna gluggana til að hleypa vindlareyknum út. Það bregst ekki. (bls 73). Ingibjörg Haraldsdóttlr Ljóð Mál og menning 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.