Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Side 32
FQSTUÐAGUR 14. JÚNÍ 1991.
„Ertu lifandi,
helvítið þitt"
- Ólafur Gauti lýsir ævintýralegu áramótaferðalagi í Burstarfelli
„Ertu lifandi, helvítið þitt.“ Þetta
var það fyrsta sem ferðafélagar Ólafs
Gauta Sigurðssonar sögðu við hann
þegar þeir gengu fram á hann í snjó-
skafli við rætur Burstarfells í Vopna-
firði á gamlárskvöld í vetur. Það var
kannski ekki einkennilegt þó þeim
yrði þetta aö orði því Ólafur hrapaði
röska 60 metra fyrir björg en steypti
síðan stömpum 100 metra í viðbót
niður snarbratta, stórgrýtta skriðu.
Slapp ekki
alveg óbrotinn
Þegar staðið er á brún Burstarfells
þar sem Ólafur tók flugið er eríltt
að ímynda sér að nokkur nema fugl-
inn íljúgandi komist óbrotinn niður
gínandi hamrastábð. Ólafur slapp að
vísu ekki alveg óbrotinn frá sinni
flugferð. Riibein brotnuöu og lungað
lagðist saman og hann fékk slæmt
mar og tognun á öxl og mjöðm.
„Við vorum 10 saman Jökuldælir á
tveimur jeppum og ferðinni var heit-
ið á áramótadansleik í Vopnafirði.
Þegar við komum niður á brún
Búrstarfells, þar sem sveitin blasir
við, ákváðum við að skjóta upp flug-
eldum til þess að láta Vopnfirðinga
vita að það væru komnir gestir. Fé-
lagi minn stakk niður rakettu fremst
í brúninni og bað mig að kveikja í.
Ég tók út úr mér sígarettu til þess
en náði ekki vel svo ég steig eitt skref
í viðbót og þá flaug ég af stað,“ sagði
Ólafur Gauti í samtali við DV á dög-
unum. DV fór með Ólafi á staðinn
og hann rifjaði þessa sérstæðu lífs-
reynslu upp. Varð hann ekkert
hræddur þegar hann flaug af staö?
Hélt aö þetta
væri smábarð
„Nei, ég varð það nú eiginlega ekki.
Ég vissi náttúrlega ekkert hvað þetta
var hátt og hélt jafnvel að þetta væri
smá helvítis barð. Ég hrapaði 21
metra fyrst og lenti með fjandi mikl-
um skelli í snjóskafli á syllu rétt neð-
an við brúnina. Ég heyrði hróp og
köll i félögum mínum uppi á brún-
inni og vatt mér til í bælinu til þess
að sjá upp en þá flaug ég af stað aftur
og í þetta skipti röska 40 metra. Ég
var frekar rólegur allan tímann og
horfði bara á klettana þjóta framhjá
og beið eftir þetta yrði allt búiö og
beið eftir að lenda þaðan sem ég
steypti stömpum niður bratta skrið-
una að minnsta kosti 100 metra í við-
bót. Þar missti ég meðvitund. Ég varð
aldrei neitt hræddur að ráði og býst
við að félögum mínum uppi á brún-
inni hafi liðið miklu verr en mér.“
Töldu sig aldrei sjá
hann lifandi meir
Félagar Ólafs óku sem fljótast þeir
máttu ofan af brúninni og fyrir neð-
an klettana skiptu þeir liði. Tveir
lögðu af stað gangandi inn með fjall-
inu þangað sem ætla mátti að Ólafur
hefði lent en hinir óku áfram niður
að bænum á Burstarfelli til þess að I
komast í síma og ná í hjálp. Flestir
í hópnum vissu hvemig aöstæður
voru í fjaliinu og voru því sannfærð-
ir um að þeir myndu aldrei sjá félaga
sinn á lífi aftur.
Ólafur gægist fram af brúninni sem hann hélt að væri smábarð.
Gekk af stað
til byggða
Meðan þessu fór fram lá Ólafur
Gauti meðvitundarlaus í snjóskafli í
hlíðum Burstarfells. Þegar hann
rankaði fyrst við sér hélt hann sig
hafa lent í bílslysi en fljótlega áttaði
hann sig á aðstæðum og hvað gerst
hafði. Hann staulaðist á fætur og
haltraði af stað til byggða.
„Ég ætlaði fyrst að labba niður í
Burstarfell til þess að ná í hjálp ef
ég væri einn á lífi en sá fljótlega lög-
reglubílinn niðri á vegi og áttaði mig
þá á því að ég væri eini bjálfinn sem
hefði farið fram af.“
Félagar Ólafs gengu síðan fram á
slóðina eftir hann og það urðu fagn-
aðarfundir þó fyrsta ávarpiö væri
kannski dálítið hranalegt. Þeir gengu
síðan með honum dálitla stund en
þá komu menn úr björgunarsveitinni
á Vopnafirði á staðinn með sjúkra-
börur.
',,Ég var alveg að drepast í mjöðm-
inni og það var erfitt að labba í rúm-
lega hnédjúpum snjó,“ sagði Ólafur.
„Þess vegna varð ég ósköp feginn að
sjá björgunarsveitarmennina frá
Vopnafirði sem eiga heiöur skilinn
fyrir hvað þeir voru ótrúlega fljótir
á staðinn.
Auðvitað héldu þeir
að égværi dauður
Auðvitað héldu þeir að ég væri
dauður. Það héldu það allir. Mér
skilst að lögreglan á Vopnafirði hafi
tekiö með sér svartan ruslapoka tfi
þess að hirða mig upp í.“
- En voru þeir félagar ekkert við
skál þar sem förinni var heitið á ára-
mótadansleik?
„Við vorum eiginlega ekkert byij-
aðir að staupa okkur þegar þetta
gerðist. Ég hef heyrt að kjaftasögurn-
ar segi að við höfum allir verið blind-
fullir en það er ekki rétt. Hitt er svo
annað mál að þegar ég hitti Garðar,
félaga minn, þarna niðri í urðinni
þá spurði ég fljótlega eftir flöskunni
og maður hafði hana hjá sér á sjúkra-
börunum og var svona aðeins að
skjóta á sig. En svo tók læknirinn
hana af mér þegar við komum niður
að bílnum. Hann hafði ekki húmor
fyrir því að ég væri að smakka það,“
sagði Ólafur og glotti eins og Jökul-
dælingur.
Settistupp ogfór
sjálfur úr stígvélinu
Ólafi var ekiö sem skjótast á flug-
völlinn á Vopnafirði þaðan sem
DV-myndir GVA
sjúkraflugvél flutti hann til Akur-
eyrar. Þar dvaldist hann næstu 4
daga áður en hann fékk að fara heim.
„Læknarnir á Akureyri skáru utan
af mér þessa finu lopapeysu sem ég
var í og annað stígvélið. Þegar þeir
ætluðu að fara að klippa utan af mér
skyrtuna settist ég upp og fór úr hinu
stígvélinu og skyrtunni. Þá sáu þeir
að ég myndi ekki vera eins mikið
slasaður og haldið var í fyrstu," og
nú hlær Ólafur innilega að endur-
minningum sínum.
„Ég verð að bæta mér þetta upp
næst. Ég missti af þessu fina ára-
mótaballi á Vopnafirði en ég mæti
bara tvíefldur til leiks næst.“
Alls var Ólafur frá vinnu í einn og
hálfan mánuð eftir óhappiö en var
vel rólfær allan tímann og segist ekki
kenna sér neins meins í dag.
Ólafur Gauti er næstelstur 4ra
systkina og býr ásamt foreldrum sín-