Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Síða 33
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1991. ^45 um og tveimur móðursystkinum á Aðalbóli á Hrafnkelsdal sem er fremsti bær í byggð á Jökuldal. Þar er þríbýli og var lengi ein fjárflesta jörö á Jökuldal auk þess að vera lengst byggðra bóla frá sjó á landinu en þaðan eru röskir 100 kílómetrar til sjávar. Engar kindur eru á Aðal- bóli síðan allt fé sunnan Jökulsár á Dal var skorið vegna riðuveiki fyrir 2 árum, alls um 1.000 fjár. Vill ekki aka á lömb en hlífir ekki álftinni LandCruiserinn er þungur á skrið- inu fram dalinn og stöku sinnum þarf að hemla snögglega vegna lamba og sauðfjár sem eðli sínu trútt liggur og dormar á veginum. „Það er leiðinlegt aö keyra á þessi grey,“ segir Sveinn bóndi. „Ég keyrði hins vegar á álft um daginn og sá ekkert eftir því. Hausinn á henni festist í stuðaranum og slitnaði af. Mér datt ekki í hug að slá af fyrir hana. Þessi kvikindi eru mun verri vargur í túnum og graslendi en sauðkindin er nokkurn tímann." Jökuldælir sem fara eigin leiðir Jökuldæhr hafa löngum haft orð á sér fyrír að vera sérstakir til orðs og æðis og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þannig sór Sigurður á Vað- brekku, nágranni Aðalbólsmanna, þess dýran eið að skerða hvorki hár sitt né skegg fyrr en hann mætti taka fé á ný og er að sögn orðinn harla viUimannslegur. Sveinn, móðurbróðir Ólafs og bóndi á Aðalbóli, ekur blaðamanni og Ólafi upp Jökuldal og fram á Burstarfell til þess að minnast við staðinn. Ferðin er farin í rosknum Toyota LandCruiser jeppa og dísil- vélin látin mala hressilega fram krókóttan veginn eftir Jökuldalnum og upp Möðrudalsöræfi á leið til Vopnaijarðar. Sveinn bóndi kemur við í Kaupfélaginu á EgUsstöðum pg tekur 200 kíló af sykri með sér. Ég spyr hann hvað bændur ætli að gera við allan þennan sykur. Þarf aö baka nokkrar kökur „Þaö þarf að baka nokkrar kök- ur,“ segir Sveinn bóndi og hann og Óli, frændi hans, líta hvor á annan og glotta skelmislega. Ekki fást nein greiðari svör um sykurkaup dala- bænda svo ég spyr hvort það sé rétt að á Jökuldal sé talinn óþarfi að eiga klukku heldur sé nóg að eiga dagatal? „Það getur verið sitthvað til í því á sumum bæjum," segir Sveinn bóndi. „Þaö er ekkert bráðnauðsynlegt að vita alltaf hvað klukkan er. Það er hins vegar gott að eiga dagatal til að glöggva sig á því hvaða mánuður sé.“ - En verða dalabændur aldrei leiðir á fásinninu og eríiðum samgöngum? „Pósturinn kemur orðið frameftir þrisvar í viku svo samgöngurnar eru ekkert vandamál. Þarna er gott að búa, sérstaklega með sauðfé. Það er hins vegar búið að eyðileggja fyrir okkur fjárstofninn með þessum niö- urskurði. Við megum taka fé undan Eyjafjöllum og aö vestan og það er allt öðruvísi fé en við bjuggum með og hætt við að það verði aldrei eins vænt. Það er hægt að lifa sæmilega af því sem 500 kindur gefa af sér.“ Tilraunir til þess að ræða við jökul- dælska fjárbændur um ofbeit og gróðureyðingu bera engan árangur sem hægt er aö færa í letur án þess að það varði við meiðyrðalögin. Kaldranaleg kímnigáfa Kaldranaleg kímnigáfa Jökuldæla kom ekki í veg fyrir að ævintýralegt hrap Ólafs væri haft í flimtingum á þorrablóti í hans heimasveit. Það var lagt þannig út að þetta hefði verið hður í flóknum landamerkjaþrætum Jökuldæla við Vopnfirðinga sem snúast um landamerki á heiðinni mihi sveitanna. Einhveijir Vopnfirð- ingar tóku sig til og færðu skilti á heiðimú sem tilkynnir vegfarendum að þeir hafi nú yfirgefið Jökuldals- hrepp. Jökuldæhr svöruðu í sömu mynt og grófu skiltið upp og færðu Ólafur Gauti í hliðum Burstarfells þar sem hrapið endaði. Uppi á brúninni þar sem flugið hófst. hátt úr lífsháska. Afi hans, Páll Gíslason frá Skógargerði, sem síöar bjó á AðalbóU, vann það frækilega afrek 19 ára gamall aö bjarga sér á sundi úr Jökulsá á Dal eftir að kláfur sUtnaði undan honum. Páll er eini maðurinn sem vitað er að komist hafi lifandi úr fangbrögðum við Jöklu en fjöldi manns hefur drukkn- að í ánni í aldanna rás. Áin setur svip sinn á sveitina þar sem hún beljar fram, kolmórauð árið um kring, ófær hverri skepnu. En þeir frændur eru helst á því að Jökul- dæUngum þyki vænt um Jöklu gömlu og kunni sambýUnu viö hana vel. „Ég vil hvergi annars staðar vera en á Jökuldal," segir Ólafur Gauti að lokum við blaðamann þar sem sem hann situr á brún Burstarfells og virðir fyrir sér slysstaðinn. „Ég er og verð Jökuldælingur og reikna fastlega meö því að verða bóndi á Aöalbóli þegar þar að kemur. Þar hefur mitt fólk verið mjög lengi og þetta er fallegasta sveit á íslandi, það er engin spurning." -Pá það langt niður á heiði í átt til Vopna- íjarðar. „Þetta er prinsipmál,“ segir Sveinn á Aðalbóli þegar ég spyr hann hvort nokkru máli skipti hvaða hreppi þessar auðnarlegu mýrapöldrur og gijóthólar tUheyri langt inni á heið- inni. Burstarfells-Blesi Niðri á Vopnafirði er okkur sagt að Ólafur Gauti sé af sveitungum sín- um kallaður Burstarfells-Blesi eftir flug sitt í fjallinu. Burstarfells-Blesi var einn frægasti reiðhestur Jóns Stefánssonar, bónda í Möörudal, og var þekktur vítt um sveitir fyrir til- þrif sín. Vopnfirðingar fullyrða enn- fremur að Ölafur Gauti hafi heillað vopnfirskar stúlkur með því að bjóða þeim í ökuferðir upp á Burstarfell til að sýna þeim staðinn þar sem hann hrapaði. Bjargaöist á sundi úr Jökulsá Ólafur Gauti er ekki sá fyrsti í sinni ætt_sem bjargast á ævintýralegan ÍBÚÐ TIL SÖLU 3ja herbergja íbúðtilsölu. Stuttfrá háskólanum (litla Skerjafirði). Laus nú þegar. Engin áhvílandi lán á íbúðinni. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 624923 eða 985-23634. F YLLIN G AREFNI Höfum fyrirliggjandi grus á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýmun, frostþolið og þjappast vel. Ennfremur höfum við fyririiggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. Sævarhöföa 13 - sími 681833 KENNARAR Enn eru lausar nokkrar kennarastöður við grunnskól- ann á Hólmavík. Okkur vantar íþróttakennara, sér- kennara og kennara í almenna kennslu. Nánari upplýsingar gefa Sigrún Björk Karlsdóttir skólastjóri í síma 95-13123 og formaður skólanefnd- ar, Jón Alfreðsson, í síma 95-13155. Skólanefnd ----------------------------------------- Útboð Suðuriandsvegur, Vorsabær - Seljaland 1991/1992 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum I ofan- greint verk. Lengd vegarkafla: 10,1 km, fyllingar 147.000 m3, burðarlag 24.000 m3. Verki skal lokið 15. maí 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavik, Borgartúni 5 (aðal- gjaldkera), frá og með 18. júní 1991. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 8. júlí 1991. Vegamálastjóri Brottför: 20. júní, 27. júní, 4. júlí, 11. júlí, 18. júlí. Verð 4 í íbúð 3 í íbúð 2 í íbúð 1 vika 29.800, -* 31.900,- 33.800, - 2 vikur 38.310,-* 42.380,- 50.610,- 3 vikur 48.550,-* 54.640,- 65.020,- * Verð miðað við tvo fullorðna og tvö börn undir 12 ára. Gisting: Torpa, glæsileg, ný, loftkæld íbúðabygging, sérstaklega vel staðsett, stutt frá Levante-ströndinni. Takmarkað sætaframboð á ofangreindu verði. Hafðu samband. Sjáumst. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 16 • 101 REYKJAVlK • SÍMI 91-621490 •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.