Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Síða 35
LAUGARDAGUR 15. JÚNU991. 47 Trimm Tennis: Erfitt að hitta boltann í byrjun - en æfingin skapar meistarann Ráðlegt er að byrja á því að fá til- sögn i tennis. Það gerir eftirleikinn mun auðveldari. Enginn byrjar á því að fara beint út á völi og spila. íþrótt í sókn hérlendis Tennis er ekki flókin íþrótt. Nú eru starfandi mörg félög þar sem fólki gefst kostur á aö læra tennis og nýta þá aöstöðu sem byggö hefur verið upp. I fyrstu getur það virst erfitt að hitta boltann. Þetta sem leit út fyrir að vera sáraeinfalt verður allt í einu mjög flókið. En með því að fá leið- sögn í upphafi er enginn vandi að læra tennis. Þá fæst rétta undirstað- an strax í byrjun. Þeir sem eru að byrja að læra fara ekki út á völl í upphafi heldur byija á því að leika sér með boltann með einfóldum æfingum. Með því kynnist fólk bæði boltanum og spaðanum. Eftir það er hafist handa við að læra réttu handtökin, forhönd, bakhönd, uppgjöf og svo framvegis. Aður en byrjað er að spila er hitað upp með léttum æfingum og í lokin er teygt á. Til að spila tennis þarf ekki mikla krafta. Nokkuð mikil tennis er betra að hafa einbeitinguna i lagi. Smám saman eykst svo snerpa og þol DV-myndir BG Mataræði: Minni fitu og meira kom - ekki borða stuttu fyrir áreynslu Ekki er gott að borða stuttu fyrir áreynslu. Það gerir mann þungan á sér og maturinn leitar upp aftur. Flestir þeir sem hreyfa sig finna að þungur matur er ekki heppileg- asta fæðan. Þegar talað er um þung- an mat er einkum átt viö feitan mat. Líkami mannsins fær orku úr kol- vetnum, hvítu og fitu. Margir neyta of mikillar fitu. Betra er að fá fleiri hitaeiningar úr kolvetnum og gildir þetta um alla, sérstaklega þá sem eitthvað hreyfa sig. Þeir sem borða feitan mat finna fljótt hve þungir þeir eru á sér þegar þeir ætla að fara að stunda líkamshreyfmgu. Kolvetni fmnast einkum í korn- mat, brauði, kartöflum, grjónum, hafragraut og öðru slíku. Kolvetni hjálpa til við að auka úthaldið og gera mann léttari á sér. Að borða mikið rétt fyrir áreynslu hefur einnig þau áhrif að maður veröur þungur á sér og oftar en ekki leitar maturinn upp aftur. Þetta skal ávallt hafa í huga og passa að neyta ekki matar rétt fyrir áreynslu nema í litlu magni. Matarneysla í samræmi við þörf Allir ættu að gera meira af því að borða hollan mat, minna af fitu og sætindum. Almennt gildir það um alla aö auka ætti kolvetnaríka fæðu. Betra er aö borða fleiri brauðsneiðar en setja heldur minna smjör á hveija. Við ættum að borða meira græn- meti, baunir og korn en minna af fituríkum mat. Mataræði batnar oft samfara auk- inni hreyfingu. Fólk verður meðvit- aðara um líkama sinn og fer aö hugsa betur um hvað þaö lætur ofan í sig. Margir verða þannig vandlátari á matinn þegar þeir fara aö hreyfa sig. Hreyfing hjálpar líka til við að halda matarneyslu í samræmi við þörf, þeir sem eru of þungir léttast oft á tiöum en þeir sem hafa verið of léttir styrkjast og þyngjast. -hmó hreyfing fylgir því aö spila en stutt hlé eru alltaf á milli. Úthaldið eykst svo smám saman með aukinni getu. Aðeins tvo þarf til að spila tennis. í tvíliðaleik eða tvenndarleik (karlar og konur) spila fjórir saman. Fyrir þá sem hafa verið í hópíþróttum en eiga nú erfitt með að fá fólk með sér, getur tennis verið lausnin. Einfaldur útbúnaður í tennis þarf ekki mikinn útbúnað. Allt sem til þarf er spaði og bolti. Ágætur spaði fyrir byrjendur kostar í kring um 5.000 kr. og bolti 200-300 kr. Á flestum völlum er hægt að fá lánaðan eða leigðan útbúnaö svo ekki þarf að leggja út í fjárfestingu áður en fullkannað er hvort áhugi er fyrir hendi. Þægilegur og léttur fatnaður er heppilegastur og strigaskór eða aðrir íþróttaskór. Til eru sérstakir tennis- skór en í byijun nægja venjulegir íþróttaskór. Ekki eru meira en um 5 ár frá því fariö var að spila tennis hér á landi. Vellir hafa verið byggðir upp víða um land. Á höfuðborgarsvæðinu eru þessir vellir: hjá Víkingi í Fossvogs- dal, Þrótti við Sæviðarsund, Tennis- félagi Kópavogs viö Kópavogsskóla, almenningsvelhr í Laugardal og á nýja skautasvellinu, við Hagaskóla, í Hafnarflrði, við Breiðagerðisskóla, við Hlíðaskóla, hjá TBR og við Folda- skóla hefur tennisvöllur verið í upp- byggingu. Utan höfuöborgarsvæðis- ins eru vellir á Akureyri, Ólafsfirði, Stöðvarfirði, Hveragerði, Selfossi og Laugarvatni. Allir eru þessir vellir undir berum himni en á veturna get- ur veriö erfiðara að komast á'völl. Á flestum þessara staða er boðið upp á námskeið eða einkakennslu í tennis, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, börn og fullorðna. í tennis eru engin aldursmörk og eng- inn er of gamall til að byrja að læra tennis. Byrjendum er ráðlagt að fá leiðsögn strax í byrjun svo réttu handtökin séu viðhöfð strax frá upp- hafi. -hmó Reykjavíkurmaraþon: Hlaupa lengra einu sinni 1 viku - þriðja vika æfingaáætlunar í þriðju viku eykst æfingamagnið lítillega þar sem sunnudagsæfmgin (1. d) lengist. Stefnt er að því að lengja smám saman sunnudagsæf- ingarnar þar til hámarki er náð í 9. viku, þ.e. í 8-10 km (skemmtis- kokk), í 18 km (hálfmaraþon) og 24 km (maraþon). Aðra daga vikunn- ar verður meira lagt upp úr breyti- legum hraða en aukinni vegalengd, þó fjölgar æfingum um 1-2 eftir því sem á líður. Ég sagði í upphafi að ekki skipti máh á hvaða hraöa fólk skokkaöi til að byija með. Aðalatriðið væri að koma sér af stað og finna smám saman sinn eigin hraða. Ég mun síðar í áætluninni skipta æfingun- um eftir hraöa, þ.e. í, jafnf ‘ annars vegar og „rólegt" hins vegar. Til hhðsjónar geta byrjendur miðaö við 6-8 min. á km, en vanir skokk- arar miðað við 5-5:30 á km. Til sam- anburðar má geta þess að keppnis- Skemmtiskokk Ólöf Huld Hálfmaraþon Ásgeir Maraþon Vöggur 1.d. 4km 6km 12km 2. d. Hvíld Hvíld Hvíld 3.d. 2km 4km 8km 4. d. Hvíld Hvíld Hvíld 5.d. 3km 4km 10km 6. d. Hvíld Hvild 8km 7. d. Hvlld/kvennahl. Hvlld Hvíld Það er nægilegt aö hlaupa einu sinni í viku langt. Heildarvega- lengd á viku mun fara mest í u.þ.b. 20 km (skemmtiskokk), 50-60 km (hálfmaraþon) og 70-80 km (mara- þon). í fjórðu viku mun einn æf- ingadagur bætast við hjá þeim sem ætla að hlaupa lengri vegalengd- imar. menn hér á landi ganga jafnan út frá 4-4:20 mín. hraða í sínum hlaupaæfingum. Ég vil hvetja konur til að nota tækifærið og vera með í kvenna- hlaupinu er fram fer í Garðabæ 22. júní nk. í fyrra var stemningin mjög góð. Kveðja Sigurður Pétur Sigmundsson STYRKIR REYKJAVIKURMARAÞON @> TOYOTA Tákn um geeði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.