Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991.
49
Helgarpopp
Islenskt
tón- ;!|
listar-
sumar
Eins og flestum er kurmugt hef-
ur útgáfa á íslenskri tónlist færst
að stærstum hluta yflr á nóvem-
ber og desember á undanförnum
árum. Þessi þróun var í gangi
allan síðasta áratug og er ástæð-
an sú að íslensk tónlist hefur lítt
selst á öðrum árstímum. Sem
dæmi má nefha að kóngurinn í
rokkinu hér heima, Bubbi Mort-
hens, hefur undanfarin flmm ár
ætíð sent frá sér nýjar plötur í
október eða nóvember (undan-
skiidar tólf tommu plötur og Blús
fyrir Rikka) og selt í stórum up-
plögum. Árið 1985sendi Bubbi frá
sér Konu-plötuna í byrjun júni-
mánaðar og þrátt fyrir að þar sé
á ferð eitt besta verk hans fyrr
og síðar þá var sala ákaflega hæg
það ár (á mælikvarða Bubba
Morthens).
Það er dýrt að gefa út hljóm-
plötu á íslandi og lætur nærri að
meðalkostnaður á hljómplötu
nálgist fimm milljónir króna sem
þýðir að yflr fjögur þúsund eintök
þurfa að seljast til að endar nái
saman. Þessi staðreynd skýrir að
miklu leyti þá þróun sem hefur
átt sér stað í íslenskum útgáfu-
málurn og fyrr var getið.
Áhættu-faktorinn minnkar ef
plata er gefin út fyrir jólavertíð-
ina því dæmin sanna að sölu-
möguleikar hijómplötu stórauk-
ast á þeim gjafavörumarkaði sem
er undanfari jóla.
Blómleg, íslensk
útgáfa í sumar
íslensk tónlist hefur verið að
breytast í jólapakkaíramleiöslu
og þeirri þróun vilja menn í tón-
listargeiranum nú snúa við. ís-
lenskir útgefendur, flytjendur og
höfundar hafa nú tekið höndum
saman í viðleitni sinni til að
breyta sumrinu í tónlistarsumar
þar sem íslenskri tónlist skal lyft
í hæstu hæðir. Meðalið í átakinu
er að sjálfsögðu útgáfa á íslenskri
tónhst og er þegar ákveðin útgáfa
á yfir 20 hljómplötum. Meðal
þessara 20 eru nokkrar endurút-
gáfur sem gera þaö að verkum
að flóra íslenskra tónlístarmanna
síðustu 30-40 ára fær sín notið á
íslensku tónlistarsumri, nýrækt-
in og gömlu gullmoiarnir.
Herferðin sem ber yfirskriftina
íslenskt tónlistarsumar hefst op-
inberlega á þjóðhátíðardaginn,
17. júní, og munu tónlistarmenn
víöa um land stiga á svið og leika
íslenska tónlist sjálfum sér og
öðrum til yndisauka. vyÁi
Þeir sem standa að átakinu eru
Samtök hljómplötuframleiöenda,
Pélag tónskálda og textahöfunda,
Samband tónskálda og eígenda
flutningsréttar og Félag íslenskra
hljómlistarmanna. Svo er bara
að vona að landsmenn taki við
sér því það eru fyrst og síöast
þeir sem ráða hversu blómlegt
tónlistarlíf er í landinu. Nú ríður
á að veíta íslenskri tónlist vaxtar-
skilyrði, árið um kring.
Rokk og ról
undir danskri sól
Frændur vorir í Danaveldi munu
bjóða til tónlistarveislu síðustu helg-
ina í júní og verður rokkað bæði á
Sjálandi og Fjóni. Á Sjálandi er það
hin hefðbundna Hróarskelduhátíð
sem stendur til boða en hátíðin er
nú haldin í tuttugasta skipti. Það
voru ungir menn með „viðskiptavit"
sem ætluðu að búa til evrópska
Woodstock sem hrintu ævintýrinu í
Hróarskeldu af stað árið 1971. Illu
heilli lágu hugsjónir þessara frum-
herja aðeins að litlu leyti í því að búa
til góða rokkhátíð, Mammon skipaði
stærri sess í huga þeirra en tónlistar-
gyðjan. Afrakstur brenglaðs hugarf-
ars var brengluð tónleikahátíð, fáir
mættu og tap varð mikið. Nýir
Umsjón
Snorri Már Skúlason
Hörð samkeppni
frá Fjóni
Fjónbúar láta ekki sitt eftir liggja
téða helgi í lok júni og verður efnt
til mikils tónateitis í Ringe á Fjóni.
Sú hátíð, sem kallast Midtfyns Festi-
val upp á dönskuna, mun ef að líkum
lætur veita Hróarskelduhátíðinni
harða samkeppni. Þar munu rokk-
risar á borð við Bob Dylan, B.B. King,
Donovan og Rober Cray Band stíga
á svið. Auk þeirra má sjá og heyra
Living Colour, Tanitu Tikaram,
Happy Mondays, Hothouse Flowers,
Run Rig, JefTHealey Band, Toto, Dr.
Hook, Dread Zeppelin, Georgia Satel-
lites og Inspiral Carpets.
Og nú er bara fyrir þá rokkunnend-
ur íslenska sem verða á ferð í Dan-
mörku á þessum tíma að velja. Sá á
kvölina sem á völina.
menn með nýtt hugarfar tóku við og
í áranna rás hefur tónleikahátíðin í
Hróarskeldu vaxið að umfangi og
vinsældum. Síðan 1971 hefur mestöll
vinna við Hróarskelduhátíðina verið
unnin í sjálfboðavinnu og þannig
hefur tekist hægt og bítandi að koma
fyrirtækinu á réttan kjöl, fyrst og
síðast vegna fórnfýsi sjálfboðalið-
anna. Þeirra vinna í gegnum árin
hefur skipað tónleikahátíðinni í Hró-
arskeldu í hóp stærstu og virtustu
útihátíða veraldar.
Gestahstinn er langur sem fyrr
enda sviðin fjögur eða fimm sem eru
notuð og munu yflr 70 hljómsveitir
og sólóistar troða upp þá fjóra daga
sem hátíðin varir. Hún hefst 27. júní
og stendur fram á sunnudaginn 30.
júní. Meðal stærstu nafna sem hátíð:
in skartar nú eru: Paul Simon,
Simple Minds, Albert Collins, Iggy
Pop, Billy Idol, Dee Lite, Allman
Brothers Band (blessuð sé minning
Duane Allman), The Charlants, Mar-
ianne Faithful, Elvis Costello og Iron
Maiden. Mannlif er með fjölbreyttasta móti á Hróarskelduhátíðum.
John Lennon og Yoko Ono sátt við lífið og tilveruna. Wyndin var tekin um
það leyti sem Double Fantasy var gefin út, í nóvember 1980.
Yoko ævareið
Yoko Ono, sem heiðraði íslendinga
með nærveru sinni fyrr á árinu, rann
í skap tilburðir hljómsveitarinnar
EMF á nýrri plötu sveitarinnar
„Schubert Dip“. Reiði hinnar jap-
önsku ekkju Johns Lennon er skilj-
anleg því að í einu lagi á plötu EMF
er morðingi Bítilsins í aðalhlutverki.
HljómsveitarmeðUmir hafa nefni-
lega tekið saman stúf þar sem morð-
inginn, Mark Chapman, fer með text-
ann úr Watching the Wheels lagi
Lennons af plötunni Double Fantasy.
Téð lagasmíð var nokkurs konar
uppgjör Lennons við árin 1975-1980
þar sem hann sagðist sáttur við að
hafa dregið sig út úr skarkala sviðs-
ljóssins. Þetta voru árin sem John
Lennon notaði til að fílósófera einn
með sjálfum sér, baka brauð og
skipta um bleiur á syninum Sean.
Hann var hamingjusamur og sú
hamingja skein í gegn í texta lagsins.
Hann talaði beint frá hjartanu eins
og fyrri daginn og því er skiljanlegt
að Yöko fengi hland fyrir hjartað við
að heyra manninn sem batt enda á
líf meistarans, fara með orð sem
John Lennon orti sem óð til lífsins.
Ástæðan til þess að meðlimir EMF
fóru þessa óvenjulegu leið í „list-
sköpun" sinni eru væntanlega upp-
hafsorð textans Watching the Wlieels
en þar segir: People say I’m crazy
doing what I’m doing. Það að láta
morðingjann fara með þessa og fleiri
hendingar úr textanum er skot yflr
markið og nú hefur Yoko Ono sem
sagt lögsótt hljómsveitina og ku
skaðabótakrafan vera svimandi.
Hljómsveitarmeðlimir í EMF eru
hins vegar svekktir á ekkjunni og
segja hana ekki hugsa um þetta sem
listsköpun heldur sé hún með hug-
ann við það eitt að ávaxta pund sitt.
Hljómplötufyrirtæki hljómsveitar-
innar hefur tekið kvartanir Yoko
góðar og gildar að því leyti að platan
verður ekki pressuð oftar með rödd
Chapmans í laginu Lies, en sá er tit-
fll þessa umdeilda lags.