Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Page 50
L^ypARDAGUK 15. jýNj.^.,
&
A£mæli
Þrándur Thoroddsen
Þrándur Thoroddsen, kvikmynda-
stjóri og þýðandi, Grundarlandi 21,
Reykjavík, verður sextugur 17. júni.
Starfsferill
Þrándur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp og í Mýrdalnum. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR1950,
stundaði nám í erfðafræði og gerla-
fræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla 1950-56 og stundaði síðan nám
í kvikmyndastjórn við Kvikmynda-
háskólann i Lodz í Póllandi 1960-66
en hann tók lokapróf1964 og
Diplomvörn 1966.
A unglingsárunum var Þrándur í
sveit í Mýrdalnum. Hann stundaði
síðar sumarstörf í bæjarvinnunni
hjá Reykjavíkurborg, starfaði við
landmæÚngar hjá Landnámi ríkis-
ins, var tækniteiknari hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur 1956-58 og
varhásetiátogara.
Þrándur vann að gerð fræðslu-
mynda í Póllandi á árunum 1961-66,
var forstööumaður kvikmynda-
deildar RÚV1966-72, kenndi kvik-
myndafræði við menntaskóla og
hefur verið sjálfstæður framleið-
andi kvikmynda sem einkum hafa
verið gerðar fyrir RÚV. Þá hefur
hann stjórnað þáttagerð þar um ára-
bil.
Meðal mynda Þrándar má nefna
áramótaskaup, Örlagahárið, Heklu,
Mývatn, Þjórsárver, Aldrað fólk og
unga, Akranes 1974, Fáka, Þjóðsöng,
Lax, Nínu Tryggvadóttur, Ásgrím
Jónsson, Kjarval, Líf til éinhvers,
Tökum höndum saman og margar
fleiri.
Þrándur hefur þýtt fiölda sjón-
varpsmynda og þátta frá hinum
ýmsu löndum. Hann hefur þýtt
barnabækur og leikrit fyrir útvarp
og leikhús. Hann er meðhöfundur
kabarettsins Lagt í pottinn, hefur
stundað ljóðaþýðingar, ort texta við
sönglög og hefur verið ritstjóri
Orðabókar NFTV um kvikmyndir
ogsjónvarp.
Fjölskylda
Þrándur kvæntist 29.8.1969 Sig-
rúnu Ingu Jónsdóttur, f. 6.4.1943,
kortateiknara, en hún er dóttir Jóns
A. Sigurðssonar, hljóðfæraleikara
við Sinfóníuhljómsveit íslands, og
Ámýjar Sigurðardóttur frá Skuld í
Vestmannaeyj um.
Börn Þrándar eru Rannveig, f.
23.5.1966, nemi við HÍ; Sólveig, f.
24.5.1970, sem var að ljúka stúdents-
prófi; Jón, f. 20.11.1977, nemi; Guð-
mundur, f. 1.8.1980. Dóttir Þrándar
með Helenu Zashiwsku er Anna
Sóley, f. 11.8.1967.
Hálfsystkini Þrándar, samfeðra:
Dóra TÚoroddsen, f. 1914, húsmóðir
og ekkja eftir Braga Brynjólfsson
bóksala; Ásta Thoroddsen, f. 1916,
húsmóðir og ekkja eftir Eðvald
Brunsted Malmquist garðyrkju-
ráðunaut; Skúli Thoroddsen, f. 1918,
d. 1973, augnlæknir í Reykjavík, var
kvæntur Drífu Viðar, listmálara og
rithöfundi, sem er látin, en síðar
kvæntur Önnu Guðrúnu Jónsdótt-
ur; Unnur Thoroddsen, f. 1922, nú
látin, lyfiafræðingur, var gift Karli
Jóhannssyni, eftirhtsmanni hjá Út-
lendingaeftirlitinu; Hrafnhildur
Gríma Thoroddsen, f. 1923, meina-
tæknir, gift Viggó Tryggvasyni lög-
fraéðingi; Regína Benedikta Thor-
oddsen, f. 1924, hjúkrunarfræðing-
ur, gift Smára Karlssyni flugstjóra.
Kjörsystir Þrándar og dóttir Hrafn-
hildar Grímu er Ásta Björt Thor-
oddsen, f. 1942, tannlæknir.
Foreldrar Þrándar voru Guö-
mundur Thoroddsen, f. 1.2.1887, d.
6.7.1968, prófessor við HÍ og yfir-
læknir við Landspítalann, og seinni
kona hans, Siglín Guðmundsdóttir,
f. 17.6.1901, d. 22.5.1966.
Ætt
Meðal systkina Guðmundar voru
Unnur, móðir Skúla Halldórssonar
tónskálds; Skúli, lögfræðingur og
alþingismaður; Kristín Ólína, yfir-
hjúkrunarkona Landspítalans;
Katrín, yfirlæknir og alþingismað-
ur; Jón Thoroddsen, lögfræðingur
og skáld, sá er Tómas Guðmundsson
orti eftir; Bolli borgarverkfræðing-
. ur; SigurðurThoroddsen, verkfræð-
ingur og alþingismaður, faðir Dags
skálds; María Kristín, móðir Jóns
Thors Haraldssonar sagnfræðings.
Guðmundur var sonur Skúla Thor-
oddsens, alþingismanns og ritstjóra,
bróður Þorvalds Thoroddsens nátt-
úrufræðings og Þóröar læknis, föð-
ur Emils tónskálds og Þorvalds for-
stjóra. Skúli var einnig bróðir Sig-
urðar verkfræðings, fóður Gunnars
Thoroddsens forsætisráðherra.
Skúii var sonur Jóns Thoroddsens,
Þrándur Thoroddsen.
skálds og sýslumanns á Leirá, Þórð-
arsonar beykis, Þóroddssonar aö
Reykhólum, ættföður Thoroddse-
nættarinnar. Móðir Skúla var Krist-
ín Ólína Þorvaldsdóttir, umboös-
manns í Hrappsey, Sívertsen. Móðir
Guðmundar var Theodóra Thor-
oddsen skáldkona, dóttir Guömund-
ar Einarssonar prófasts á Kvenna-
brekku í Dölum. Siglín var dóttir
Guðmundar, b. á Brekkum í Mýrd-
al, Guðmundssonar, og Rannveigar
Guðmundsdóttur.
Þrándur verður í Klakkseyjum á
Breiðafirði á afmælisdaginn.
Menning_____________________________
Fingur-
gómatipl
Þriðjudagskvöldiö 12.6. héldu Einar Jóhannesson, Beth Levin og Ric-
hard Talkowsky kammertónleika í Sigurjónssafni úti í Laugarnesi. Verk-
efnin voru „klarínettpíanótríó" (ef kenna má tóngreinina svo við áhöfn-
ina klarínett (í stað fiðlu) - píanó - selló) eftir Beethoven, Brahms, Glinka
og Þorkel Sigurbjörnsson. Þetta er skemmtileg hljóðfæraskipan og að
mati undirritaös úlæbrigðaríkari og safameiri en sú hefðbundna sem vill
oft láta einkennilega þurrt í eyrum þrátt fyrir fiölda óumdeilanlegra
meistaraverka.
í tónleikaskrá kom fram að tríó
þeirra Beth, Einars og Richards var
stofnað á þessu ári með tónleika-
hald á íslandi og á Spáni i huga.
Richard Talkowsky hefur leikið í
knéfiðludeild S.í. undanfarin miss-
eri og mun áður hafa starfað með
landa sínum Ms Levin frá Fíladelf-
íu en þó munu öll þrjú ekki hafa
leikið saman fyrr en á þessu ári.
Það eru ekki nema færustu og
reyndustu hljómlistarmenn sem
geta sett upp kammertónleika eftir
örfárra vikna samstarf og fengið
hlutina til að hljóma sannfærandi.
Miðað við þennan stutta aðdrag-
anda voru tónleikamir í Sigurjóns-
safni frábærlega vel heppnaöir. Þó
að sellistinn skilaði nokkram
hálfóhreinum tónum á stangli, píanistinn slægi 4-5 feilnótur og klarínett-
leikurinn væri tvisvar til þrisvar örlitið hikandi í rytma þá er fremur
sjaldgæft að maður standi hér um bil agndofa meðan tíminn fossar fram
hjá í stríðum straumum og unaðskliður gælir við heiladingulinn, eins
og hér átti sér stað. Hér huldi listin listina. Áheyrandinn komst í beint
samband.
Þó að prógrammið hafi kannski haft full-rómatíska yfirvigt (Glinka og
Brahms; Beethoven var æskuverk, Op. 11 frá 1797) voru verkin öll
skemmtileg á aö hlýöa; engin stórskotaliðsstykki en góð og gegn músík
Tónlist
Ríkaröur ðrn Pálsson
fyrir sumartónleika. Samleikur þeirra félaga var ótrúlega samstilltur
miðað við aðstæður og er vonandi á engan hallað þó að hið rytmíska
píanississimo-spil Beth Levin sitji einna mest eftir í manni, verandi svo
góðu vanur frá virtúós af hlaupvídd Einars Jóhannessonar.
Vera má að undirritaður þekki ekki beztu hliðar beztu píanista okkar
nógu vel þegar hann dirfist að skjóta því fram að súperveikur píanóleik-
ur gerist sjaldan mjög nákvæmur í takti hér um slóðir. Þá er úamrarnir
rétt ná að kyssa strengina kurteisiskossi vill ósjálfrátt einstaklingsrúbató
oft taka völdin og þar skilur milli feigs og ófeigs í kammersamleik. Alla-
vega þótti honum únifiafnt fingurgómatipl Ms Levin allhressileg tilbreyt-
ing og skyldi engan furða hvi þeir Einar og nafni sækjast eftir samleik
við slíkan píanista.
Óhætt ætti að vera að spá hinu nýja tríói góðum undirtektum á næstu
vikum.
Einar Jóhannesson, klarinettuíeik-
ari í samstilltu tríói.
Svanfríður G. Þóroddsdóttir
Svanfríöur Guðrún Þóroddsdóttir
húsmóðir, Hólmagrund 4 á Sauðár-
króki, verður sextug 17. júní.
Fjölskylda
Svanfríður giftist 19. janúar 1953
Árna Guðmundssyni, f. 8.7.1927,
framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss-
ins Skjaldar.
Börn Svanfríðar og Áma eru:
Kristín Dröfn, f. 9.12.1952, húsmóðir
á Sauðárkróki, maki Guðmundur
Gunnarsson verslunarmaður. Þau
eiga þrjú börn: Árna Þórodd, f. 7.4.
1978; Gunnar Gígjar, f. 12.4.1979;
Ragnar Frey, f. 3.5.1985.
Guðmundur Þór, f. 30.12.1955, sjó-
maður á Sauðárkróki, maki Ólöf
Herborg Hartmannsdóttir skrif
stofustúlka. .’au eiga tvö börn, Árna
Rúnar, f. 26.6.1981, og Guönýju
Kötlu, f. 23.2.1983.
Ólöf Svandís, f. 24.1.1960, húsmóð-
ir á Sauðárkróki, maki Stefán Pétur
Jónsson, verkstjóri á Sauðárkróki.
Þau eiga fiögur úörn, Gígju Hrund,
fi 25.5.1980, Klöru Björk, f. 13.6.1984,
og tviburana Eddu Borg og Höllu
Mjöll.f. 29.1.1991.
Eva Lilja, f. 31.8.1967, gæslukona
á Leikskóla Sauðárkróks.
Svanfríður á þrjú systkini. Ragn-
ar, f. 6.4.1930, er sjómaður í Stykkis-
hólmi, maki Svanhvít Pálsdóttir
verslunarkona, þau eiga átta börn.
Jósef Reykdal, f. 20.8.1933, er verk-
stjóri í Steinullarverksmiðjunni,
kona hans er Anna Soífía Jónsdótt-
ir, verslunarmaður á Sauðárkróki,
þaueigaþrjúbörn.
Svandís Jónasína, f. 17.2.1941, er
húsmóðir á Sauðárkróki, maki Ey-
steinn Jónsson, verkamaður á
Sauðárkróki, þau eiga fiögur börn.
Jónasína Kristín, f. 21.3.1935, d.
3.8.1935.
Foreldrar Svanfríðar voru Þór-
oddur Pálmi Jóhannsson, f. 5.3.1894,
d. 4.5.1965, og Ólöf Jósefsdóttir, f.
31.1.1904, d. 19.7.1983.
Öm Hallsteinsson
\
Örn Hallsteinsson prentari, Dalseli
29 í Reykjavík, verður fimmtugur
18.júní.
Starfsferill
Örn fæddist og ólst upp í Hafnar-
firði. Hann bjó þar til ársins 1976 er
hann flutti til Reykjavíkur þar sem
hannbýrenn.
Hann lauk prófi frá Barnaskóla
Hafnarfiarðar og landsprófi frá
Flensborg. Örn er lærður prentari.
Hann vann hjá Prentsmiðju Hafnar-
fiarðar frá 1959-1967 og í Fjarðar-
prenti árin 1967-1971 en þá fór hann
að vinna hjá Morgunblaðinu og hef-
urunniðþar síðan.
Örn lék handbolta með FH um
margra ára skeið og lék einnig um
árabil með landsliði íslands í hand-
knattleik.
Fjölskylda
Örn kvæntist 18. júlí 1970 Valgeröi
Eiríksdóttur, f. 28.9.1943, verslunar-
manni. Foreldrar hennar eru Eirík-
ur Jónsson málari og Jenný Frið-
riksdóttir Welding húsmóðir.
Örn og Valgerður eiga tvo syni.
Þeir eru Hallsteinn, f. 9.4.1970, nemi,
0gValurÖ.,f.29.7.1973.
Öm á þrjú systkini. Þau eru: Geir
Hallsteinsson, f. 7.8.1946, íþrótta-
kennari, maki Ingibjörg Logadóttir
Eldon. Börn þeirra eru Arnar,
Brynjar, Logi og Nína. Þau eru bú-
settíHafnarfirði.
Ingvar Hallsteinsson, f. 6.4.1935,
prentari, búsettur í Kaliforníu í
Bandaríkjunum. Maki hans er Ed-
ith Hallsteinsson og eiga þau fiögur
börn, Höllu, Ingvar, Andra og Mark-
ús.
Sylvía Hallsteinsdóttir, f. 21.2.
1945, bankastarfsmaður, maki Helgi
Númason og eiga þau þijú börn,
Ingibjörgu, Kristjönu og Hörpu. Þau
eru búsett í Hafnarfirði.
Örn Hallsteinsson.
Foreldrar Arnar voru Hallsteinn
Hinriksson, f. 1904, d. 1974, íþrótta-
kennari og Ingibjörg Árnadóttir, f.
1910, d. 1990, húsmóðir. Þau bjuggu
aðTjarnarbraut 11 í Hafnarfirði.
Örn og Valgerður taka á móti gest-
um í Sóknarhúsinu, Skipholti 50A,
milli kl. 17 og 2017. júní.
Já... en ég nota nú
yf irleitt beltið! ^
UMFERÐAR
RÁO