Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. - • :;s: 9 Menning i i i > » ) i i Egill Ólafsson - Tifa tifa Glæsileg byrjun Fyrsta sólóplata Egils Ólafssonar er síður en svo eitthvert byrjenda- verk, enda maðurinn búinn að vera í framvarðasveit íslenskra popptón- Ustarmanna um langt árabil. Það má segja að þessi plata endurspegli og samtvinni þær tvær megintónlist- arstefnur sem Egill hefur tileinkað sér í gegnum tíðina. Annars vegar eru það léttu lögin og ballöðurnar úr Stuðmannadeildinni og hins veg- ar kraftmeiri og dýpri lög á þeim nótum sem Egill fékkst við með Þursaflokknum.' Þessu tvennu lukkast Agli og að- stoðarmönnum hans einkar vel að blanda saman svo að úr verði sterk heild. Þar á Egill sjálfur auðvitað PaulYoung- From Time to Time stærsta hlutverkið, sem höfundur laga og texta, auk þess að syngja eins og best er sungið á íslenskum hljóm- plötum. Athygli vekur stórt hlutverk Guðrúnar Gunnarsdóttur söngkonu sem syngur með Agli í helmingi lag- anna á plötunni og gerir það með glæsibrag. Egill kemur líka mjög sterkur frá þessari plötu sem laga- og textasmið- ur. Hann virðist jafnvígur á léttari, einföld lög og þyngri og flókin. Lögin eru öll mjög melódísk, misgrípandi þó en ég held að ég halli ekki á önn- ur lög plötunnar þó ég segi að síðasta lag hennar, lagið Það brennur, sem Egill syngur ásamt Sigrúnu Hjálm- týsdóttur, sé fallegasta lagið og með fallegri islenskum lögum í langan tíma. Tifa tifa er ekkert tímamótaverk nema ef vera skyldi á ferli Egils Ól- afssonar sem ég held að hafi reyndar ekki risið hærra en einmitt hér og er þá margt gott lagt til jafnaöar. -SþS- Egill Ólafsson. fóUHHÁUMT^ ^ * + <* * Samfelld stór- veisla Það má eiginlega furðulegt teljast að jafn vinsæll söngvari og Paul Yo- ung hafi ekki fyrir löngu geflð út safnplötu með bestu og vinsælustu lögum sínum því nógu er af að taka. Ferill hans spannar yfir tæpan ára- tug í fremstu röð og ekkert lát virö- ist ætla að verða á farsælum frama hans á næstunni. Paul Young fer þá leið á þessari safnplötu að hann lætur fljóta með nokkur nýlega upptekin lög sem með raun réttri uppfylla ekki þau skilyrði að tilheyra safnplötu yfir bestu og vinsælustu lög. Sum þessara laga eru þó óðum að fylla þann flokk, eins og til að mynda lagið I’m Only Foolin’ Myself, sem er þéttur ryþma- og blús- slagari, og lagið Don’t Dream I’ts Over, sem Paul Young söng á Nelson Mandela tónleikunum en þetta lag er annars upprunalega flutt af hljóm- sveitinni Crowded House. Annars er þessi plata samfelld veisla fyrir aðdáendur Paul Youngs, hvert gullkornið rekur annað og drengurinn syngur hreint eins og engill, svei mér þá. -SþS- □ INGERSOLL-RAND LOFT ÞJÖPPUR HEKLA VÉLAVERSLUN LAUGAVEGI 168 = SÍMAR 695500 - 695760 í Spectra CV-72 NIC NORDMEIVIDE WORDIVIENDE IUORDMEIUDE JA, NOKKRAR VIKUR LljPA OTRULECA HRATT! L, stgr. SgglÍP' sg MP-203VTer20"sión SÉltS M s^r' MORPMEMPE • srqr. Sl Nú er tíminn til ab ákveba jólagjöf fjölskyidunnar! Greiöslukjör viö allra hæfi: VfSA Samfowt munalan skipholti 19 11 mán. 18mán. 11 mán. 30 mán. SÍMI 29800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.