Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Drukkið í vinnunni Hér á landi hefur mótazt sú góða siðvenja, að fólk drekki ekki í vinnunni. Innleiðing bjórsins breytti þessu ekki, þótt ástæða væri til að óttast, að hún hvetti til dagdrykkju á svipaðan hátt og sjá má víða erlendis. Slíkar hrakspár hafa einfaldlega ekki rætzt. Ein undantekning er á þessari góðu reglu. í stjórnmál- um hefur borið nokkuð á einstaklingum, sem fara ekki eftir þjóðarvenjunni. í rituðum endurminningum kem- ur fram, að ýmsir stjórnmálamenn hafa vanmetið störf sín nógu mikið til að sinna þeim drukknir. Áður en sjónvarp kom til sögunnar fylgdu þessu minni vandræði en verða nú. Að vísu gengu milli manna sögur um hneykslanlega hegðun stjórnmálamanna, en fólk hafði ekki beina reynslu af henni á borð við það sem nú má sjá í beinum útsendingum sjónvarpsstöðva. Aukin nálægð kallar á, að stjórnmálamenn endur- skoði viðhorf sín til drykkjuskapar við störf. Þeir þurfa að gæta þess að verða sér og þjóðinni ekki til skamm- ar. Þeim ber að kalla frekar út varamenn, ef hætta er á, að þeir geti ekki sinnt skyldum sínum vegna ölæðis. Málið verður erfiðara fyrir þá sök, að drykkjunni fylgir dómgreindarbrestur, sem veldur því, að menn telja sig færa í flestan sjó. Stærsta dæmið um það er byltingartilraun harðlínumanna í Sovétríkjunum, sem var framin í ölæði og fjaraði út í brennivínsdauða. Stjórnmálamenn nota sennilega áfengi sem deyfilyf, af því að það er eina fíkniefnið, sem er löggilt. Þeim ætti þó að vera eins ljóst og öðrum, sem fylgjast með fréttum, að ekkert fíkniefni veldur jafn stórfelldum vandræðum og óhófleg áfengisneyzla gerir. Þetta er meira vandamál hér á landi en í mörgum löndum, sem hafa lengra tímabil siðmenningar að baki. Stjórnmálamenn drekka víðar en á íslandi, en þeir haga drykkju sinni á þann hátt, að ekki leiði til vanvirðu á opinberum vettvangi. Þeir geta strammað sig af. Stundum er eins og stjórnmálamenn setji sig í spor starfsbræðra frá fyrri tíð, þegar almenningur hafði lak- ari aðstöðu til að fylgjast með daglegri hegðun stéttar- innar. Þetta sýnir dómgreindarskort, sem hugsanlega stafar einmitt af of mikilli, uppsafnaðri áfengisneyzlu. Það er misskilningur, ef slíkir stjórnmálamenn halda, að þeir komizt upp með þetta. Fólk hefur þá þvert á móti í flimtingum. Það lítur ekki lengur upp til þeirra, heldur lítur niður á þá eins og hverja aðra skrípakarla, sem lauslega má flokka með skemmtilega greindum rónum. í nokkur ár hefur verið ástæða til að hafa áhyggjur af, að nokkrir stjórnmálamenn telji í lagi eða þolanlegt, að þeir komi fyrir almannasjónir á þann hátt, að gera megi ráð fyrir, að þeir séu ekki allsgáðir. En nú hefur greinilega keyrt um þverbak á þessu hættulega sviði. Ein hættan er fordæmisgildið, sem þessi hegðun kann að hafa. Þótt meirihluti fólks líti niður á ölæðismenn á öllum þjóðfélagsstigum, eru alltaf einhverjir, sem þurfa afsökun til að auka drykkju sína eða færa hana yfir í vinnuna. Þeir kunna að vilja dansa eftir höfðinu. Alvarlegri er þó virðingarbresturinn. Óhjákvæmilegt er, að venjulegt fólk fari að spyija sig í vaxandi mæli, hvort ástand af þessu tagi sé algengt, hvort teknar séu mikilvægar ákvarðanir í slíku ástandi, og hvort slæma landsstjórn megi ef til vill skýra út frá fylliríi. Áfengi er hættulegt fíkniefni, sem breytir persónu fólks, ef þess er neytt í nokkrum mæh. Valdamiklum stjórnmálamönnum ber að umgangast það með varúð. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. EES-samkomu- lag eflir EB til næstu verkefna Rökvísi máefnanna hneig alltaf í þá átt aö Evrópubandalagiö full- nægði sérþörfum ríkja EFTA að því marki sem nægöi til aö koma sam- komulagi um evrópskt efnahags- svæði í höfn. Ekki var nema eftir venjunni í svo flóknum og viður- hlutamiklum samningaviöræöum aö samkomulag náðist ekki fyrr en tíminn var að renna út og allir uröu að hrökkva eöa stökkva í þeim efn- um sem enn voru óútkljáð. Skilningur á sérstöðu íslands, sem ýmsir áhrifamenn EB-ríkja höföu lýst, hafði skilað sér eftir vonum þegar upp var staðið. Um tíma vöknuðu grunsemdir um að hann hefði týnst í einhverjum af- kima skrifstofuveldisins í Brussel. Eftir samkomulag um stofnun EES með aðild 19 Evrópuríkja á fundinum í Lúxemborg er EB mun betur í stakk búið en ella til að fást við næstu stórverkefni. Þar blasir þegar við fundur æðstu manna bandalagsríkja í Maastricht í Hol- landi í desember. Ætlunarverkið á þeim fundi er að taka ákvarðanir um samræmda efnahags- og pen- ingamálastefnu innan EB samfara gildistöku sameiginlegs markaðar í ársbyrjun 1993 og leggja drög að pólitiskri einingu um utanríkis- stefnu og varnarmál á síðari hluta áratugarins. Þá fyrst þegar þessi mál eru kom- in á rekspöl sér EB sér fært að taka að sinna nýjum aðildarumsóknum. Þær liggja þegar fyrir frá Austur- ríki og Svíþjóð og fleiri EFTA-ríki geta komið á eftir fyrr en varir. Gert er ráð fyrir að innganga nýrra aðildarríkja í EB geti átt sér stað í fyrsta lagi í ársbyrjun 1995. Jafnframt þarf EB að móta af- stöðu til ríkja í Mið- og Austur- Evrópu, sem eiga við margvíslegan vanda að etja eftir hálfrar aldar hremmingar, kúgun og óstjórn. Pólland, Tékkóslóvakía og Ung- verjaland hafa þegar sótt um auka- aöild að EB. Bráðabirgöasam- komulag hefur náðst um takmark- aðan aðgang fyrir samkeppnishæf- ustu framleiðslu þeirra að markaöi EB. Meira munar þó um að EB býðst til að fjármagna endumýjað- an útflutning þessara landa til fyrri markaðar í Sovétríkjunum, sem hefur horfiö að mestu vegna skorts Sovétmanna á frjálsum gjaldeyri. En þetta skref hrekkur skammt miðað við þau verkefni sem viö blasa, ef lausn þessara þjóða undan sovésu oki á að ganga skaplega og skila þeim á braut til velmegunar. Þetta eru evrópskar þjóðir í húð og hár og telji þær sig verða fyrir tilhneigingu til að halda sér utan við evrópskt samfélag geta inn- hverfar þjóðrembuhreyfmgar fengið byr í seglin með ófyrirsjáan- legum afleiðingum fyrir stöðug- leika í Evrópu. Eftir leiðtogafundinn í Maas- tricht á Evrópubandalagiö aö snúa sér að því í snatri að undirbúa víð- Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson tækara Evrópusamfélag með aðild 24 til 30 ríkja, segir Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar EB, í grein í franska tímaritinu Bélved- ere. EB má ekki láta sér úr greipum ganga tækifærið sem nú gefst til að gæða bandalagið „pólitískum persónuleika sem hafi til að bera aukna samstæðni, skjótari ákvarö- anatöku og meiri skilvirkni í at- höfnum“. Samkvæmt tillögum, sem stjórn- ir Frakklands og Þýskalands hafa komið sér saman um, á pólitísk ein- ing EB fyrst og fremst að byggjast á sameiginlegri stefnumótun í ut- anríkismálum. Ákvarðanir í því efni skulu öðlast gildi og verða bindandi fyrir öll aðildarríki hljóti þær stuðning aukins meirihluta, átta ríkja af tólf eins og nú er. Neit- unarvald einstakra ríkja verði úr sögunni í þessum málum. Stjórnir Frakklands og Þýska- lands gera svo ráð fyrir að sameig- inlegur herafli ríkja EB verði til með tíð og tíma á vettvangi Vestur- Evrópusambandsins sem níu EB- ríki standa að. Ekki er gert ráð fyr- ir að hernaðarsamvinna af þessu tagi komist á fyrr en 1996. Andstaöa við tillögu meginlands- ríkjanna kemur einkum frá bresku stjórninni. Hún vill halda neitunar- valdi um öll meiriháttar ákvörðun- aratriði í utanríkismálum og er í nöp við allar tillögur um hernað- arsamvinnu sem hún telur draga úr hlutverki NATÓ og þar með veikja tengslin við Bandaríkin. En John Major, breski forsætis- ráðherrann, verður í erfiðri að- stöðu í Maastricht. Hann hefur lát- ið tímann til haustkosninga ganga sér úr greipum og veröur nú að ákveða kjördag ekki síðar en fyrir mitt næsta sumar. Afstaðan til nánari samvinnu ríkjanna í EB er mesta deilumál sem uppi er innan íhaldsflokksins og Major verður að reyna að halda þannig á Evrópu- málum fram að kosningum að hvorugur flokksarmurinn rísi til andstööu, hvorki þeir sem helst vildu vera lausir við tengsl við meginlandsríkin né þeir sem telja náið Evrópusamstarf Bretum brýna nauðsyn. Þá eru uppi skiptar skoðanir milli ríkja EB um tillögu um verulega aukin völd Evrópuþinginu til handa. Þar er þó ekki um annað eins hitamál að ræða og utanríkis- og varnarmálin. Fréttaritari Reuters í París hefur eftir heimildum í franska stjórn- kerfinu að í Maastricht veröi ekki af neinni samningsgerð um póli- tíska einingu EB, nema Bretland fallist á að aukinn meirihluti nægi til að taka ákvarðanir um utanrík- isstefnu. Einnig verði aö auka völd Evrópuþingsins og gera ráð fyrir sameiginlegum vörnum þegar fram í sækir. Heimildarmenn fréttaritara Reuters segja aö franska stjórnin líti svo á að meiriháttar áfangi í átt að sameiginlegri utanríkis- og varnarmálastefnu sé lykillinn að lausn erfiðra atriöa í efnahagsmál- um sem torveldað hafa sambúðina við Bandaríkin og samningaum- leitanir um frjálsari viðskiptahætti á ýmsum sviðum á vegum GATT. Þar hefur sameiginleg landbún- aðarstefna EB, með verðábyrgð til bænda og útflutning á undirverði, verið einn helsti þröskuldurinn. Eftir verulegan árangur í Maas- tricht, segja frönsku talsmennirnir, verður franska stjórnin í pólitískri aðstöðu til að takast á við allsherj- aruppskurð á sameiginlegu land- búnaðarstefnunni og greiða þannig fyrir samkomulagi í GATT-viðræð- unum. Júrgen Möllemann, efnahags- málaráðherra Þýskalands, hefur einnig skýrt frá því að stjórn hans sé ásamt stjórnum Frakklands og írlands reiðubúin til að lækka landbúnaöarstyrki til að koma GATT-viðræðunum á skrið. írinn Ray MacSharry fer nú með land- búnaðarmál í framkvæmdastjóm EB og hefur gert tillögur um að hætta framleiðslustyrkjum í EB, sem einkum renna í vasa stór- bænda sem enga þörf hafa fyrir þá, og spara milljarðafúlgur meö því að greiða í staðinn búsetustyrki til smábænda, þar sem um raunveru- lega þörf er að ræða. Magnús T. Ólafsson Eldrid Nordbo, viðskipta- og siglingaráðherra Noregs, ásamt norska utanríkisráðherranum Thorvald Stolten- berg á samningafundi EES í Lúxenborg um síðustu helgi. Simamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.