Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Side 31
iHMtmii AJ '91. # Allar konur eiga að gera grindarbotnsæfingar: JVleira sjálfsöryggi og betra kynlíf - segir Esther Sigurðardóttir sjúkraþjálfari Esther Sigurðardóttir sjúkraþjálfari segir að þvagleki hjá konum sé ekkert feimnismál, enda tiltölulega auð- velt að hjálpa með einföldum æfingum. DV-myndir Hanna í Mætti eru að fara i gang námskeið fyrir konur með þvaglekavanda- mál. Gott er að liggja á bakinu, t.d. í rúminu á kvöldin, og gera æfing- una fyrirhafnarlaust. Jenný Ólafsdóttir kennari sýnir hvernig konan get- ur slappað af og gert æfinguna. „Talið er að fimmtíu prósent allra kvenna eigi við þvagleka- vandamál að stríða. Aðeins fimm til tíu prósent þeirra leita til lækna vegna þess,“ segir Esther Sigurðar- dóttir, sjúkraþjálfari á kvennadeild Landspítalans, í samtali við DV. Esther starfar með konum sem hafa þurft að gangast undir aðgerð vegna þvagleka og kennir þeim grindarbotnsæfingar sem eru öll- um nauðsynlegar. Esther leggur áherslu á að það séu ekki einungis þær konur, sem hafa þurft að gang- ast undir aðgerð, sem þurfa að gera æfingar - það þurfa allar konur að gera. Þvagleki er fyrst og fremst vandamál kvenna og það eykst eft- ir barnsburð, við tíðahvörf og með aldrinum. „Grindarbotnsvöðvar eru margir vöðvar sem mynda eins konar gólf í botni mjaðmagrindarinnar. Hlut- verk þeirra er að halda uppi og styðja við líffærin í grindarholinu, þ.e. endaþarm, þvagblöðru og legop. Einnig er hlutverk þeirra að standast aukinn þrýsting sem myndast þegar við hóstum, hnerr- um, hoppum, hlæjum eða lyftum þungum hlutum upp. Vöðvarnir eru undir venjulegum kringum- stæðum sterkir og stinnir en geta orðið mjög slappir og helsta ástæða þess er meðgangan og fæðingin," segir Esther ennfremur. Ekkert leyndarmál „Eftir fæðingu eru allar konur með slappa grindarbotnsvöðva og þess vegna er mikil áhersla lögð á aö þjálfa þá meðan konan liggur á fæðingardeild. Það er hins vegar ekki nóg því áframhaldandi þjálfun er nauðsynleg. Fyrstu merki þess aö konan er ekki með nógu sterka grindarbotnsvöðva er að hún finn- ur fyrir áreynsluþvagleka. Vöðv- arnir síga niður ef þeir eru orðnir mjög slappir, önnur hffæri fylgja á eftir og þá fær konan þvagblöðru- sig, legsig eða endaþarmssig." Esther segir að þvagleki sé ekkert nýtt vandamál. Hins vegar sé að opnast umræða um þetta vandamál en yngra fólk er miklu upplýstara um líkama sinn en það eldra. Marg- ar konur vita ekki einu sinni hvar grindarbotninn er. Umræða um aukna hefibrigði og hreysti, ásamt áhuga fólks á líkamsrækt, hefur opnað umfiöllun um'vandamál af þessu tagi sem hingað til hafa verið helgasta leyndarmál kvenna. „Sem betur fer því þvagleki er ekkert leyndarmál. Nauðsynlegt er að kon- ur fái vitneskju um að í mörgum til- fellum er hægt að hjálpa þeim með eintoldum æfingum,“ segir Esther. Esther starfar á kvennadeildinni og þangað koma konur sem þurfa að gangast undir aðgerð. „Þær kon- ur, sem ég starfa með, eru með leg- sig, þvagblöðrusig eða endaþarms- sig og eiga við mikið þvagleka- vandamál að stríða. Aðgerð er því nánast óhjákvæmileg. Það er hins vegar fyrirbyggjandi starfið sem við viljum leggja áherslu á. Með því væri hægt að koma í veg fyrir aðgeröir. Sjúkraþjálfarar vilja að fullreynt sé með æfingum áður en til aðgerðar er gripið. Aðgerðin leysir ekki alltaf vandamál kon- unnar og hún getur jafnvel mistek- ist ef konan er ekki nógu dugleg að æfa sig. Það er því allt unnið meö æfingunum. Þegar búið er að hengja upp t.d. þvagblöðru verður varanleiki aðgeröarinnar betri ef grindarbotnsvöðvarnir eru styrkt- ir,“ segir Esther ennfremur. Þvaglekinn stjórnar lífinu Hún bendir á að þvaglekavanda- mál hái konunni í öllu hennar venjulega lífi. „Þvagleki fer í mörg- um tilfellum að stjórna lífi kvenna," segir Esther. „Þessar konur þurfa alltaf að ganga með bindi. Þær hugsa stöðugt um hvort þvaglykt sé af þeim. Stór hluti þess- ara kvenna, sem eiga við vanda- málið að stríða, stundar enga leik- fimi vegna áreynslunnar sem henni fylgir og þá jafnframt þvag- lekanum. Þær kæra sig ekki um að vera innan um aðrar konur undir þeim kringumstæðum. Þannig fer þvaglekinn að stjórna því hvað konan gerir og hvað hún gerir ekki. Konur velta mikið fyrir sér hvort salerni sé nálægt þar sem þær eru og margar fara því ekki á hestbak, skíði, í fiallgöngur eða útilegur. Sumar dansa ekki og fara heldur ekki í leikhús." Áhrif á kynlífió - Hefurþettaáhrifákynlífþessara kvenna? „Já, það gefur auga leið að þetta skiptir miklu máh í samlífi þar sem þessir vöðvar eru hluti af kynfær- um konunnar. Ef grindarbotns- vöðvarnir eru slappir hafa leggöng- in tilhneigingu til að styttast og víkka og styðja þar af leiðandi verr viö getnaðarhminn." Esther segir að konur, sem eru um og yfir sextugt, tali ekki um kynlif sitt og því sé oft erfitt að ræða þau mál við þann aldurshóp. Hins vegar eru yngri konur opnari og hefur hún gjarnan bent þeim á að með grindarbotnsæfingum geti þær stórbætt samlífið. Sterkir vöðvar koma því jafnt í veg fyrir þvagleka sem og að bæta kynlífið." - En hvernig geta konur æft sig og vitað hvort rétt sé? „Við leggjum áherslu á að konur læri að þekkja vöðvana og spenn- una í þeim. Kona getur sjálf fundið spennuna í vöðvunum með því að stöðva þvagbunu við þvaglát. Ekki er tahð æskilegt að konur æfi sig á þann hátt, aðeins finni hvernig vöðvarnir vinna. Einnig getur kon- an fundið spennuna með því að stinga fmgrum upp í leggöng og spenna utan um. I þriðja lagi er að spenna vöðvana um getnaðarlim- inn viö samfarir og athuga hvort hinn aðilinn finnur fyrir spenn- unni.“ Fyrir stuttu kom hingaö norsk kona, Kari Bo, en hún er doktor í grindarbotnsfræðum. Kari hélt fyrirlestur um þetta vandamál fyr- ir íþróttakennara og sjúkraþjálfara hér á landi. Margir íþróttakennar- ar hafa tekið upp þessar æfmgar í leikfimiprógrammi sínu og fengið þakklæti frá konum á öllum aldri. Hins vegar er stór hópur kvenna, sem virkilega þurfa á æfmgum að halda, sem ekki kemur inn í leik- fimisalina. í líkamsræktarstöðinni Mætti eru að fara í gang sérstök námskeið fyrir þær konur. Jenný Ólafsdóttir og Ásta V. Guðmunds- dóttir, kennarar í Mætti, ætla að setja upp námskeið sem eingöngu verða fyrir konur sem eiga við þvaglekavandamál að stríða. Að sögn Ástu renna þær blint í sjóinn því erfitt sé að gera sér grein fyrir hvort konurnar koma þó þeim standi hjálpin til boða. „Við von- umst sannarlega til að þær komi og leiti sér hjálpar. Það verða ekki margar konur í hóp og við munum fylgja hverri og einni eftir með þjálfunina," sagði Ásta. Jenný hefur starfað með öldruö- um í líkamsrækt á Seltjarnarnesi og látið þá gera grindarbotnsæfmg- ar, samhliða öðrum æfingum. „Gamla fólkið hefur verið mjög opið gagnvart þessu og margt þakklátt. Það er helst að karlmenn- irnir fari hjá sér þegar ég ræöi um þetta kvennavandamál en oftast taka þeir þátt í æfingunum með því að spenna endaþarmsvöðvana sem er mjög gott fyrir þá,“ segir hún. Líka fyrir ungar stúlkur Esther ítrekar að það séu þó alls ekki bara eldri konur sem þurfi á þessum æfingum að halda. Ungar stúlkur eiga líka að gera æfingarn- ar. Sterkir grindarbotnsvöðvar geta síðar hjálpað þeim í meðgöngu og fæðingu. „Allar konur eiga að gera grindarbotnsæfingar. Það þarf enginn aö skammast sín fyrir þvagleka og enginn má gleyma að það er hægt að lækna sig sjálfur," segir Esther. „Konur hafa allt aö vinna og þaö er aldrei of seint að byrja. Um leið og viö höfum náð valdi á æfmgunum og finnum hvernig vöðvarnir starfa og styrkj- ast öðlumst viö meira sjálfsöryggi og betra kynlíf.“ -ELA ^^PP! IÐ SUNNUDAG 12-17 SKÍFAN - STÓRVERSLUN S-K-l-F-A-K | Kringlunni - Laugavegi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.