Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. 67 Afmæli Guðmundur Karlsson Guðmundur Karlsson, bóndi og byggingarfulltrúi, Mýrum 3, Ytri- Torfustaðahreppi, V-Húnavatns- sýslu, verður sextugur á morgun. Starfsferill Guðmundur er fæddur á Staðar- bakka í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu og ólst upp þar og á Laugarbakka í sömu sýslu. Hann var við nám við Héraðsskólann aö Reykjum í Hrúta- firði 1947—49, við nám í húsgagna- smíði á Húsgagnavinnustofu Bene- dikts Guðmundssonar í Reykjavík 195&-54 og samhliða námi í Iðnskól- anum í Reykjavík. Guðmundur tók sveinspróf í húsgagnasmíði 1954 og stundaði húsgagnasmíði í Reykja- vík til 1960. Guðmundur reisti nýbýlið Mýrar 31960 og hefur búið þar síðan. Sam- hliða búskapnum stundaði hann húsasmíðar til 1974 og var smíða- kennari við Héraðsskólann á Reykj- um 1963-66. Hann var aðstoðarbygg- ingarfulltrúi í Norðurlandskjör- dæmi vestra 1974-84, síðan bygging- arfulltrúi í V-Húnavatnssýslu og Bæjarhreppi í Strandasýslu til 1991. Guðmundur sat í hreppsnefnd Ytri-Torfustaöahrepps 1962-78 og hefur verið formaður byggingar- nefndar frá 1958, í byggðasafnsnefnd Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, Reykjum, frá 1967 og formaður sömu nefndar frá 1981. Hann hefur verið deildarstjóri Ytri- Torfustaðahreppsdeildar Kaupfé- lags V-Húnvetninga frá 1978 og end- urskoðandi reikninga KVH frá 1985. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 27.10.1956 Erlu Stefánsdóttur, f. 27.6.1929. For- eldrar hennar: Stefán Ásmundsson, b. á Mýrum í V-Húnavatnssýslu, og Jónína Pálsdóttir. Synir Guðmundar og Erlu: Karl, f. 7.12.1960, b. og vélaverktaki Mýr- um 3, maki Inga Lauresen, þau eiga einn son, Jónas Þór; Gunnlaugur Frosti, f. 14.7.1966, b. og vélaverk- taki Mýrum3. Albróðir Guðmundar er Garðar, f. 15.1.1935, tölvufræðingur, maki Guðrún Jóhannsdóttir. Garðar á þrjú börn. Hálfsystur Guðmundar, samfeðra, eru: Sigríður, sjúkraliði, maki Ingi Bjarnason, þau eiga fiög- ur börn; Ragnhildur Guðrún, skrif- stofum., maki Guðmundur Sigurðs- son, þau eiga þrjú Börn; Jóhanna, kennari, maki Guömundur Jó- hannsson, þau eiga þrjú börn; Ingi- björg, skrifstofum., maki Sigurður Pálmason, þau eiga þrjú börn. Foreldrar Guðmundar voru Karl Guðmundsson, f. i:-01, d. 1983, véla- viðgerðarmaður, og Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 1902, d. 1937, en þau bjuggu á Staðarbakka. Ætt Karl var sonur Guðmundar Sig- urðssonar kaupfélagsstjóra og Guð- rúnar Einarsdóttur en þau voru Guðmundur Karlsson. einnig foreldrar Skúla Guðmunds- sonar alþingismanns. Sigríður var dóttir Guðmundar Gíslasonar hreppstjóra, Staöar- bakka, og Margrétar Benediktsdótt- ur en þau voru einnig foreldrar Benedikts Guðmundssonar, Staðar- bakka. Tilhamingju með afmælið 27. október ÁsttiilHtn-fÍfnfsrintrir, qq qyq- Teigaseli3,Reykjavík. Guðrún Jensdóttir, , Völusteinsstrætil,Bolungarvík. 60 3T3 Lovisa Þórðardóttir, Suðurbraut 14, Hafharfirði. Svavar Stefánsson, Möðrufelh 13, Reykjavík. 85 — 50ára Guðrún Ólafsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavik. Ólafur B. Kristinsson, Fiskakvísl 3, Reykjavík. Guðrún Ólafsdóttir, Ljótunnarstöðum, Bæjarhreppi. rtfl SólveigBaldursdóttir, ÖU aia Jakaseli 14,Reykjavík. ,, . DagbjarturÞorbergsson, Þorsteinn Sætran Völusteinsstræti 7, Bolungarvík. Kambaseh 30, Reykjavík. Þórður Sigurjónsson, EnarGuðmundsson, Fosshólum, Holtahreppi. Klettaborg2, Akureyn. Ehíksdóttir Guðrun Helgadottir, Æsnfplu Rpvltiavík Hvassaleiti 20, Reykjavík. Æsutelli 6, Keykjavik. 40 ára 7*5 ára fiiaia Torfi Karl Antonsson, 0. «*,.•- Hjallabraut 39, Hafnarfirði. , !?U*n,Hf7 Þorsteinn Snorri Jónsson, Myrarbraut27, Blonduosi. BleiksárhlíS73, Eskifirði. Brynja Ólafsdóttir, , Þorbjargarstööum, Skefilsstaða- 70 ára hreppi. _ Bergur Ketilsson, Katrín Gísladóttir, Hofi, Hraungerðishreppi. Mánabraut 3, Akranesi. Ólafía E. Guðjónsdóttir Ólafía E. Guöjónsdóttir, fyrrv. húsfreyja, til heimilis að Dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi, verður áttræð á mánudaginn kemur. Starfsferill Ólafía fæddist að Þórustöðum í Bitrufirði í Strandasýslu. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi og var síðan húsfreyja, fyrst að Gautsdal í Geiradalshreppi í Austur-Barðastrandasýslu til 1959 og síðanáAkranesi. Fjölskylda Ólafía giftist 17.6.1939 Ingólfi Helgasyni, f. 17.1.1913, b. í Gautsdal og síðan verslunarmanni á Akra- nesi. Foreldrar hans voru Helgi Helgason, b. í Gautsdal, f. 21.11.1871, og Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 30.6. 1874, húsfreyja. Synir Ólafíu og Ingólfs eru Helgi, f. 30.10.1941, rafvirki á Akranesi, kvæntur Sigríði G. Kristjánsdóttur, f. 4.10.1943, sjúkraliða, og eiga þau þrjú börn; Maggi Guðjón, f. 30.5. 1949, trésmiður á Akranesi, kvænt- ur Sigrúnu Valgarðsdóttur, f. 9.5. 1949, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau tvö börn. Fóstursonur Ólafíu er Hjörtur Ágúst Magnússon, tré- smiður í Reykjavík, kvæntur Jónu Sigurðardóttur, f. 11.5.1943, um- sjónarmanni, og eiga þau tvö börn. Systkini Ólafiu: Jónína Guðjóns- dóttir, f. 19.8.1910, d. 20.6.1990; Gísh K. Guðjónsson, f. 26.10.1914, d. 12.7. 1965; Bjarni Guðjónsson, f. 2.1.1916, d. 17.9.1991; Jón Guðjónsson, f. 8.1. 1926. Foreldrar Ólafíu voru Guðjón M. Ólafsson, f. 4.6.1888, d. 14.4.1970, b. á Þórustöðum, og kona hans, Margrét Gísladóttir, f. 7.10.1879, d. Olafia E. Guðjónsdóttir. 31.12.1966, húsfreyjaað Þórustöð- um. Ólafía tekur á móti gestum á heim- ili sonar síns að Brekkubraut 7, ' Akranesi, sunnudaginn 27.10. frá klukkan 14.00-18.00. Eggert Ólafur Eggertsson Eggert Ólafur Eggertsson bryti, Giljalandi 32, Reykjavík, er sextug- ur í dag. Fjölskylda Eggert er fæddur á Þórshöfn á Langanesi en ólst upp í Borgarnesi. Hann var við matreiðslunám í Odd- fellow-húsinu á árunum 1950-54 og síðar við í nám í sama fagi í 1 ár hjá National Scala í Kaupmanna- höfn. Eggert var nokkur ár bryti á skipum Sambands íslenskra sam- vinnufélaga en gegnir nú hliðstæðu starfi á Laxfossi Eimskipafélags ís- lands. Eggert kvæntist 17.6.1961 Bryn- hildi Matthíasdóttur, f. 13.4.1934, fulltrúi hjá Vátryggingarfélagi ís- lands. Foreldrar Brynhildar voru Matthías Ólafsson, verkstjóri hjá Völundi, og Ingunn Guðmundsdótt- ir, en þau bjuggu í Reykjavík en eru núbæðilátin. Börn Eggerts og Brynhildar: Matt- hías, f. 16.2.1963, viðskiptafræðing- ur, maki Clarice Henriquez; Jó- hannaKatrín, f. 17.12.1964, kenn- ari, maki Halldór Jóhannesson, skipstjóri. Systkini Eggerts: Jóhanna Katrín Kristjana, f. 27.9.1924, d. 13.3.1970, hennar maki var Bogi Þórðarson, fyrrv. kaupfélagsstjóri; Jón, f. 21.11. 1926, sjómaður; Ester, f. 6.4.1927, hjúkrunarkona, maki Þorkell Jó- hannesson prófessor; Anna Gunn- laug, f. 4.7.1928, hennar maki var Jóhann Friðriksson, látinn, fram- kvæmdastjóri; Einar, f. 18.6.1930, stýrimaður, maki Sigurlaug Krist- insdóttir; Halldór Gunnlaugur, f. 8.10.1936, flugvélaverkfræðingur, maki Ehsa Valdimarsdóttir. Eggert Olafur Eggertsson. Foreldrar Eggerts voru Eggert Ólafur Briem Einarsson, f. 1.6.1894, d. 23.8.1974, læknir, og Magnea Jónsdóttir, f. 22.2.1899, d. 11.10.1975, en þau bj uggu lengst af í Borgarnesi. Einar Kristjánsson Einar Kristjánsson, rithöfundur og dagskrárgerðarmaður frá Her- mundarfelli, Víðilundi 61, Akur- eyri, er áttræður í dag. Starfsferill Einar fæddist aö Hermundarfelli í Svalbarðsstrandarhreppi í Þistil- fírði í Norður-Þingeyjarsýslu. Hann stundaði nám við unglingaskólann að Lundi í Öxarfirði 1928-29, við Héraösskólann í Reykholti 1931-32 og við Bændaskólann á Hvanneyri 1932-33. Einar stundaði verkamannavinnu og landbúnaðarstörf 1927-37, var b. að Hermundarfelli og á nýbýlinu Hagalandi í Þistílfirði 1937-46 en hefur búið á Akureyri frá 1946. Þar var hann verkamaður og iðnaðar- maður 1946-47 en var síðan hús- vörður við Barnaskóla Akureyrar frá 1947. Meðal rita Einars má nefna Rit (smásögur); Septemberdagar, útg. 1952; Undir högg að sækja, útg. 1955; Dimmir hnettir, útg. 1959; Gott fólk, útg. 1960; Blóm afþökkuð, 1965; Eld- rauða blómið og annarlegar mann- eskjur, útg. 1975; Metnaður og mannviröingar (leikþáttur), útg. 1960; Þorraspaug og góugleði (gam- anþættir), útg. 1978. Þá hafa komið út eftir hann æviminningarnar Fjallabæjarfólk, útg. 1979; Ungs manns gæfa oggaman, útg. 1980; Lengi væntir vonin, útg. 1981; Dagar mínir og annarra, útg. 1982; Andar- dráttur mannlífsins, útg. 1983, og Góðra vina fundir, útg. 1985. Einar annaðist um árabil hinn geysivinsæla útvarpsþátt Mér eru fornu minnin kær, en alls sá hann um hundrað og áttatíu þætti auk þess sem hann flutti tuttugu erindi í ríkisútvarpið. Hann var ritstjóri Alþýðubandalagsblaðsins 1970-71. Einar sat um árabil í stjórn Menn- ingarsjóðs Akureyrar frá stofnun 1962. Hann hlaut rithöfundastyrk 1960, verðlaun í leikþáttasamkeppni RÚV1965 og verðlaun Rithöfunda- sjóðs RÚV1976 Fjölskylda Einar kvæntist 11.9.1937 Guðrúnu Kristjánsdóttur húsmóður sem er dóttir Kristjáns Þórarinssonar, b. að Holti í Þistilfirði, og konu hans, Ingiríðar Árnadóttur húsfreyju. Börn Einars og Guðrúnar eru Angantýr, f. 1938, hefur verið skóla- stjóri og kennari á Raufarhöfn; Ótt- ar, f. 1940, hefur verið skólastjóri á Húsabakka í Svarfaðardal, kennari á Akureyri, Lundi í Öxarfírði og nú á Eiðum; Bergþóra, f. 1944, stundaði háskólanám í Moskvu en nú skrif- stofumaður í Reykjavík; Hildigunn- ur, f. 1947, d. 1987, var læknaritari í Reykjavík og á Akureyri og við nám í Svíþjóð; Einar Kristján, f. 1956, var við nám í Reykjavík og á Englandi, gítarleikari og gítarkennari í Reykjavík og Kópavogi. Foreldrar Einars voru Kristján Einar Kristjánsson. Einarsson, b. aö Hermundarfelh, og GuörúnPálsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.