Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. % Þrjár myndavélar í verðlaun 1. vinningun Canon EOS 1000 myndavél að verðmæti 35 þúsund krón- ur. Þessa fullkomnu myndavél prýðir allt það sem til- heyra á úrvalsmyndavélum. þar á meðal innbyggt flass. 2. verðlaun: Prima zoom 105 mm myndavél með tösku að verðmæti 23 þúsund krónur. 3. verðlaun: Prima 5 myndavél að verðmæti 9.980 krónur. Vinningarnir eru allir frá Hans Petersen hf. 4. -6. verðlaun: Aukavinningar frá Hans Petersen hf. Utanáskriftin er: DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík Merkið umslagið „Skemmtilegasta sumarmyndin". Viðtalstími heilbrigðis- ráðherra á Patreksfirði Viðtalstími heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Sighvats Björgvinssonar, miðvikudaginn 30. þ.m. verður á skrifstofu Patrekshrepps, Patreksfirði, frá kl. 9.00-12.00 fyrir hádegi. Þeir sem áhuga hafa á að koma til viðtals við ráðherrann eru vinsamlega beðn- ir um að láta skrá sig á skrifstofu Patrekshrepps í síma 1221. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Vísnaþáttur LJÓSMYNDASAMKEPPNI Og Canon skemmtilegasta sumarmyndin Síðasta sumar var eitt það veð- ursælasta og fallegasta í manna minnum. Er ekki að efa að fjöldi lesenda DV hefur haft myndavélina á lofti og náð skemmtilegum sumar- myndum. Með því að taka þátt í keppninni geta lesendur ornað sér við sælar sumar- minningar langt fram á vetur og átt von á veglegum vinning- um. S. 689811 S. 676511 Nam hann ung- ur íslenzkt mál LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐflA VALDA ÞÉR SKAÐA! yujLoAR „Mælt mál á að vera þér tæki til þess að gera skipulega grein fyrir hverri þekkingu sem þú hefur hlot- ið, hverri skoðun sem þú hefur myndað þér, hverri tilfinningu sem þú vilt tjá, hverri reynslu sem þú hefur öðlast. Og það á að vera þér svo auðsveipt tæki, að þér sé með því auðiö að gera hvern þann sem á þig hlustar hluttakanda með þér í hverju sem þú vilt gera honum ljóst, fyrir augu hans þá mynd sem hann á að sjá, kveikja í honum þá tilfmningu sem hann á að skynja, tendra skilning hans á hverju því viðfangsefni sem þú vilt gera hon- um ljóst, hverri þeirri kunnnandi sem þú vilt miðla honum. Tak- markið sem vér keppum að, er að fella svo saman það sem vér vildum hafa sagt og það sem vér raunveru- lega segjum, að þar sé ekki hárs- breidd á milli, gefa hverri setningu sinn lifandi persónulega svip. Svo mikilla hluta getum vér orðið megnugir með því að iðka heils- hugar íþróttina þá, að tala mælt mál. En að því skapi sem vér fær- umst nær því marki, mun tungan smám saman ljúka upp fyrir oss leyndardómum sínum og helgi- dómum, gefa oss að njóta þeirrar gleði, fegurðar og vits sem iðkun hinnar æðstu listar er ein fær um að veita. Þá mun hún vígja oss til þjónustu sinnar og helga oss öll sín fyrirheit. Og með engum hætti óbrigðulla mun oss auðið að verða landvarnarmaður ættjarðar vorr- ar, er á þvi brýtur boða marghátt- aðra erlendra áhrifa og válegra at- burða.“ Þannig komst séra Sigurður Ein- arsson í Holti að orði í erindi sem hann ílutti í útvarpið á vordögum 1951. Þessi orð hans eiga jafnvel enn frekar við í dag. En honum hefði sennilega brugðið í brún hefði hann kynnzt ámóta samsetningi og sumu af því, sem birzt hefur á prenti á undanförnum árum, og höfundar telja til ljóða. Órímuð ljóð geta verið listaverk, en þar virðast margir kallaðir en fáir útvaldir. Haraldur Hjálmarsson frá Kambi varar við þess háttar kveðskap: Fögru máli má ei spilla, muna skyldi okkar þjóð, væri mikil heimska að hylla holtaþokuvæluljóð. Einar Friðgeirsson, prestur á Borg á Mýrum, gerir sér glögga grein fyrir gildi móðurmálsins: íslenzkan er afbragðs mál, einkum tæpt á broti, í orkuraunum egghvasst stál, í ástum töfrasproti. Og Guðmundur Óskar Einarsson skrifstofumaður kann að meta móðurmál sitt, þegar hann kveður: Þó að bálið brenni menn, biturt stálið syngi, veitir sálum unað enn Egils mál á þingi. Einar Ámason á Finnsstöðum í Köldukinn kvaðst oft á við Þuru í Garöi. Einhveiju sinni hafði hún orð á því við hann að hann væri þegjandalegur. Þá kvað hann: Heyrðu gjalla af munni mér málið snjalla, kona. Illa falla þagnir þér, þið eruð allar svona. Ásgrímur Kristinsson, bóndi í Ásbrekku í Vatnsdal, heyrði rætt um skáldskap Bólu-Hjálmars, for- föður síns, og kvað: Nam hann ungur íslenzkt mál, erfði tungu spaka, en loppu þunga lagði á sál lífsins hungurvaka. Haraldur Zóphoníasson frá Jaðri í Svarfaðardal yrkir svo um móð- urmálið: Hvert sem landann byrinn ber, bæði daga og nætur, alltaf móðurmálið er mýkst við tungurætur. Traust sem fjallatindurinn, tært sem glaður hlátur, voldugt eins og vindurinn, veikt sem ungbarnsgrátur. Tungan, nefnist eftirfarandi staka eftir Pál J. Árdal: Oft hvílir í skrautlegum skeiðum hinn skarpyddi, banvæni hjör. Og tunga, sem ljúgyrði talar, er títt undir blómlegri vör. Vísnaþáttur Sigurður Guðmundsson, bóndi í Heiði i Gönguskörðum, höfundur Varabálks, gefur okkur þessar ráð- leggingar: Talaðu beint, sem bezt fær meint; brúkaðu hreint málfæri ljóst og leynt, svo glöggt og greint gildi, reynt þó væri. íslenzk tunga er fyrirsögn svo- hljóðandi ljóðs eftir Hjört Gíslason á Akureyri: íslenzk tunga er töfrandi sterk með tónanna samhljóma spil, að bregðast henni er böðuls- verk, - þá er betra að vera ekki til. Þótt glatirðu múgsins mann- virðing, sé mál þitt silfurtært, að gera þig annað en íslending mun engu stórveldi fært. Og við þau orð hans er í rauninni engu að bæta. Torfi Jónsson NÝJUNG! ÞÚ GEFUR UPP NÚMERIÐ A KREDITKORTINU OG VIÐ SENDUM UM HÆL 1 PÓSTI, EINNIG PÓSTKRAFA í KRINGLUNNI í HVERAFOLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.