Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 48
í 1 * Afmæli Andrés Torfason Andrés Torfason, bóndi og verka- maður, Gileyri, Tálknafirði, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Andrés er fæddur að Hlíðarenda í Tálknafirði og ólst upp á þeim slóð- um. Hann byijaði snemma að létta undir við bústörf og önnur sveita- störf er til féllu. Sem ungur maður fór hann á vertíö í Grindavík og vann ennfremur í hvalstöðinni á Suðureyri og við vegagerð. Andrés stundaði verkamanna- vinnu og vörubílaakstur hjá Hrað- frystihúsi Tálknafjarðar með bú- skap á Gileyri en á síðustu árum hefur hann unnið viö laxeldi og ger- ir enn. Fjölskylda Andrés kvæntist 27.10.1948 Krist- ínu Guðbjörgu Ingimundardóttur, f. 4.4.1919, ljósmóður. Foreldrar hennar voru Ingimundur Jóhannes- son, f. 3.3.1895, d. 8.4.1973, bóndi í Ystu-Tungu í Tálknafirði, og kona hans, Guðbjörg Jóhannesdóttir, f. 28.10.1887, d.22.3.1962. Börn Andrésar og Kristínar: Ingi- mundur Guðberg, f. 20.7.1948, svæð- isstjóri O.V., maki Sigurjóna Kristó- fersdóttir, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn; Torfi Elís, f. 16.4.1950, bifreiðastjóri, maki Jörgína Elín- björg Jónsdóttir, þau eiga eitt barn en Jörgína átti barn fyrir; Kristjana, f. 12.4.1957, starfsm. Pósts og síma, maki Heiðar I. Jóhannsson, þau eiga þrjú börn. Systkini Andrésar er upp komust: Kristinn, f. 29.9.1917, d. 24.2.1974, kona hans var Nína Guðmundsdótt- ir, þau eignuðust fimm börn; Her- mann, f. 28.4.1921, maki Halldóra Ólafsdóttir, en Halldóra á tvö börn; Valdimar, f. 27.7.1922; Guörún Jóna, f. 11.6.1924, maki Björgvin Sigur- björnsson, þau eiga eitt barn en Guðrún átti þrjú áður; Guðríður Jóna, f. 8.4.1927, maki Ingólfur Jóns- son, þau eiga á fimm böm; Ólafur, Andrés Torfason. f. 15.9.1928; Ásta, f. 23.9.1932, maki Páll Guðlaugsson, þau eiga fimm börn; Unnur, f. 6.6.1934. Foreldrar Andrésar voru Torfi Snæbjörn Ólafsson, f. 18.9.1888, d. 4.4.1967, b. á Gileyri og síðar Ey- steinseyri, og Elísabet Guðjónsdótt- ir,f. 15.1.1897, d. 8.9.1986. Andrés verður að heiman á af- mælisdaginn. Til hamingju með afmælið 26. október 90 ára Sigríður Þorkelsdóttir, Fornósi5, Sauðárkróki. 80 ára JóhannesÁsbj ömsson, Stöð, Stöðvarhreppi. Elinóra Samúelsdóttir, Eyrarvegi 14, Akureyri. 70 ára Vigfús Pétursson, Bárðarási 7, Neshreppi. Hanna Valdimarsdóttir, Miðvángi 13, Hafnarfirði. 60 ára Sigurður Sigurðsson, Gnoðarvogi 60, Reykjavík. Guðlaug Vigfúsdóttir, Austurbrún 4, Reykjavik. Friðjón Jónsson, Grenihlíð 2, Sauðárkróki. Jón Magdal Bjarnason, Þrastahrauni 3, Hafnarárði. Elín Friðriksdóttir, Hjallalundi 3b, Akureyri. 50 ára Kjartan Leifur Sigurðsson, Starrahólum 8, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn á heimili sínu kl. 17-19. Georg Tryggvason, Arnartanga 32, Mosfellsbæ. Erna Jakobsdóttir, Kotárgerði 10, Akureyri. Runólfur Haraldsson, Syðri-Rauðalæk, Holtahreppi. 40 ára Laufey Eiríksdóttir, Brávöllum 10, Egilsstaðahreppi. Bergrós Ananíasdóttir, Stórholti 12, Akureyri. Guðrún Ólöf Mikkaelsdóttir, Markarílöt 53, Garðabæ. Helga Óskarsdóttir, Háaleítisbraut 121, Reykjavík. Ragnar Danielsen, Smáraflöt 3, Garðabæ. Andlát Guðmunda Jóna Jónsdóttir Guömunda Jóna Jónsdóttir frá Hofi í Dýrafirði lést 21.10. sl. en útför hennar er gerð frá Þingeyrar- kirkju í dag, laugardaginn 26.10., klukkan 14.00. Guðmurida Jóna fæddist á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundar- firði 19.10.1905. Hún giftist 23.11.1921 Gunnari Guðmundssyni, f. 30.5.1898, d. 23.10.1987, en þau bjuggu að Hofi í Dýrafirði á árunum 1923-58. Gunnar var sonur Guðmundar Einarssonar refaskyttu og Katrín- ar Gunnarsdóttur húsfreyj u. Á efri árum sneru þau sér bæði að myndlist. Gunnar málaði með olíu á striga en Guðmundar vann myndir á krossvið úr skeljum, sandi og grjóti. Þauhéldu sýningar á Vestfjörðum og í Reykjavík. Böm Guðmundu Jónu og Gunn- ars em Jón, f. 1921, d. 1991, b. á Þverá, en eftirlifandi kona hans er Kristín Þorleifsdóttir og eignuðust þau sjö böm; Guömunda Steinunn, f. 1923, ekkja eftir Tómas Guö- mundsson bílstjóra og eru börn Guðmunda Jóna Jónsdóttir. þeirra fjögur; Gunnar Ríkharður, f. 1924, bifvélavirki í Reykjavík, kvæntur Ólöfu S. Sylveríusdóttur og era börn þeirra þrjú; Guömund- ur, f. 1926, d. 1927; Aðalsteinn, f. 1928, vélsmiður á Þingeyri, kvænt- ur Guðlaugu Vagnsdóttur verka- konu og eru börn þeirra sex; Björg- vin Hofs, f. 1931, bifvélavirki í Reykjavík, kvæntur Borghildi Flórensdóttur og á hann eina dótt- ur; Marsibil Guðrún Anna, f. 1933, starfsstúlka í Reykjavík, og á hún tvo syni; Katrín, f. 1941, húsmóðir á Þingeyri, gift Davíð Halldóri Kristjánssyni og eiga þau sex börn; Kristján, f. 1943, vélsmiður á Þing- eyri, kvæntur Öldu Sigurveigu Sig- urðardottur og eiga þau þrjú börn. Barnabörn Guðmundu Jónu og Gunnars eru þrjátíu og tvö, langömmubörnin fjörutíu og sex og langalangömmubörnin sjö tals- ins. Guðmunda Jóna átti fimm eldri systkini. Elstur var hálfbróðir hennar, Daníel Benediktsson. Hin voru Guðmundur, Kristján, Vil- berg og Guðrún. Af þeim er Kristj- án á lífi, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Guðmundu Jónu voru Marsibil Guðbjörg Kristjánsdóttir frá Breiðadal og Jón Guðmundsson frá Grafargili. Andlát Björgvin Finnsson læknir andaðist í Landspítalanum 25. október. Hallgrímur Jónasson, fyrrum kenn- ari við Kennaraskóla íslands, lést í Elliheimilinu Grund 24. október. Tónleikar Jass á Fógetanum Sunnudaginn 27. október ætlar jass- hljómsveitin „Istanbul Jass“ að leika tónlist frá fjórða, funmta og sjötta ára- tugnum, á veitingahúsinu Fógetanum. Liðsmenn hljómsveitarinnar eru: Kristj- án Guðmundsson, píanó, Páll Pálsson, bassi og Steingrímur Guðmundsson á trommur. Tónhstarflutningurinn hefst kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Samsöngur kirkjukóra á Snæfellsnesi Kirkjukórar Grundafjarðar, HeUissands, Ólafsvíkur og Stykkishólms hafa í tilefni af ári söngsins ákveðið að ganga í eina sæng og halda stórtónleika á öUum fjór- um stöðunum. Raunar má segja að sam- starfið sé endurtekning á starfi Jökla- kórsins svokallaða sem samanstóð af þessum fjórum kórum og gerði m.a. garð- inn frægan í ísrael en þangað fór hann um jólin 1986. Stjómendur kóranna eru þau Jóhanna Guðmundsdóttir í Stykkis- hólmi, Friðrik V. Stefánsson í Grundar- firði, Helgi Kristjánsson í Ólafsvík og Kay Wiggs á Hellissandi. Tónleikamir verða á eftirtöldum stöðum: 26. okt. kl. 16 Röst, hellissandi, 30. okt. kl. 21 í Grundarfjarð- arkirkju, 1. nóv. kl. 21 í Stykkishólms- kirkju og 2. nóv. kl. 21 í Ólafsvíkurkirkju. Mikki refur I Edinborg Hljómsveitin Mikki refur leikur fyrir LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. Myndgáta_______________________dv M I K K I R E F U R dansi í veitingahúsinu Edinborg í Kefla- vík í kvöld. Hin margrómaða „Gleðikr- anastund" verður á milli kl. 23-24 fyrir þá sem mæta snemma. Mikka ref skipa: Jón Ari Ingólfsson gitargúrí og gólari, Flosi Þorgeirsson bassatröll og rappari, Jósep Gíslason, hljómborð og öskurapi, Höskuldur Örn Lámsson allveg eins og Brian Adams, Ingi R. Ingason brasilíski tmbuslagarinn, og auðvita hinn ómiss- andi yfirrótari GulU GAS. islenskur tónlistardagur Útihátíð á Lækjartorgi í dag laugardaginn 26. október er haldinn hátíðlegur „íslenskur tónlistardagur". í því tilefni em hátíðahöld í miðbæ Reykja- víkur og þau hefjast með skrúðgöngu frá Hlemmi kl. 15. Þaðan vefður gengið niöur Laugaveginn með Lúðrasveit Verkalýðs- ins í fararbroddi, fjölmargir kórar taka þátt í göngunni og samsöngur allra göngumanna verður í fyrirrúmi. Þegar komiö er á Lækjartorg hefst skemmtun þar sem m.a. eftirtaldir koma fram: Spaugstofan, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, Hljómsveitin Ný Dönsk, Guð- mundur Jónsson og Kristinn Hallsson, heimsókn frá íslensku óperunni. Kynnir verður Magnús Kjartansson. Ennfremur er opið hús í mörgum tónlistarskólum fyrr um daginn þar sem starfsemi þeirra verður kynnt. Tilkyimmgar Félag eldri borgara Félagsvist spiluð á sunnudag kl. 14 í Ris- inu. Dansað í Goðheimum frá kl. 20 um kvóldið. Félagsstarf aldraðra, Gerðubergi Mánudagur 28. okt: kl. 9 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 11 hádegishressing í kaf- fiteríu, kl. 12.30 spilasalur opinn, kl. 13 kóræfing, keramik og silkimálun, kl. 14 kemur séra Halldór Gröndal og kynnir og les kafla úr bók sinni Tákn og undur sem síðan verður lesin á mánudögum kl. 14.30. Kaffitími kl. 15 og dansæfing kl. 15.30. Húnvetningafélagið Félagsvist í dag, laugardag, kl. 14 í Húna- búð, Skeifunni 17. Keppni hefst. Allir velkomnir. Kvenfélag Seljasóknar minnir á haustfagnaðinn í kvöld aö Auð- brekku 25. Borðhald hefst kl. 19.30. Hljómsveit Jónasar Þóris leikur fyrir dansi. Hjónaband Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Lágafellskirkju af séra Guðmundi Þor- steinssyni Agneta Lindberg og Árni Þór Árnason. Heimili þeirra er að Bergsgat- an 22, Frasen, Östersund, Svíþjóö. Ljósm. Rut. Þann 25. maí voru gefm saman í hjóna- band í Dómkirkjunni af séra Pálma Matt- hiassyni Kristín Sigurðardóttir og Reynir Jónsson. Heimili þeirra er að Garðsenda 3, Reykjavík. Ljósmst. Gunnars Ingimarss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.