Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. Kvikmyndir „Tortímandinn" - atriðin sem vantar: Ekki er allt sem sést Nú er mikiö í tísku í kvikmynda- heiminum aö endurbæta frægar kvikmyndir til endursýningar í bíó, sýningar í sjónvarpi eða útgáfu á myndbandi og leysidiski. Þetta er nú engin ný bóla, D.W. GrifTith var aö dútla í Birth of a Nation í ein tuttugu ár meðan hún var í sýningu frá 1915 og þótti sjálf- sagt. Stundum eru breytingar á myndunum léttvægar en stundum miklar og vel auglýstar. Arabíu- Lawrence og Spartacus voru end- ursýndar nýlega í bíó með pompi og pragt og nýjum atriðum. Legal Eagles var sýnd í sjónvarpi með öðrum endi og Japanir sáu Glen Close fremja sjálfsmorð í Fatal Attraction. Out of Africa, Heaven's Gate, Sea of Love og Dune voru allar lengdar um og yfir um 20 mínútur. Frakkar fengu 45 dásam- legar mínútur í viðbót af The Big Blue og Costner er að spá í að lengja Dansinn um þriðjung. En til þess að geta bætt myndina einhverntímann seinna þarf eitt- hvaö aö hafa veriö 'tekiö sem ekki var notað. Það er gert í nánast hverri einustu mynd. Ef um stór- myndir er að ræða þá kvíast oft út hvað varð eftir. Hver kannast ekki við að hafa séö atriði úr komandi mynd, sem síöan sást ekki í mynd- inni? Leikstjórinn James Cameron er frægur fyrir að skrifa og taka mik- ið meira efni en hann notar á end- anum í kvikmyndum sínum. Þegar Aliens var sýnd í sjónvarpi í Bandaríkjunum voru um 20 mínút- ur af áður óséðu efni. Allir sem sáu The Abyss muna hve endirinn var ómögulegur. Ekki nema von því það vantaði yfirvofandi heimsend- ir sem var aðdragandinn að hon- um. Tortímandinn 2: Dómsdagur er engin undantekning, en í þetta skipti var gerð myndarinnar hrað- að svo mikiö að búiö var að dreifa ljósmyndum úr atriðunum, sem var síðan sleppt, út um öll blöð auk þess að um innihald atriðanna mátti lesa í hinum ýmsu greinum fagtímarita, aðdáendum bæði til mikillar gleði og gremju. Sum horfin atriði eru bara aukadót sem auðveldlega má fórna fyrir tíma en önnur nema á burt mikilvægar upplýsingar um hegö- un persónanna og rýra það sem kemur á eftir og átti að vera í fram- haldi. Hér á eftir fer samantekt af nokkrum atriðum sem upphaflega áttu að vera í Tortímandanum 2: Dómsdagur. Þau er nær öll að finna í bók samnefndri Randall Frakes, sem skrifuö er eftir frumdrætti handrits Cameron og William Wis- her. Athugið að lestur þess sem fylgir mun eyðileggja myndina fyrir þeim sem ekki hafa séð hana auk þess sem erfitt er að átta sig á samheng- inu. ítarlegri framtíóarsýn Hernaðarátökin milli fjölþjóða- hersins og Skynet í byrjun mynd- arinnar áttu að vera mun umsvifa- meiri. Ný vopn koma til sögunnar: „Arrachnid Centurion" sem labbar um á tveim löppum og „Silver- fish“, flöt sprengja sem skýst eftir jörðinni og springur undir fómar- lambinu. I miðjum bardaga stoppa allir tortímendumir og HK-vélarn- ar hrapa af himnum ofan. Stríðið er búið, Skynet- móðurtölvunni hefur verið tortímt. Sarah famkvæmir heilaskurð á tortímandanum með skrúfjárni. Þetta atriði kostaði ekki undir 500 þús. $ en var sleppt. Hermaðurinn úr Tortímandanum, Kyle Reese, heimsækir Söru í draumi meðan hún er á hælinu. Árið 2029 er Sarah gömul en al- sæl. Förðunin er verk Stan Winst- on Studios en kom vist ekki nógu vel út. Hundruð af tortímendum John Connor fer með sveit manna inn í gríöarstórt vélvirki þar sem hann finnur gríðarstóra tímavél. Tæknimenn hans starta henni og Kyle Reese, sem var búinn bjóða sig fram í förina stígur inn í hana og er bókstaflega skotið aftur í tímann. Undirforingi Connor spyr hvaö verði um Reese. Connor svar- ar að hann klári verkið og deyi. Einnig að hann sé faðir sinn. Tæknimennirnir staðfesta vissu John fyrir því aö tveir tortímendur hafi verið sendir aftur í tímann af Skynet. Connor finnur vélina sem hýsti frumgeröina T-1000 og geymslustað T-800 tortimendanna. Hundruð af þeim bíða í röðum í kæli, tíu stykki af hverri líkams- gerð (útskýrir af hverju tortímend- urnir eru eins í útliti). Connor finn- ur röðina þar sem Schwarzeneg- ger-gerðin er. Þar er eitt stæði tómt. Rosaleg byrjun en hefði kostað fúlgur sem ekki voru til. Vélarnar voru teiknaöar en Cameron hætti við allt atriðið því honum fannst ekki þörf á því að sýna tímavélina, áhorfendur væru með á nótunum. Verst að þarna detta út nauðsyn- legar skýringar líka. Kyle Reese snýr aftur Söru dreymir í klefanum sínum að Kyle Reese, hermaðurinn sem lét líf sitt fyrir hana forðum, sé kominn aftur. Hann segir henni að hún verði að vera sterk, sonur þeirra sé í hættu og heimurinn hafi ekki mikinn tíma eftir (það eru Kvikmyndir Gísli Einarsson aðeins tvö ár í dómsdaginn 1997). Atriðið er góð vísun í samband þeirra í fyrstu myndinni, sem margir aðdáendur telja eitt það rómantiskasta sem sést hefur. Það heföi líka sýnt mýkri hlið á Söru Connor sem er sjálf orðin eins og tortímandi. Draumurinn átti að enda á tortímendahausnum sem sést í byrjun myndarinnar. Þetta atriði var tekið og bar tökurnar upp á sama dag og fjölþjóðaherinn byrj- aði að sprengja Bagdad. Eftir að hafa drepið fósturfor- eldra Johns, drepur T-1000 hund- inn, Max, og sér á hálsbandi hans að hann heitir ekki Wolfie. T-100 fer og rannsakar herbergi Johns og finnur leynistað þar sem hann geymir kassetturnar sem mamma hans talaði inn á og myndir af mæðginunum með hinum ýmsum skæru- og málaliðum í Mið- og Suð- ur-Ameríku. Finnur einnig bunka af bréfum frá Söru á hælinu og Salceda-fjölskyldunni í eyðimörk- inni. Fær þannig heimilisföngin. Atriðin voru ekki tekin. Þegar þau eru nýkomin á bíla- verkstæðið segir Sara við tor- tímandann að hann líti vægast sagt illa út. Hann skoðar möguleg svör og svarar í sömu mynt. Ekki tekið Tortímandinn skorinn upp Þegar John spyr tortímandann hvort hann geti lært hluti svo hann sé ekki alltaf svona mikill klunni þá svarar hann að að hann gæti það en heilakubburinn sinn sé stilltur þannig að hann geri það ekki. Sarah og John skera þá upp tortímandann og taka úr honum kubbinn (sami kubbur og sá brotni í rannsóknarstofu Cyberdyne). Atriöiö var snilldarlega útfært á þann hátt aö um leið og Sara er að opna hausinn á tortímandanum, séð aftan frá, sést hausinn á Schwarzenegger í speglinum fyrir framan. Hausinn séð aftan frá er brúða, en spegillinn er í raun gat á veggnum sem opnast yfir í sviðs- mynd sem hefur verið smíðuð á þann hátt að hún sé alveg eins og spegilmynd. Þar eru Schwarzeneg- ger og tvíburasystir Lindu Hamil- ton að leika spegilmyndina. Camer- on hreyfir siðan myndavélina þannig að þær sjást báðar og úti- lokar að spegilmyndinni sé bætt inn eftir á. Eftir að hafa tekið kubbinn úr honum þá vill Sara eyðileggja hann en John stoppar hana og segir við hana ef að hún vilji aldrei hlusta á hann hvernig eigi þá aðrir að geta það í framtíöinni. Hún hættir viö og setur kubbinn aftur í eftir að hafa breytt stillingunni. Þegar tor- timandinn „vaknar" aftur spyr hann þau hvers vegna þetta hafi tekið svona langan tíma. Atriðinu var sleppt og setning „dubbuð" í staðin þar sem tortímandinn segir að hann læri því meira sem hann umgengst mannfólkið meira. Tortímandinn lærir að brosa Þegar þau stoppa hjá bensínstöö- inni og skyndibitastaðnum á leið í eyðimörkina þá reynir John að kenna tortímandanum að brosa. Hann gerir nokkarar tilraunir en tekst ekki alveg. Þetta skýrir hvers vegna tortímandinn sést geifla sig nokkrum sinnum eftir það. Af sam- henginu að dæma í nærliggjandi skotum þá var þetta atriði mjög lík- lega tekið. Samtal milli vísindamannsins MOes Dyson og konu hans leiöir í ljós hve djúpt hann er sokkinn í rannsóknir sínar og hefur íjarlægst fjölskyldu sína. Atriðið var tekið. Dyson sér fyrir sér dómsdaginn um leið og hann deyr á rannsókn- arstofunni. Skotin sem voru tekin voru aö hluta til notuð undir titlun- um í upphafi myndarinnar. Eftir að vera skotið í þúsund bita er T-1000 aö byrja að klikka. Það grípur utan um handriö en hendin festist og byrjar að taka á sig lit handriðsins. T-1000 losar hendina og lagfærir gafiann. Fætur T-1000 festast við gólfiö í stálbræðslunni og taka á sig lögun þess. Gerist aftur þegar T-1000 hef- ur breytt sér í Söru Connor og John Connor sér það. All tekið, en Cam- eron fanst það hægja á eltinga- leiknum. Þetta voru líka einu tölvubrelluatriðin sem var sleppt. Annar endir Lokaatriði myndarinnar átti að gerast árið 2029, í skrúðgarði í Washington. Það er augljóst að stríðinu var afstýrt. Sarah Connor er orðin gömul (sjá mynd) og John er að leika sér með tveim börnum sínum. Sarah segir að John berjist núna fyrir friði á öðrum vígveOi, þinginu. SennOega hætt við atriðið af því að Cameron hafi verið óánægður með öldrunarförðunina á Lindu Hamilton. Skot af John hefði verið fínt mótvægi við skot af honum í upphafi. Núna hefur hann ekkert ör. í staðinn endaði myndin á skoti af götu tekið úr bíl á ferð, sama skot og í upphafi áhlaupsins á rannsóknarstofuna. Mjög óviðeig- andi þar sem skotið táknaði í upp- hafi að Sarah sæi ekki lengur skýrt fyrir sér framtíðina, hún væri ...orðin eins og svartur þjóðveg- ur að nóttu t0“. En eitthvað varð að gera. Sumum finnst að myndin heföi átt að enda um leið og slokk- aði á tortimandanum. Þar sem mikið af stórum atriöum ættu aö vera til þá er aldrei aö vita nema þau verði notuð seinna. Aðdáendur Cameron bíða með óþreyju eftir mögulegri útgáfu af The Abyss á leysidisk með nýjum endi. Kannski verður Tortímandinn 2: dómsdagur með meiru sýnd ein- hvers staðar, einhverntímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.