Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. Fréttir Kröfur þings VMSÍ: Aukinn kaupmátt Ályktun sú um kjaramál sem samþykkt var á þingi Verka- mannasambandsins i gær er stutt en skorinorð. Þar segir að Verkamannasam- bandið sé tilbúið til að standa að nýjum þjóöarsáttarsamningum ef þeir fela í sér aukinn kaupmátt launa og sérstakar bætur til þeirra sem lægst hafa launin. Verulega hækkun skattleysis- marka, persónuafsláttur maka nýtist 100 prósent. Tekin verði upp fleiri skattþrep, skattlagning fjármagnstekna og afnám skatta- ívilnana vegna hlutabréfakaupa. Tekjutrygging bama- og hús- næðisbóta og átak verði gert í byggingu félagslegs húsnæðis. Einnig segir í ályktuninni að engin þjóðarsátt verði um að verkafólk eitt eigi að standa við samninga, um auknar álögur á láglaunafólk, um áframhaldandi hávaxtastefnu, um niðurrif heil- brigðiskerfisins, um mismunun á rétti til náms og án öruggrar kaupmáttartryggjngar. -S.dór Ríkisútvarpið: Fulltrúinn er hættur Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Elfa Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkisútvarps- ins, var væntanleg til Akureyrar í gærkvöldi og ætlar að freista þess á fundi í dag að setja niður deildur starfsfólks Útvarpsins á Akureyri og Bjarna Sigtryggs- sonar, deildarstjóra Útvarpsins þar. Eins og skýrt var frá í DV í gær hefur Helga Haraldsdóttir, sem starfaði í innheimtudeild fyrir- tækisins á Akureyri, hætt störf- um þar eð færa átti hana í auglýs- ingadeild. Þá hefur Nína Þórðar- dóttir, fulltrúi deildarstjórans, einnig hætt störfum vegna ósam- komulags við yflrmann sinn. Takist ekki að setja niður þessar deilur er talið llklegt að fleiri starfsmenn hætti störfum hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri áður en langt um líður. Ný Þingvalla- nefnd Alþingi hefur kjörið eftirtalda i Þingvallanefnd: Björn Bjarnason og Jón Sig- urðsson frá stjórnarliðum og Steingrím Hermannsson frá stjórnarandstöðu. -S.dór Nýkjörinn formaður Verkamannasambands Islands: Eg kvíði ekki fyrir neinu nema að fljúga - sagði Björn Grétar sem ævinlega ekur á milli Hafnar og Reykjavíkur „Það eru alvarlegir tímar fram- undan, þar sem kjarasamningar eru, en ég kvíði engu. Ég kvíði aldrei fyr- ir neinu nema að fara upp í flugvél og fljúga milli staða,“ sagði Björn Grétar Sveinsson frá Höfn í Horna- firði, nýkjörinn formaður Verka- mannasambandsins í samtali viö DV í gær. Þetta með flugið er orðið frægt því aö Björn Grétar er í þeim stóra hópi manna sem er haldinn flughræðslu. Hann á að vonum oft erindi til Reykjavíkur og ekur þá ævinlega á milli og vegalengdin eru tæpir 500 kílómetrar. „Jú, ég hef flogiö. Mig minnir að það hafi verið árið 1981 en ég er ekk- ert að þessu aö óþörfu. Ég hef ekki oft farið til útlanda en í þau skipti sem ég hef farið út hef ég að sjálf- sögðu ferðast með ferjunni Nor- rænu,“ sagði Björn. Hann sagði að það væri stundum erfitt að aka á milli Hafnar í Horna- firði og Reykjavíkur. Hann sagðist venjulega vera 5 klukkustundir á leiöinni en hann hefði líka lent í því að vera sólarhring á leiöinni. „Ég hef lent í sandbyl sem hefur sandblásið bílinn minn. Nú fyrir skömmu lenti ég í vondu veðri í Ör- æfunum og fékk þá yfir mig grjót- hríð sem braut flestar rúðurnar í bílnum. En maður er orðinn öllu vanur og kippir sér ekki upp við þetta." Aðspurður hvernig þetta nýja starf legðist í hann sagði Björn aö það legðist vel í sig. „Ég geri mér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir. Ég hef átt sæti í framkvæmdastjórn sambands- ins og veit því vel hvað formennska í því þýðir. Ég geri mér grein fyrir því að þessu fylgir mikið álag. Ég hafði lagt það allt vel niður fyrir mér ásamt fjölskyldu minni. Þetta mun ekki síst bitna á henni." - Neyðistu ekki til að flytja til Reykjavíkur? „Nei, það held ég ekki. Ég vil alla vega fyrst sjá hvort þetta er ekki framkvæmanlegt svona. Starf for- manns byggist auðvitað á góöri sam- vinnu við skrifstofu Verkamanna- sambandsins, nú og svo er til staöar mikil og góð fjarskiptatækni. En ég geri mér fulla grein fyrir því að ég þarf aö dvelja oft og lengi hér syöra.“ Björn sagði aö nú færu sérkjara- samningar á fulla ferð. Þar á eftir kæmu samningar um kaup og kjör. Þar verður krafan aukinn kaupmátt- ur, sá kaupmáttur sem lofað var með þj óðarsáttarsamningunum. „Þar getur fleira komið til en bein kauphækkun. Það er hægt að auka kaupmáttinn eftir ýmsum leiöum og það verður gert,“ sagöi Björn Grétar Sveinsson. -S.dór Kapallinn gekk upp í gær skýrði DV frá þvi hvernig framkvæmdastjórn Verkamanna- sambandsins yrði skipuð. Það gekk allt eftir eða eins og einn forystu- manna sambandsins sagði: „Kapall- inn gekk upp.“ Björn Grétar Sveinsson frá Höfn var kjörinn formaður, hlaut yfir- burðakosningu eða 112 atkvæði gegn 26 atkvæðum sem Jón Kjartansson úr Vestmannaeyjum hlaut. Hann var einn í framboöi gegn Birni Grétari. Jón Karlsson frá Sauðárkróki var kjörinn varaformaður, hlaut 95 at- kvæði. Hrafnkell A. Jónsson frá Eskifirði hlaut 43 atkvæði. Karitas Pálsdóttir frá ísafirði var sjálfkjörin i ritarastarfið. Þrír voru í framboði til gjaldkera, Halldór Björnsson úr Dagsbrún, El- ínbjörg Magnúsdóttir frá Akranesi og Sigurður T. Sigurðsson úr Hafnar- firði. Halldór Björnsson var kjörinn með 71 atkvæði. Elínbjörg hlaut 56 atkvæði en Sigurður T. 12. Þegar þinginu lauk kom sambands- stjórn VMSÍ saman til að kjósa tvo meðstjórnendur, þá Guðmund J- Guðmundsson og Hervar Guð- mundsson. Sjálfkjörnir í stjórnina eru for- menn hinna þriggja deilda sam- bandsins, þeir Sigurður Ingvarsson frá Eskifirði, Björn Snæbjörnsson frá Akureyri og Guðmundur Frímanns- son. -S.dór Ekki búist viö átökum á landsþingi hestamanna: Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, og Jón Karlsson, varaformaður þess, óska hvor öðrum til hamingju með kjörið á þingi sambandsins í gær. Báðir náðu þeir glæsilegri kosningu. Björn Grétar hlaut 112 atkvæði af 143 en Jón Karlsson 95. DV-mynd GVA Lyfjapróf anir á næstu stórmótum? Gunnar Bjarnason lætur sig ekki vanta á landsþingin frekar en fyrri daginn og þá var Sigurður Ólafsson mættur. Hann var geröur að heiðursfélaga L.H. ásamt Grimi Gíslasyni. DV-mynd E.J. Ekki er búist viö miklum átökum á 42. landsþingi Landssambands hestamanna (L.H.), sem hófst í Fé- lagsheimili Kópavogs í gær og lýkur í dag. Hrossabúskapur á íslandi er meginmál þingsins en einnig er fjall- að um þau mál sem hæst ber í hesta- mennskunni. Kári Arnórsson, formaður L.H., og Gunnar B. Gunnarsson fluttu skýrslu stjórnar og tillögur um ýms- ar úrbætur komu fram frá ýmsum aðilum. Á landsþingi á Húsavík 1990 var samþykkt að tillaga um stofnun fiórðungsráða skyldi send heim til hestamannafélaganna til umfjöliun- ar. Stjóm L.H. leggur til nú að ekki veröi geröar breytingar á skipulagi L.H og að þessi tiliaga verði felld. Spjaldadómar á kynbótasýningum Fulltrúar hestamannafélagsins Fáks komu fram með tillögu um að teknir verði upp spjaldadómar viö hæfileikasýningar kynbótahrossa. Að hver dómari vinni sjálfstætt til að losna við tortryggni um baktjalda- makk. Stórmótahaldsóskir misjafnar Helstu umræðurnar verða senni- lega um breytingar á stórmótahaldi því tillögur þar aö lútandi koma frá þremur aðilum og eru á skjön. Stjórn L.H. kom fram með tillögu um að breytingar á stórmótahaldi verði felldar og að ekki veröi gerðar breytingar á ytra fyrirkomulagi á stórmótahaldi að sinni. Fulltrúar hestamannafélagsins Hrings komu fram með tillögu um að stjórn L.H. velji landsmótsstað og að landsmót verði haldin sem víöast um landið. Fulltrúar hestamannafélagsins Funa komu fram með tillögu um að landsmót verði tvískipt, annars veg- ar kynbótahrossasýningar og dómar og hins vegar gæðingakeppni og dómar. Lyfjaprófanir á stórmótum? Fulltrúar hestamannafélagsins Léttis fluttu tillögu um að settar verði reglur um lyfjanotkun á hross- um í keppni. Þetta próf nái jafnt yfir gæðinga-, kappreiöa- og kynbóta- hross og verði unnin eftir tilviljana- kenndum útdrætti. í dag verður framhald á nefndar- störfum, rætt um afgreiðslu á nefnd- arálitum og kosningar. Að lokum verður veglegur þingslitafagnaður á vegum hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi í íþróttahúsinu í Digra- nesi. -EJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.