Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Side 28
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. 28 Hannes Hafstein, sendiherra og aðalsamningamaður íslands í EB-EFTA-viðræðunum: í þijú ár brosti hannekki framan í EB-menn Hjónin. Hannes og Ragnheiður Valdimarsdóttir í veislu fyrir skömmu. Þau kynntust á dansleik i gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll hinn 1. desemb- er 1957. Hann var nítján og hún sextán. Nafniö Hannes Hafstein er aftur komið í sviðsljósið á íslandi. Nú er það sonarsonur ráðherrans og skáldsins, Hannes Hafstein, 53 ára, sendiherra íslands í Belgíu, sem stendur í ströngu. Fylgjendur evr- ópska efnahagssvæðisins líta á hann sem þjóðhetju eftir slaginn í'Lúxem- borg síðastliðinn mánudag. Haft er á orði að samningamenn EB hafl aldr- ei séð hann brosa eða sýna svip- brigði við samningaborðið í hátt á þriðja ár. Hann var eins og sannur pókerspilari. Sumum finnst hann svolitið hrjúfur í viðmóti. Hann er þekktur pípureykingamaður og hef- ur í þrjátíu ár reykt sama píputóbak og Stalín mætti með í Jaltaviöræð- urnar, tóbakið Edgeworth-American finest. Hann ólst upp við Smáragöt- una í Reykjavík. Hannes Hafstein, sendiherra og aðalsamningamaður íslands í EFTA-EB-viðræðunum, er kvæntur Ragnheiði Valdimarsdóttur og eiga þau fjögur börn. Fæstir þekkja brosió „Það þekkja þaö nú fæstir,“ svaraði Hannes að bragði þegar ljósmyndari DV bað hann um að brosa í mynda- töku vegna þessa viðtals. Að sjálf- sögðu brosti hann síðan og fékk sér reyk úr pípustertinum. Hann á sjö pípur, eina fyrir hvern dag. í þetta skiptið var það fimmtudagspípan. Hannes segir að sér sé engin laun- ung á því að pípan hafl oft á tíðum komiö sér vel í diplómatískum við- ræðum. Allar pípurnar hans eru beinar, nema afapípan sem hann notar á sunnudögum. Þær beinu fara betur í vasa. Pípan hefur reynst mér taktískt mikilvæg „Pípan er svo skolli góð. Þegar maður veit ekki alveg hvernig á að svara í rökræðum er svo auðvelt að draga fram pípuna, fikta aöeins í henni, rugla viðmælandann aöeins í ríminu og fá þannig tíma til að hugsa á meðan. Hún hefur reynst mér takt- ískt mikilvæg.“ Við víkjum að brosinu sem lítið fór fyrir í samningaviðræðunum við Evrópubandalagiö. Þeir kvörtuðu yfir því, samningamenn EB, að ég brosti aldrei á fundum. Hins vegar fannst mér oft að það vantaöi skiln- ing á þessum sérislensku sjónarmið- um og ég vildi bara koma því til skila að við værum ekki ánægðir. Það sagði raunar einn við mig í lok við- ræðnanna um síðustu helgi aö ég ætti að fá óskarinn fyrir leikara- skap.“ Sonarsonur ráðherrans Hannes er fæddur 14. október 1938 í Reykjavík. Raunar heitir hann fullu nafni Hannes Þórður Hafstein. Faðir hans, Sigurður Tryggvi Hafstein, var yngsti sonur Hannesar, ráðherra og skálds. Móðir Hannesar er Ásgerður, dótt- ir Sigurðar Ólafssonar, rakarameist- ara til margra ára í Eimskipshúsinu. Hannes á einn bróður, Sigurð Haf- stein, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða. Um hvort það hafi hjálpað honum í gegnum tíðina að bera hið þekkta nafn, Hafstein, segir Hannes að það geti hann varla sagt. „Ég man eftir því úr barnæsku að það var oft ætl- ast til meira af mér en öðrum vegna þess að ég var af þessum ættum. Síð- an er það nú svo með söguna að menn og atburðir gleymast. Ég held að meirihluti íslendinga í dag hafi varla hugmynd um hver Hafstein var.“ Gæfuspor á dansleik l.desember 1957 Hannes steig eitt af sínum gæfu- sporum í lífinu þegar hann brá sér 19 ára gamall á dansleik í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, fullveldisdaginn 1. desember árið 1957. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Ragnheiði Valdimarsdóttur. Hann var nítján og hún sextán. Þau gengu í það heilaga þremur árum síðar. Þar með hófst þeirra sameig- inglegi lífsdans, hönd í hönd. Þau Hannes og Ragnheiður eiga fjögur börn; Ásgerði Katrínu, 27 ára, Ástu Ragnheiöi, 23 ára, Valdimar Tryggvá, 19 ára, og Soffiu Láru, 14 ára. Þess má geta aö faöir Ragnheiðar, Valdimar Stefánsson, fyrsti ríkissak- sóknari á íslandi, var bróðir Davíös Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi. Með Hannesi og Ragnheiði hafa því sameinast tvær miklar skáldaættir á íslandi. Hefur sett saman margarvísur Það liggur beint við að spyrja Hannes hvort hann yrki, setji saman .ferskeytlur í frístundum. „Ég gerði þó nokkuö að því, ég safna ljóðabók- um líka.“ - Þú hefur ekki gefið út ljóðabók sjálfur? „Ég hef lítið gert að því að flíka þessu. Margar vísnanna hafa verið hálfgerðar kersknivísur. Ætli ég hafi ekki komist næst því að koma vísum mínum fyrir opinber augu þegar ég bjó í Brussel á áttunda áratugnum og við Valgeir vinur minn Ársælsson í viðskiptaráðuneytinu tókum upp á því á tímabili að senda embættisbréf á milli okkar í bundnu máli. Þrátt fyrir formið komst innihaldið bara býsna vel til skila.“ Raöa saman orðum en ég er ekki skáld - Slappar þú af við að setja saman vísur? „Ég hef mjög gaman af að setja saman vísur og vildi að ég hefði haft meiri tíma til þess síðastliöin tíu ár. Ég vil að það komi skýrt fram að ég held því ekki fram að ég sé skáld, síður en svo. Það er allt annað að geta sett saman vísur eða teljast vera skáld. Það er allt annað að geta raðað saman orðum heldur en aö koma boðskap á framfæri. Það var það sem Heimilisfaðirinn. Hannes í leik með dóttur sinni Soffíu Láru fyrir um tólf árum. afi minn geröi. Mikið af kvæðunum hans var til þess að hleypa kjarki í þjóðina. Hann var að örva hana á þeim árum þegar þess virkilega þurfti, þegar menn voru að hafa sig upp úr allri vesöldinni eftir nýlendu- tímabilið." Hannes hóf störf hjá íslensku utan- ríkisþjónustunni eftir að hafa lokið námi í lögfræði við Háskóla íslands árið 1965. Hann segist aldrei hafa ætlað að verða diplómat heldur stóð hugur hans til málflutningsstarfa. Valdimar Tryggvi, Soffía Lára, Ásta Ragnheiður og Asgeröur Katrin. Mynd- in var tekin fyrir niu árum og börnin því orðin stálpuð í dag. LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. 45 Hannes Hafstein, sendiherra og aðalsamningamaður íslands í viðræðunum um evrópska efnahagssvæðið. Hannes er þekktur pipureykingamaður. Hann á sjö pípur, eina fyrir hvern dag. „Pipan hefur reynst mér taktisk mikilvæg." Tilraun í 26 ár „Þetta atvikaðist þannig að nokkr- um dögum áður en ég lauk lögfræði- prófi kom Ármann Snævarr prófess- or til mín inn á Háskólabókasafn þar sem ég var við lestur og bað mig um að tala við sig. Hann sagði við mig að Agnar Klem- enz Jónsson, sem þá var ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, hefði beðið sig að finna einhvern sem hann teldi líklegan til að koma í utanríkis- þjónustuna. Með þvi fylgdi að ég yrði í ráðuneytinu í aðeins nokkrar vikur en færi síðan í sendiráð íslands í Stokkhólmi. Fjölskylduaðstæður voru þannig að við Ragnheiður áttum tveggja ára dóttur og okkur langaöi til að vera sem mest með hénni. Þarna sáum við ákveðiö tækifæri til þess svo ég ákvað að taka boðinu en aðeins í til- raunaskyni. Þessi tilraun mín hefur nú staðið yfir i 26 ár.“ Þegar Hannes fór út til starfa í sendiráðinu í Svíþjóð 27 ára að aldri hafði hann aldrei farið út fyrir land- steinana. Þá var ekki þvælst jafn- mikið á milli landa og gert er núna. Um það hvað geri starf í utanríkis- þjónustunni og í alþjóðasamningum fyrir hönd íslands svo spennandi, segir hann að það sé fjölþreytileik- inn. Sjaldnast sé vitað aö morgni hvað bíði manna þann daginn því að yfirleitt komi eitthvað óvænt upp. „í utanríkisþjónustunni komast menn í kynni við alla þætti íslensks þjóðlífs og annarra landa líka. Þetta er afskaplega spennandi og skemmti- legt starf." Náðiað snúa búrhnífinn Úr höndum hans Um fjölbreytileika starfsins segir Hannes frá óvæntu atviki sem hafi hent sig á Stokkhólmsárunum. „Á þessum árum var mikið um atvinnu- leysi á íslandi og fluttu margir ís- lendingar til Svíþjóðar. Það var oft kallað í okkur sendiráðsmennina til aðstoðar. Eitt sinn fór ég til hjóna sem áttu í erfiðleikum. Þegar ég kom heim til þeirra fannst eiginmannin- um að ég væri að skipta mér af því sem mér kæmi ekki við og réðst hann á mig með búrhníf á lofti. Ekki var annað að gera en taka á móti. Ég gat blessunarlega snúið hnífinn úr hönd- unum á honum og fór þetta betur en á horfðist í fyrstu.“ Búið til skiptis heima og erlendis Hannes og Ragnheiður hafa á 26 ára ferli hans í utanríkisþjónustunni búið til skiptis á íslandi og erlendis. Auk þess að hafa starfað í Stokk- hólmi í Svíþjóð hefur hann starfað í Genf í Sviss og Brussel í Belgíu. Þar er heimili þeirra hjóna nú, hann er sendiherra íslands í Brussel þótt meiri tími hafi auðvitað farið í EFTA-EB viðræðunar að undan- fórnu en bein sendiherrastörf. Hann var um árabil varafastafulltrúi ís- lands í ráði NATO og gagnvart Evr- ópubandalaginu. Pétur Thorsteinsson kenndimér mest - Hvaða menn eru þér minnisstæð- astir úr utanríkisþjónustunni? „Ég hef kynnst mörgum afbragðs mönnum. En ætli ég hafi ekki lært mest af Pétri Thorsteinssyni. Hann var mjög samviskusamur og fær embættismaður. Þá eru þeir Agnar Klemenz Jónsson og Hans G. And- ersen, sem vann mikil afrek í land- helgismálunum, mér ofarlega í huga.“ - Það er oft haft á orði að þið í utan- ríkisþjónustunni búið í fílabeins- tumi og lifið kóngalífi, séuð ekki í takt við almenning og lifið í öðrum heimi? Við lifum ekki í fílabeinsturnum „Mér finnst umræðan um fíla- beinsturna vera kjaftæði. Það er eng- inn flottræfilsháttur í utanríkisþjón- ustunni. Ég þekki fáa vinnustaði þar sem meira er unnið og vaðið í hvað sem er án þess að menn telji sig of fina til þess. Ég hef sagt við alla, sem ég hef komið nálægt aö ráða í utan- ríkisþjónustuna, að menn verði að vera tilbúnir til að ganga í hvaða starf sem er, hvenær sem er og að þeir séu ekki of fínir fyrir nein verk. Þannig að ég get ómögulega fallist á að fólk í utanríkisþjónustunni líti fínt á sig og niður á aðra.“ - Þú getur hins vegar varla neitað því að það er mikill glasaglaumur í utanríkisþjónustunni, mikiö um kokkteilboð? Égvil síst aföllu fara í kokkteilboð „Ég neita því ekki. Því miður eru þessi boð nauðsynlegur þáttur til að komast í þau sambönd sem menn þurfa að fá. Þetta er ólaunuð yfir- vinna. Ég vil síst af öllu fara í kokk- teilboö eða kvöldverð þegar ég kem heim örþreyttur af skrifstofunni eftir tíu tíma törn eða meira. Þá vill mað- ur fara í sloppinn sinn og hafa það huggulegt heima hjá sér. Hitt er beint framhald á vinnunni. Engu að síður eru þessi boð nauðsynleg vegna sam- banda sem nýtast síðar þegar koma þarf málum fram. Það er tilgangur- inn með boðunum. Tilgangurinn er ekki að setjast að sumbli." Óformlegir fundir eru árangursríkir - Ráðast mál oft á þessum óformlegu fundum yfir kvöldverðarboði? „Ef menn ná að tala saman prívat næst oft samkomulag, einfaldlega vegna þess að inni á fundum er allt formlegra og leikrit oft sett á svið til að láta aöra sjá hvað menn eru harð- ir á sínu. En það er ótrúlega oft sem utan við embættisskrifstofur er hægt að finna fleti á málunum og leysa þau svo báðir aðilar geti vel við unað.“ - Svo við víkjum að hinum sögu- fræga fundi EFTA og Evrópubanda- lágsins í Lúxemborg síðastliðinn mánudag, getur þú lýst andrúmsloft- inu í samningaviðræðunum þennan dag? Stefndi allan tímann í mjög harðan dag „Það var alveg augljóst, þegar sá dagur byrjaði, að hann myndi verða mjög harður. Grikkir voru mjög erf- iðir og kröfuharðir varðandi flutn- ingana um Sviss og Austurríki og hótuðu aö samþykkja ekki samning- inn um evrópskt efnahagssvæði nema þeir fengju sitt fram varðandi þungaflutningana. Eftir að sátt virtist komin í þunga- flutningana um miðjan daginn héldu Grikkir áfram að ströggla og seint um kvöldið var svo komið að flutn- ingamir stefndu óvænt í að vera komnir í hnút. Málið opnaðist aftur og aftur. Grikkir hótuðu stanslaust að beita neitunarvaldi. Það sama var aö segja um Spán- veijana vegna krafna þeirra um fjár- festingu í sjávarútvegi íslendinga og Norðmanna. Þeir marghótuðu því fram á rauðanótt að fefla samninginn fengju þeir ekki sínu framgengt. Á endapunkti urðu Spánverjar að gefa þetta upp. Þeir kunna, án þess að ég viti það, að hafa fengið einhver loforð um að fá meira af veiðikvóta Norö- manna en til stóð. Þetta er mál bandalagsins. Spánverjar og Grikkir fengu líka hlutfallslega meira úr byggöasjóðnum en til stóð í upphafi - á kostnað annarra þjóða Evrópu- bandalagsins." Vérður alltaf að eiga spil í erminni - Nú hafa sumir líkt samningavið- ræðum EFTA og EB viö póker. Ertu pókerspilari? „Ég hef aldrei stundað fjárhættu- spil. Þetta er að sumu leyti póker, að sjálfsögðu. Maður verður alltaf að eiga spil uppi í erminni en það er kannski að spila póker falskt." -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.