Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 22
~7Z LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. Sérstæð sakamál Sönnunargagn af minnstu gerð Þegar líkiö af Corinne Montagard fannst í Suður-Frakklandi var þaö skoðun margra sem að rannsókn málsins unnu að erfitt yrði að finna þann seka. Þaö reyndist heldur ekki létt verk að sækja málið gegn honum og um tíma var jafnvel haidið að hann yrði sýknaður, en svo kom örlítill hlutur í leitirnar og hann gerbreytti gangi málsins. 14 ára stúlka Tveir náttúruskoðarar, sem voru á ferð í Pýreneafjöllun í þeim til- gangi sérstaklega að leita hella, komu að djúpri gjá og þegar þeir horfðu niður í hana sáu þeir eitt- hvað sem líktist líki liggja á botni hennar. Þeir fóru niður á gilbotn- inn og sáu að grunur þeirra hafði reynst réttur. Þarna lá lík og það var af ungri stúlku. Hún hafði ver- ið illa leikin. Mennirnir tveir geröu lögregl- unni þegar aðvart og hún kom og sótti líkið. Það reyndist vera af fjórtán ára gamalli stúlku, Corinne Montagard, dóttur bónda þar í ná- grenninu, en hennar hafði veriö saknað um nokkurn tíma. Skoðun sýndi að stúlkan hafði verið bundin og henni síðan mis- þyrmt og nauðgað en svo hafði hún verið ráðin af dögum. Alain Pekle, yfirmaöur þeirrar deildar rannsóknarlögreglunnar í Montpellier sem fæst við rannsókn morðmála, var ekki vongóður um að geta leyst gátuna þegar hann hafði kynnt sér málavexti. Hann lét það þó ekki aftra sér í starfi og tók að gera lista yfir alla þá sem af ein- hveijum ástæðum gætu hafa myrt Corinne Montagard. Loks hafði hann tekiö saman nöfn þrjátíu manna en þeirri spurningu var ósvarað hver þeirra hefði tekið Corinne upp í bíl sinn við strætis- vagnastöð til að bjóða henni far í skólann. Far sem lauk með morði. Ungtvitni Alllangur tími leið án þess að Pekle yröi nokkuð ágengt. Hann skorti vísbendingar. Svo gerðist þaö dag einn að tíu ára gamall drengur, Xavier Spapafors, gaf sig fram og skýrði frá því sem hann hafði séð. Drengurinn gat ekki aö- eins gefið lýsingu á manni heldur einnig af bílnum sem hann hafði verið í. Rannsókn leiddi í ljós aö líklega væri hér um að ræða Werner Mich- ael Muller, þrjátíu og fimm ára gamlan bílþjóf sem ók um Evrópu og lifði af iðju sinni. Þegar Corinne var myrt hafði hann verið í Frakk- landi en spumingin var hvort hann væri í raun sá seki og væri svo hvort þá væri hægt að afla nægi- legra sönnunargagna gegn honum. Eftir mikla leit hafðist loks upp á Muller en þá var hann í nokkur þúsund kílómetra Qarlægö frá staðnum þar sem morðið hafði ver- ið framið. Hann var strax fluttur til Suöur-Frakklands og þar hófust yfirheyrslur. Hrokafullur Miiller var grannvaxinn og ljós- hæröur, með yfirskegg og útstæð eyru. Hann var unglegur að sjá og viö fyrstu sýn jafnvel sakleysisleg- ur en þegar farið var að horfa í augun á honum var sem þau lýstu miklum tilfinningakulda. Og þegar honum var gerö grein fyrir því aö Corinne Montagard. fingurnir voru krepptir eins og eft- ir krampa.“ Síðan las lögregluþjónninn lýs- ingu á því hvernig stúlkan hafði verið flett klæðum og bensíni hellt á skó hennar en síðan kveikt í þeim. Þá hefði fjórum breiðum lím- bandsstrimlum verið klístrað yfir munn hennar svo hún gæti ekkert hljóð gefið frá sér. Þóttistviss um sýknun Er Muller hafði verið ákærður og kom fyrir rétt vakti sú lýsing, sem gefin er að framan, óhug í rétt- arsalnum og fór móðir Corinne, sem viðstödd var, að gráta. Hún og maður hennar höfðu fylgst með rannsókn málsins alveg frá byrjun og höfðu frá upphafi haft óheit á þeim ákærða, ekki síst vegna þess hve hrokafullur hann var og hvernig hann kom fram, bæði við yfirheyrslur og í réttarsalnum. „Þau gögn, sem lögð hafa verið fram og sýna eiga sekt mína,“ sagði Muller fyrir réttinum, „eru einskis virði. Lýsingin á mér er þess eðlis aö hún gæti átt við hundruð manna víðs vegar um Evrópu. Ég er afar hrifinn af Frakklandi og Frökkum og léti mér aldrei til hugar koma að fremja morð hér í landinu," sagði þessi gamalreyndi hollenski bílþjófur. Ljósrauða glerperlan. verið væri að yfirheyra hann vegna þess að hann væri grunaöur um morðið á Corinne Montagard glotti hann bara. „Vitnið sem segir mig hafa verið hjá strætisvagnastöðinni er aö ljúga,“ sagði hann. „Klukkan á að hafa verið sjö um morgun og þá hefur enn verið dimmt. Þó þykist vitnið vera visst um aö ég en ekki einhver annar hafi verið þar á ferð.“ „Er það þá svar þitt að þessi tíu ára gamh drengur, sem gat gefið svo nákvæma lýsingu á þér og bíln- um, hafi verið að ljúga? Að hann hafi búið þetta allt til?“ Áundanhaldi Mtiller var ekki á því að gefa sig. Þá skýrði Pekle rannsóknarlög- regluforingi honum í smáatriðum frá framburöi Xaviers Spapafors. Að því búnu sagði Pekle að nú væri kominn tími til að játa því í Werner Michael Múller. bíl Múllers hefði fundist lítil gervi- perla af því tagi sem Corinne hefði skreytt skó sína meö. Það væri ljós- rauð glerperla og enginn vafi léki á að hún hefði setið á skó stúlkunn- ar. Nú fór Múller að láta undan síga. Hann játaði að hafa verið þarna á ferð umræddan morgun. „En strákurinn er sá eini sem sá mig,“ sagöi hann. „Og ég get svo sem ját- aö að stúlkan, Corinne, settist upp í bílinn hjá mér.“ Ekki vildi Mtiller þó viðurkenna að hann hefði aðhafst neitt það sem saknæmt gæti talist. Hann hefði aðeins ekið Corinne um héraðið um hríð. Pekle rannsóknarlögregluforingi bað Míiller nú að skýra frá þvi sem gerst hefði í bíl hans eftir að hann tók Corinne upp í hann. Ótrúleg saga Frásögn Múllers var á þá leið aö hann hefði komið auga á Corinne þegar hann hefði verið á leið til Mónakó. Hann hefði áður boðið henni far og það hefði hann líka gert þennan morgun. En þegar hann heföi ekki staðnæmst við skólahúsið eins og hann hefði gert áður hefði stúlkan orðið reið og hótað að segja foreldrum sínum og lögreglunni frá því. Hann hefði hins vegar ekki látið hótanir henn- ar á sig frá. Þess í stað heföi hann ekiö um og ekki staðnæmst fyrr en hann hefði komið til Carcassonne. Þar hefði stúlkan fjórtán ára boðið honum að eiga samfarir viö sig. „Hún bauðst til þess,“ sagði Mtiller. Nú var lesin fyrir Múller skýrsla um hvernig líkið hefði litið út þegar að því var komið. Það geröi lög- regluþjónn sem var á vakt í Mazan þegar það var fært þangaö. „Líkið leit hræðilega út. Hendur og fætur voru bundnar með reipi. Augun lýstu mikilli skelfmgu og Málalok Þessi yfirlýsing Mtillers þótti ekki sérstaklega sannfærandi þar sem fyrir lá hvernig hann hafði séð fyrir sér. Og eftir því sem lengra leiö á réttarhöldin dró úr sjálfsör- yggi hins ákærða og loks kom þar að menn þóttust greina hræðslu í svip hans í stað hrokans. Saksóknarinn lagði mikla áherslu á framburð Xaviers Spapa- fors, drengsins tiu ára, sem sagðist hafa séð Múller taka Corinne upp í bílinn hjá sér við strætisvagna- stöðina. Og lýsing drengsins kom svo vel heim og saman við útlit Mtillers aö fáir efuöust um að hann hefði rétt fyrir sér. Þó lá ekki fyrir nein játning frá Múller um að hann hefði myrt Corinne Montagard og því lá sönnunarbyrðin enn á sak- sóknara. Hann bætti nú viö lýsinguna á Múller, grannur, ljóshærður, ung- legur með yfirskegg og útstæð eyru, lýsingu drengsins á bílnum sem hann ók. Og hún kom heim og sam- an við lýsingu á bílnum sem Mtifier hafði ekið þegar hann var handtek- inn. Þar aö auki hafði drengurinn bent á mynd af Mtiller í myndasafni lögreglunnar og sagt hann manninn sem ekið hefði bílnum. Þaö var hins vegar ljósrauða gler- perlan sem réð úrshtum. „Hvernig gat hún hafa komist 1 bíhnn án þess að Corinne hefði verið í hon- um?“ spurði saksóknarinn. Svo vísaði hann í þá játningu Múllers að hann hefði tekiö Corinne upp í bílinn. „Og auðvitað," bætti sak- sóknarinn svo við, „slitnaöi perlan af skónum í átökunum sem urðu.“ Sökin þótti loks sönnuð. Dómar- inn lýsti Werner Michael Mtiller, þrjátiu og fimm ára, sekan af morð- inu á Corinne Montagard og sagði meðal annars: „Þú fullnægðir kyn- hvöt þinni með ofbeldi og nauðgun. Fómardýrið var ung og saklaus stúlka. Því dæmir rétturinn þig í ævilangt fangelsi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.