Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. Skák Stórmótið í Tilburg: Kasparov fer hamföram Heimsmeistarinn Garrí Ka- sparov er sannarlega engum líkur. A stórmótinu, sem nú stendur yfir í Tilburg í Hollandi, fer hann um eins og stormsveipur og eirir engu sem fyrir veröur. Aö loknum fimm umferðum haföi hann 4,5 vinninga og var langefstur. Fórnarlömbin eru Timman, Kortsnoj, Bareev og Anand en Gata Kamsky hélt jafn- tefli viö heimsmeistarann og komst raunar nálægt sigri. Enski stórmeistarinn Nigel Short og Anand eru í 2. sæti með 3 v. og síðan koma Karpov og Timman - keppendurnir frá heimsbikarmóti Flugleiða á Loftleiöahótelinu. Karpov hefur gert jafnteíli í öllum Skák Jón L. Árnason skákum sínum til þessa. Kamsky hafði 2 v., Kortsnoj 1,5 og biöskák og Sovétmaðurinn Bareev rak lest- ina meö 1 v. Þessir átta taka þátt í mótinu og tefla tvöfaldar umferðir. Engum dylst að mótið í Tilburg er einkasýning Kasparovs sem virðist ekki hafa setið auöum hönd- um síðan í Amsterdam í vor er hann tók síðast þátt í skákmóti. Undirbúningur hans er frábær og taflmennskan stórkostleg. Short hefur einnig teflt býsna fjörlega en Bareev - sigurvegarinn frá Hast- ings um áramótin - er óþekkjanlf g- Jafnvígur á hvítt og svart Jan Timman, sem hélt á stórmótið í Tilburg strax að loknu heimsbikarmóti Flugleiöa á Hótel Loftleiöum, gjörtapaði fyrir Garri Kasparov í fyrstu umferð. DV-myndir EJ Mótið í Tilburg er einkasýning Kasparovs, undirbúningur hans er frábær og taflmennskan stórkostleg. Þeir sem fylgdust með heimsbik- armóti Flugleiða á dögunum tóku eftir því að tveir „Karpovar" tóku þátt í mótinu - annar sem hafði hvítt og hinn sem stýrði svörtu mönnunum. Þegar hvíti Karpov sat að tafli var teflt til vinnings og oft- ast með árangri en sá svarti lét sér nægja jafntefli. Þessi stefna hefur ætíð fylgt Karpov og hann hefur enga ástæðu séð til þess að breyta henni. Öðru máh gegnir um Kasparov. Hann teflir ævinlega til vinnings og gildir einu hvort hann hefur hvítt eða svart. Að þessu leyti minnir hann á Bobby Fischer sem aldrei tók jafntefli og átti það til að hlæja að mótherjanum ef hann dirfðist að bjóða sættir! Skoðum tvær skákir heimsmeist- arans frá Tilburg. Hann teflir kóngsindverska vörn gegn Tim- man, byijun sem jafnan býður upp á miklar sviptingar. Með óvæntri mannsfórn nær hann ærlega að hrista upp í taflinu og Timman fat- ast flugið. Skákin við Kamsky er síðan algjör einstefna. Kasparov hreinlega valtar yfir Indverjann - en gerir það glæsilega. Hvítt: Jan Timman Svart: Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rf3 Bg7 4. g3 0-0 5. Bg2 d6 6. 0-0 Rbd7 7. Rc3 e5 8. Dc2 c6 9. Hdl De7 10. b3 exd4!? Eftir 10. - He8 væri sama staða komin fram og í síðustu einvígis- skák Ivantsjúks og Júsupovs í Brussel í ágúst sem Júsupov (svart- ur) vann glæsilega eftir 11. Ba3?! e4 12. Rg5 e3! o.s.frv. Kasparov hef- ur ekki hug á að kynna sér hvað Timman hefur haft í huga. Textaleikurinn er ekki hátt skrif- aður af hálfu Seirawans í skákrit- inu „Inside Chess“. Hann segir: „Ef 10. - exd4? 11. Rxd4 hefur hvítur fengið allt sem hann kýs því að peðið á e2 er ekki í skotfæri, eins og það væri á e4, og skásetti biskup- inn hefur augun á opinni skálínu." Óhætt er að segja að heimsmeistar- inn reki þessi orð öfugt ofan í Seirawan með þessari skák! 11. Rxd4 He8 12. Bb2 Rc5 13. e3 a5 14. a3 h5! 15. b4 Rce4 Riddarinn hreiðrar um sig á e4 og lokar skáhnu biskupsins. í sam- anburöi við „kóngsindverskar stöður" þar sem hvítur hefur leikið peðinu á e4 hefur svartur nú meira rými fyrir menn sína. 16. b5 Bd7 17. Hacl h4 18. a4 Hér var kominn tími til að treysta varnirnar. En hvemig á Timman að gruna hvað bíður hans? 18. - hxg3 19. hxg3 19. - Rxf2! 20. Dxf2 Rg4 21. Df3 Rxe3 Fórn af þessu tagi er á margan hátt dæmigerð fyrir kóngsind- verska vörn og auðuga möguleika hennar. Heimsmeistarinn fær strax tvö peð fyrir manninn og meira hlýtur að koma i kassann í næstu leikjum. Nú hótar hann 22. - Bg4, eða 22. - Rxdl. Ef 22. Hd2, þá 22. - Rxc4 og svarið við 22. Hd3 yrði væntanlega einnig 22. - Rxc4 sem hótar 23. - Rxb2, eða 23. - Re5. T.d. 23. DÍ2 Rxb2 24. Dxb2 Bxd4 + 25. Hxd4 De3+ og vinnur. Timman á bersýnilega úr vöndu að ráða en næsti leikur hans virð- ist þó byggður á einfaldri yfirsjón. 22. Hel? Bxd4 23. Rd5 Rg4+! 24. Bxd4 Dxel + 25. Hxel Hxel + 26. Bfl cxd5 Með tvo hróka fyrir drottningu og svo virka stöðu vinnur Ka- sparov nú létt. Timman getur ekki varnað því til lengdar að hrókarnir komist báðir niður á 1. reitaröð. 27. Dxd5 Hae8 28. Bf2 Be6 29. Dxb7 Hcl 30. Dc6 Hc8 31. De4 H8xc4 32. Da8+ Kh7 33. b6 Hb4 34. Dxa5 Hbbl 35. Kg2 Hc2! Og Timman gafst upp. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Vizvanathan Anand Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Dc7 5. Rc3 e6 6. Be3 a6 7. Bd3 Rf6 8. 0-0 Re5 9. h3 Bc5 10. Khl Oftast er hér leikið 10. Ra4 Ba7 11. c4, eða 10. De2 d6 11. f4. Smá- vægileg hagræðing á leikjaröðinni virðist nægja Kasparov til að rugla Anand í ríminu. 10. - d6 11. f4 Rc6?! Betra er 11. - Rg6, eða 11. - Red7. Með næsta leik nær Kasparov ógn- andi stöðu. 12. e5!? Óvæntur möguleiki. Eftir 12. - Bxd4 13. Bxd4 Rxd4 14. exfB gxf6 má jafnvel leika 15. f5!? er hvítur á sterka sóknarstöðu í skiptum fyrir peö. Og eftir 12. - dxe5 13. Rdb5 axb5 14. Bxc5 á svartur einnig margs að gæta. Einnig er ljóst að hvítur á dágóð færi fyrir peðið eftir 12. - Bxd4 13. Bxd4 dxe5 14. fxe5 Rxe5 en líklega er þetta þó besti kostur svarts. 12. - Rxe5? 13. fxe5 dxe5 Anand nær manninum til baka en hefur augljóslega ekki tekið allt með í reikninginn. Stundum teflir hann allt of hratt! 14. Bb5+! axb5 15. Rdxb5 Dc6 16. Bxc5 Dxc5 17. Rd6+ Ke7 8 I A 1 1 élái 6 R W 5 ui 1 3 A 2 A & A A 1 B *: n <s> A B C 18. Hxf6!! gxfó D E F G H Svartur á ekki annað. Svarið viö 18. - Kxf6? yrði auðvitað 19. Rce4 + og drottningin fellur og ef 18. - Dxd6 19. Hxf7 +! verður hið sama uppi á teningnum. 19. Rce4 Riddararnir ráða lögum og lofum á borðinu. 19. - Dd4 20. Dh5 HÍ8 21. Hdl De3 22. Dh4 Df4 23. Del! Hótar 23. Db4 en komist drottn- ingin á skálínuna a3-f8 er voðinn vís. Þessu verður hins vegar ekki komist hjá til lengdar. 23. - Ha4 24. Dc3 Hd4 25. Hxd4 Dfl + 26. Kh2 exd4 27. Dc5 Kd7 28. Rb5 Df4+ 29. g3 - og Anand gafst upp. Ef 29. - Dxe4 getur hvítur mátað í 2. leik á tvo vegu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.