Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 13
IAUQAB3AGUR 26,,QKTÖBISM99>. 13 Að loknu HM í bridge í Japan: Sagntækni íslendinga betri en annarra þjóða Ásgeir Ásbjörnsson, bridgespilari og tölvufræðingur, er höfundur Biðsagna- kerfisins i bridge sem Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen i islenska landsliðinu spila. DV-mynd BG Töluvert var um það rætt eftir sig- ur íslendinga á heimsmeistaramót- inu í bridge í Japan hvað Uðið hefði haft fram yfir keppinauta sína. Áður hefur verið minnst á það hve íslend- ingar voru vel líkamlega undirbúnir. Þeir stunduðu reglulega hlaup, gengu á fjöll og sóttu tíma hjá íþrótta- sálfræðingi. Viku fyrir mótið byrj- uðu þeir að aðlaga svefnvenjur sínar að japönskum tíma. Þar að auki var mikil áhersla lögð á samheldni hóps- ins. Afstaðan á spilastað eða bros- taktíkin fræga hafði einnig sitt að segja. Þessi atriði hafa öll hjálpast að til að tryggja þennan árangur. Minna hefur fariö fyrir taktískum atriðum en þar skal helst telja sagnkerfi ís- lensku parapna. Töluverð umræða var um það meðal spilaranna á móts- stað að íslendingar stæðu öðrum þjóðum framar í sagntækni. Það er merkilegt þegar smáþjóð eins og ísland getur þróað sagntækni í bridge sem er feti framar en ann- arra stórþjóða í greininni. í íslenska landsliðinu voru þrjú pör. Þau spila öll mismunandi sagnkerfi. Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson spila svokallað Pólar- lauf sem að nokkru leyti er hannað af þeim sjálfum. Það er einhvers kon- ar blanda af þekktum ítölskum kerf- um, Precision og Bláa laufinu. Guð- mundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson spila eðlilegt kerfi (Stand- ard) sem er vinsælasta kerfiö í heim- inum. Opnanir þeirra á öðru sagn- stiginu eru hins vegar margræðar og til þess ætlaðar að trufla andstöð- una sem mest. Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen spila eigið kerfi sem er mjög flókið. Það er að grunninum til byggt á kerfi tölvusérfræðingsins og bridgespilarans Ásgeirs Ásbjörns- sonar. Annað sagnstigið er svipað og hjá þeim Guðmundi Páli og Þorláki. Ásgeir bjó þetta kerfl til fyrir nokkr- um árum en það er að grunninum til byggt á biðsögnum (Relay) sem eru vel þekktar meðal margra er- lendra keppnisspilara. En að hvaða leyti er kerfið frábrugðið erlendurri biðsagnakerfum? Kerfinu breytt eitthvað að smekk spilaranna „Sagnkerfi Jóns Baldurssonar og Aðalsteins Jörgensen er að grunnin- um til byggt á kerfi sem ég bjó til. Þeir hafa þó eitthvað breytt kerfinu að sínum smekk. Það sagnkerfí, sem ég hef búið til, er ekki byggt á neinu öðru kerfi í sjálfu sér en aðferðirnar, sem notaðar eru í því, eru samt sem áður þekktar," sagði Ásgeir Ás- björnsson í samtali við DV. „Svokölluðum yfirfærslum er til dæmis beitt í mun ríkara mæli en almennt tíðkast. Opnanir á öðru sagnstiginu eru einnig mjög nýstár- legar og miða að því að gera andstæð- ingunum mjög erfitt fyrir. Það eru einhver önnur pör á land- inu sem nota þetta sagnkerfi fyrir utan Jón og Aðalstein. Þau pör, sem ég man eftir, eru Sigurður Vilhjálms- son-Hrólfur Hjaltason, Matthías Þorvaldsson-Sverrir Ármannsson, Guðmundur Sveinsson-Valur Sig- urðsson og bræðurnir Gísli og Sig- urður Steingrímssynir. Þeir spila all- ir kerfi sem byggt er á mínu sagn- kerfi en er þó ekki nákvæmlega eins. Guömundur Páll og Þorlákur, spil- arar úr HM-landsliðinu, spila ein- hvern hluta annars sagnstigsins eftir kerfinu. Þeir nota svokallaða fjöld- jöfuls opnun á tveimur laufum sem hefur margræða merkingu. Kerfi Guðlaugs og Arnar, þriðja parsins í landsliðinu, er hins vegar ekkert skylt mínu kerfi. Þeir spila breytt Blátt laufasagnkerfi sem hefur verið að færast alltaf meir og meir í eðli- lega átt (Standard)." - En stendur til aö gefa kerfið út? „Ég ætla að taka mér langþráð frí frá spilamennsku í ár til þess að ein- beita mér að öörum verkefnum. Eitt af því sem ég er að hugsa um að gera er að gefa út sagnkerfi mitt á bók. Þá var ég fyrst og fremst að hugsa um íslenskan markað. Ég hef þegar ákveðið nafn á kerfið, BSK mun það heita, því það er byggt á biösögnum (Biðsagnakerfið). Það hefur alltaf legið í loftinu að ég myndi leggja út í það verkefni og sennilega verður af því nú. Þá hef ég hugsað mér að gefa út bók með mjög ítarlegri útfærslu á öllum stöð- um í sagnkerfinu og hef verið að vinna í því. Atburðir síðustu vikna gætu orðið til þess að ég flýti því verkefni. Það er prinsipp hjá mér að gefa það út á íslensku en það er síðan hægt aö þýöa yfir á önnur tungumál. Sagn- kerfið fékk mikla auglýsingu úti, því Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörg- ensen voru oft á sýningartöflu. Kerf- ið sást því mjög oft í framkvæmd hjá þeim,“ sagði Ásgeir. Það er aldrei aö vita nema íslensk sagnkerfi séu framtíðar útflutnings- vara fyrir erlendan markað bridge- spilara. Og víst er að það er stór markaður því þeir eru margir sem geta lesið bridgebækur á ensku. Það geta verið tugir, ef ekki hundruð þúsunda manna sem hafa áhuga á að fræðast um hvernig það sagnkerfi er sem aflar mönnum HM-titla. -ÍS 4 VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS MORGUNVERÐARFUNDUR I SÚLNASALNUM, HÓTEL SÖGU ÞRIÐJUDAGINN 29. OKTÓBER 1991 KL. 8.00-9.30 ÍSLENSKT VIÐSKIPTALÍF í NÝRRI FRAMTÍÐARMYND Verði samningurinn um evrópskt efnahagssvæði að veru- leika gjörbreytist framtíðarmynd íslensks viðskiptalífs. Hún breytist raunar hvort sem er með nýjum viðskiptahátt- um í heiminum. Um þessi viðhorf verður fjallað á fundinum. Framsögumenn: Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra „Nýjar aðstæður i íslenskum við- skiptum" Björn Friðfinnsson ráöuneytisstjóri „Viðskiptasamkeppni á nýjum nót- um“ Ólafur Daviðsson, framkvæmdastjóri FÍI „Atvinnufífið mun taka stakkaskipt- um“ Árni Árnason, framkvæmdastjóri Árvíkur hf. „Áhrif á fyrirtæki i viðskiptum?“ Framsöguræður taka 40 mínútur og allt að 30 mínútur gefast fyrir fyrirspurnir og svör Fundarstjóri: Sigrún Traustadóttir, fjármálastjóri Hagvirkis-Kletts hf. Aðgangur með morgunverði af hlaðborði kr. 1.000. Fundurinn er opinn, en mikilvægt er að þátt- tökutilkynningar berist í síma 678910 fyrir klukkan 16 á mánudag VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS NY PLATA f Nú er Rúnar Þór kominn meö nýja plötu yfir hæöina og er ferskari en nokkru sinni. Hann hefur fyrir löngu skipaö sér í hóp fremstu lagahöfunda okkar og meö þessari plötu bætir hann mörgum frábærum lögum í safnið. Enn eitt skrefiö upp á viö hjá Rúnari Þór. Þessa plötu verður þú aö eignast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.