Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 26
2fr Honig-uppskriftasamkeppnin: Tíu verðlaunaréttir Alls bárust á þriðja hundrað uppskriftir í Honig- uppskriftasamkeppnina. Val dómnefndar var erfitt en eftir bragðprófun rétta stóðu eftir þrír sigurvegarar og níu manns fengu 3.-11. verðlaun. Fyrstu verðlaun, ferð til Amsterdam fyrir tvo með Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, hlaut Gísli Guðmundsson fyrir pastarétt Seláströllsins. Önnur verðlaun, ferð til Glasgow fyrir tvo, hlutu systurn- ar Erna og Brynhildur Agnarsdæturfyrir pasta-kjúklinga- salat. Reyndar sögðust þær systur hafa tekið þátt í keppninni af því að þær langaði svo til útlanda fyrir jól. Þriðju til tíundu verðlaun fengu Kristín Gestsdóttir, Sigurveig Hall, Guðjón V. Reynisson, Guðrún Eysteins- dóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Arndís Hilmarsdóttir, Vig- dís, Margrét Þórðardóttir og Benedikt Ingólfsson. Þeirra verðlaun eru kassar með Honig-vörum sem sækja má á Aðalstöðina í Aðalstræti. -JJ 1. verdlaun >" ,;v "'r 2. verðlaun Pastaréttur Seláströllsins i Pasta-kj úklingasalat fyrir 4 s. f \ • •aeB #*-’} Hif-i i fyrir 3-4 500 g spagettí eða skrúfur íw 2 bollar spirali (soðið eftir leið- 200 g beikon beiningum) 2 hvítlauksrif l kjúklingur (grillaður) 1 stór laukur 1 lítil dós ananas 'A dós perur ; * 1 rauö paprika (ffekar stór) 3 dl rjómi 100 g vínber (blá og græn) steinar 2 tsk. rjómaostur teknir úr smátt söxuð steinselja 175 g saltaðar hnetur. 100 g rifinn maribo-ostur íSK1 - ■ Sati % v~-/,’/ M . Setjið soðiö pasta í skál. Bætið 50 g sipjör síðan í kjúklingi (tekinn af bein- Steikiö beikonið á þurri pönnu. w^ um og skorinn í bita), papriku og Hellið feitinni af. Brúniö laukinn hálfum vínberjum og svo söltuö- í smjörinu. Bætið beikoni, hvít- um hnetum. lauk (pressuöum), ijómanum og Sósa rjómaostinum út á pönnuna. Lát- 3 msk. majones ið safann renna af perunum sem 1 dós sýrður rjómi eru saxaðar (smátt) og bætt út í. f Ja Ay 1 msk. sætt sinnep Látið sjóða í 2 mínútur. Stráiö 1 tsk. karrí (meðalsterkt) maribo-osti yfir og steinselju ... 2 msk. ananassafi einnig. Setjið lokiö á pönnuna og m mM , ^ ~ Gott að saxa ferska steinselju látið standa við vægan liita i 5 saman við. Sósunni má blanda minútur. \ wBí ' ^ SHJ"^:s saman við réttinn. Spagettí eða skrúfurnar soðnar 1 ■ MWmmSgFfa Borið fram með heitu brauði skv. upplýsingum á umbúðum. | ■* - >■- fcá'mS Z sem smurt er með smjöri og Sósan borin fram með því. kryddað með parmesanosti. Þessi réttur bragðast að sjálf- Höf.: Ema Agnarsdóttir og sögðu best með Rieslingvíni frá Við verðlaunaafhendingu á Aðalstöðinni i vikunni. Gisli Guðmundsson fékk ferð til Amsterdam fyrir pastarétt Brynhildur Agnarsdóttir. Alsachéraöi. Seláströllsins en systurnar Erna og Brynhildur Agnarsdætur fara til Glasgow fyrir pastakjúklingasalat. Höf.: Gísli Guðmundsson. DV-mynd Hanna 3.-11. verðlaun „Honig“ lasagna með ýsu handa fjórum 350-400 g ýsuflak 1 msk. sítrónusafl 1 'A tsk. salt nýmalaður pipar 1 hálfdós niðursoðnir sveppir 50 g smjör 1 dl hveiti 1 dl mjólk 1 dl ijómi '/. tsk. múskat 2 egg 100 g hreinn ijómaostur 1 pk. Honig lasagnablöð 4 meðalstórir tómatar l'tsk. oregano 100 g rækjur 1 meðalstór græn paprika Hitið bökunarofn í 210° C, blásturs- ofn í 190° C. Roðdragið ýsuflakið og skerið úr því bein. Skerið flakið í þunnar ílög- ur, hellið yfir þaö sítrónusafa og strá- ið á það salti og pipar. Síið sveppina, notið soðið í jafning- inn. Bræðið smjörið í potti, setjið hveiti út í, þynnið síðan með l'A dl af sveppasoði, 1 dl af mjólk og 1 dl af rjóma. -Takiðjafninginn af hitanum og kælið örlítið, hrærið ijómaost, múskat og egg út í. Rífið ostinn. Dýfið tómötum í hálfa mínútu í sjóðandi vatn, fjarlægið hýöið, stappið síðan tómatana með gaffli. Smyijið eldfast kantað fat, u.þ.b. 15-20 cm á kant. Setjið 'A af jafningn- um á fatið og smyrjið jafnt á botninn. Raðið lasagnablöðunum þétt yfir jafninginn. - Setjið ýsuflakssneið- amar jafnt yfir lasagnaplöturnar, setjiö þá stappaða tómatana þar yfir, síðan 'A af ostinum, síðan aftur lag af lasagnaplötum, þá aftur 'A af jafn- ingnum, síðan sveppi síðan aftur la- sagnaplötur, þá það sem eftir er af jafningnum og það sem eftir er af ostinum. Setjið í miðjan ofninn og bakið í 25 mínútur. Takið stilka og steina úr papriku, skerið smátt. Takið fatið úr ofninum, stráið pa- priku og rækjum yfir og berið á borð. Höf.: Kristín Gestsdóttir. Honig grænmetis- og ostagratín 1 pk. fussilli 1 meðalstórt blómkál 1 box nýir sveppir 1 lítil púrra 2-3 hvítlauksrif 3 msk. olífuolía 100 g gráðostur 100 g hnetu-koníaksostur 1 camenbert ostur 2-3 dl rjómi parmesanostur Krydd: 1 tsk. jurtasalt 'A tsk. grófmalaöur pipar 1 'A tsk. oregano 1 tsk. majoram 1 tsk. basil Sjóðið pastað og setjið í eldfast mót. Skeriö púrrulauk og hvítlauk smátt og steikið í örlitlu af olíunni á pönnu, má ekki brenna viö. Skerið blómkál og sveppi niður. Hafið blóm- kálið í litlum hausum og steikið með á pönnunni í 2-3 mín. Setjið ostana á pönnuna ásamt ijómanum og kryddinu. Stráið parmeseanosti yfir og bakiö réttinn í ofni í ca. 15-20 mín. þar til osturinn hefur tekið á sig lit. Höf.: Sigurveig Hall. Sj ávarréttaspagettí fyrir 5-6 250-300 g spagettí 150 g rækjur • 100 g humar 100 g hörpuskelfiskur 2 stk. egg l .stk. gul paprika, skorin í strimla 1 stk. græn paprika, skorin í strimla 1 stk. rauð paprika, skorin í strimla 8-10 stk. sveppir, skornir gróft 1-2 msk. tómatmauk hvítlaukur aromat salt og pipar olía til steikingar Sjóðið spagettíið í sjóðandi salt- vatni í 8-10 mín. eða þar til það verð- ur meyrt undir tönn. Pískið eggin saman og steikið á pönnu, færið síð- an á disk og kælið. Rúllið steiktu eggjahrærunni upp og skerið í ræm- ur. Takið humarinn úr skelinni og hreinsið. Steikið í olíu á pönnu ásamt hörpuskelfiskinum. Setjiö rækjur, sveppi og papriku- strimla á pönnuna og steikið létt. Setjið tómatmaukiö á pönnuna og blandið vel saman. Bætið eggjaræm- unum að síðustu út í. Kryddið ef þörf er á. Höf.: Guðjón V. Reynisson. Rauðsprettu-appelsínupasta fyrir 2 220 g rauðspretta, roðlaus og bein- laus 'A laukur 'A græn paprika 1 væn appelsína 100 g hreinn rjómaostur 1 dl nýmjólk 'A tsk. salt 'A tsk. chiliduft 'A tsk. hvítlauksduft 1 msk. parmesanostur, rifinn 4 bögglar Honig Mie-núðlur Látið lauk, papriku, appelsínukjöt- ið, ijómaost, mjólk og krydd í „blend- er“ og maukið. Skerið rauðsprettuna í litla bita og blandið saman við sós- una. Látið í smurt, eldfast mót og bakið við 200° C í 20 mínútur. Sjóðið núðlurnar á meðan skv. leiðbeining- um á pakkanum. Þegar hvort tveggja er tilbúið er öllu hrært saman, parm- esanostinum stráð yfir og boriö fram strax. Höf.: Guðrún Eysteinsdóttir. Pasta með reyktum laxi 200 g fussilli 1 stk. laukur 1 stórt hvítlauksrif 1A tsk. dill nýmalaður svartur pipar úr kvörn '/, tsk. fennikel salt eftir smekk og saltmagni í laxin- um '/,—'A 1 rjómi 'A msk. smjör 100 g rjómaostur 100 g reyktur lax Sjóðið fussilli samkvæmt leiðbein- ingum á pakka. Saxið laukinn smátt og gljáið á pönnu í olíu ásamt press- uðum hvítlauknum. Bætið dilli og fennikelinu út í. Setjið síðan smjör, rjómann og rjómaostinn á pönnuna og látið sjóða þar til sósan er orðin sæmilega þykk. Saltiö og piprið eftir smekk. Skerið reykta laxinn í ca 'A cm stóra teninga og setjið út í sósuna sem er ekki látin sjóða eftir að laxinn er kominn út í hana. Pastað er sett í skál og sósunni hellt yfir. Höf.: Margrét Ásgeirsdóttir. Lifrarsmásteik á pastahreiðri fyrir þrjá. 200 g spagettí 1 stk. grænmetissúputeningur 2 1 vatn 1 stk. lifur, ca 450 g 6 stórir, ferskir sveppir 2 litlir laukar 100 g beikon 3 dl mjólk 2 msk. sojasósa 'A dl púrtvín hveiti til að velta lifur upp úr. Sjóðið spagettíið í ca 10-20 mínútur í vatninu, teningurinn settur út í. Skerið lauk, beikon og sveppi í litla bita og steikið í lítilli smjörklípu í ca 5-10 mín. og hrærið í. Takið af pönn- unni. Himnuhreinsið lifrina, skerið í bita eins og gúllas og veltið upp úr hveiti og léttsteikið á pönnunni í 2 mín. á hvorri hlið. Setjið lauk, beikon og sveppi saman við. Bætið mjólk- inni, sojasósu og púrtvíni út í og lát- ið suðuna koma upp. Berið fram heitt ofan á spagettíinu. Höf.: Arndís Hilmarsdóttir. Saltfiskpasta 800 g saltfiskur 2 bollar núðlur 1 stór púrra 1 laukur 5 hvítlauksrif 4 gulrætur 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 Honig teningar (fiski- eða grænmet- iskraftur) 1 piparostur (rjómaostur) má sleppa vatn í sósu ólífuolía til steikingar Sjóðið saltfiskinn og hreinsiö. Sjóð- ið núðlurnar og léttsteikið grænmet- ið á pönnu. Blandið öllu saman og gerið sósuna á pönnunni. Setjið vatn, kraft og piparost á pönnuna og blandið vel saman. Helliö að lokum yfir fiskinn, núðlumar og grænmet- ið. Ef óskað er eftir sterkari sósu má brytja niður (smátt) pepperonipylsu og láta út í sósuna. Höf.: Vigdís Kókosmakkarónur 'A bolli maccaroni 'A bolli rjómi ‘A bolli vatn '/, tsk. salt 150 g kókosmjöl 150 g strásykur 2 egg 100 g suðusúkkulaði 25 g plöntufeiti Sjóðir makkarónur í 13 mínútur (eða einhverja teg. af pasta) í vatni og rjóma. Saltið örlítið. Sigtið og setj- ið á pappír til þerris. Setjið í bland- ara. Þeytið egg og sykur þangað til blandan er ljós og létt. Bætiö út í söxuöum makkarónum og kókos- mjölinu. Hrærið. Búið til toppa með teskeiðum á bökunarplötu. Bakist við 175-200 í 15 mínútur. Deigiö næg- ir í 25-30 kökur. Kælið. Bræðið súkk- ulaði og plöntufeiti í vatnsbaði. Hjúp- ið botna makkarónutoppanna. Höf.: Margrét Þórðardóttir. Veislupasta námsmannsins 500 g maccaroni elbow 3 msk. jurtaolía 4 smátt brytjaðar pepperonilengjur 5 niðurskornir sveppir (ekki mjög smátt) 'A rauð paprika, brytjuð 6 fylltar olífur, skornar til helminga 100 g rifinn gráðostur 14 1 rjómi (eða mjólk ef mjög skal spara) salt og svartur pipar mynta Takið gráðostinn úr kæli 2 klst. áður en hafist er handa. Sjóðið fyrst makkarónurnar. Steikið sveppina í olíunni og bragðbætið með salti og pipar. Bætið pepperoni út á og síðast paprikunni og ólífunum. Hellið makkarónunum á pönnuna þegar þær eru soðnar, þ.e.a.s ef pannan er stór en annars er hellt af pönnunni í pottinn. Hrærið þessu vel saman og hellið gráðostinum saman við. Rjóm- anum (eða mjólkinni) er hellt rólega yfir. Saltið og piprið. Notið með þessu myntu sem gefur góðan keim. Höf.: Benedikt Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.