Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 8
.reet b:48öt/io .as- auoAoaAÐ-UAJ . lx)K.tobe: 'BER-1991. Höfum verið beðnir að útvega togara til leigu með hluta af skipshöfn Skilgreining: Lengd: 20-30 m. Stærð: Allt að 300 brúttólestir. Frysti- og kæliútbúnaður. Leigutími: 2 ár. Forkaupsréttur eftir leigutíma. Staðsetning: Vestur-Afríka. Leigutaki - U.K. firma - útvegar banka- ábyrgð. Vinsaml. sendið G.A. plan í fax 90-298-17736. Upplýsingar veitir Búi Tyril í síma 90-298-19254, INDEX Pf. Argir Færeyjum w óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða tii sýnis þriðjudaginn 29. október 1991, kl. 13-16, í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík, og víðar 1 stk. Oldsmobile fólksbifreið 1 stk. Volvo 244 Gli fólksbifreið 1 stk. Saab 900i fólksbifreið 1 stk. Toyota LandCruiser stw 4x4 1 stk. Mitsubishi Pajero Turbo 4x4 1 stk. Dodge Ramcharger 4x4 2 stk. Chevrolet pickup m/húsi 4x4 3 stk. Chevrolet Suburban 4x4 1 stk. Ford Econoline E-250 4x4 1 stk. Nissan Patrol m/húsi 4x4 1 stk. Nissan Patrol pickup 4x4 1 stk. Toyota Hi Lux Double cab 4x4 1 stk. Nissan Double cab 4x4 1 stk. Mitsubishi L-300 sendibifreið 4x4 4 stk. Lada Sport 4x4 1 stk. Volvo Lapplander 4x4 2 stk. Toyota Tercel station 4x4 2 stk. Subaru 1800 station 4x4 1 stk. Mitsubishi L-200 pickup 4x4 1 stk. Mitsubishi L-300 sendibifreið 1 stk. Volkswagen Double cab 1 stk. Volkswagen Transporter 1 stk. Ford Transit sendiferðabifreið 1 stk. Ford Econoline E-150 sendib. 1 stk. Lada station 1500 1 stk. Mercedes Benz 0307 fólksflb. 50 farþ. 1 stk. Mercedes Benz 0309 fólksflb. 20 farþ. 1 stk. Mercedes Benz L608 fólks- og vöruf., 6farþ. 1 stk. MAN 19.321 vörubifr. m/krana 4x4 2 stk. Ski Doo Cheyenne vélsleðar 1 stk. Arctic Cat vélsleði bensín1987 bensín1988 bensín1987 disií 1985 dísil 1986 bensín1984 dísil 1982-84 bensín 1980-82 bensín1980 dísii 1986 dísil 1985 dísil 1986 dísil 1985 bensín1985 bensín 1988-89 bensín1981 bensín 1986-87 bensín 1983-87 dísil 1985 bensín1988 bensín1984 dísil 1983 bensín1983 bensín1981 bensín1988 dísil 1978 dísil 1987 dísil 1982 dísil 1982 1989 1987 Til sýnis hjá Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti: 1 stk. Scania Vabis L8050 m/palli og sturtu dísil 1972 1 stk. Scania Vabis80superm/palli dísil 1971 og sturtu 1 stk. Volvo N 7 vörubifr. m/palli og sturtu dísil 1976 Til sýnis hjá Rarik, Egilsstöðum: 2 stk. Nissan Patrol 4x4 dísil 1985 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Akureyri: 1 stk. Mitsubishi L-200 pickup 1 stk. Zetor 6945 dráttarvél bensín1985 dísil 1980 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstödd- um bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboð- um sem ekki teljast viðunandi. ll\ll\IKAUPASTOFI\IUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 1 0S RFYKJAVIK Matgæðmgur vilainnar ,,Undir regnboganum' Sjávarréttasinfónía Sigurður Helgi Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist hafa haft unun af allra handa brasi með mat frá blautu barnsbeini, einkum stússi við hátíða- og veislurétti, helst sem allra tímafrekasta og ílókna. Réttinn, sem hann ætlar að kynna fyrir lesendum DV, segir hann hins vegar afar auðveldan og sé hráefnið gott geti hann ekki brugðist. „Rétturinn er afbragðs- góður, fallegur og litríkur, sann- kölluð sjávarréttasinfónía í öllum regnbogans litum. Þess vegna kýs ég að kalla réttinn „Undir regnbog- anum“, í höfuðið á kyngimögnuðu lagi eftir áskoranda minn, Magnús Þór Sigmundsson. Rétturinn getur bæði verið forréttur og aðalrétt- ur.“ Sjávarréttasinfónía Sigurður Helgi Guðjónsson. dökkt brauð. Að sögn Sigurðar er þessi réttur eiginlega hluti af háleynilegri og vísindalegri megrunaráætlun, þ.e. hinum árangursríka megrunar- kúr, Seafood-kúrnum, sem bæði Ingimar Eydal og Fats Domino hafa verið á í mörg ár með undraverðum árangri. Kúrinn í heild er svona: „If you see food, eat it“! Ef rétturinn er hafður sem for- réttur er gott að drekka með hon- um milliþurrt hvítvín en ef hann er aöalréttur mælir Sigurður með þvi að með honum sé drukkinn bjór ásamt ísköldum „Hvalalosta“ sem er heimalagaður snaps. Hvala- losta tileinkar Sigurður Magnúsi Guðmundssyni Grænfriðunga- skelfi. Hvalalosti Efnismagnið er ríílegt fyrir fjóra til sex. 500-750 g hörpuskelflskur 250-500 g humar (skelflettur) 250 g rækjur (pillaðar) 3 paprikur, sín af hverjum lit 2 meðalstórir laukar 250 g asíur ásamt leginum 100 g svartar ólífur 100 g grænar ólífur 100 g kokkteillaukar 1 msk. Madagaskarpipar (grænn, heill, niðurlagður) 1 stk. lárviðarlauf 3 dl ólífuolía /i fl. hvítvín safi úr 1 sítrónu salt, nýmulinn hvítur pipar og ann- að krydd eftir smekk Fiskurinn er látinn þiðna í ís- skáp. Ef humarinn er ekki mjög smár er rétt að hluta hann í 2-3 bita. Fiskinum er blandað saman á disk, sítrónusafa er dreypt yfir og hann látinn bíða meðan annað er gert. Kjarninn er hreinsaður úr paprikunum og þær sneiddar frek- ar þunnt og síðar skornar í strimla (4-5 cm) Laukurinn er skorinn í fremur þunna hringi. Asíurnar eru skornar í litla bita. Hvítvíni, ólífu- olíu, leginum af asíunum og sítr- ónusafa er blandað saman og kryddað. Síðan er flskinum, legin- um og öllu öðru því sem að ofan er talið blandað saman af nærfærni og blíðu og herlegheitin sett í stóra skál eða krukku sem lokað er (lög- urinn á að fljóta yfir). Látið skálina eða krukkuna standa í stofuhita í 8 klst. Svo er rétturinn kældur niður í ísskáp í 'A-l sólarhring og er eftir það tilbú- inn til neyslu. Geymist síðan í kæli. Rétturinn er borinn fram kaldur og eins og hann kemur fyrir upp úr skálinni en vökvinn er látinn renna vel af þegar rétturinn er færður upp á diska. Með þessum rétti er gott að hafa ristað brauð, til dæmis með hvít- laukssmjöri, eða þá eitthvert gott 1 flaska (75 cl) vodka, safi og börk- ur af 1 sítrónu, 1/2 dl. sykur, 2 frek- ar stórar kanilstangir (eða fleiri smærri), 1 msk. hunang, nokkrir kandísmolar og dreitill af líkjör, t.d. appelsínu- eða apríkósu- (má sleppa). Sítrónan er þvegin vel og skræld þunnt með kartöfluhníf eða osta- skera. Safmn er pressaður úr sítr- ónunni. Sítrónusafa, sykri, kandís, hunangi og líkjör blandað saman og hellt saman við vínið. Bætið sítr- ónuberkinum og kanilstöngunum út í. Setjið á flösku og lokið með korktappa. Látið flöskuna standa í stofuhita í um það bil 1 viku en þá er vökvinn síaður frá og settur á flösku. Snapsinn segir hann bestan ískaldan með bjór. Sigurður kveðst þekkja marga pottasnillinga en skorar á Hilmar Örn Hilmarsson, galdrameistara með meiru. Segist hann hafa fyrir satt að hann sé mikið pottaskáld ekkisíðurentónskáld. -IBS Hinhlidin Hermann uppáhalds- teiknimyndapersónan Elísabet Þórisdóttir, fram- kvæmdastjóri Menningarmið- stöðvarinnar Gerðubergs í Breið- holti í Reykjavík, sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Starfsemin í Menningarmiðstöðinni hefur ver- ið mjög fjölbreytt og fjölgar þeim stöðugt sem þangað sækja ýmsa listviðburði. Fullt nafn: Elísabet Bjarklind Þór- isdóttir. Fæðingardagur og ár: 17. október 1954. Maki: Sigvaldi Júlíusson. Börn: Þórir Örn, 7 ára. Bifreið: Mazda árgerð ’84. Starf: Framkvæmdastjóri Menn- ingarmiðstöövarinnar í Gerðu- bergi. Laun: Samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna og þar af leiðandi of lág. Áhugamál: Vinnan, leiklist, fjöl- skyldan og flest .það sem göfgar andann. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þrjár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það fer eftir því hvar ég er hverju sinni. Það er yfirleitt gaman f vinnunni og gaman að koma heim eftir vel heppnaöan dag. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Það fer eftir því hvemig skapi ég er í, einna leiðinlegast þykir mér að finna að við fólk. Uppáhaldsmatur: Humar. Uppáhaldsdrykkur: íslenskt blá- vatn. Hvaða iþróttamaður finnst þér Elisabet Þórisdóttir. standa fremstur í dag? Kristrún Daöadóttir, fótboltakona í Breiða- bliki, af því að hún er frænka mín. Uppáhaldstímarit: ABC sem ég les með syni mínum. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Drengurinn minn lofar góðu í dag. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Ég er hlynnt henni í sumu og sumu ekki. Hvaða persónu langat þig mest að hitta? Þessa stundina borgarstjór- ann í Reykjavík. Uppáhaldsleikari: Sigurður Sigur- jónsson og aðrir skólafélagar mínir úr SÁL-inni. Uppáhaldsleikkona: Það er svo breytilegt eftir því hvað maöur horfir á hverju sinni. Uppáhaldssöngvari: Kristinn Sig- mundsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég er afskaplega ánægð með Markús Örn Antonsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hermann. Uppáhaldssjónvarpsefni: Það er af- skaplega misjafnt. Það er fátt leið- inlegra en að horfa á illa unnið dagskrárefni. Ertu hlynnt eða andvig veru varn- arliðsins hér á landi? Mér sýnist varnarliðið komið til að vera. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Sigvaldi Júlíusson. Hvort horfirþú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Eg held ég horfi meira á Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Spaug- stofumenn. Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn sérstakur, ég fer sjaldan á skemmtistaði. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Þar sem frænka mín er í Breiðabliki hlýtur það að vera Breiðablik, ann- ars hef ég alltaf talið mig Víking. Stefnir þú að einhverju sérstöku i framtíðinni? Að reyna að slappa aðeins betur af en ég geri. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór í skemmtilega menningarferð til Danmerkur og Þýskalands þar sem ég sá meðal annars Kristin Sigmundsson á óperusviði. Auk þess ferðaðist ég um Austurland og var það mér ógleymanleg ferð. -IBS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.