Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. 49 Bridge ( | 1 NEC HM1 Yokohama: ísland fékk fljúgandi start í úrslitaleiknum við Pólverja Bridge Stefán Guðjohnsen í lokaða salnum virtust Pólverjarn- ir með passkerfið vera eitthvað úti á þekju. Balicki og Zmudznsky sátu n-s, en Guölaugur og Öm a-v: Austur Suður Vestur Norður pass 1 hjarta 1 spaði 2 spaðar(l) pass 3spaöar(2)pass 4lauf pass 4tíglar pass 4spaðar pass 4grönd pass 6hjörtu pass pass pass (1) 13 + HP (2) Annaðhvort 7-11 HP eða geim- krafa (3) Stuttur í spaða (4) Geimkrafa og spurning (5) 0-5-5-3 Og 13-15 HP (6) Romanlykilspilablackwood fyrir tigul (7) 0-3 lykilspil en neitar tromp- drottningu íslenska landsliðið fagnar kærkomnum sigri á HM i Yokohama í Japan. Aðalsteinn Jörgensen, sem er annar frá hægri, var ekki heppinn með leguna i hjartalitnum i þessu spili í úrslitaleiknum gegn Pólverjum. DV-mynd Isak Sigurðsson Ég sagði að Pólverjarnir hefðu ver- ið úti á þekju og það kom einmitt fram í útskýringum þeirra á sagn- röðinni. Þrír spaðar voru útskýrðir sem 1-5-2-5 og 15-17 HP. Fjögur lauf áttu að vera Romanlykilspila- blackwood fyrir lauf, en tekið fyrir tígul. Ef allir lesendur hafa ekki nú þegar yfirgefið mig, þá er rétt að benda á, aö Pólverjarnir komu hér um bil standandi niður. Alla vega unnu þeir sögnina eftir tígulútspil frá Guðlaugi þegar gosinn átti fyrsta slaginn. Balicki svínaði laufinu rétt enda var þægilegra að spila vestur upp á drottninguna. Síð- an spilaði hann hjarta og svínaði átt- unni. Þegar hún hélt var spilið unnið og Pólverjarnir skrifuðu 1370 í sinn dálk. í opna salnum sátu Jón og Aðal- steinn n-s, en a-v Gawrys og Lasocki. Nú gengu sagnir ofur eðlilega: Austur Suður Vestur Norður pass 1 hjarta lspaöi2 spaðar(l) pass 3spaðar(2)pass 4 lauf pass 4 tíglar pass 4 spaðar pass 4 grönd pass 6 hjörtu pass pass pass (1) geimkrafa og hjartasamþykkt (2) Splinter Vestur spilaði út tígultíu og Aðal- steinn fékk slaginn á gosann. Það gæti verið viss hætta við það að spila tígli á kóng, eða laufi á kóng til þess að tvísvína trompinu og því lagði Aöalsteinn niður trompás. Legan í spilinu var sú eina sem hann tapaði á og hann var því einn niður. Það voru 100 til Pólverja í viðbót og 16 impa gróði. Atburðir lokaða salarins voru hins vegar kærðir til keppnisstjórnar og þar var spurningin aöeins hve mikið ætti að sekta Pólverjana. Þrír impar var úrskurðurinn, en samt 13 impa tap fyrir ísland. Stefán Guðjohnsen ísland byrjaði vel í úrslitaleiknum við Pólland og eftir 9 spil var staðan 35-13 fyrir ísland. Þá var komið að spili 10, sem reyndist vera umdeild- asta spil lotunnar. A/Allir ♦ ÁD5 V G654 ♦ K5 + K1064 ♦ K98763 V 2 ♦ 1098 + D98 * G1042 V KD7 ♦ D62 + 732 ♦ - V Á10983 ♦ ÁG743 * ÁG5 Norðurlandsmót í tvímenningi Góð þátttaka var í Norðurlandsmótinu í tvimenningi sem fram fór á Siglufirði þann 19. október. Alls tóku þátt 34 pör og spilaður var Mitchell, tvær 26 spila lotur. Norður- landsmeistarar 1991 urðu Akureyringarnir Pétur Guðjónsson og Reynir Helgason og þess ber aö geta að Reynir vann einnig á mótinu í fyrra. Athygli vakti einnig árangur bræðranna Birkis og Ingvars Jónssona, 11 og 12 ára, en þeir urðu í 16. sæti. Árangur efstu para varð annars sem hér segir: 1. Pétur Guðjónsson-Reynir Helgason 800 2. Anton Sigurbjörns.-Bogi Sigurbjöms. 793 3. Sigfús Steingr.-Sigurður Hafliðas. 769 4. Anton Haraldsson-Stefán Ragnarsson 758 5. Kristján Blöndal-Viðar Jónsson 751 6. Bjarni Brynjólfsson-Jón Ö. Berndsen 708 7. Ásgrímur-Jón Sigurbjörnssynir 701 Bridgefélag Siglufjarðar Vetrarstarf B. Siglufjarðar hófst 30. septemb- er með aöalfundi. Fram kom að vart hafa siglfirskir spilarar staðið sig betur í spila- mennskunni en undanfarið ár. Fjárhagsieg staða félagsins er rpjög góð en benda má á að raíkil áhersla er lögð á að spilarar taki þátt í sem flestum mótum og er það fóst regla að félagiö borgar öll keppnisgjöld og tekur þátt í ferðakostnaði. Á fundinum var kjörin ný stjórn og er formaður hennar Bogi Sigur- björnsson. Bikarkeppni Norðurlands Bikarkeppni sveita á Norðurlandi fer nú að hefjast og áformaö er að spila eina umferð fyrir áramót. Skráning sveita fer fram bjá Jóni Sigurbjörnssyni á Siglufirði í síma 96-71350, Helga Steinssyni Syðri-Bægisá í síma 95-26826, Óla Kristinssyni á Húsavík í síma 96-41314 og Frímanni Frimannssyni á Akureyri í síma 96-24222 á daginn og 96-21830 á kvöldin. Skráningargjald er óbreytt frá fyrra ári og verður krónur 4 þúsund á sveit. Það skal tekið skýrt fram að öllu spilafólki á Norður- landi eystra og vestra er heimil þátttaka. Skrá þarf sveitir fyrir 10. nóvember næst- komandi. Núverandi bikarmeistari Norður- lands er sveit íslandsbanka á Siglufirði sem lagði sveit Grettis Frímannssonar í hörku- úrslitaleik á Sauöárkróki í fyrra. Dregið verður í tvær fyrstu umferðirnar strax að lokinni skráningu sveita og skal fyrstu um- ferð vera lokiö fyrir 1. janúar 1992 og ann- arri umferð fyrir 19. janúar 1992. Sveitin, sem fyrr er nefhd þegar sveitir eru dregnar sam- an, á heimaleik og sér hún um spilastað og móttökur. Bridgefélag Sauðárkróks Síðastliðið mánudagskvöld var spilaður eins kvölds tvímenningur með forgjöf. Efstu pör urðu: 1. Lárus Sigurðs.-Sigurður Gunnarsson 260 2. Kristján Blöndal-Ágústa Jónsdóttir 255 3. Skúli Jónsson-Bjarni Brynjólfsson 254 4. Stefán Skarphéðinss-Garðar Guðjóns. 243 Næst tvö mánudagskvöld verður spiluð hraðsveitakeppni. íslandsmót kvenna og yngri spilara í tvímenningi íslandsmót kvenna og yngri spilara verður haldið helgina 26.-27. október í Sigtúni 9. Allir þeir sem fæddir eru 1966 eöa síðar geta tekið þátt í keppni í yngri flokki. Áhorfendur í þessa keppni eru boðnir velkomnir ef þeir vilja fylgjast með þvi besta í kvennabridge og unglingabridge. Keppnisstjóranámskeið Bridgesamband íslands efhir til námskeiðs í keppnisstjórn og tölvuútreikningi dagana 6., 7. og 8. desember næstkomandi i tengslum við útkomu nýrrar þýðingar á bridge-lögun- um. Námskeiðið verður sett upp á sama hátt og þau námskeið sem Danska bridgesam- bandið hefúr gengist fyrir, að viðbættu þjálf- un í útreikningi á tölvu. Námskeiöið verður haldið í húsi Bridge- sambands íslands, Sigtúni 9, og skráning í námskeiðið er einnig þar. Takmarka þarf fiölda þátttakenda við 26 og hámark 2 frá hverju félagi. Félögin þurfa að sækja um fyrir þátttakendur á sínum vegum og verði þátttaka mjög mikil er hugsanlegt að halda sams konar námskeið úti á landi eftir ára- mótin. Allar nánari upplýsingar verða gefn- aráskrifstofuBSÍísíma 91-689360. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.