Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 4
wer SHaöiTio as 3tj;)agjiaöijaj LAUGARDÁGÚR 26. OKTÓBER 1991. Fréttir Fortíðarvandanefnd um Byggingarsjóð verkamanna: Sjóðurinn stef nir beint í gjaldþrot - uppsafnaður vandi er 8,4 milljarðar Uppsafnaður fortíðavandi Bygg- ingarsjóðs verkamanna er metinn á 8,4 milljarða króna, aö teknu tilliti til eiginfjár sjóðsins. Áætlaö eigið fé sjóðsins um næstu áramót er um 7,4 milljarðar. Vandinn stafar af þeim vaxtamun sem er á útlánsvöxtum sjóðsins og þeim vöxtum sem sjóðurinn þarf að greiða af teknum lánum. Verði ekk- ert að gert mun koma til gjaldþrots sjóðsins. Þetta er niðurstaða fortíðar- vandanefndar sem ríkisstjómin kom á fót síðstliðið sumar. Skýrsla nefnd- arinnar var kynnt á ríkisstjórnar- fundi í gær. Til að leysa uppsafnaðan vanda Byggingarsjóðs verkamanna telur nefndin tvennt koma til greina. Ann- ars vegar að hækka útlánsvexti og hins vegar að auka ríkisframlög til sjóðsins. Fram kemur í skýrslu nefndarinnar aö stærsti hluti eigna sjóðsins er verðtryggö útlán til 43 ára sem bera 0,5 til 1 prósent vexti. Á hinn bóginn hefur sjóöurinn að stærstum hluta verið fjármagnaður með skuldabréfakaupum lífeyris- sjóða. Þau lán hafa verið tekin til skemmri tíma og bera í dag 6,5 til 7 prósent vexti. í skýrslu nefndarinnar segir að til að koma í veg fyrir að sambærilegur vandi myndist á nýjan leik þurfi að tryggja að árlegt framlag ríkissjóðs nægi til að standa undir vaxtamunin- um. Fjárhagslegar afleiðingar þejrra ákvarðana, sem teknar séu um um- svif og útlán sjóðsins, verði að liggja fyrir þegar þær eru teknar. Leggur nefndin til að löggjöf um sjóðinn verði endurskoðuð þannig aö ijár- hagsleg ábyrgð sjóðsins verði með skýrari hætti í höndum félagsmála- ráðherra. Lán eigna- og tekjutengd Nefndin gerir nokkrar tillögur til fyrirbyggjandi aðgerða. Lagt er til að skilyrði fyrir lánveitingum úr sjóðn- um verði þrengd þannig að tryggt sé að félagsleg fyrirgreiösla hans bein- ist til þeirra sem mest þurfa á henni aö halda. Samkvæmt núgildandi reglum geta hjón með 140 þúsunda króna mánaðartekjur og skuldlausa eign upp á tæplega 1,3 milljónir sótt um hjá Byggingarsjóði Verkamanna. Verði lögunum ekki breytt munu þessi mörk hækka um áramótin og tryggja enn fleiri aðgang að þessu félagslega húsnæðiskerfi. í þessu sambandi bendir nefndin einnig á að í almenna kaupleigukerf- inu sé umtalsverðum íjármunum ráðstafað án tillits til eigna og tekna umsækjenda. Mat nefndarinnar er aö þetta sé óeðlilegt. Lagt er tit að öll lán úr sjóðnum verði í framtíöinni háð tekju- og eignamörkum. Auk þessara breytinga leggur nefndin til að í framtíðinni kanni Byggingarsjóður verkamanna sjálf- ur þörfina á félagslegum íbúðum. i gildandi lögum sé þetta verkefni í höndum sveitarfélaga og við það skapist hætta á að þörfin sé ofmetin. Lagt er til að lánskjör sjóðsins verði endurkoðuð með tilliti til þeirra möguleika sem vaxtabótakerflð býð- ur upp á. Einnig er lagt til að leitað verði leiða sem lækki kostnaðarverð á félagslegu húsnæði, til dæmis meö kaupum á eldri íbúðum. Um síðustu áramót var meðallán á hverja íbúð um 6,1 milljón. Þá leggur nefndin til að dregið verði úr kostnaði viö um- sýslu félagslega húsnæðiskerfisins með aukinni hagræðingu. í ár er áætlað að um 130 milljónir fari í þessaumsýslu. -kaa Á meðan Svanfriður var lokuð inni á salerninu tók hún hjartatöflur inn þar sem hún fékk fljótlega köfnunartilfinningu. DV-mynd Hanna Hjartasjúklingur læstur inni á salerni: Eg fékk f Ijótlega köfnunartilfinningu - segir Svanfríður Gísladóttir sem slapp eftir 27 mínútur „Þegar ég tók í hurðarhúninn á snyrtingunni var allt fast. Ég er hjartasjúklingur og hef mikla inni- lokunarkennd og fékk fljótlega köfn- unartilfinningu. Ég bankaði á dyrnar en enginn kom. Það vildi svo til að tvítug dóttir mín fór með mér að drekka kaffi og hana fór að lengja eftir mér. Svo heyrði ég: „Mamma, ert þetta þú?“ Dóttir mín sagði mér síðan að vera róleg. Hún hughreysti mig og kallaði á hjálp,“ sagði Svan- fríður Gísladóttir úr Reykjavík sem lokaðist inni á snyrtingunni á veit- ingastaðnum Myllunni í Kringlunni í tæpa hálfa klukkustund í fyrradag. „Eg var í mikilli geðshræringu þarna inni. Dóttir mín spurði hvort ég væri með hjartatöflurnar mínar. Ég sagðist vera með þær og tók töflu. Það er hvorki gluggi þarna né loft- ræsting og ég fékk fljótlega köfnun- artilfinningu en svo skrúfaöi ég fyrir ofninn. Öryggisverðirnir hringdu í lyklasmið úti í bæ en þar var bara símsvari. Þeir urðu því sjálfir að spenna hurðarkarminn upp til að hleypa mér út. Það liðu 27 mínútur frá því að ég lokaðist inni þar til ég náðist út,“ sagði Svanfríður. Henni var boðið kaffi eftir að hún kom út en hún kaus að fara strax út fyrir til að jafna sig. Er hún kom út sagði hún að áfallið hefði komið yfir sig en síðan hefði hún jafnað sig. Þórir Baldursson, annar eigenda Myllunnar, sagði við DV aö allt hefði verið gert til að ná konunni út sem fyrst. Atvik sem þetta hefði ekki komið fyrir áður og var vinnueftirlit- ið kallað strax á staðinn og eigendur ákváðu að loka snyrtingunni þar til viðgerð hefði farið fram. Þórir sagði á hinn bóginn að það væri í raun í verkahring öryggisgæslumanna aö sjá til þess að öryggi gesta væri borg- ið í málum sem þessum enda greiddu fyrirtækin þeim fyrir það. Starfs- stúlka sagði að 10-15 mínútur hefðu liðið frá því að uppgötvaðist að Svan- fríður var lokuð inni þar til opnaö hefðiveriðfyrirhenni. -ÓTT Borgum 435 milljónir með ostinum - ódýrara að borga bændum fyrir að framleiða ekki „Það er gert ráð fyrir óeðlilega háum útflutningsbótum á osti á næsta ári. Ástæðan er sú að í búvöru- samningi við bændur skuldbatt ríkið sig til að koma birgðastöðu í mjólk- inni niður í 16 milljónir Utra eða jafn- gildi þeirra í vörum fyrir 1. septemb- er 1992. Á þessu ári munum við hins vegar leitast við að koma í veg fyrir framleiðslu á þessari mjólk,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmað- ur landbúnaðarráðherra. Sigurgeir segir það mun ódýrari kost fyrir ríkið að borga bændum fyrir að framleiða ekki mjólk heldur en að framleiða og selja osta til út- landa með tilheyrandi útflutnings- bótum. í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1992 er gert ráö fyrir að verja 435 milljónum króna í útflutningsbætur á ostum. Þessa fjármuni segir Sigur- geir að landbúnaðarráðuneytinu sé heimilt að nota til að koma í veg fyr- ir framleiðslu, enda dragi það úr út- flutningsþörfmni. * Að sögn Sigurgeirs mun ráöuneyt- ið leita eftir samningum við bændur í vetur um að framleiða ekki mjólk. Markmiðið sé að minnka framleiðsl- una um allt aö 5 milljónir lítra með þessum hætti. Fyrir hvem lítra, sem bændur framleiða ekki, muni þeir fá greiddar 35 krónur. Þess má geta að fyrir framleidda mjólk fá þeir 52 krónur á lítrann. Kominn í útfluttan ost kostar lítrinn hins vegar um 75 krónur. „Við rennum blint í sjóinn með þetta en vonumst til að ná settu markmiði. Útgjöldin á hvern lítra myndu minnka um helming," segir Sigurgeir. -kaa DV EES-samningurinn: Fríhöfnin óbreytt „Það breytist ekki neitt með frí- höfnina í Keflavík með þessum EES-samningi. Tollfrjáls verslun og landamæraeftirht verður áfram til staðar hjá EFTA-rikjun- um. Ferðamenn munu þvi áfram geta keypt sér tollfrjálsar vörur á Islandi, bæði við komu og brott- för,“ segir GuðrúnÁsta Sigurðar- dóttir, deildarstjóri i tolladeild fjármálaráðuneytisins. Varðandi fríhafnir í Evrópu segir Guðrún Ásta að eftir 1992 verði litið á ferðir innan EB sem innanlandsferðir. Ferðir milli einstakra EFTA-ríkja og EB verði hins vegar eftir sem áður utan- landsferðir og gefa rétt til toll- frjálsrar verslunar í fríhöfnum. -kaa Ólafsfjörður: KEAstærsti hluthafinn Gylfi Krisljánsson, DV, Akureyri: Fiskeldisfyrirtækið Óslax hf. á Ólafsfirði fór fram á gjaldþrota- úrskurð í gærmorgun. Kíartan Þorkelsson, bæjarfóg- eti á Ólafsfirði, sagði í samtali við D V í gær að hann heföi tekið sér frest til að kveða upp úrskurð sínn um gjaldþrot fyrirtækisins en úrskurður hans myndi liggja fyrir strax eftir helgi. Fyrirtækið Óslax hf. er í eigu fyrirtækja og einstaklinga og er Kaupfélag Ey- flrðinga stærsti hluthafinn í fyr- irtækinu. Fyrirtækið hefur stundað laxeldi við Ólafsfjarðar- vatn og einnig hafbeit þaðan. EES-samningurinn: Landsbyggðin færútskýringar Gylfi Knstjánsson, DV, Akuxeyri: Utanríkisráðuneytið er nú að heíja fundaferð um landsbyggð- ina og er tilgangurinn sá að kynna nýgerðan EES-samning. Það er Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra sem fer í þessar kynningarferðir og verður fyrsti fundurinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri á morgun kl. 14. Þar flytur ráðherra ræðu og svarar fyrirspumum fundarmanna. Alþingiívikufrí Alþingismenn fara nú í viku frí frá önnum á Alþingi. Er þetta þinghlé til þess gert að þingmenn geti farið í kjördæmi sín og heils- að upp á kjósendur. Flestir stjórnmálaflokkarnir hafa þegar skipulagt fundaherferðir um landið. Alþingi kemur svo aftur saman 4. nóvember. Eftir þaö verða reglulegir þingfundir þar til þing- menn fara í jólaleyfi 15. desember og stendur það leyfi yfir til 21. janúar. Eftir það er fyrirhugað aö þinghald standi allt fram til 15. maí. -S.dór Nýtt Norðuriandaráð Alþingi hefur kjörið fulltrúa í Norðurlandaráð. Þeir eru: Geir H. Haarde, Rannveig Guðmunds- dóttir, Ámi M. Mathiesen og Sig- ríður A. Þórðardóttir frá stjórn- arliðum en HaUdór Ásgrímsson, Hjörleifur Guttormsson og Krist- ín Einarsdóttir frá stjórnarand- stöðu. Varamenn: Sturla Böðv- arsson, Karl Steinar Guðnason, Ámi Johnsen og Ingi Björn Al- bertsson frá stjómarliðum en Valgerður Sverrisdóttir, Svavar Gestsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frá stjórnarandstöð- unni. -S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.