Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 15
LAUGAKDAGUK 26, GKTObER /1991.; , 15 Fólk var farið að halda, að ekkert gengi með EES, en skjótt skipast veður í lofti. DV-mynd GVA Við græðum peninga á EES Öll hagfræðileg rök mæla með samningunum um evrópskt efna- hagssvæði, að því er tekur til okk- ar. Menn getur hins vegar greint á um hin tilfmningalegu rök. Efna- hagslega eigum við að vera betur komin eftir nokkur ár, þegar hag- ræðisins af EES fer að gæta í ríkum mæli. Við getum jafnvei reynt að reikna þetta í krónum. Þetta getur samsvarað því, að hver fjögurra manna fjölskylda fengi tæpar tvær milljónir króna, sem greiddar yrðu í „eingreiðslu", það er í einu lagi, þótt hagnaðurinn muni koma á löngu tímabili. Þjóðhagsstofnun hefur reiknað þetta svona, og það verður varla hrakið. Og hvemig stendur á þessum hagnaði? Lítum nánar á þá spurn- ingu. Ríki Evrópubandalagsins taka á næsta ári, 1992, upp miklu nánara samstarf. EES-samningur íslend- inga kemst síðan í gagnið 1993. ís- lendingar munu í fyrsta lagi auka við tekjur sínar og bæta viðskipta- kjör sín við útlönd vegna hagvaxtar og verðlækkunar, sem verður hjá ríkjum Evrópubandalagsins vegna aukinnar samvinnu þeirra. Þetta er hið fyrsta. Síðan græðum við á afnámi ýmissa hindrana á viðskiptum, sem munu minnka eða hverfa við EES-samninginn. Fram- leiðsla hér gæti orðið um einu pró- senti meiri á ári og verðlag pró- senti lægra en ella, vegna þess að viðskiptin verða frjálsari. Meira en 6 prósent vaxtalækkun hér Við getum búizt við lækkun vaxta og það í fúlustu alvöru. Þetta verð- ur vegna sparnaðar í bankakerf- inu, stöðugs gengis og opnunar fj ármagnsmarkaðarins milh ríkja. Vextir hér munu lækka til sam- ræmis við vexti í hinum ríkjunum, en vextir hér eru nú 6-10 prósentu- stigum hærri en þar. Verð á sjávarafurðum okkar mun hækka tiltölulega. Þetta gerist, þeg- ar tollamir lækka og detta margir út. Neytendur fiskafurða og fram- leiðendumir, sem sé við, munu skipta með sér því sem vinnst við toUalækkunina. Útkoma verður gróði fyrir okkur, sem ekki er frá- leitt að meta sem hugsanlega fimm prósent hækkun fiskverðs, þótt auðvitað sé erfitt að spá þar um. Betri lífskjör í Evrópu Við munum þannig hagnast á framfórum í Evrópubandalaginu vegna lækkunar verðlags, sem sér- fræðingar gera yfirleitt ráð fyrir, að verði þar. Það er lækkun verð- lags að tiltölu eða minni hækkun þess en ella. Framleiðslan í EB mun líklega eiga eftir að vaxa um 4,5 prósent og verðlag þar lækka um 6 prósent í kjölfar aukins samruna ríkjanna á næsta ári. Þetta mun taka nokkurn tíma. Þessar breyt- ingar í EB hafa svo veruleg áhrif hér á landi. í skýrslu, sem sérfræð- ingur gerði fyrir Þjóðhagsstofnun, segir um þetta atriði: „Viðskipta- kjör okkar munu batna, að öðru óbreyttu, því verðlag á innfluttum vamingi mun lækka. Ekki er talið, að verð á sjávarafurðum muni lækka neitt í Evrópu, þar sem ekki stendur til að hagræða í sjávarút- vegi þar, líkt og markmiðið er að gerist innan annarra atvinnu- greina.“ Þá munu auknar tekjur og eftir- spurn Evrópubúa einnig koma okkur víða til góða, svo sem í ferða- þjónustu. Verðlækkun á innflutt- um iðnvarningi mun einnig þrýsta á íslenzkan iðnað til að hagræða hjá sér og auka framleiðni sína, eigi íslenzk fyrirtæki að standast samkeppnina og halda hlutdeild sinni af markaðnum. Gróðinn verður íslenzkra neytenda. Það, sem nefnt hefur verið hér að framan, eru atriði, sem skipta okkur geysimiklu máU og hefði að miklu leyti gerzt, þótt við yrðum ekki aðilar að EES. En efnahags- lega hagræðið af þátttöku í EES er miklu meira, eins og rakið verður hér á eftir í stórum dráttum Gengiðverður stöðugra Fjármagnsmarkaðurinn hér á landi opnast. Þetta gerist eftir 1993. Erlendum aðilum verður í vaxandi mæU heinúlt að fjárfesta hér í hlutabréfum og verðbréfum yfir- leitt. íslendingum verður jafnframt heimilt að fjárfesta í Evrópu. Þetta gerist í áfóngum. Þá verða engar hömlur á gjaldeyrisviðskiptum. Við förum eftir 1993 að tengja krónuna við Evrópumyntina ECU, gjaldmiðil ríkja Evrópubandalags- ins. Sú tenging gerist í áfóngum. Þá verður gengi krónunnar fastara. Ekki dugir lengur að ætla að nota stórar gengisfeilingar krónunnar til að „redda“ einhverj- um málum hér heima, til dæmis vanda í sjávarútvegi. Við þetta kemur nýtt blóð í fjármagnsmark Laugardags- pistilliim Haukur Helgason aðstoðarritstjóri aðinn. Við eigum aö geta grætt á þessu. Samkeppni vex mikið á innlend- um fjármála- og tryggingamarkaði. Neytendur hagnast verulega á þessu. Sums staðar hefur nánast ríkt einokun í þessum greinum, að minnsta kosti „fákeppni", fáir hafa verið um hituna. Nú á samkeppnin að taka við. í helztu skýrslum um þróun í Evrópu eftir 1992 er yfirleitt gert ráð fyrir, að þjónusta peningastofn- ana veröi þar ódýrari. Talað er um allt að 10-15 prósent verðlækkun á þessari þjónustu og lækkun vaxta í þeim ríkjum um eitt prósent. Með aðild að EES njótum við góðs af þessu. Hagræðið færist hingað. Minni halli a rikissjoði Við höfum nefnt, að vextir muni lækka hér, þegar áhrifa aukinnar samkeppni fer að gæta. Vaxtalækk- un hefur mest áhrif á fjárfestingar fyrirtækja, sem aukast mikið. Þetta verður hagstætt fyrir íslenzka rík- ið, sem alltaf er á kúpunni. Ríkið fær meiri skatttekjur. Greiðslu- byrði ríkissjóðs af innlendum skuldum verður minni, þegar vext- irnir lækka. Halli á ríkissjóði minnkar, bæði vegna aukinna tekna og lægri vaxtagjalda. Vonandi má þá fara að reikna með, að ríkissjóður verði ekki lengur rekinn með halla, held- ur afgangi. í þessum pistli er mest byggt á útreikningum Þjóhagsstofnunar á því, sem líklegt er, að gerist við aðild að EES. A móti hagnaðinum, sem hér er rakinn, kemur „fórnar- kostnaður", greiðslur okkar til EES. En satt bezt að segja, er sá kostnaðurinn hverfandi í saman- burði viö það efnalega hagræöi, sem kemur út úr þeim dæmum, sem undirritaður telur líklegust. Við skulum nefna fleiri útreikn- inga. Þegar til lengdar lætur, ætti framleiðslan í landinu að aukast, svo sem um rúmt prósent, vegna EES. Verðlag hér á landi ætti að lækka um tvö prósent eða svo, vegna aukinnar samkeppni, lægra verðs á innfluttum varningi og fleira. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir, að raunvextir lækki um rúm- lega hálft prósent og fjárfestingar aukist um rúm þrjú prósent. Það er reiknað með lækkun vísi- tölu framfærslukostnaöar um rúm tvö prósent, þegar horft er til átta ára eða svo. Kaupmáttur launa ætti að geta vaxið um tæpt prósent vegna EES-aðildar. l,8milljónirí „eingreiðslu" til fjöl- skyldu Þetta tekur tíma. Það gerist að- eins að Mtlu leyti á fyrsta árinu, 1993. Þjóðhagsstofnun miðar við 4-8 ár. En hver landsmaður getur ætlað sér hagnað af EES-aðild, þeg- ar litið er til svo langs tíma. Það er auðvitað undir okkur komið. ís- lenzk fyrirtæki verða aö spjara sig og kunna að mæta hinni auknu samkeppni. Annars fer illa. Við getum hlotið gróða, eins og hér seg- ir, en þá þurfum við að standa okk- ur. Reikna má og spá um hagnað okkar af EES eins og hér hefur verið gert. Hve mikið er þetta sam- tals og hve mikið á hvern mann og á hverja fjögurra manna fjölskyldu að meðaltali? Sérfræðingar Þjóð- hagsstofnunar hafa slegið á það. Arifin af EES-samningnum verða væntanlega mikil hér, þar sem mikið vannst að lokum. Sé miðaö við, að hagnaður okkar sé rúmlega þriggja prósenta aukning einka- neyzlu, meta sérfræðingarnir hagnaðinn á 107 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það jafngildir því, að hver slík fjöl- skylda græði 1.882.000 krónur alls, þegar við hugsum okkur „ein- greiöslu", sem sé að allur hagnað- urinn verði greiddur út í einu lagi. Þetta dæmi byggist á því, að raunvextir séu sex prósent. Þarna höfum við líklegt svar í framhaldi af öllu talinu um, hvort fjölskyldan hagnist um „notaðan bíl“, „ráðherrabíl" eða „hálfan ráð- herrabíl". Flestum okkar mun þykja þessar upphæðir álitlegar. Þetta eru efnahagslegu rökin fyr- ir aðild okkar að EES eins og þau horfa við höfundi þessa pistils. Um þetta eru menn auðvitað að rífast þessa dagana. Þó er andstæðingum EES örðugt að hafna því, að það verður efnahagslegur ávinningur af þessu, ef við höldum rétt á spil- unum. Menn getur hins vegar greint mikið á um önnur atriði, svo sem tilfinningaleg rök. Þar kemur til álita spurningin, hvort eitthvað sé verið að draga úr sjálfstæði okk- ar og fullveldi. Menn geta velt fyrir sér, hversu öflugir útlendingar verði í íslenzku atvinnulífi um næstu aldamót. Menn spyrja, hvaþ útlendingar geti eignazt, og þeim er þá sagt frá „varnöglunum" gegn slíku. Þetta verður mest komið undir Alþingi, hvemig það afgreiö- ir máhð, áður en lýkur. Við eigum að geta varast gryíj- umar, þótt við séum bara „kræki- ber í helvíti" innan um þessar þjóð- ir allar. Haukur Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.