Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 12
12 LAUGARD.4GUR 26. OKTÓBER 1991. Erlendbóksjá Draumaland milli himins og helj ar Ben Okri, handhafi Bookerverðlaunanna 1992, með bók sína The Famished Road. Símamynd Reuter Á síðasta ári þótti Bookerinn - kunnustu bókmenntaverðlaun Breta - með eindæmum leiðinlegt fyrir- brigði. Skáldsagnahöfundarnir, sem kepptu um tuttugu þúsund sterlings- pund i um tvær milljónir króna), frægð og nukla og örugga sölu bókar sigurvegarans, höfðu að margra áliti sent frá sér lítt spennandi verk. Og svo ríkti algjör friður um úthlutun- ina. Mönnum virtist nokk sama. Nú var annað uppi á teningnum. Harðar deilur urðu í dómnefndinni um val á þeim sex skáldsögum sem komu til álita undir lokin. Svo fór að einn fimm dómnefndarmanna sagði af sér 1 fússi. Skáldsögurnar voru líka áhugaverðari en oft áður. Bókmenntaritstjóri dagblaðsins Sunday Express taldi það til marks um framfarir að nú væri ekki nema ein bókanna sex „algjörlega ólæsi- leg“. Venjulega væri ekki hægt að lesa þrjár-íjórar af úrshtabókunum! Það kom svo kannski ekki á óvart að einmitt þessi eina bók, sem rit- stjórinn taldi ólesandi, hlaut verð- launin! Lögðu upp með 110 sögur Bookerverðlaunin ná til skáld- sagna sem samdar eru á ensku af höfundum frá aðildarlöndum Breska samveldisins, Suður-Afríku og ír- landi. Að þessu sinni sendu útgefend- ur 110 skáldsögur í keppnina. Fimm manna dómnefnd tók til starfa snemma árs. Formaður var Jeremy Treglown, fyrrum ritstjóri bókmenntablaðsins TLS. Með hon- um voru í nefndinni rithöfundamir Penelope Fitzgerald, sem sjálf hefur fjórum sinnum komið til álita við úthlutun þessara verðlauna, Jonat- han Keates, Nicholas Mosley, sem hefur einu sinni átt sögu í úrslita- keppninni, og Ann Sclee. Þetta var því fyrst og síðast dómnefnd rithöf- unda. í byijun september hafði dóm- nefndin lesið sig í gegnum allan þennan fjölda bóka og valið 28 skáld- sögur til frekari skoðunar. Þeim var síðan fækkað niður í 11 og loks 6. En þá hafði dómnefndin hka klofnað ilhlega. Það var Nicholas Mosley, sonur gamla enska fasistaforingjans Os- walds Mosley, sem sagði sig úr nefndinni þegar ljóst var að engin þeirra skáldsagna, sem hann hafði barist fyrir allan tímann, komst í úrsht. Greidd vom atkvæði í dóm- nefndinni og tillögur hans náðu aldr- ei fram að ganga. Undir lokin, þegar slegist var um síðustu söguna sem komst í sex bóka hópinn, stóð valið á milli Time’s Arrow eftir Martin Amis og The Sins of the Father eftir Allan Massie. Mosley, sem barðist hart fyrir sögu Massie, varð enn einu sinni að lúta í lægra haldi, sagði af sér og sakaöi formanninn og fleiri nefndarmenn opinberlega um að beita alræði meirihlutans gegn sér. Úrslitabækurnar Sigurvegarinn var valinn úr ijöl- breyttum hópi sex ólíkra skáldsagna- höfunda. Sumir eru vel þekktir, aðr- ir lítt eða ekki. Kunnastur er án efa Martin Amis sem var mikið í mun að sigra með skáldsögunni Time’s Arrow. Amis, sem er sonur hins kunna rithöfundar Kingsley Amis, er eftirlæti ráðandi bókmenntamanna í Bretlandi sem segja að hann sé einn fárra breskra rithöfunda sem teknir séu alvarlega vestanhafs - en af einhveijum ástæð- um þykir þeim það mikilvægt. Time’s Arrow hefur hins vegar reynst afar umdeild skáldsaga. Ekki vegna frásagnarmátans, sem er óvenjulegur að því leyti að söguþráð- urinn gengur afturábak í tíma, held- ur hins hvernig hann heldur á efn- inu. Söguhetjan er gamall nasisti, læknir og stríðsglæpamaður á flótta. Þykir Amis íjalla um helför gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni af einstök- um tilfmningakulda. Tvær írskar skáldsögur komust í úrslit; Reading Turgenev eftir Will- iam Trevor, sem er gamall í hett- unni, og The Van eftir Roddy Doyle, en hann skrifar bráöfyndnar skáld- sögur. Fyrsta saga hans, The Com- mitments, hefur verið kvikmynduð undir leikstjórn Alans Parker og gert mikla lukku í Ameríku. Hún hefur reyndar verið sýnd hér undanfarið á breskum dögum. Such a Long Journey er eftir Rob- inton Mistry sem fæddist í Bombay á Indlandi árið 1952 en hefur búið í Toronto í Kanada frá árinu 1975. The Redundancy of Courage er eftir Ti- mothy Mo sem fæddist í Hong Kong árið 1950 en fluttist til Englands tíu ára að aldri. Loks var það svo sér- stæð skáldsaga nígeríska höfundar- ins Ben Okri, The Famished Road. Veðbankar settu trú sína einkum á Martin Amis en Timothy Mo þótti einnig vænlegur. í nefndinni sjálfri mun hins vegar einkum hafa verið tekist á um bækur þeirra Trevors og Okri. Og það var Nígeríumaðurinn sem fór með sigur af hólmi. í heimi andanna Ben Okri fæddist í Minna í Nígeríu árið 1959 og er því 31 árs að aldri. Hann gekk menntaveginn, fyrst í heimalandinu og síðar við háskólann í Essex, en þar lagði hann stund á samanburðarbókmenntir. Frá árinu 1978 hefur hann búið í London og einkum gefið sig að rit- störfum. Eftir hann liggja þrjár skáldsögur; Flowers and Shadows frá árinu 1980, The Landscapes Wit- hin frá 1982 og svo The Famished Road. Hann hefur einnig ort ljóð og samið smásögur. Ný ljóðabók mun einmitt sjá dagsins ljós síðar á þessu ári. The Famished Road er sögð afar sérstæð skáldsaga sem eigi djúpar rætur í afrískum veruleika þar sem andar, draumar og goðsagnir hafa allt annað og sterkara gildi en í iðn- ríkjum Vesturlanda. Söguhetjan er Araro, eins konar andans barn sem hefur sérstakt töfravald. Hann býr í fullkomnum draumaheimi, eins- hvers staðar milli himins og heljar, en kemur þaðan til jarðarinnar að kynna sér líf fátækra á tímum borg- arastyrjaldar í Nígeríu. Dómnefnd- inni þótt Okri takast meistaralega að tengja saman í skáldsögunni heim ímyndunar og veruleika. Viðbrögð gagnrýnenda skiptust í tvö horn þegar bókin kom út á Eng- landi. Annars vegar eru þeir sem töldu söguna of langa og barnalega og ekki nægilega flnpússaða og hins vegar þeir sem sögðust ekki hafa les- ið frumlegri skáldsögu árum saman. Sá hrifnasti sagði: „Þegar ég lauk við bókina og hélt út undir bert loft fannst mér eins og englar sætu á öll- um trjám.“ Metsölukiljur Bretland Skátdsögur: 1. Catherlne Cookson: THE GYLLYWORS. 2. Macvc Binchy: CIRCLE OF FRIENDS. 3. Thomas Harrls: THE SILENCE OF THE LAMBS. 4. Scott Turow: THE BURDEN OF PROOF. 5. Terry Pratchett: WINGS. 6. Suscn Howalch: SCANDALOUS RISKS. 7. Davtd Eddings; THE RUBY KNIGHT. 8. Roaomunde Ptlcher: THE ROSAMUNDE PILCHER COLLECTION. 9. Jackie Collina: LADY BOSS. 10. Thomas Harris; RED DRAGON. HELL HATH NO FURY. 5. Driving Slandards Agency: YOUR DRIVING TEST. 6. Rosemary Conley: COMPLETE HIP & THIGH DIET. 7. Mlchael Palin: AROUND THE WORLD IN 80 DAYS. 8. Tom Jaine: THE GOOD FOOD GUIDE 1992. 9. Naomi Woll: THE ÐEAUTY MYTH. 10. Rosemary Conley: INCH LOSS PLAN. (Byggt é The Sundsy Times) Bandarikin Skáldsögur; 1. Sidney Sheldon: MEMORIES OF MIDNIGHT. 2. Stephen Klng: * FOUR PAST MIDNIGHT. 3. Anne Ríce: THE MUMMY. Rit almenns eðlis: 1. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 2. Anton Moslmann: ANTON MOSIMANN - NATUR- ALLY. •' 3. Simon Mayo: SIMON MAYO'S CONFESSIONS. 4. Wensley Clarkson: 4. Plers Anthony: QUESTION QUEST. 5. Larry McMurtry: BUFFALO GIRLS. 6. CatheHne Coulter: SEASON OF THE SUN. 7. Amanda Quick: RENDEZVOUS. 8. Peler Davld: Q-IN-LAW. 9. Janelle Taylor: FOLLOW THE WIND. 10. Laura Kinsale: THE SHADOW AND THE STAfl. 11. Margaret Mitchell: GONE WITH THE WIND. 12. Barbara Taylor Bradford: THE WOMEN IN HIS LIFE. 13. Carrie Fisher: SURRENDER THE PINK. 14. Amy Tan: THE JOY LUCK CLUB. 15. John Updlke: RABBIT AT REST. Rit almenns eðlis: 1. Forrcst Carter: THE EOUCATtON OF LITTLE TREE. 2. Oeborah Tannen: YOU JUSTOON'T UNDERSTAND. 3. Peler Mayte: A YEAR IN PROVENCE. 04. Barbara Mandrell & G. Vecsey: GET TO THE HEART. 5. Truddl Chase: WHEN RABBIT HOWLS. 6. M. Scott Pock: THE ROAD LESS TRAVELLEO. 7. Don Weber & Charles Boswoth Jr.: PRECIOUS VICTIMS. 8. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 9. Kenneth C. Davls: DON'T KNOW MUCH ABOUT HISTORY. 10. Don Davis: THE MILWAUKEE MURDERS. 11 Dlane Ackerman: A NATURAL HISTORY OF THE SENSES. 12. Robert Fulghum: rr WAS ON FIRE WHEN I LAY DOWN ON IT. (Byggt á New York Times Book Bevíew) Danmörk Skáldsögur: 1. Johannes Mollehave: HOLGER DANSKES VEJ 60. 2. Betly Mahmoody: IKKE UDEN MIN DATTER. 3. Ernest Hemingway: DEN GAMLE MAND OG HAVET. 4. Herbjörg Wassmo: DINAS BOG. 5. Palle Fischer: DEN STORE BADEDAG. 6. Stephen King: BRANDSTIFTER. 7. A. de Saint-Exupery: DEN LILLE PRINS. 8. Isabel Allende: EVALUNA. 9. Henry Miller: ET LIV ER NOK. 10. Stephen Klng: ONDSKABENS HOTEL. (Byggt á PollUken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Rómversk stórskáld Mörg stórskáld létu aö sér kveða í Rómaríki á fyrstu og ann- arri öld eftir upphaf tímatals okk- ar, þótt rómversku höfuðsnilling- arnir Virgill og Hóras væru horfnir til feðra sinna. Enda er þetta tímabil stundum kallað silf- uröldin í sögu rómverskra bók- mennta. Ritstjórar þessarar bókar hafa safnað saman enskum þýðingum á merkum verkum helstu skálda þessa tímabils, til dæmis kvæð- um úr útlegðarbálki Ovids, Sorg- arljóðunum. Köflum úr frægu verki Seneca um konurnar í Tróju eftir ósigurinn mikla. Satírum Persiusar og Junevals og frásögnum • Lucanusar af borgarastríðinu. Einnig eru hér verk eftir Calpurnius Siculus, Martial, Statius, Valerius Flacc- us, Silius Italicus og ýmis skáld sem minna kvað að. Ritstjórarnir skrifa stutta íýs- ingu á ferli og verkum hvers skálds fyrir sig en sjálfar þýðing- arnar koma úr ýmsum áttum. ROMAN POETS OF THE EARLY EMP- IRE. Ritstjórar: A.J. Boyle & J.P. Sullivan. Penguin Books, 1991. Við borð hjá Wystan Auden „Ég held að ljóðlist sé í grund- vallaratriðum hégómi. Ég yrki af því að mér þykir það gaman. Það eina sem er alvörumál er að elska guð og náungann." Þetta er eitt af því sem haft er eftir ljóðskáldinu Wystan Auden í þessari bók sem byggir á sam- ræöum skáldsins við Alan Ansen á árunum 1946 til 1948. Auden var þá við háskólakennslu í Amer- íku. Eftir fyrirlestra bauð hann Ansen oft heim til sín, á bar eða veitingahús og lét þá mörg gull- komin fjúka undir borðum. Ans- en hélt þessu öllu til haga þegar heim var komiö. Ritstjóri bókarinnar hefur valiö úr handriti Ansens forvitnilegar yfirlýsingar skáldsins um flest milh himins og jarðar; skáldskap og hstir, aö sjáÚsögöu, en einnig trúmál, stjórnmál, samskipti kynjanna og kynlíf. Talið berst eðlilega oft að verkum Audens, þeim höfundum sem höfðu áhrif á hann og umfjöllun gagnrýn- enda um skáld og skáldskap. Yfirleitt er um að ræða beina ræðu því Ansen dregur sig í hlé í frásögninni og setur lesandann þannig beint til borðs andspænis Auden sem lætur gamminn geysa. THE TABLE TALK OF W.H.AUDEN. Höfundur: Alan Ansen. Faber & Faber, 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.