Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. Myndbönd ÍHí CÚlM'# ötlííi Hfí mí') qma mi vm lííiatfisjíioam wsm n imm wvwtímm I (3) King Ralph 2(2) Awakenings 3(13) Desperate Hours 4 (1) The Bonfire of the Vanities 5 (•) Blue Steei 6 (-)w White Palace 7 (5) Pacific Heights 8 (4) In Bed with Madonna 9 (7) Sibiing Rivalry 10 (6) Look Who’s Talking too II (10) Rainbow Drive 12 (•) Misery 13 (8) Reposessed 14 (•) Kindergarten Cop 15 (12) Bittu mig, elskaðu mig Myndbandið um Ralph konung stekkur úr þessa vikuna og er aðeins búíð að vera tvær vikur á lista. Peter O’Toole og John Goodman virðast skemmta sér ágætlega i hlutverk- um stnum. Hástðkkvari vikunnar er samt sem áður myndin Desper- ate Hours með Anthony Hopkins og Mickey Rourke í aðalhlutverkum. ★★ ★★★ Bændur í stríði BLOOD RED Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Peter Masterson. Aðalhlutverk: Eric Roberts, Giancarlo Giannini, Dennis Hopper og Burt Young. Bandarisk, 1988-sýningartimi 90min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Það er mikill þungi og drama í söguþræðinum i Blood Red sem hefur að skipa úrvali af góðum leik- urum. Sögusviðið er Norður-Kali- fomía árið 1895. Verið er að leggja járnbrautarlest um ríkið og eru nokkrir bændur sem ekki vilja selja jörð sína flæmdir burt með vopnavaldi af iðjöfrinum Barrigan sem Dennis Hopper leikur. Þegar Sikileyingurinn Sebastian, sem staðiö hefur í fararbroddi bænda, er drepinn dregur sonur hans, Marco, upp herör gegn yfirvaldinu og úr verður blóðugt stríö. Blood Red er að mörgu leyti vel gerö mynd og eiga leikarar ekki lítinn þátt í gæðum hennar. Gianc- arlo Giannini, Burt Young og Dennis Hopper eru allir eftirminni- legir í aukahlutverkum. Það er Eric Roberts sem leikur Marco og það var hann sem kom því til leiðar að systir hans, sem var að hefa leikferil sinn, fékk sitt fyrsta hlut- verk í kvikmynd. Kannski verður myndin í framtíðinni helst minnst fyrir þaö að vera fyrsta kvikmynd- in sem Julia Roberts lék í. Morð og spilling RAINBOW DRIVE Útgefandi: Bíóhöllin. Leikstjóri: Bobby Roth. Aóaihlutverk: Peter Weller, Sela Ward og Bruce Weitz. Bandarisk, 1990-sýningartimi 100 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Mike Gallagher er lögreglumaður í morðdeild Los Angelesborgar. Hann er fráskilinn og á vingott við ríka konu sem er gift. Einn daginn þegar þau hittast í hreiðri sínu veröur Gallagher nánast vitni að fjöldamoröum í næstu íbúð. Þegar hann ætlar að fara að tilkynna um morðin birtist lögreglan í mörgum bílum og meira aö segja ríkislög- reglan í þyrlu. Hvernig stendur á því að lögreglan vissi um morðin svona snemma og hvers vegna vantar eitt líkið þegar hann heim- sækir líkhúsið? Gallagher grunar réttilega að þarna sé eitthvað meira á ferðinni en morðin og vill fá að rannsaka málið en er þá sagt að ríkislögreglan sjái um þetta mál. Þetta er byrjunin á Rainbow Drive sem er hinn þokkalégasti þriller. Myndin er byggð á mjög góðri sakamálasögu en eins og oft vekur þröngt sniðinn handritstext- inn nokkrar spurningar sem ekki verður svarað nema að lesa bókina, til dæmis útskýringar á morði ást- konu hans. En þegar þessum atrið- um er sleppt er Rainbow Drive hin þokkalegasta sakamálamynd. -HK Leikstjóri á fílaveiðum WHITE HUNTER, BLACK HEART Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Clint Eastwood. Aóalhlutverk: Clint Eastwood, Jetf Fa- hey, George Dzundza og Marisa Beren- son. Bandarisk, 1990-sýningartimi 107 min. Leyfð öllum aldurshópum. Rithöfundurinn og handritshöf- undurinn Peter Viertell skrifaði skáldsögu sína, White Hunter, Black Heart, stuttu eftir að hann vann með hinum þekkta leikstjóra John Huston við gerð Afríku- drottningarinnar. Hann var ekkert að fela það að aðalpersóna bókar- innar, John Wilson, var byggð á Huston og íjallar bókin um gerð kvikmyndar í Afriku og þrá leik- stjórans til að skjóta fíl. í frábærri kvikmyndagerð Clint Eastwoods af White Hunter, Black Heart er Viertell, eða Verill eins og hann nefnist í bókinni, sögumaður og í gegnum hann fylgjumst við með þráhyggju Wilsons. Kvik- myndagerðin skiptir hann minna máli heldur en fíiaveiðarnar. Þegar aðrir leikstjórar hefðu rifið í hár sitt þegar rigning stóðvar byrjun á upptökum á kvikmyndinni í nokkra daga fagnar hann rigning- unni og heldur á veiðar án þess aö hafa áhyggjur af leikurum og öðr- um sem verða að bíöa þar til hon- um þóknast að koma aftur. Clint Eastwoopd leikstýrir og leikur John Wilson og er hann Clint Eastwood leikur leikstjóra sem hugsar meira um filaveiðar en kvikmyndina sem hann er að byrja á. ágætur í hlutverkinu en hefur ver- ið betri og það er leikstjórinn sem hefur betur. Með White Hunter, Black Heart, hefur Eastwood gert sérlega eftirtektarverða og áhrifa- mikla kvikmynd sem maöur gleymir ekki í bráð. Aðalhlutverkin í hinni frægu kvikmynd, Afríkudrottningunni, sem hlaut á sínum tíma nokkur óskarsverðlaun, léku Humphrey Bogart og Katherine Hepburn og hafði ég búist við að þau kæmu meira viö sögu hér en raunin er. Ástæðan er einfaldlega sú að myndin endar um leiö og kvi- kyndatakan hefst. Hvort sem maður sættir sig við þá persónulýsingu af John Huston sem fram kemur í myndinni eða ekki þá verður því ekki neitað að White Hunter, Black Heart er hríf- andi kvikmynd. -HK D V-myndbandalistmrL ★★ Dýrkeypt framhjáhald SIBLING RIVALRY Leikstjóri: Carl Reiner. Aðalhlutverk: Kirstie Alley, Bill Pullman, Carrie Fisher og Sam Elliott. Bandarisk, 1990-sýningartími 88 mín. Leyfó öllum aldurshópum. í Sibling Rivalry leikur Kirstie Alley húsmóðurina Marjorie Turn- er sem er gift inn í yfirgangsmikla læknafjölskyldu. Hún býr viö kúg- un í hjónabandinu og er litið niður á hana af öðrum fjölskyldumeðlim- um. Það er fyrir áeggjan systur sinnar aö hún heldur framhjá með myndarlegum manni sem hún hitt- ir í kjörbúö. Framhjáhaldiö tekst samt ekki betur en svo aö sjarmör- inn gefur upp öndina uppi í rúmi hjá henni þegar hæst lætur og flýr þá Turner af vettvangi og heldur að þar með sé málinu lokið en svo er nú ekki. Misheppnaður sölu- maður flækist inn í málið þegar SIBLiNG RIVALRÝ hann ætlar að setja upp gardínur í hótelherberginu þar sem ástarleik- urinn fór fram en missir gardín- urnar óvart ofan á líkið og heldur um leið að hann eigi sökina á dauöa mannsins. Þetta er aðeins byrjunin á mikilli og farsakenndri flækju sem leysist að sjálfsögðu ekki fyrr en í lokin. Sibling Rivalry er létt og skemmtileg gamanmynd sem hald- ið er uppi af góðum leikarahópi sem er svo stjórnað af hinum kunna gamanmyndaleikstjóra Carl Reiner. Kirstie Alley í hlutverki Marjorie Turner er í fararbroddi og fær hér betra tækifæri til að sýna hversu góð gamanleikkona hún er heldur en í hinum vinsælu Pottormamyndum (Look Who’s Talking...) og fer á kostum. Eins er vert aö minnast á góðan leik hjá Bill Pullman í hlutverki sölu- mannsins misheppnaða. -HK Dauðasyndir DEADLY DESIRE Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Charles Correll. Aðalhlutverk: Jack Scalia, Kathryn Har- rold og Will Patton. Bandarísk, 1990-sýningartimi 100 mín. Bönnuó börnum 12 ára. Þeir sem séð hafa hina mögnuðu sakamálamynd Body Heat ættu fljótlega að kannast við þemað í Deadly Desire. Falleg og rík kona sem býr í óhamingjusömu hjóna- bandi sækir fast í ástarsamband við öryggisþjónustumann sem er að setja upp varnarkerfi í villunni hennar. Hann verður henni auð- veld bráð en þegar hlutverki hans er lokið án þess þó að hann geri sér grein fyrir því er hann skilinn eftir á köldum klaka og gerir sér grein fyrir því um síðir að hann hefur verið veiddur í hættulega gildru. Kathryn Harrold er svo sannar- lega mikið augnayndi en samleikur hennar og Jack Scalia er ekki nógu „heitur" til að ástríður þeirra verði sannfærandi og svo má eiginlega segja um myndina í heild að fátt er spennandi undir fáguðu yfir- borðinu en plottið er aftur á móti gott og gerir að verkum að það er vel þess virði að horfa á myndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.