Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 50
Trimm Um Kendo Kendo er bardagaaðferð sem er i því fólgin að nota á hættulausan máta bambusverðið Shinai sem er staðgengill japanska sverösins Kata. Þessi tegund skylminga er óhemjuvinsæl í Japan og er áætl- að að u.þ,b. 23 milljónir manna þar í landi leggi stund á Kendo. Vinsældirnar stafa ekki síst af því að Kendo geta allir stundað, karlar og konur á öllum aldri, og víöa er þetta skyldunámsgrein i framhaldsskólum. Íþróttineróiík vestrænum keppnisíþróttum og er miklu frekar listgrein þar sem nemandinn eykur færni sina eftir því sem árin líða. Þó Kendo sé arfleifð bardaga sem japönsku stríðsmennirnir Samurai háðu á liðnum öidum með hárbeittum sverðum, Kat- ana, er af augljósum öryggisá- stæðum notast við bambussverð og trésverð í nútíma Kendo en það síðastnefnda er notað við grunnæfmgar. í bardaga er líkaminn varinn af öflugum hlífð- arbúnaði, Dogu, en hann gerir kleift að stunda bardaga án nokk- urrar áhættu. Markmiðið með þvi að stunda Kendo er ekki síst að ná stjórn á eigin líkama og huga. I stað óheftrar árásarhneigðar kemur baráttuandi sem nýtist á öllum sviðum lífsins og sjálfstraust eykst. Að jafnaði fara sjð klukkustundir i Kendo-asfingar i hverri viku, segir ingólfur Örn. DV-mynd ÞÖK H j yÍ B *-r :: 1 Hópurinn sem mætti á æfingu i Kendo sl. miðvikudag. Tryggvi Sigurðsson er fyrir miðju i fremri röð. Stríðsöskur og skylmingar í Laugamesskóla: Japanska skylm- ingaíþróttin Kendo - aðferð fyrir manninn til að rækta sjálfan sig í Kendo er mikið öskrað og er það m.a. til að skelfa andstæðinginn. DV-myndirGVA IngóIfurÖrn Björgvinsson: Erfitt og krefj- andi „Ég hafði lesið um þetta í bók- um og þetta höfðaði til mín og um leið og ég frétti að þetta væri stundaö hér á landi skellti ég mér í þetta. Síöan hef ég verið í þessu sleitulaust en að jafnaöi fara í þetta um sjö klukkustundir í hverri viku,“ sagði Ingólfur Örn Björgvinsson, nemi í MHÍ, í sam- tali við DV eftir æfmguna. Ingólfur Öm hefur stundað Kendo í tæp fimm ár og á þeim tíma m.a. farið í æfmgabúðir til Frakklands og Japans. En hvað er það sem menn fá út úr þessu? „Mikil líkamleg útrás, þetta er bæði erfitt og krefjandí. Þrekið eykst og það er nokkuö sem allir sækjast eftir en síðan má ekki gleyma sjálfsaganum sem maður lærir." Þátttakendur í Kendo eru vel gallaðir og það hlýtur að kosta sitt. „Þú getur æft í jogginggalla til að byrja með, enda þarf ekki þennan búnað strax í byrjun. Ef viðkomandi ætlar síðan að halda áfram kostar búningurinn frá 5-10 þúsund krónur, allt eftir gæðum, en þetta á að geta dugað árum saman.“ -GRS „Ég er búinn að vera í þessu síðan 1982 en ég kynntist Kendo í Frakk- landi og varð heillaður, enda vill þetta verða ástríða. Ég komst í kynni viö þetta sem námsmaður og þegar ég kom heim fór ég af stað með Kendo ^hérlendis. Ætli það hafl ekki verið 1986. Allar götur síöan höfum við haft aðstöðu hér í leikfimisal Laugar- nesskóla. íslendingar hafa verið veikir fyrir þessu eins og öðru og þeir þekkja júdó og karate sem eru skyldar greinar. Þó sverö sé notað í Kendo er þetta mjög skylt fyrrnefnd- um greinum. Að vísu er Kendo upp- runalegra, þ.e.a.s. minna breytt. Sumir flnna sig vel í þessu og það eru hér menn sem hafa verið í Kendo alveg frá því við byrjuðum og aðrir hafa komið og farið. Þetta er eríltt og krefst mikils af manni og það eru líka margir sem hætta. En í dag eru u.þ.b. 20-30 manns sem stunda þetta að staðaldri," sagði Tryggvi Sigurðs- son, sálfræðingur og leiðbeinandi í Kendo, í samtali við DV. Kendo er ein þeirra íþróttagreina sem er tiltölulega stutt á yeg komin hérlendis og umfjöllun um hana hef- ur verið í samræmi við það. Trimm- síðunni þótti samt ástæða til að for- vitnast frekar um greinina og brá sér því á æfingu sl. miðvikudag og þá lá beinast fyrir að spyija um hvað Kendo væri eiginlega. „Kendo er mjög margt. Þetta er íþrótt eða aðferð til að halda sér í formi. Þetta er erfitt en Kendo er líka ákveðin aðferð við t.d. að aga sig og ennfremur að rækta sjálfan sig. Þetta er vinsæl grein í Japan og velgengni Japana í viðskiptalífinu er ekki síst þessu að þakka vegna þess að Kendo kemúr inn á svo margt. Þetta er skák líkamans, fáir leikir en möguleikarn- ir eru óteljandi en viðkomandi þarf að sjá þá út, vera snöggur þegar and- stæðingurinn gefur færi á sér og eins að leiða hann í gildru. Ákveðni, ein- beiting og styrkur kemur auðvitað líka við sögu. í stuttu máli sagt er Kendo aðferð fyrir manninn til að rækta sjálfan sig í víðasta samhengi til aö verða sterk- ari og líða betur og betur.“ Bardaginn ekki aðalatriðió Þegar DV bar að garði voru nokkr- ir byrjaöir að hita upp og notuðu til þess sverð sem sýndist ekta en allar hreyfmgar voru mjög hægar og ein- beitingin virtist algjör. Hver og einn virtist hita upp fyrir sig þó hópurinn væri samtaka í hreyfmgunum. Er á leið tíndust fleiri í hópinn og þá tóku við upphitunaræfingar sem ekki eru ókunnar í öðrum íþróttagreinum. Síöan voru ákveðnar höggæfingar og loks var barist. Átökin voru mikil og það var mikiö öskrað en skyldi þetta allt ganga út á bardagann sjálf- an? „Þetta eru ekki tveir óvinir að berj- ast og bestu bardagarnir eru við þína bestu vini. Það þarf að hafa mikið fyrir þvi að sigra andstæðinginn og það næst gott samspil sem þú sérð ekki en ég finn. Hjá okkur eru menn á mismunandi stigi og stundum er þetta ekki bardagi heldur er verið að kenna þeim til að þeir geti farið að höggva. En þegar verið er aö berj- ast við mann sem getur skylmst í Kendo er búin til ákveðin spenna þar til annar nær að rjúfa hana og gefur högg. Þetta er ekki bardagi og markmiðið er ekki að klekkja á einhverjum and- stæðingi heldur ertu nánast að tefla skák við mann á móti þér. Það eru mjög skilgreindar leikreglur í Kendo og slysatíðni er mjög lítil. Þaö eru níu staðir sem þú mátt slá á og þeir eru allir varðir með hlífðarfatnaði," sagði Tryggvi. Hefð eftir fastmótuðum reglum Munurinn á þessu og t.d. öðrum skylmingum er sá að í Kendo er ekki til neitt sem heitir vörn. Sókn and- stæðings er strax breytt í gagnárás. Eitt stig er gefið þegar næst að slá á réttan stað en tvö stig þarf til að vinna leikinn. Það er þó hægara sagt en gert aö skora þessi stig. Hérlendis var fyrsta mótið haldið í fyrravor og ætlunin er að senda menn á Evrópumótið á næsta ári. Japanir teljast fremstir í Kendo, enda er þetta upprunnið þaðan og áhrifm og hefðirnar eru frá þeim komin. „Við notum eingöngu japönsk orð, enda er okkur mjög annt um Kendo, við erum að stunda ákveðna hefð sem fer eftir fastmótuðum reglum og við viljum ekki breyta því. Við viljum halda í upprunann og þessi orð eru alþjóðleg fyrir íþróttina og við breyt- um þeim ekki. Öskrin eru líka stór hluti af þessu, bæði til að skelfa and- stæðinginn og til að fá góða tilfinn- ingu.“ -GRS Velgengni þökkuð Kendo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.