Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1991, Blaðsíða 56
A S Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Bitstjórn - Augiýsíngar - Askrift - Dreífing: Sími LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1991. Alifuglabú á uppboði: Eiginkonan keypti búið á 61 milljón Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þrotabú alifuglabúsins í Svein- bjarnargerði á Svalbarðsströnd í Eyjafirði hefur verið selt á uppboði fyrir 61 milljón króna. Kaupandinn er Anný Larsdóttir en hún er eigin- kona Jónasar Halldórssonar, fyrrum eiganda búsins. Sláturhús á staðnum var selt Mjólkurfélagi Reykjavíkur á 16,1 milljón króna. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrota- skipta í júní síðastliðnum og var gjaldþrotið talið vera um 300 milljón- ir. Tap Kaupfélags Eyflrðinga varð mest eða um 100 milljónir. Framhald á gæsluvarðhaldi Maður og kona um tvítugt, sem grunuð eru um innflutning og sölu fikniefna, voru úrskurðuð í einnar viku áframhaldandi gæsluvarðhald á ísafirði í gær. Parið var handtekið á Suðureyri, þar sem það býr, fyrir viku. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur yfirheyrt parið vegna þáttar í málinu er varðar tékkasvik. -hlh Útsala á not- uðum bflum Sjá nánar á bls. 29^44 LOKI Syngur þá ekki Björn Grétar: Segðu ekki nei, segðu kannski...? Aætla að segja upp sjötíu Islendingum Hugmyndir eru uppi um að fækka enn íslenskum starfsmönn- um hjá Varnarliðinu á Keflavíkur- velli. Samkvæmt þeim er rætt um að segja allt að sjötiu starfsmönn- um upp innan tíðar. Æðsti yfir- maður herafla Norður-Atlants- hafsflotans er nú í heimsókn á Keflavikurvelli. Samkvæmt heim- ildum DV verður honum kynnt þessi áætlun um uppsagnirnar meðan hann dvelur hér á landi. Fyrir skömmu var 33 ræstinga- konum hjá Varnarliðinu sagt upp störfum. Nýja áætlunin gerir ráð fyrir að 10-15 íslenskum ræstinga- konura til viðbótar verði sagt upp. Þá er fyrirhugað að segja upp Is- lendingum sem vinna undir svo- kallaðri Tómstundastofnun varn- arliðsins. Undir hana falla klúbbar, ferðaskrifstofa og keilustaður, svo eitthvað sé nefnt. Loks gerir áætl- unin ráð fyrir að íslendingum, sem vinna í birgðageymslu, við versl- unar- og skrifstofustörf, svo og stjórnunarstarfsmönnum verði sagt upp. Samtals eru það um sjö- tiu manns sem geta búist við upp- sagnarbréfum. Þróunin í atvinnumálum hjá Varnarliðinu hefur verið sú, að undanfarin tvö ár hefur íslenskum starfsmönnum fækkað allverulega, en bandarískum hefur fariö fjölg- andi. í árslok 1989 voru hinir fyrr- nefndu 1.099 talsins, en hafði í lok september 1991 fækkað niður í 963, eða um 136. Er um að ræða 12,4 prósent samdrátt. Bandarískir borgaralegir starfs- menn voru í árslok '89 samtals 428. Fjöldi þeirra var í lok síðasta mán- aðar 466, sem er 8,9 prósent aukn- ing. Þessi þróun stafar af svokölluðu „ráðningafrosti" sem verið hefur í gildi hjá Varnarliðinu síðan í árs- lok 1989. -JSS Svo gæti farið að verð á notuðum bílum lækkaði verulega á næstunni. Mikið framboð hefur verið af nýleg- um notuðum bílum og flest bíla- umboðin, sem tekið hafa notaða bíla upp í nýja, hafa setið uppi með tölu- vert magn óseldra bíla. Undanfarna daga hafa birst auglýs- ingar frá bílaumboðunum þar sem í boði er verulegur afsláttur á veröi notaðra bíla og boðið upp á góð greiðslukjör. Það er mat margra sem starfa við bílasölu að of hátt verð hafi verið á notuðum bílum hér á landi og benda gjarnan á löndin í kringum okkur þar sem affoll á notuðum bílum eru mun meiri en hér, og það jafnvel þótt nýir bílar séu lítið ódýrari en hér á landi, en til dæmis í Danmörku er verð nýrra bíla síst lægra en hér á landi. í DV í dag auglýsa flest stóru bíla- umboðanna eða fyrirtæki tengd þeim mikinn íjölda notaðra bíla á vildar- kjörum og vegna þess varð að stækka DV-bílauppítólfsíður. -JR Veörið á sunnudag ogmánudag: Hlýttí austan áttinni A sunnudag og mánudag eru horfur á austan- og suðaustanátt. Rigning eða skúrir verða víða um land, síst þó á Vesturlandi og í innsveitum norðanlands. Hiti verður á bilinu 5-7 stig. Skattalækkanir: segir nei „I fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að skattleysismörkin verði hækkuð umfram verðlag. Varðandi sjómannaafsláttinn hggur fyrir að hann verður ekki lagður af en við erum að kanna hvort fram- kvæmdin á honum sé með eðlilegum hætti. Það eru hins vegar engar hug- myndir uppi um að láta hann ná til fleiri aðiia en sjómanna," segir Frið- rik Sophusson íjármálaráðherra. Á þingi Verkamannasambandsins kom fram sú krafa af hálfu fisk- vinnslufólks að fá sambærilegan skattaafslátt og sjómenn. Þá hefur þingið gert kröfu um að persónufrá- dráttur verði hækkaður. Friðrik segist ekki sjá neina sann- girni í því að fiskvinnslufólk fái auk- inn skattaafslátt umfram annað landverkafólk sem vinni svipuð störf, til dæmis í sláturhúsum. Hann segir einu rökin fyrir sjómannaaf- slættinum vera þau að sjómenn verði vinnu sinnar vegna að dvelja fjarri heimilum sínum, jafnt að degi sem nóttu. Friðrik segist tilbúinn til viðræðna við aðila vinnumarkaðarins um að- gerðir til að tryggja stöðugleika í efnahagslífmu og forðast atvinnu- leysi. Svigrúm fyrir skattalækkanir sé þó ekki fyrir hendi og því ekki raunhæft að gera ráð fyrir hækkun persónufrádráttar miðað við núver- andi aðstæður. Líklegra sé að grípa þurfi til enn frekari niðurskurðar á útgjöldum og draga úr lántökum rík- isins. „Við neitum þó ekki að ræða neina hluti,“ segir Friðrik. -kaa - Sjá einnig bls. 2 Ólafsvík: Sá bílinn fuðra upp Það lifnaði heldur betur yfir smáfólkinu i efri byggðum Reykjavíkur i gærmorgun. Þar var jörð alhvít þó ekki væri snefill af snjó viðast annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Börnin i Seláshverfi voru ekki lengi að skella sér í gallana og út að búa til snjókarla og vist er að jafnaldrar þeirra í neðri byggðum hafa sáröfundað þau. DV-mynd Brynjar Gauti „Þegar ég var staddur undir Enn- inu kom mikill svartur reykur undan vélarhlífinni. Ég stoppaði bíhnn og ætlaði að opna vélarhúsið en gat það ekki vegna hitans. Skyndilega bloss- aði eldurinn upp og bíllinn varð al- elda á augabragði. Eg gat ekki annað en horft á bílinn fuðra upp. Eftir tíu mínútur var ekkert eftir nema járn- ið,“ sagði Andrés Kjartansson, ungur maður úr Ólafsvík, viö DV. Andrés var einn á leiðinni frá Ól- afsvík til Rifs um fjögurleytið í gær þegar kviknaði í bílnum hans, árgerð 1987. Engin slökkvitæki voru í bíln- um og áður en varði stóðu logarnir marga metra upp í loftið. Þegar slökkviliö kom á vettvang var ekkert eftir nema sótsvört grindin. Andrés slappómeiddur. -hlh ÞJÓFAVARNIR FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMILI Vönduð og viðurkennd þjónusta m 0 91-29399 $rjr Allan sólarhringinn Oryggisþjónusta ViftílB síðan 1 9Ó9 TVOFALDUR1. vinningur i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.