Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Page 18
18
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991.
Veiðivon
Rjúpnaveióin hefur gengið betur en
sumir þoróu að vona og hafa marg-
ir fengið vel i matinn af rjúpu. Hann
Einar Þorláksson fékk þessar rjúpur
á Kili fyrir fáum dögum. Einhver
þúsund af rjúpu hafa fengist um allt
land. DV-mynd SS
Veiðieyraö
Stangaveiðifélag Patreksfjarðar
hélt árshátíð sína fyrir um viku og
var hátíðin fjörleg og fróðleg. Veitt
voru verölaun fyrir stærstu laxana
og dregið var í veglegu happdrætti.
Víðidalsá leigð út
fyrir24 milljónir
Fyrir skömmu var Víðidalsá í
Húnavatnssýslu leigð út fyrir 24
miUjónir en aöeins veiddust 660 laxar
í henni á síðasta sumri. Vonandi er
að veiðin veröi betri næsta sumar
fyrir veiöimenn. Blanda og Svartá
hafa verið boðnar út enn eitt árið og
á víst að leigja árnar saman nú. Það
var Veiðifélagið Ós sem hafði árnar
á leigu í sumar.
Stangaveiðiárbókin
verðurgjörbreytt
Aöeins kemur út ein stangaveiði-
bók fyrir þessi jól fyrir veiðimenn
og það er Stangaveiðiárbókin. Það
er Isafold sem gefur bókina út en
bókinni hefur verið breytt stórlega
frá fyrri bókum. Yfir 40 síður eru
núnaílit. -G.Bender
Sjóbirtingsveiðinni lokið:
Góð veiði undir
það síðasta
í Grenlæknum
„Veiðin hefur oft verið betri
hérna hjá okkur í sjóbirtingsveið-
inni, en einn og einn vænn hefur
veiðst þetta sumar og haust,“ sagði
Vigfús G. Helgason í gærkvöld en
sjóbirtingsveiðinni lauk fyrir
skömmu.
„Geirlandsá gaf 151 flsk, laxarnir
urðu 92, bleikjurnar 14 og sjóbirt-
ingarnir urðu 45. Stærsti laxinn
var 13 pund en stærsti sjóbirtingur-
inn er 13,5 punda. Mávabótaálarnir
gáfu aðeins 57 fiska, sem ekki telst
mikið þar um slóöir. í Vatnamótun-
um urðu lokatölurnar 239 fiskar
og aðeins veiddust þar 2 laxar. Jón
H. Jónsson veiddi stærsta sjóbirt-
inginn. í Hörgsá, Brunná og Laxá
veiddust fáir fiskar," sagði Vigfús.
„Þetta er ekki góð sjóbirtingsveiði.
Þetta er verra en í fyrra. Ástæðan
Ílveiðivop
úp Gunnar Bender
fyrir þessari minnkandi veiði er
ekki ljós, þetta eru náttúrlegar að-
stæður meðfram,“ sagði Vigfús.
DV hefur heimildir fyrir því að
veiðin undir það síðasta hafi verið
mjög góð í Grenlæknum og fengu
margir veiðimenn góða veiði. Ein-
hverjir fengu á milli 80 og 100 fiska
þegar best var. Aðrir voru með 15
til 30 fiska eftir tveggja daga veiði.
-G.Bender
Jón H. Jónsson, Kelfvikingurinn fengsæli, veiddi stærsta sjóbirtinginn í
Vatnamótunum og var f iskurinn 16 pund. DV-mynd FRE
Þjóðar-
spaug DV
Um piparkerbngu eina var eitt
sinn ort;
Engan lítur auga hýru,
andiit hörkudrætti ber,
eins og geymi ediksýru
óblandaða í munni sér.
Kristniboðið
„Var ekki hættulegt að vera
þarna úti?“ spurði kona ein gaml-
an kristniboöa.
„Jú. vissulega,“ svaraði sá
gamli. „Stundum lifðum viö af,
stundum ekki.“
Eins ogsálin
Prestur nokkur hafði haldið lík-
ræðu yíir húsíreyju einni og sagt
meðal annars að hún hefði verið
„há og grönn eins og sálin.“ Ekki
voru nú allir kirkjugestir sáttir
við þá samlíkingu en einn þeirra
kvað þó:
í líkamsvexti Uktist nál,
ljóshærð, andUtsfögur,
hrein var talin hennar sál,
há en grönn og mögur.
Hundadagamir
Meðan vinbannið stóð hér sem
hæst fengu sumir, sem gott þótti
i staupinu, lyfseðla hjá læknum
upp á spiritus, en gegn hveijum
þeirra fékkst 200 gramma glas
fullt af spíritusi í lyfjabúöum.
Voru þessi glös almennt köUuö
„hundar“ eða „hundaskammt-
ar".
Háttsettur borgari í Reykjavík,
með ættamafnið Jensen, var
mikUl túramaður og hafði þann
sið að safna 10 til 20 „hundum“
og fara svo á margra daga kend-
erí.
Einu sinni kom kunningi Jens-
ens heim tU hans og spurði eftir
honum. Frú Jensen varð fyrir
svörum og sagði við komumann:
„Jensen minn er ekki í góðu
standi núna. Hann er að skemmta
sér viö glösin sín.“
„Einmitt það já,“ svaraði kunn-
inginn. „Það eru þá byrjaðir
hundadagarnir hjá honum, bless-
uðum."
Finnur þú fimm breytingai? 128
Ég er frá fasteignaskattadeildinni. Eruð það þér sem eruð eigandinn? Nafn:
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. Fimm Úrvalsbækur að
verðmæti kr. 3.743.
2. Fimm Úrvalsbækur að
verðmæti kr. 3.743.
Bækurnar sem eru í verðlaun
heita: Á elleftu stundu, Flugan
á veggnum, í helgreipum hat-
urs, Lygi þagnarinnar og
Leikreglur. Bækurnar eru
gefnar út af Frjálsri fjölmiðl-
un.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 128
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundrað
tuttugustu og sjöttu getraun
reyndust vera:
1. ArnórJónsson
Vesturfold 37,112 Reykjavík
2. Stefán Björnsson
Úthlíð 3,105 Reykjavík
Vinningarnir verða sendir
heim.