Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1991, Qupperneq 55
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1991. 67 Afmæli Auður Eir Guðmundsdóttir Auður Eir Guðmundsdóttir deildar- stjóri, Fífuhjalla 13, Kópavogi, verð- urfertugámorgun. Starfsferill Auður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Seltjarnarnesinu. Hún lauk stúdentsprófl frá MR1971. Auður starfaði við Útvegsbankann með hléum á árunum 1971-80, starf- aði við Iðnaðarbankann 1980-81, var aðstoðarframkvæmdastjóri og framkvæmdastjóri við gerð þriggja íslenskra kvikmynda 1981-83, starf- aði hjá Útvegsbankanum sem gjald- keri og síðan deildarstjóri gjald- keradeildar aðalbankans fram að sameiningu bankanna og hefur ver- ið deildarstjóri í þjónustudeild ís- landsbanka síðan. Auður sat í stjórn Heimdallar 1969-70 og var formaður Æskulýðs- ráðs Seltjarnarness 1977-81. Hún hefur setið í varastjórn og stjórn Sambands íslenskra bankamanna frá 1987 og er nú ritari stjórnarinnar auk þess sem hún er fulltrúi SÍB í sambandsnefnd um reiknistofu bankanna og í fleiri nefndum. Fjölskylda Auður giftist 22.1.1972 Helga Gestssyni, f. 4.1.1949, lektor. Hann er sonur Gests Þórðarsonar, lengst af gjaldkera hjá I. Brynjólfsson og Kvaran, og Kristínar Helgadóttur, fyrrum eiganda Sápuhússins hf. Börn Auðar og Helga eru Jón Gestur Helgason, f. 6.10.1974, nemi við MR, og Kristín Helgadóttir, f. 24.5.1976, grunnskólanemi. Systkini Auðar eru Guðmundur Kristinn, f. 9.1.1955, símvirki, bú- settur í Moosomin í Kanada, kvænt- ur Vigdísi Sigtryggsdóttur frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi og eiga þau tvö börn; Helga Kristín, f. 25.12.1955, húsmóðir í Ytri-Njarðvík, gift Stef- áni Sigurðssyni, forstjóra Shpp- stöðvarinnar í Njarðvík og eiga þau fjórar dætur; Þórdís, f. 19.8.1968, listnemi og rafeindavirki á Seltjarn- arnesi og er sambýlismaður hennar Sigurður Vignir Guðmundsson list- málari. Foreldrar Auðar eru Guðmundur Jónsson, f. 13.11.1929, og Hulda Auður Kristinsdóttir, f. 13.2.1932, fjármálastjóri. Þau shtu samvistum en Guðmundur er nú kvæntur Ingi- björgu Þorbergs. Ætt Guðmundur er sonur Jóns, versl- unarstjóra í Reykjavík, Guðmunds- sonar, b. á Breiðabólstað í Ölfusi, Guðmundssonar, b. í Lambhaga Guðmundssonar, b. í Fróðholtshjá- leigu, Guðnasonar, bróður Gests, b. í Vorsbæ, langafa Oddnýjar, langömmu Vals Arnþórssonar bankastjóra. Móðir Guðmundar á Breiðabólstað var Arndís Jónsdóttir frá Stóra-Hofi, systir Guðlaugar, langömmu Jóns Dalbú sóknarprests en hálfbróðir Arndísar, sammæðra, var Jón, b. á Stóra-Hofi, langafi Kristínar, móður Þórðar Friðjóns- sonar, forstöðumanns Þjóðhags- stofnunar. Móðir Jóns verslunar- stjóra var Þórdís, dóttir Tómasar Ólafssonar, b. á Vestra-Fróðholti, og Guðrúnar Jónsdóttur, b. á Hamra- hól í Holtum, Gunnarssonar, b. á Sandhólaferju, bróður Rannveigar, langömmu Magdalenu, langömmu Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV. Móðir Guðmundar píanóleikara var Kristín Pálmadóttir, Péturs, sjó- manns í Reykjavík, Sigurðssonar, í Móakoti á Vatnsleysuströnd, Sig- urðssonar. Móðir Pálma Péturs var Lilja Þórðardóttir frá Vémunda- stöðum í Ólafsfirði. Móðir Kristinar var Sigríður Ásbjörnsdóttir, b. í Melshúsum, Ásbjörnssonar. Móðir Ásbjörns var Málfríður Ásmunds- dóttir Jörgenssonar Hansson Kling- enberg, ættföður Klingenbergsætt- arinnar. Hulda er dóttir Kristins Jóhanns, bifreiðastjóra í Reykjavík, Helga- sonar, í Gili í Fljótum Hafhðasonar, í Skálahnjúk, Hafliðasonar. Móðir Helga var Guðrún Helgadóttir, í Beinhöll, Árnasonar. Móðir Krist- ins var Kristín Sigríður Eiríksdóttir, Auður Eir Guðmundsdóttir. b. á Stórubrekku, Bjarnasonar. Móðir Kristínar Sigríðar var Kristín Ólafsdóttir frá Hornbrekku í Ólafs- firði. Móðir Huldu er Helga Marín Ní- elsdóttir, b. á Æsustöðum, bróður Magnúsar ríka á Grund. Móðir Helgu Marínar var Sigurlína Rósa Sigtryggsdóttir, á Úlfsá og í Æsu- staðagerði, Sigurðssonar og Frið- rikku Sigríðar Friðriksdótturfrá Baldursheimi. Tekið verður á móti gestum á af- mælisdaginn í matsal Islandsbanka í Húsi verslunarinnar (áður Veit- ingahöllin). Kristinn Ólafur Karlsson Kristinn Ólafur Karlsson netagerð- armeistari, Smyrlahrauni 47, Hafn- arfirði, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Kristinn er fæddur á ísafirði og ólst þar upp. Hann vann í Kaðli hf. sem ungur maður og stundaði nám í Iðnskólanum á ísafirði sem þá var kvöldskóli. Kristinn íluttist til Hafnarfjarðar 1945 og setti á fót netaverkstæði sama ár sem hann rak allar götur til ársins 1974. Þá varð hann fyrir slysi og seldi verkstæðið. Kristinn vinnur nú á netaverkstæði Aciaco hf. á Seltjarnarnesi. Fjölskylda Kona Kristins er Ásta Kristins- dóttir, f. 25.9.1925. Foreldrar hennar voru Kristinn Þorsteinsson skip- stjóri og Soffía Sigurjónsdóttir, en þau voru búsett í Hafnarfirði. Börn Kristins og Ástu: Lilja, f. 19.11.1947, maki Þorsteinn S. Jóns- son matsveinn, þau eiga tvö börn; Salóme, f. 22.6.1949, maki Hreiðar Júlíusson framkvæmdastjóri, þau eigaþijú börn; Soffía, f. 2.4.1953, maki Guðni Ingvarsson múrari, þau eiga tvö börn; Sigríður Anna, f. 29.8. 1957, maki Örn Sveinbjörnsson, starfsm. hjá ÍSAL, þau eiga þrjú börn; ÁstaKristín, f. 26.8.1959, maki Þorsteinn Heiðarsson fiskverkam., þau eiga þrjú börn; Karl, f. 4.4.1961, matsveinn, maki Sólborg Steinþórs- dóttir hótelstjóri, þau eiga tvö böm. Kristinn á þrjú systkini á lífi, syst- urnar Kristínu og Ólafíu og hálf- hróðurinn Friðþjóf. Foreldrar Kristins: Karl Kristins- son, næturvörður og verkamaður, og Salóme Ólöf Björnsdóttir, hús- móðir og verkakona, þau bjuggu á Kristinn Ólafur Karlsson. ísafirði og í Kópavogi en eru nú bæði látin. Kristinn tekur á móti gestum á afmæhsdaginn í Haukahúsinu við Flatahraun, Hafnarfirði, kl. 16-19. Kristín Jónsdóttir Kristin Jónsdóttir verkakona, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, er áttræðídag. Fjölskylda Kristín er fædd að Hafnanesi, Fá- skrúðsfirði, og ólst þar upp. Hennar maður var Óskar Ólafs- son, f. 15.8.1905, d. 23.1.1986, pípu- lagningameistari, en foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson og Aðal- heiður Jónsdóttir. Börn Kristínar og Óskars: Adolf, f. 30.11.1928, maki Ásta Vigfúsdótt- ir, þau eiga fimm börn; Jóna Guð- laug, f. 16.2.1930, hennar maður var Kristleifur Magnússon, látinn, þau eignuðust þrjú böm; Aðalheiður, f. 8.11.1934, maki Þorleifur Sigurlás- son, þau eiga fimm böm; Guðmunda Eygló, f. 1.12.1937, maki Svavar Steingrímsson, þau eiga þrjú börn; Kristín Ósk, f. 14.10.1940, maki Frið- björn Kristjánsson, þau eiga fjögur börn; Albína Elísa, f. 25.6.1945, maki Huginn Sveinbjömsson, þau eiga þijúbörn; Ólafur, f. 27.5.1944, d. 9.8. 1986, kona hans var Harpa Njáls- dóttir, þau eignuðust tvö börn; Hrefna, f. 30.4.1951, maki Kristján Ingólfsson, þau eiga þijú börn; Örn, f. 18.2.1953, maki Hulda Kjæmested, þau eiga tvö böm; Guðrún, f. 12.11. 1957, maki Almar Hjarðar, þau eiga tvö böm. Systkini Kristínar: Elísabet, maki Gunnar Bjamason; Jakobína, henn- ar maður var Andrés Sigurðsson, látinn; Anna, makiBaldur Jónsson; Bára, maki Sigurður Hjartarson; Jóhann, látinn, hans kona var Krist- ín Þórarinsdóttir; Halldór, látinn, Kristín Jónsdóttir. hans kona var Anna Erlendsdóttir; Hörður, látinn, hans kona var Elín Traustadóttir. Tvö systkina Kristín- ardóuíæsku. Foreldrar Kristínar: Jón Níelsson útvegsbóndi og Guðlaug Halldórs- dóttir, en þau bjuggu að Hafnanesi, Fáskrúðsfirði. 90 ára Sveinbjörg Halldórsdóttir, Hólmgarði 18, Reykjavík. 85 ára SiguróurGunnarsson, Laugarnesvegi 81, Reykjavík. Sólveig Einarsdóttir, Hraunbraut 1, Grindavik. Jón Þorvarðarson, Snorrabraut58, Reykjavík. Kristmundur Bjarnason, Laufási 14, Egilsstöðum. 60ára Ásgeir Kristjón Sörensen, Köldukinn 11, Hafnarfirði. Ástvaldur Kristmundsson, Vesturbergi 67, Reykjavík. Valgerður Sveinsdóttir, Bmnnum 15, Patrekshreppi. 50 ára Sigriður Sigurðardóttir, Laugamesvegi 104, Reykjavík. Dagmar Jóhannesdóttir, Fögmiúíð 17, Eskifirði. Hlöðver Jónsson, Strandgötu 41, Eskifirði. Ármann Bjarnason, Hásteinsvegi 18, Vestmannaeyjum. Rósa Gunnlaugsdóttir (á afmæli 11.11), Fannborg 1, Kópavogi. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu 10.11 kl. 15-19. Sigurður Óskarsson, Miðvangi 16, Hafnarfirði. Hilmar Reynir Ólafsson, Guhteigi 12, Reykjavík. ErlingurKristjánsson, Blómvangi 6, Hafnarfirði. Inga Sólveig Sigurðardóttir, Hraunbæ 64, Reykjavík. Inga Hansdóttir, Hveraibld 62, Reykjavík. Magnea Rann veig Þorgeirsdóttir, Laugavegi 133, Reykjavík. Björn Kristjánsson, Hólabraut 5, Blönduósi. Sigrún Þórhallsdóttir, Sniðgötu 1, Akureyri. Árni Sigurbjörnsson, Móabarði 6, Hafnarfirði. Guðmundur Pétursson, Norðurvöhum 16, Keflavík. S vanfríður Inga Jónasdóttir, Sognstúni 4, Dalvík. • ÞuríðurPétursdóttir, Heiðnabergi 6, Reykjavík. Gunnar Einarsson, Reynigrund 36, Akranesi. Þorleifur Jóhannsson, Spítalavegi 8, Akureyri. Sigurður Rúnar Sæmundsson, Öldugötu 8, Reykjavík. Óskar Þór Óskarsson, Réttarholti4, Borgarnesi. Magnea Dagmar Sigurðardóttir Magnea Dagmar Sigurðardóttir húsmóðir, Helgubraut31, Kópavogi, veröur áttatíu og fimm ára á mánu- daginn. Fjölskylda Dagmar er fædd á Skammbeins- stöðum, Holtum, Rangárvallasýslu, ogólst þarupp. Dagmar kvæntist 14.6.1931 Tóm- asi Sigvaldasyni, f. 26.12.1907, d. 11.6.1980. Foreldrar Tómasar: Sig- valdi Jónsson og Ingileif Tómasdótt- ír. Börn Dagmarar og Tómasar: Hall- dóra Erla, f. 28.9.1931, maki Stefán G. Stefánsson; Sigurður, f. 10.6.1933, d. 22.8.1990, kona hans var Valdís Ólafsdóttir, þau eignuðust fjögur böm; Inga Valdís, f. 31.8.1937, henn- ar maður var Helgi Rafn Trausta- son, látinn, þau eignuðust fimm börn; Magnea Dagmar, f. 2.11.1946, maki Rúnar Þórhallsson, þau eiga tvö böm. Systkini Dagmarar: Margrét, f. 25.2.1903, d. 23.11.1989, ráðskona; Ágústa, f. 14.2.1905, d. 30.5.1990, hennar maður var Steinberg Jóns- son; Elísabet, f. 18.11.1907, látin, hennar maður var Einar Einarsson; Ehnborg, f. 20.5.1909, maki Bjarni Jóhannsson; Lára, f. 16.6.1910, maki Karl Vilhjálmsson. Hálfbróðir, sam- mæðra: Guðmundur Árnason, f. 3.12.1913. Uppeldisbróðir: Benedikt Björnsson. ForeldrarDagmarar: Sigurður Jakobsson, f. 25.9.1877, d. 15.6.1911, bóndi, og Guðríður Þorsteinsdóttir, f. 23.8.1877, d. 22.1.1941, en þau bjuggu að Skammbeinsstöðum í Holtum. Ætl Sigurður var sonur Jakobs Hjalta- sonar, f. 19.8.1838, d. 16.6.1890, og Guðlaugar Pálsdóttur, f. 14.2.1836, d. 10.6.1937, en þau bjuggu í Neðra- Seli, Landsveit, RangárvaUasýslu. Guðríður var dóttir Þorsteins Jóns- sonar og Margrétar Runólfsdóttur en þau bjuggu í Holtsmúla í Land- sveit. Dagmar tekur á móti gestum á heimili sínu í dag (9. nóvember) kl. 15-18. Magnea Dagmar Sigurðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.