Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. Fréttir Ólafsfjörður: Verður myndaður nýr meiri- hluti í bæjarstjórninni? sjálfstæðismenn reyna að setja niður deilur sínar fyrir bæj arstj ómarfund á mánudag Það kann að ráðast á fundl bæjar- stjómar Ólafsfjarðar nk. mánudag hvort nýr meirihluti verður myndað- ur í bæjarstjórn þar eða hvort sjálf- stæðismönnum tekst að setja niður innbyrðis deilur sínar sem leiddu til þess á miðju síðasta ári að þrír af fjórum bæjarfulltrúum flokksins fengu leyfi til þess að hverfa úr bæj- arstjórninni til áramóta. Eftir síð- ustu sveitarstjómarkosningar hafa Fréttaljós Gylfi Kristjánsson v “ - - sjálfstæðismenn meirihluta í bæjar- stjóm með fjóra bæjarfulltrúa en óháðir og vinstri menn hafa þrjá full- trúa. Óskar Þór Sigurbjömsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti sjálfstæðis- manna, vildi ekkert tjá sig um málið er DV ræddi viö hann í gær. Hann sagði þó að sjálfstæðismenn hefðu verið í innbyrðis viðræðum undan- farna daga og reynt yrði að komast að samkomulagi fyrir bæjarstjórnar- fundinn á mánudag. Um möguleika á slíku samkomulagi eftir fundahöld undanfama daga vildi Óskar hins vegar ekkert segja. Bæjarstjórnar- fundurinn á mánudag er fyrst og fremst boðaður til að kjósa annan fulltrúa meirihlutans í bæjarráð, en eiginlegur bæjarstjómarfundur samkvæmt áætluner ekki á dagskrá fyrr en 14. janúar. Deilt um bæjarstjórann Út á við a.m.k. snemst deilur sjálf- stæðismannanna um bæjarstjórann Bjarna Grímsson, en þremenning- amir sem hurfu úr bæjarstjórninni á síðasta ári, Sigurður Bjömsson, Kristín Trampe og Þorsteinn Ás- geirsson, vildu að Bjarna yrði sagt upp störfum. Óskar Þór Sigurbjöms- son studdi hins vegar bæjarstjórann og þessar deilur tókst ekki að setja niður þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bjarni var borinn ýmsum sökum af þremenningunum og inn í þetta mál blönduðust einnig persónulegar deil- ur og var mikil harka í máhnu. Fengu 6 mánaða leyfi Meirihluti bæjarstjórnarinnar varð óstarfhæfur vegna þessara deilna og Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra veitti þremenn- ingunum leyfi frá störfum í bæjar- stjórn til áramóta og varamenn þeirra voru kallaðir inn. Þeir sem DV ræddi við um þetta mál nú segja að ekkert hafi gerst á því hálfa ári sem þremenningarnir hafa verið í leyfi frá bæjarstjóm sem bendi til þess að lausn sé í sjónmáli. Flest bendi til þess að engin breyting hafi orðið á stöðu málsins, harka hafi fremur aukist en hitt, og því séu litlir möguleikar á að takist að setja niður deilumar nú. Einn viðmæl- enda DV sagði reyndar að til þess þyrfti kraftaverk. Því blasi ekkert við annað en að nýr meirihluti verði myndaður í bæjarstjórninni. Óskar með vinstri mönnum? Verði það ofan á telja margir líkleg- ast að Óskar Þór Sigurbjömsson gangi til samstarfs við vinstrimenn og óháða. Sjálfur vildi Óskar Þór ekkert tjá sig um möguleika á slíku samstarfi á þessu stigi málsins. Ann- ar möguleiki, sem menn hafa rætt, er að þremenningarnir sem nú koma inn í bæjarstjómina að nýju gangi til liðs við vinstri menn og óháða og Óskar Þór yrði þá einn í minnihluta. Þriðji möguleikinn er svo auðvitað sá að sjálfstæðismenn nái sáttum innbyrðis en þeir viömælendur DV sem eitthvað vildu tjá sig um máhð töldu það þó ólíklegustu niðurstöð- una. Staða Bjarna sterk Þeir sem DV ræddi við voru sam- mála um aö staða Bjama Grímssonar sem bæjarstjóra væri sterk, og hann nyti trausts bæjarbúa. Ásakanir þre- menninganna um að hann hefði gerst brotlegur í starfi hefðu ekki átt við rök að styðjast og hann nyti áfram stuðnings meirihluta bæjarstjórnar- innar. Þar sem engrar viðhorfsbreytingar hefði orðið vart hjá þremenningun- um gagnvart Bjama væri því ekkert sem benti til þess að lausn fengist í máhð. „Það er því langsamlega lík- legast að meirihlutinn splundrist endanlega á mánudaginn og mynd- aður verði nýr meirihluti í bæjar- stjórninni sem að standi fuhtrúar vinstrimanna og óháðra ásamt Ósk- ari Þór,“ sagði einn viðmælenda DV' Frá Óiafsfirði. Fá Ólafsfirðingar nýjan bæjarstjórnarmeirihluta á næstunni eða tekst að setja niður deilur sjálfstæðismanna? Sjóvá-Almennar: Sit ekki stjórnarf undi - segir samgönguráðherra „Ég hef ekki mætt á stjómarfund hjá Sjóvá-Almennum eftir að ég í Eimskip hf. Telja margir óeðhlegt að samgönguráðherra eigi sæti í varð ráðherra. Það var tekin þessari stjóm og ráðskist jafnframt ákvörðun um það í þessari rikis- með framtíð annars skipafélags, stjorn ao vio uiKynntum ao vio störftiðum ekki sem slíkir, pao er öKipautgeroar nKisins. „Ég hef setið einn stjórnarfund herrar," sagði Halldór Blöndal StJlii V(U dUWUUI ♦ DU Cfj IIiCLU il VUJHVI : á bankaráðsfundum í Búnaðar- samgönguráðherra. bankanum, hjá stjórn stofnlána- S stjóm tryggingafélagsins Sjóvá- í Sjóvá meöan ég er ráðherra," Almennra-á síðasta aöalfundi fé- lagsir.s. Félagið á aftur stóran hlut sagði Hahdór. -JSS Akureyri: Þrettándagleði Þórs Gylfi Kiistjánssan, DV, Akureyri; Hin árlega þrettándagleði íþrótta- félagsins Þórs á Akureyri fer fram á svæði félagsins nk. mánudagskvöld og hefst kl. 20. Skemmtunin verður með hefðbundnum hætti, álfar, púk- ar, tröll, jólasveinar og ýmsar aðrar furðuvemr munu fara um svæðið og skemmta bömunum. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði og Jóhann Már Jóhannsson söngvari syngur jólin út. Þá verða álfakónur og drottning hans á svæðinu. Jólín verða kvödd með veglegri brennu og í lokin verður flugelda- sýning þar sem sýndur verður „ijóminn" af þeim vömm sem Þórs- arar vom með til sölu fyrir áramót-' in. Galvaskir strákar að leggja siðustu hönd á meistaraverkið á gamlársdag. Fjórir bátar voru í brennunni. DV-mynd Hjörvar Minni kvóti -stærri áramóta- brenna Hjörvar Siguijónssan, DV, Neskaupslað: Ein brenna var hér í Neskaupstað um áramótin. Það er af sem áður var þegar ahs staðar vom brennur að ógleymdum hasar og slagsmálum um eldiviðinn. Nú er htið um slíkt en með kvóta- sölu og úreldingu báta rættist heldur betur úr fyrir brennuvarga. Fjórar trillur, 3-5 tonna, urðu eldinum aö bráð að þessu sinni og logaði vel og lengi í þeim. Svartolía í sjóinn Mengunarslys varð við Laugames- tanga síðdegis á fimmtudaginn þegar verið var að dæla ohu við olíuskipið Kyndil. Samkvæmt upplýsingum DV urðu mistök við dæhngu til þess að um 200 htrar af svartolíu flæddu meðal ann- ars í sjóinn. Lögreglan í Reykjavík hefurrannsakaðmálið. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.