Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. 15 Tökum höndum saman Stundum rekst maður á fréttir sem eru svo sérkennilegar aö mað- ur gapir. Þannig var frá því sagt í vikunni að kona væri orðin félagi í rótarýklúbbi. Þar braut 36 ára Skagakona, vélaverkfræðingur í jámblendiverksmiðjunni, múr karlanna. Gott hjá henni. Ég er svo illa að mér í félagastarfsemi aö ég hélt að þessir karlaklúbbar heyrðu sögunni til. Að konur jafnt sem karlar sætu hlið við hlið í þessum félögum. Svo virðist þó ekki vera. Karlamir halda fast í sitt. Lítum í eigin barm Þetta finnst mér skrítið þegar komið er það herrans ár 1992. Kon- ur eiga enn á brattann að sækja og þurfa karlar að taka sig taki til þess aö breyta þessu. Öll okkar til- vist í þessu jarðlífi byggist jú á sam- stöðu og samstarfi kynjanna en ekki slag milli karla og kvenna. Flestir karlar era haldnir einhverri karlrembu og er undirritaður sjálf- sagt engin undantekning. Því verð- ur hver maður að líta í eigin barm og reyna að bæta stöðuna. Það hentar vel að taka sig taki í upp- hafi árs. Ekki má svo gleyma því að samstarf karla og kvenna er miklu skemmtilegra en karla ein- göngu. Ekki gæti ég hugsað mér að vera ár eftir ár í klúbbi með ein- tómum körlum. Ekki þori ég aö segja til um hug kvenna. Þó þykir mér trúlegt að flestar kjósi sam- starf með körlum frekar en að vera eingöngu í kvennahópi. Gleðileg tíðindi Annað vakti athygli á stöðu kvenna nú í upphafi árs. Þau gleði- legu tíðindi gerðust að kona var valin íþróttamaður ársins 1991. Ragnheiður Runólfsdóttir sund- kona er sannarlega vel að þeirri nafnbót komin. En val hennar leið- ir jafnframt hugann að stöðu kvenna í íþróttum. Aðeins ein kona hefur áður verið útnefnd íþrótta- maður ársins hér á landi frá því að íþróttfréttamenn tóku upp þennan sið fyrir 35 árum. Það eru hvorki meira né minna en 27 ár síðan kona var valin íþróttamaður ársins á íslandi. Af þeim tíu íþróttamönnum sem efstir stóðu í vah íþróttafrétta- manna var Ragnheiður eina konan. Af þeim 38 íþróttamönnum sem stig fengu í valinu voru aðeins 5 konur. Þetta sýnir að konur eiga erfitt uppdráttar á þessu sviði eins og mörgum öðram. íþróttakonur í skugga karla íþróttir kvenna vekja ekki eins mikla athygli íjölmiðla og karla- íþróttimar. Ragnheiður vék raun- ar að þessu í viðtali eftir að hún var valin íþróttamaður ársins. Þar kvartaði hún ekki fyrir hönd ein- stakra afrekskvenna í frjálsum íþróttum. Hins vegar fengju konur í flokkaíþróttum, til dæmis knatt- spymu og handknattleik, htla at- hygh. Þetta er án efa rétt. Að vísu var það handknattleikskona sem útnefnd var íþróttamaður ársins fyrir 27 árum. Af þeim fimm konum sem komast á blað núna er ein úr flokkaíþróttum, knattspymu. Þama þurfa fjölmiðlar að taka sig á. Enginn er þar undanskihnn. Nokkur bót hefur oröið á og íþrótt- ir kvenna hafa fengið meiri og betri umfjöllun og kynningu. Betur má þó ef duga skal. Útnefning Ragn- heiðar er vonandi upphaf breyttra tíma. Varðhundana vantar En fleiri mega líta í eigin barm en við fjölmiðlamenn. Stjórnvöld skutu fóstu skoti fyrir jóhn er þau skára niður barnabæturnar. Slík- ur niðurskurður hjá fólki með meðaltekjur kemur auðvitað niður á körlum en sennilega enn frekar konum. En málsvara fjölskyldu- fólks vantar. Þarna er massinn sem ekki er varinn. Það vakna engir varðhundar á þingi. Foreldrar geta ekki hótað að skila börnum sínum hkt og sjómenn hóta landsighngu. Tekjutenging barnabóta er ahs ekki óeðlileg. Sú tenging verður hins vegar að miðast við háar tekj- ur. Ekki tekjur heimila þar sem menn rétt halda í horfinu. Heimavinnandi órétti beittir Þetta minnir og á þann órétt sem heimavinnandi fólk, aðahega kon- Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri ur, er beitt. Noti makamir per- sónuafslátt þeirra nýtast aðeins 80 prósent persónuafsláttarins. Tutt- ugu prósentin, sem eftir era, falla niöur dauð og ómerk. Það var óskiljanlegt á sínum tíma aö þetta ákvæði skyldi fara í gegn á þing- inu. Þar vantaði málsvara fólksins í landinu. Hinir þröngu hagsmuna- hópar sjá um sig. Það er einnig óskiljanlegt að þetta skuh ekki hafa verið leiðrétt. Heimavinnandi fólk, aðallega konur, nýtur ekki sömu réttinda og aðrir þegnar þessa sam- félags hvað persónuafslátt skatta varðar. Því efu konur jafnt sem karlar hvött til þess að leggjast á eitt og þrýsta á löggjafarvaldið hvað þetta snertir. Konur! Látið ekki vaða yfir ykkur á skítugum skónum áram saman. Gerið eitt- hvað í máhnu og fáið karlana í hð með ykkur. Ábyrgðin mesta Eins og málum er háttað er barnauppeldi miklu frekar á herð- um kvenna en karla. Það er ábyrgðarmesta starf hvers samfé- lags að koma börnunum til þroska. Þetta starf er hins vegar gróflega vanmetið. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, vék að stöðu bama í ágætu og þörfu nýársávarpi til þjóðarinnar. í bömunum býr fram- tíðin, sagði forsetinn og hélt áfram: „Þau era stolt okkar og við þau bindum við vonir. Þegar við nú stöldrum við verða ýmsar spurn- ingar áleitnar: Veitum við börnum okkar næga athygh? Gefum við þeim nægan tíma? Næga fræðslu, næga alúð?“ Og Vigdís forseti spyr nokkra síðar: „Gerir þjóðfélagið allt sem það getur fyrir bömin? Þeirri spurningu verður því miður að svara neitandi og á ég þá ekki einungis við þau börn sem búa við auðmýkingu fátæktar og van- rækslu. Böm era víða hornreka líkt og þau ættu ekkert sameigin- legt með fullorðnum." Og enn bæt- ir forsetinn við: „Séu þau [bömin] þráfaldlega skihn eftir einsömul eða með öðram bömum einvörð- ungu, víkkar ekki sjóndeildar- hringur þeirra og árin færa þeim ekki eðlilegan þroska. Ef viö, hin fuilorðnu, sinnum ekki þörfum barna okkar, eigum við ekki á góðu von þegar þau era vaxin úr grasi og þurfa að sinna skyldum sem lagöar era á þegna sjálfstæðrar þjóðar." Þetta er viturlega mælt og mætti verða þeim sem þyngja róður barnafjölskyldna nokkur áminn- ing. Opnum lokaða klúbba Á þingi hefur Kvennalistinn um- fram ýmsa aðra beitt sér í málefn- um kvenna og bama. Það er vel. Áhrif hstans hafa þó verið minni en efni hafa staðið til. Þar geta kon- umar að nokkru kennt sjálfum sér um. Þær voru ekki tilbúnar til starfa í ríkisstjóm þegar færi gafst. Galh Kvennahstans er hins vegar sá að hann útilokar karla. Engin boðleg rök eða neyðarréttur er fyr- ir þessari einangran kvennanna. Menn gagnrýna með réttu lokaða karlaklúbba. Konur eiga ekki að taka upp sama hahærislega hátt- inn. Þær eiga að berjast með körl- um til framfara en ekki einar sér. Þess vegna er Kvennahstinn tíma- skekkja á árinu 1992 og hlýtur að breytast. Baráttumál hstans standa fyrir sínu en konurnar ná þeim ekki fram nema í samstarfi við karlana. Því verður að opna þenn- an flokk ef hann á ekki að deyja drottni sínum. Karlar verða að fá að starfa með konum að þessum málefnum og komast til áhrifa inn- an þessa flokks, kjósi þeir það. Með sama hætti verða konur sjálfar og með aðstoð karla að komast til áhrifa innan annarra stjórnmála- flokka. Eðlilegur munur Samvinna og jafnræði kynjanna er af hinu góða og að því skal stefnt. Með því er alls ekki sagt aö allir séu eða eigi að vera eins. Konur eru konur og karlar era karlar. Ekki skal dregið úr þeim eðlilega mun sem aðskilur kynin. Konur verða vonandi áfram kvenlegar og karlar sýna þeim væntanlega viðeigandi riddaraskap þegar það á við. Tökum höndum saman á nýja árinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.