Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. Kormákur Baltasar leikur Rómeó í Rómeó og Júlíu: Það er reynslan sem gerir mann að leikara „Það er náttúrlega mjög gott að fá tækifæri svona fljótt eftir að maður útskrifast úr Leiklistarskól- anum en um leið eru gerðar geysi- lega miklar kröfur til manns. Of stórum tækifærum má líkja við „dauðakossinn". Það getur orkað tvímælis að fá strax mjög stór hlut- verk,“ segir Baltasar Kormákur, Rómeó í leikriti Þjóðleikhússins, Rómeó og Júlíu. Baltasar leikur einnig hlutverk í Kæru Jelenu og ævintýraleikritinu Búkollu. Baltasar útskrifaðist úr Leiklist- arskóla íslands fyrir hálfu öðru ári. „Ég var formaður Herranætur í MR og lék þar á móti Halldóru Björnsdóttur (Júlíu) í Oklahóma og Náðarskotinu. Þar kynntist ég leikstjórunum Viðari Eggertssyni og Þórhildi Þorleifsdóttur og hvöttu þau mig bæði til að halda áfram á leiklistarbrautinni. Sú hvatning hjálpaði mér að taka ákvörðun _um að sækja um inn- göngu í Leiklistarskólann." Neyðarár Baltasar segir að þegar hann út- skrifaðist hafi aðstæður í íslensku leikhúslífi verið mjög sérstakar. „Það var svokallað neyðarár í Þjóðleikhúsinu sem var lokað fyiri hluta ársins vegna viðgerða. Ég byrjaði að starfa hjá Egg-leikhús- inu og Alþýðuleikhúsinu en þar lék ég í leikritinu Kela þó sem fór í alla skólana. Um haustið fór ég að æfa fyrir Pétur Gaut og var með í þeirri sýningu. Þá var ég með í „fjölmiðlasýningunni" Ráðherra kiipptur og síðan Búkollu. í haust var mér boðinn árssamningur hjá Þjóðleikhúsinu og hef verið með í Kæru Jelenu og svo í Rómeó og Júlíu. Það hefur þannig sífellt verið að bætast við verkefnaskrána eftir aö ég útskrifaðist." Tækifæri til aó sýna ásér ólíkarhliðar Enn sem komið er hefur Baitasar fengið prýðilega dóma fyrir leik sinn. „Það eru náttúrlega alltaf skiptar skoðanir um frammistöðu leikara. Það er óumflýjanlegt að verða fyrir slæmri ganrýni í starfi sínu sem leikari og það skilur leikhúsfólk yfirleitt betur en margir aðrir. En sem betur fer er það leikhúsfólkið sem ræður í hlutverkin en ekki almenningur. Þótt maður sé hengdur fyrir frammistöðu sína á opinberum vettvangi getur maður þó haldið höfði innan stéttarinnar." - Hvemig kanntu við þau hlutverk sem þú fæst við í Kæru Jelenu og Rómeó og Júlíu? „Þetta eru mjög ólík hlutverk og það er einmitt mjög gott. Það er nauðsynlegt að fá tækifæri til að sýna á sér fleiri en eina hlið. Það er leiðinlegt að lenda í að leika allt- af sömu rulluna eins og óhjá- kvæmilega hendir suma unga leik- ara. Sem stendur leik ég reyndar í þremur hlutverkum, Kæm Jelenu, Rómeó og Júlíu og ævintýraleikrit- inu Búkollu. Ég er í fyrsta skipti á ævinni að leika í þremur leiksýn- ingum samtímis og það er mikil reynsla." - Nú em mikil átök í Jelenu og síðan kemur erfiður og bundinn texti Shakespeares. Ertu ekki úr- vinda að leika í þessum leikritum? „Þetta er búið að vera mjög strembið haust en ég er að venjast þessu núna.“ - Nú em kynslóðaskipti smám saman að eiga sér stað í leikhúsinu. Hvernig hefur ungum leikara eins og þér verið tekið? „Ég get sagt það heils hugar að eldri leikararnir hafa tekið okkur afskaplega vel. Þáð á við um alla, burtséð frá því hvaða afstöðu hver og einn hefur til leiklistarinnar. Þama er mikið af góðu fólki.“ Fyrstu kynni afleiklist - Varstu mikið í leiklist þegar þú varst krakki? „Nei. Ég byrjaði ekkert að fást við leiklist fyrr en á Herranótt í MR. Ég byrjaði að smíða leikmynd og dansa í Oklahóma í 4. bekk í MR. Þá var ég með í Náðarskotinu, sem sýnt var í Broadway, og Hús- inu á hæðinni. Ég lék á móti Hall- dóru í Náðarskotinu og Oklahóma. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kynntist leiklistinni af einhverri alvöru en ég hafði kynnst henni meira úr fjarlægð í gegnum föður minn, Baltasar listmálara." Baltasar Kormákur segir alveg óráðið hvað hann geri í framtíð- inni, segir það koma í ljós. Hann hefur látið til sín taka utan leik- hússins. Hefur hann verið að leika í kvikmyndinni Veggfóður sem frumsýnd verður í vor. „Þetta er mynd sem framleidd er við afar þröng fjárráð. Þaö er mjög spennandi að taka þátt í ýmsum verkefnum utan leiksviðsins. Ég hef unnið í sjónvarpi og útvarpi og flnnst gaman að spreyta mig á sem ílestu." Á margt eftir ólært Baltasar segir mjög gaman að taka þátt í straumhvörfum sem eru að eiga sér stað í leikhúsinu þar sem ungir leikarar eru að hasla sér vöU. „Mann langar að vera með í að gera lifandi leikhús. Þessi leikrit, sem ég hef verið með í, hafa gengið tiltölulega vel og allt gott um það að segja. En með nýju fólki verða eðlilega einhverjar breytingar sem gaman er að taka þátt í. Annars geri ég mér engar grillur. Ég sem persóna er enginn stór áhrifavald- ur í leikhúslíflnu en sem heild mynda yngri leikarar sterkan hóp sem mun óhjákvæmilega hafa áhrif." Baltasar tekur undir það að hann hafi verið heppinn að komast strax í góð hlutverk eftir skóla en hann lítur samt mjög raunsætt á sjálfan sig sem leikara. „Þótt maður hafi verið heppinn og gengið vel hingað til kemur ekki almennilega í ljós fyrr en eftir um tíu ár hveijir verða í raun leikarar. Það er auðvitað mjög gott að fá tækifæri en maður verður að vera raunsær. Eins og stendur er leik- arastarfið fyrir mér eins og fram- hald af skólanum. Þessi tvö ár sem atvinnuleikari hafa veriö mér mesti skólinn. Ég lærði margt í Leiklistarskólanum en það er fyrst og fremst starfsreynslan sem gerir mann að leikara og ég á svo sannar- lega margt ólært ennþá.“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.