Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. 39 IðflHÍ ' í ; ■ .■■■■■"■,■ ■: \‘ 'j ■ ■ ■ i. i ....................................... Trimin Mikilvægt að hafa leiðbeinanda „Héma er tækjasalur og íþrótta- kennari sem leiðbeinir. Reyndar er íþróttakennarinn ekki við allan daginn og rétt að það komi fram en það þarf að panta fyrsta tímann og þá er kennarinn meö. Þá er far- ið í gegnum allt prógrammið með leiðbeinanda og það tel ég mjög mikilvægt. Því þá veit viðkomandi að hann er að gera rétt. • Mánuðurinn hjá okkur kostar kr. 3000 og ég efast um að það sé ódýr- ara annars staðar. Sundlaugin er í sama húsi og það þarf að borga sér fyrir aðgang að henni en þar em ljósabekkir, gufa o.þ.h. En sé vikið aftur að þessum fyrsta tíma þá stendur hann yfir í u.þ.b. klukku- stund og þá er farið yfir ástand við- komandi. í kjölfarið fær viðkom- andi prógramm sem hann eða hún fer síðan eftir. íþróttakennarinn er í salnum alla morgna kl. 9-12 og 16-19 á þriðju- dögum, miðvikudögum og fimmtu- dögum. Hér er annars opið frá 8-20.30 alla virka daga og 10-16 á laugardögum. Auk tækjanna em teygjuæfingar á imdan og eftir en við emm ekki með sérstaka leik- fimi,“ sagði Helga Marteinsdóttir, ritari í Heilsuræktinni á Seltjarn- amesi. Prógramm fyrir allan líkamann „Við emm með tækjasal, nudd- pott, ljós og gufu en bjóðum ekki upp á leikfimi sem stendur. Þetta er fyrst og fremst tækjasalur og svo er auðvitað gott pláss til að gera teygjuæfingar og þess háttar. Mán- aðarkortið hjá okkur kostar kr. 3700. Við opnum sjö á morgnana, þrjá daga vikunnar, og tíu hina dagana en opið er til tíu á kvöldin. Á laug- ardögum er opið 10-16 en lokað er Þá er enn eitt árið að baki og nýtt ár að byija sitt skeið. Um síðustu áramót hafa væntanlega einhverjir stigið á stokk og heitið sjálfum sér og öðrum að taka sér tak í ákveðn- um efnum. Því sem ekki var hrint í framkvæmd á síðasta ári skal al- deilis komið í verk á því nýja. Fyrirheitin em auðvitað eins misjöfn og mennimir era margir en trimmsíðan styður auðvitað all- ar góðar fyrirætlanir og ekki síst þær sem stuðla að betra og heil- brigðara lífemi. Þeir sem hafa sinnt líkamanum eins og vera ber em hvattir til að gera það áfram og þeir sem ætla sér að fara af stað á nýju ári, fá baráttukveðjur um að allt fari nú sem best. Það er reyndar með síðartalda hópinn í huga sem trimmsíðan hafði samband við nokkrar líkams- ræktarstöðvar og kannaöi hvað væri í boði. Hringt var af handa- hófi á nokkra staði á höfuðborgar- svæðinu og kannað hvað biði þeirra sem vildu huga að likaman- um. Fyrir þann sem vill æfa í ná- grenni við heimili sitt eða vinnu- stað er einfaldast að fletta upp í símaskránni til að sjá hvar líkams- ræktarstöðvamar era. Þetta gildir ekki bara um höfuðborgarsvæðið því umræddar stöðvar er að finna um land allt og því er engin afsök- un fyrir því að sitja heima og koðna niður! á sunnudögum. Leiðbeinendur eru hér allan daginn og þeir láta byij- endum í té prógramm við hæfi og hjálpa þeim að fara í gegnum það. Þetta er prógramm fyrir allan lík- amann og svo eftir nokkrar vikur er það tekið til endurskoðunar og viðkomandi fær nýtt prógramm ef ástæða þykir til,“ sagði Asdís Sig- urðardóttir, þjálfari í Líkamsrækt- inni í Kjörgarði í Reykjavík. Nú er tíminn til að standa við fyrir- heitin um að huga að líkamanum. Þeir sem hafa sinnt því vel til þessa halda því auðvitað áfram. fyrir þá sem vilja sinna líkamanum Verð á mánaðarkortum er misjafnt og eins það sem er innifalið. Gerið því samanburð og finnið það sem hentar ykkur. Mikið er lagt upp úr réttri leiðbeiningu og flestar ef ekki allar líkamsræktarstöðvar hafa menntað fólk á sínum snærum. Þolfimi og hip-hop „Við bjóðum upp á Body Culture, sem eru nokkurs konar megrunar- bekkir en þetta er líka mjög gott fyrir þá sem eru með vöðvabólgu o.þ.h. Við erum líka með sal þar sem boðið er upp á þolfimi, hip-hop og bama-djass m.a. Þetta er það sem er aðallega boöið upp á auk þess sem að sjálfsögðu er hægt að fara í ljós og gufu. En tækjasal er- um við ekki með. Hip-hop er töluvert frábrugðinn þolfimi en í því fyrmefnda má segja að sé dansað eftir samnefndri mús- ík og þetta höfðar fyrst og fremst til unghnga en það síðartalda á við um miklu stærri hóp. Tiu tíma kort í Body Culture kostar kr. 4600 og sem dæmi um árangurinn get ég nefnt aðila sem A E R O B I C Skráningarstaðir: Reykjavík: Suzuki bílar hf., Gym 80, Stúdíó Jónínu og Ágústu, Ræktin og World Class. Kópavogur: Alheimskraftur Hafnarfjörður: Hress Keflavík: Líkamsrækt Önnu Leu og Bróa, Æfingastúdíó og Perlan Akureyri: Dansstúdíó Alice ísafjörður: Studio Dan Framboð i likamsræktarmálum er mikið og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. missti 5 kíló á slíku tímabili og minnkaði mittismálið um 46 sentí- metra. Gert er ráð fyrir að þeir sem fara í bekkina komi þrisvar í viku. Tíu tímar í þolfimi kosta kr. 3490 og jafnmargir tímar í hip-hop kr. 3200,“ sagði Gunnar Oddsson, starfsmaður í Heilsusport í Kópa- vogi. -GRS Nýtt ár og ný fyrirheit: Ýmsir valkostir í boði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.