Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. 35 verður ofan á - segir Ragnheiður Runólfsdóttir, íþróttamaður ársins „Eg held nú að Skaginn verði ofan á. Það er búið að bjóða mér framkvæmdastjórastööu og þjálf- un hjá sundfélaginu hérna,“ sagði sunddrottningin Ragnheiður Run- ólfsdóttir og íþróttamaður ársins 1991 í viðtali við helgarblaðið rétt áður en hún hélt aftur til Banda- ríkjanna í gær þar sem hún er við nám. Ragnheiður hefur ekki bara fengið tilboð um þjálfunarstarf á íslandi að loknu námi heldur einn- ig í Bandaríkjunum og Kanada. Skagamenn, sem ekki vilja missa sunddrottninguna sína, tóku á móti Ragnheiði með flugeldasýningu er hún kom heim í foreldrahús á fimmtudagskvöld eftir að hún hafði verið kjörin íþróttamaður ársins. „Það var eins og forsetinn væri á ferðinni. Götunni, sem hús foreldra minna stendur við, haföi verið lok- að með lögreglubíl og bæjarstjóm- in og stjórnir íþróttafélaganna voru í móttökunefndinni sem ég held næstum að hafi samanstaðið af helmingi Skagabúa. Mér bárust heillaóskir, blóm og peningagjafir." Æfir sex klukku- stundir á dag í Bandaríkjunum taka við strang- ar æflngar, allt að sex klukku- stundir á dag. Ragnheiður setur markið hátt, þjálfarinn hennar seg- ir að hún eigi möguleika á að verða ein af átta bestu á ólympíuleikun- :: ;.y -xf:. Ragnheiður Runólfsdóttir, sunddrottning og íþróttamaður ársins 1991, hefur keppt í sundi í fimmtán ár. Hér hampar hún heiðursverðlaununum. DV-mynd Brynjar Gauti * ' 5 V\ >> 'jMÆ í h, J' . Jt' um í Barcelona í sumar. En hvenær hefur Ragnheiður tíma fyrir íþróttalífeðhsfræðina sem hún er að læra í háskólanum í Alabama? „Það þarf að skipuleggja tímann vel. Ég vakna yfirleitt kortér yfir fimm á morgnana og syndi um tvo til tvo og hálfan tíma áður en skól- inn byijar. Eftir skólann fer ég í þrekæfingar á milli klukkan tvö og þijú, síðan er sundæfing til klukk- an hálfsex. Þá er að koma sér heim og fá sér næringu og síðan tekur lestur við, oft til miðnættis. En ég á frí frá æfingum á sunnudögum og þeir eru þá oft notaðir til að bæta upp lesturinn því auðvitað koma dagar inni á milli þegar mað- ur getur ekki annað en farið snemma í rúmið.“ Boðin skólavist Það var á ólympíuieikunum í Seoul 1988 sem þjálfarinn Don Gambril bauð henni að koma og æfa hjá sér í háskólanum í Alab- og uppihald og frí skólagjöld. Auk þess fær hún fríar ferðir heim til íslands. En sambýhsmaður Ragn- heiðar, Óskar Þór Adolfsson, sem er að læra næringarfræði, þarf að greiða fyrir sig eins og aðrir náms- menn. Ragnheiður segir Alabama ekki vera vinsælt fylki meðal Banda- ríkjamanna og því sækist náms- menn ekki eftir því að stunda nám þar. Mikið kynþáttahatur er ríkj- andi í fylkinu. „En það hefur alltaf verið mikið íþróttastórveldi í há- skólanum mínum. Hér er byggð hver stórhöllin eftir aðra. Við græðum svo mikið á fótboltanum, við erum með eitt besta liðið í Bandaríkjunum. Hér er völlur sem tekur 75 þúsund manns í sæti og við fyllum hann auðveldlega. Það er gríðarlega mikill peningur sem kemur inn við það og það lítur út fyrir að hægt verði að borga völlinn upp á tveimur árum.“ Ragnheiður leggur áherslu á það hversu dýrmæta reynslu hún hafi Sunddrottningin á góðu skriði. ama þar sem hún ráðgerir að ljúka námi í vor. „Ég bætti mig í öllum greinum en var nú ekki nema í kringum 20. sætið. En hann hefur séð góðan efnivið í mér.“ Gambril er núna orðinn yfirmað- ur allra íþrótta í háskólanum en núverandi þjálfari Ragnheiðar er Johnty Skinner sem er frá Suður- Afríku. Hann er einn af fremstu sundþjálfurum Bandaríkjanna, að því er Ragnheiður segir. „Hann setti heimsmet í 100 metra skrið- sundi en það var ekki viðurkennt þar sem hann var frá Suður-Afríku. Hann fékk heldur ekki að keppa á ólympíuleikum." Ragnheiður telur að hann geti orðið aðstoðarþjálfari bandaríska ólympíuhðsins en það fer eftir því hversu mörg stig hans fólk fær á úrtökumótinu fyrir ólympíuleik- ana. Í skólanum eru nú þegar þrjár stelpur í bandaríska ólympíulið- inu. Þama eru einnig stelpa frá Puerto Rico, strákur frá Venesúela, annar frá Brasilíu. Auk þess er þarna strákur frá Svíþjóð. „Við er- um sem sagt nokkur þarna sem keppum fyrir okkar þjóð á ólymp- iuleikunum í Barcelona." Alltfrítt Ragnheiði var boðið frítt húsnæði fengið í Bandaríkjunum. Hún hafi getað keppt á móti mörgum af þeim bestu í heiminum. Langelst hér heima Fyrir leikmann hljómar það und- arlega þegar Ragnheiður, sem er 25 ára, lýsir því yfir að hún ætli að hætta æfingum að loknum ólympíuleikunum. „Ég er langelst í sundinu hér heima. Yfirleitt hætt- ir sundfólk keppni fyrir og um tví- tugt. En þetta er nú að breytast úti í heimi með nýjum þjálfunarað- ferðum. Áður var fólk oft búið að vera um tvítugt. Það voru ýmiss konar meiðsli sem hijáðu það. Að- alkeppinautur minn hérna heima, Guðrún Ágústsdóttir, hætti til dæmis mjög snemma svo ég hef eiginlega þurft að keppa við klukk- una. Núna eru margar bringu- sundsstelpur á toppnum úti í heimi að keppa alveg undir þrítugt þann- ig aö eg er ekkert gömul á alþjóð- legum markaði. Aðspurð um hvað taki við eftir ólympíuleikana svarar Ragnheið- ur: „Lífið. Ég fer bara að vinna og líklegast á Skaganum til að byija með. En ég kemst alltaf út þegar ég vil, ég hef það góð sambönd." -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.