Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. 13 Svarta höndin ógnar á ný - ein af mörgum leynilegum samtökum í Serbíu Þann 28. júní 1914 voru austurríski erkihertoginn Frans Ferdinand og eiginkona hans myrt á götu úti í Sarajevo í Bosníu af serbneska námsmanninum Gavrilo Princip. Það voru viðbrögð Austurríkis- manna við morðinu á Ferdinand sem leiddu til þess að heimsstyxj- öldin fyrri skall á. Námsmaðurinn sem myrti Ferd- inand tilheyrði hryðjuverkasam- tökunum „Svarta höndin“ sem mynduð voru árið 1911. Samtökin börðust gegn hemámi Tyrkja og Austurríkismanna á serbnesku landssvæði. í Serbíu starfar nú fjöldi leyni- legra samtaka og hafa nokkur þeirra tekið upp nöfn gamalla sam- taka, eins og til dæmis nafnið Svarta höndin. Ekki hefur fengist staðfest hvaða samtök stóðu á bak við líflátshótunina sem utanríkis- ráðherra íslands, Jóni Baldvin Hannibalssyni, barst í vikunni en í ágúst á síðasta ári hótaði Svarta höndin austurrískum og þýskum sendiráðsstarfsmönnum í Ottawa í Kanada. Þýska utanríkisráðuneyt- ið og það austurríska lýstu því yfir að þau litu alvarlegum augum á hótanirnar. Bæði þýsk og austur- rísk yfirvöld höíðu sýnt samhug með sjálfstæðisbaráttu Króatíu og Slóveníu. Óttast Fjórða ríkið Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Þýskalands, hafði reitt serbneska leiðtoga til reiði með því að biðja Evrópubandalagið um að íhuga viðurkenningu á sjálf- stæði Króatíu og Slóveníu og refsi- aðgerðir gegn Serbum. Serbar eiga bitrar minningar frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar þegar Þýska- land lagði Serbíu imdir sig og fas- istar voru við völd í Króatíu. Ymsir þeirra telja að Þjóðveijar séu að hjálpa Króötum við að setja á lag- girnar „Fjórða ríkið“. Svarta höndin hótaði einnig sprengjutilræði gegn kauphöllinni í Vín í Austurríki í ágúst síðastliðn- um og í sama mánuði bárust hótan- ir gegn sendiráði Austurríkis í Lissabon í Portúgal og í Belgrad í Júgóslavíu. Engar af þessu hótun- um hafa verið framkvæmdar og enginn Serbi hefur enn viðurkennt að vera í samtökunum Svarta höndin. Króatar svöruðu Króatísk samtök svöruðu hótun- um Svörtu handarinnar í ágúst síð- asthðnum með því að hóta sendi- herra Júgóslavíu í Kanada, sem er Serbi, lífláti. Fullyrt er að yfirvöld í Serbíu hafi reynt að fá Serba sem flutt hafa úr landi til hðs við sig. Fjöldi Serba er í Norður-Ameríku og í Ástrahu. Einn af þeim Serbum sem áhtnir eru hættulegir hlaut þjálfun í ástralska hernum. Hann er nú á flótta undan lögreglunni í Melbo- ume. Tveir félagar í írska lýðveld- ishemum, IRA, em sagðir hafa leiðbeint honum um framkvæmd hermdarverka. ar mihi þjóðanna á Balkanskaga sem tilheyrðu ólíkum menningar- heimi og iðkuðu ólík trúarbrögð. Það komst heldur engin ró á þegar Stöðugir árekstrar Öldum saman hafa orðið árel Það var Tító sem tók völdin í Júgóslaviu er seinni heimsstyrjöldinni lauk. Móðir Títós var Slóveni en faðir hans Króati. Tító var vel kunnugt um ólguna sem kraumaði undir niðri en hann bældi hana niður með harðri hendi. heimsstyijöldinni fyrri lauk og búið var th konungdæmi Serba, Króata og Slóvena. Króötum og Slóvenum fannst þeir tilheyra Vestur-Evrópu að hluta tíl. Þeir voru einnig betur staddir efnahags- lega heldur en Serbar og önnur þjóðarbrot í austur- og suðurhlut- um landsins. Króatar og Slóvenar hafa alltaf barist fyrir mesta mögulega sjálf- stæði, alveg eins og í dag. Og Ser- barnir hafa alltaf lagt áherslu á að ekki mætti sundra sambandsrík- inu Júgóslavíu. Marga Serba hefur einnig dreymt um Stór-Serbíu sem réði yfir öllum nágrannaþjóðun- um. Konungurinn myrtur í lok þriðja áratugarins, í kjölfar nokkurra pólítiskra morða á króöt- um, sá Alexander konungur, sem var Serbi, ástæðu til þess lýsa yfir einræði. Árið 1934 var hann myrtur þegar hann var á ferðalagi í Mar- seille Frakklandi. Morðinginn starfaði fyrir fasíska hreyfingu sem var í myndun í Króatíu. Markmið hreyfingarinnar var að „frelsa Króata frá harðstjórn Serba.“ Þegar Júgóslavía dróst inn í seinni heimsstyijöldina urðu árekstrarnir enn harðari. Króatía varð ásamt Bosníu og Herzegóvinu fasistaríki undir stjórn Ante Pavlic. Þýskaland og Ítalía skiptu Slóveníu á mhli sín. Þýskaland tók eitt Serb- íu en Búlgaría notaði tækifærið og tók Makedóníu. Ungverjaland lagði undir sig nokkur svæði í norðri. Allt reif þetta upp sár sem enn verið gagnslíth. Að láta forseta ríkjanna skipta á milh sín forsæti í forsetaráðinu eitt ár í senn hafði það í fór með sér að ekki reyndist unnt að takast á við vandann. Deilurnar í Júgóslavíu hafa frem- ur verið trúarlegar og af þjóðemis- legum toga en pólítískum. Slóvenar og Króatar í norðri eru rómversk- kaþólskir, Serbar eru grísk- kaþólskir og Bosníumenn, Make- dóníumenn og Albanir játa flestir íslamstrú. Þjóðimar tala heldur ekki sama tungumál og nota ekki sama letur. Serbar og Makedón- íumenn nota kýrhhskt letur en Króatar og Slóvenar latneskt letur. í MYRKRI OG REGNI eykst áhættan verulega! Um það bil þriðja hvert slys í umferðinni verður i myrkri. Mörg þeirra í rigningu og á blautum vegum. RÚDUR ÞURFA AÐ VERA HREINAR. UÉUMFERÐAR Uráð r r Heyrðu r r hafa ekki gróið. í Króatíu er tahð að um sjö hundmð þúsund manns hafi verið tekin af lífi, flestir Serbar og gyðingar. Undirharðri hendiTítós Það var skæruhðaleiðtoginn Tító sem tók völdin þegar stríðinu lauk. Tekin var ákvörðun um landamæri sex ríkja og tveggja sjálfsstjómar- héraða. Út á við leit Júgóslavía út eins og eitt ríki þó svo að ágreining- ur hafi enn verið mikhl. Faðir Títós var Króati og móðir hans Slóveni og sjálfur gerði hann sér vel grein fyrir ólgunni sem kraumaði undir niðri. Honum tókst hins vegar að bæla hana niður með harðri hendi. Stjómarskráin sem hann skhdi eftir sig þegar hann lést 1980 hefur Hip-hop 10 vikna námskeið fyrir alla aldurs- hópa! Innritun er hafin! ifld1 Dagný Björk danskennari DSÍ-DÍ-ICBD Simar 642535 - 641333

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.