Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. JANIJAR 1992. Blaðberi óskast í Reykjahverfi í Mosfellsbæ. Upplýsingar í síma 666858, Unnur. F YLLIN G AREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu verði. Gott efni, lítil rýmun, frostþoliö og þjappast Ennfremur höfum viö fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. b&qím&wm Sævarhöföa 13 - sími 681833 fyrir nokkur umferðarlagabrot: Umferöarráö vekur athygli á nokkrum neöangreindum sektarfjárhæöum, sem eru samkvæmt leiöbeiningum ríkissak- sóknara til lögreglustjóra frá 22. febrúar 1991 Akstur gegn rauðu Ijósi - allt að 7000 kr. Biðskylda ekki virt “ 7000 kr. Ekið gegn einstefnu “ 7000 kr. Ekið hraðar en leyfilegt er “ 9000 kr. Framúrakstur við gangbraut “ 5000 kr. Framúrakstur þar sem bannað er “ 7000 kr. „Hægri reglan'1 ekki virt “ 7000 kr. Lögboðin ökuljós ekki kveikt 1500 kr. Stöðvunarskyldubrot - allt að 7000 kr. Vanrækt að fara með ökutæki til skoðunar « 4500 kr. Öryggisbelti ekki notuð “ 3000 kr. MJÖG A.LVARLEG OG ÍTREKUÐ BROT SÆTA DÓMSMEÐFERÐ. FYLGJUM REGLUM - FORÐUMST SLYS! yUMFERÐAR F ■ 'RAÐ Nauðungaruppboð á eftirtalinni eign fer fram í skrifstofu embættisins að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, á neðangreindum tíma: Braut, Reykholtsdalshreppi, þingl. eig. Jón Sighvatsson og Kristjana Markúsdóttir, fimmtudaginn 9. janúar 1992 kl. 10.00.. Uppboðsbeiðandi er Búnaðarbanki íslands. SÝSLUMAÐUR MÝRA- OG BORGARFJARÐARSÝSLU Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins að Bjamarbraut 2, Borgarnesi, á neðangreindum tíma: Amarklettur 1, Borgamesi, þingl. eig. Ólaíúr Þór Jónsson, fimmtudaginn 9. janúar 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeið- andi er innheimtumaður ríkissjóðs. Björk, Reykholtsdakhr., þingl. eig. Jón Pétursson og fl., fimmtudaginn 9. janúar 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeið- endur em innheimtumaður ríkissjóðs, Búnaðarbanki íslands og Gísb Kjart- ansson hdl. Borgarvík 24, Borgamesi, þingl. eig. Guðmundur Pétursson, fimmtudaginn 9. janúar 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeið- andi er Veðdeild Landsbanka íslands. Brákarbraut 7, Borgamesi, þingl. eig. Eggert Hannesson og fl., fimmtudag- inn 9. janúar 1992 kl. 10.00. Uppboðs- beiðandi er Lögmannsstofan sf. Böðvarsgata 12, n. h., Borgamesi, þingl. eig. Þorkell P. Valdimarsson, fimmtudaginn 9. janúar 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Sigríður Thorlac- ius hdl. Heyholt, spilda nr. 41, Borgarhreppi, þmgl. eig. Jón Magnússon, fimmtu- daginn 9. janúar 1992 kl. 10.00. Upp- boðsbeiðandi er Lögmenn sf. Hvítárbakki 3, Andakflshreppi, þingl. eig. Jón F. Jónsson, fimmtudaginn 9. janúar 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeið- endur em Veðdeild Landsbanka ís- lands og Sigríður Thorlacius hdl. Kveldúlísgata 15, Borgamesi, þingl. eig. Ágúst Guðmundsson, fimmtudag- inn 9. janúar 1992 kl. 10.00. Uppboðs- beiðandi er Iðnlánasjóður. Mávaklettur 3, Borgamesi, þingl. eig. Torfi Karlsson, fimmtudaginn 9. jan- úar 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur em Sigurður I. Halldórsson hdl. og Lagastoð hf., málflutningsstofa. Skúlagata 19, Borgamesi, þingl. eig. Jón H. Óskarsson, fimmtudaginn 9. janúar 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeið- endur em Veðdeild Landsbanka Is- lands og Lögfræðistofan Lögvísi sf. Spilda úr landi Indriðastaða, Skorra- dalshreppi, þingl. eig. Viggó Pálsson, fimmtudaginn 9. janúar 1992 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Sigríður Thorlac- ius hdl. SÝSLUMAÐUR MÝRA- OG BORGARFJARÐARSÝSLU Matgædingur vikunnar DV ] Fyl 11 ta rl kj ú kl ii iga - bringur og grísalundir Matgæðingur vikunnar að þessu sinni er Þorvarður Óskarsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu. Þorvarður, sem starfað hefur við matseld síðan 1976, segist hafa jafn- gaman af því að elda hversdagsmat heima hjá sér og veislumat. Þar sem konan hans vinnur einnig vaktavinnu skipta þau með sér matseldinni og er hann því „öllu“ vanur. Áhugann á matargerðarlist kveðst hann hafa fengið þegar hann var í sveit sem barn. Hann þurfti að hjálpa til í eldhúsinu eins og aðrir og þar með var framtíðin ráðin. Þorvarður segir einfoldustu upp- skriftirnar vera bestar og hér kem- ur ein slík, að því er hann fullyrð- ir. Uppskriftin er fyrir fjóra. Fylltar kjúklingabringur og grísalundir 4 stk. úrbeinaðar kjúklingabring- ur, ca 400 g 400 g grísalundir 150 g spínat 'A camembert Þorvarður Óskarsson, matgæð- ingur vikunnar. salt og pipar ólífuolía Kjúklingabringurnar eru barðar þunnt og kryddaðar. Spínatið er saxað og látið krauma á pönnu ásamt camembertostinum. Kælt. 1 msk. af spínati látin á hverja kjúkl- ingabriHgu, henni rúllað upp og vafið m/seglgarni. Grísalundirnar skomar í sneiðar og kryddaðar, brúnaðar í ólífuolíu á vel heitri pönnu og bakaðar í 180 gráða heit- um ofni í ca 10 mínútur. Borið fram með humarsósu, steiktum kartöfl- um og grænmeti. Humarsósa 200 g humarskeljar 1 lítill laukur Vi paprika smásellerí, gulrætur I dl ijómi II vatn 1 hvítlauksgeiri 3 msk. tómatmauk salt og pipar ólifuolía cayennepipar (lítið) Humarskeljarnar eru brúnaðar- vel í olíu í potti. Grænmetinu bætt út í ásamt hvítlauknum og tómat- maukinu. Vatninu hellt út í og soð- ið niður um helming. Sigtað og þykkt m/smjörbollu, kryddað og rjómanum bætt út í. Má bragðbæta með koníaki. Þorvarður ætlar að skora á fyrr- um starfsfélaga sinn, Elmar Krist- jánsson, sem hann segir vera sér- lega góðan kokk. -IBS Hinhliðin Sá fallegasta karl- manninn um jólin - segir Gyða Dröfn Tryggvadóttir sjónvarpsþula Gyöa Dröfn Tryggvadóttir er ein nýju þulanna sem kynna dagskrá Sjónvarpsins og er þar af leiðandi oft í viku inni á teppi hjá fólki. Gyða Dröfn byrjaði sem þula 1. október síðastliðinn. Hún segist ekki fmna neitt fyrir „frægðinni" þar sem fólk þekki sig eiginlega ekki eins og hún er í raunveruleik- anum. Gyða Dröfn vinnur annars sem dagskrárgerðarmaður á rás 2,- hefur gert það frá því í júní 1989. Það er Gyöa Dröfn sem sýnir á sér hina hliðina í dag. Fullt nafn: Gyða Dröfn Tryggva- dóttir. Fæðingardagur og ár: 20. apríl 1963. Maki: Enginn. Börn: Tinna, 7 ára. Bifreið: Ég ek um á Daihatsu Charade, árgerð 1988. Starf: Dagskrárgerðarmaður á rás 2 og þula hjá Sjónvarpinu. Laun: Þau eru mismunandi, fara eftir því hve mikið ég vinn. Áhugamál: Ég á mörg áhugamál en sinni fæstum almennilega. Þaö er erfitt að draga einhver sérstök út úr. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef ekki fengið nema tvær tölur réttar. Reyndar gaf mágur minn mér einu sinni sinni seðil þegar hann hafði fengið fjórar tölur réttar en ég ekki nema tvær. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að vera með skemmtilegu fólki. Hvað finnst þér leiðinlegast að Gyða Dröfn Tryggvadóttir. gera? Að vaska upp eftir matargerð og bakstur. Uppáhaldsmatur: Hangikjöt með uppstúi, kartöflum og rauðkáli. Og svo má ekki gleyma að blanda sam- an malti og appelsíni. Uppáhaldsdrykkur: ískalt kók. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Valdimar Grímsson, af því að hann er vinur minn. Uppáhaldstímarit: Ég get ekki nefnt neitt sérstakt. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Það eru til svo margir fallegir karlmenn. Ég held ég hafi séð þann fallegasta annan í jólum (engin nöfn nefnd). Ertu hlynnt eða andvig ríkisstjórn- inni? Andvíg. Hvað persónu langar þig mest til að hitta? Mig hefði langað til að hitta Gandhi. Uppáhaldsleikari: Kevin Costner. Uppáhaldsleikkona: Glenn Close. Uppáhaldssöngvari: Hinn 16 ára gamli Andrew Streong úr mynd- inni The Commitments. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi Bjöm er í mestu uppáhaldi þessa dagana. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hermann. Uppáhaldssjónvarpsefni: Taggart. Hann er svo skemmtilega ósvífinn náungi. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Frekar and- víg. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég svík ekki lit. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég held ég sleppi að svara þessari. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Ingólfs- kaffi. Upáhaldsfélag í íþróttum: Gerpla. Þar lærði ég að standa á höndum. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að vera sátt við sjálfa mig eins og ég er. Hvað gerðir þú í sumarfriinu? Ég fór í mjög góða ferð til Amsterdam. Hins vegar er alveg óráðið hvað ég geri í sumar. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.