Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 18
18____________________________________________________________________ Veiðivon dv TVeir góðir í Grímsey Fyrir skömmu síðan voru þeir Charles E. Cobb, sendiherra Banda- ríkjanna, og Orri Vigfússon, formað- ur Alþjóðalaxakvótanefndarinnar, staddir í Grímsey, eða nánar tiltekið á sjálfum norðurhehnskautsbaug. Þar afhenti sendiherrann myndar- lega fjárhæð í laxakvótasjóðinn frá sér og konu sinni. Þau hjón hafa ver- ið iðin við að styðja fjölmörg málefni á íslandi og hafa aukið mjög öll tengsl íslands og Bandaríkjanna á sviði við- skipta, menningar og lista. Cobb sendiherra er á nú á förum heim til Bandaríkjanna til að stjórna kosingabaráttu Bush forseta og Orri er á leið til Dublin til að fá írsku stjór- ina tíl að hætta reknetaveiðum á laxi í írlandshafi. -G.Bender Charles E. Cobb og Orri Vigfússon takast i hendur á norðurheimskaust- baug fyrir fáum dögum. 1 i M, ■r 1 Jffl *Æk I 1 pl m SiSr 1118 Það styttist í heimsmeistaramótið í dorgveiði í Kanada i febrúar en á myndinni er landslið Finnlands tilbúið í dorgveiðina. DV-mynd Stefán T Ennþávantar einn dorgara í liðið Þessa dagana er leitað ljósum log- um að einum dorgara á heimsmeist- aramótið í dorgveiði í Kanada. En eins og DV hefur greint frá eru komnir Qmm í liðið. Það væri kannski ekki verra að fá einn Reyk- víking í það. Þó svo ísland keppi á þessu heims- meistararmóti er ekki þar með sagt að dorgveiðimenn hérlendis geti rennt fyrir fiska. Tíðarfarið hefur komið í veg fyrir það. Veiðifélagið Ós áfram með Svartá Veiðifélagið Ós verður áfram með Svartá í Húnvatnssýslu en ekki Blöndu eins og í fyrra. Fyrir Svartá borgaðu Ósarar sama verð og í fyrra, 3,8 milljónir. Veiðin í Svartá hefur verið döpur hin síðari árin og kom- inn tími til að áin nái sér á strik. -G. Bender LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. ÞjóðarspaugDV Skuldlaus Húnvetnskur bóndi reiö eitt sinn til kaupstaðar og sagði dap- urlegaviðallaþá sem á vegi hans urðu: „Nú er ég daufur þvi ég er skuldugur við guð og rnenn," ; Ená heimleiðinni var fas bónd- ans allt annað og því sagði hann við hvern þann er hann mætti: „Nú er ég glaður. Nú er ég skuldlaus við guð og menn. Ég tók víxil og borgaöi." Rjómatertumar Karl einn, sem bæði var mikill matmaður og sælkeri, sóttist mjög eftir því að vera í sem flest- um veislum og erfidrykkjum. Var það sagt að ekki nægöi honum þaö eitt er hann gæti komið ofan i sig á slíkum stundum og þvi ætti hann það til að láta ýmislegt renna niður i vasa sina þegar lít- ið bæri á. Einhveiju sinni, þegar rætt var um kaffibrauð, sagði áðurnefndur karl: „Ég felli mig nú eiginlega við allt kaffibrauö, hverju nafni sem það nefnist en mér er eiima minnst gefiö um rjómaterturnar þvi þær fara svo bölvanlega með vasana. Enn í neðri deild Guðmundur Hagalin þótti með afbrigðum slyngur áróðursmað- ur í kosningum. Einhverju sinni, er hann var að vinna á móti kosningu Jóns Auðuns Jónssonar á ísafirði, átti hann tal við gamla konu þar í bæ sem alltaf haföi kosið Jón. Sú gamla hrósaði Jóni mjög og haföi Hagalín sig lítið í frarami til að mótmæla þvi Er konan haföi lok- ið loíræðu sinni um Jón sagði Hagaiín: „Þetta er nú víst allt satt um störf Jóns hér heima fyrir en hann er þó augljóslega ófær þing- maður. Hann er búinn að vera þingmaöur svona lengi og er þó enn í neðri deild.“ Þessu gat konan ekki mótmælt og taldi með öOu ófært að halda áfram að kjósa slikan fuUtrúa á þing. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni tii hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimiiisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: SHARP stereo ferðaútvarpstæki með kas- settu að verðmæti kr. 6.380 frá Hljómbæ, Hverfisg. 103. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.941. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Á elleftu stundu, Falin markmið, Flugan á veggnum, Leik- reglur, Sporlaust. Bækumar era gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 136 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað þrítugust og fjórðu getraun reyndust vera: 1. Borghildur Baldursdóttir Laxagötu 2, 600 Akureyri 2. Sjöfn Þórðardóttir Heiðarbrún 3,415 Bolungarvík Vinningamir verða sendir heim. Heimilisfang:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.