Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. 37 Iþróttir unglinga „Það þarf líka að lyfta þó að maður sé hlaupari.“ ég aö stíla allt inn á þá braut aö standa mig sem allra best í keppni - og því þá ekki aö brosa?“ Erfitt að ná árangri heima „Veðurfarið á íslandi er mjög erfitt fyrir frjálsar íþróttir. Flest af okkar fremsta íþróttafólki hefur því æft og keppt aö mestu leyti erlendis. í Ge- orgiu, til dæmis, getur maöur alltaf stílað upp á gott veöur. Á íslandi er þetta ekki hægt og er mér efst í huga landsmót ungmennafélaganna, sem fór fram í Mosfellsbæ í fyrra, þá var veörið afleitt. Samt er hægt að ná árangri hér heima eins og Marta Ernstdóttir hefur sannaö okkur í langhlaupunum.“ Æfi alla daga „Ég æfi núna alla daga vikunnar, tvisvar á dag, og þegar ekki er keppni þá æfum við svona 13 sinnum í viku. Yfir sumariö æfum við minna en aft- ur á móti er þá mikið keppt. Þaö er algengt aö tfi boða séu svona 3-4 hlaup um hveija helgi og er þaö mjög gott. Ég er búin að skipta um æfingagr- úppu núna. Ég var í langhlauparagr- úppu síðastliðið ár en fer nú, ásamt Margréti, yfir í millivegalengdir, 800 og 1500 metrana. Ég og þjálfarinn minn ákváðum að prufa hvernig það kæmi út því að sprettimir eru styttri og snarpari í styttri vegalengdunum. Vonandi á þetta betur við mig.“ Kann vel við Ameríkana „Ég kann mjög vel við Ameríkana. Það er mjög létt að eignast kunningja í skólanum. En mjög nána vini held ég að sé ekki mjög auðvelt að eign- ast. Þeir eru mjög opnir og spyrja mann um margt og vilja vita allt um ísland. Þeir verða mjög spenntir þeg- ar heyrist að maður er frá íslandi. Sumir halda, í alvöru, að við búum í snjóhúsum og að ísbirnir gangi um göturnar sem er náttúrlega alveg furðulegt. Annars líkar mér dvölin ytra mjög vel og kann vel við skólakerfið. Það skiptir til að mynda afar miklu máli að standa sig vel bæði í námi og íþróttum. Góð frammistaða þýðir nefnilega hærri námsstyrk - og mað- ur er í raun að vinna fyrir sér þarna.“ Ólympíudraumur „Nei. Ég vil helst ekki setja mér nein takmörk hvaö tíma varðar. Ég gera mitt besta hverju sinni og reyni að ná eins góðum tímum og mögu- legt er. Draumurinn er að sjálfsögðu að komast á næstu ólympíuleika og keppa fyrir ísland. Þaö yrði mikill heiður og get ég kannski viöurkennt að það sé takmark sem ég hef stílað inn á. Annars er þetta meira sem draumur og hann blundar hjá öllum þeim sem íþróttir stunda. Ég þarf að hlaupa 1500 metrana á 4:10,00 mínútum sem er ólympíulág- mark fyrir leikana í Barcelona, sem verða haldnir í ágúst á þessu ári, en minn besti tími er 4:22,95 mínútur. Ég held að þetta geti orðið ansi erf- itt. En ég reyni samt eins og ég get. Ef það tekst ekki núna þá er bara að láta sig dreyma um ólympíuleikana 1996 sem verða haldnir í Atlanta í Bandaríkjunum. Það þýðir ekkert að gefast upp.“ Allir skellihlógu „Samkeppnin er orðin geysihörð í frjálsum íþróttum og miklir peningar í húfi. Ef íþróttamaður neytir lyíja getur hann aukið álagið til muna og framfarir því orðið mjög örar. En það hefnir sín síöar meir á kostnað heil- sunnar. Ég hef farið í 3 lyfjapróf hér á ís- landi með tveggja tÚ þriggja vikna millibili og var gert mikiö grín að því vegna þess að útlit mitt bendir nú ekki beint til þess að ég noti lyf. Ég hef, sem betur fer, aldrei orðið vitni að lyfjanotkun íslenskra íþrótta- manna. Ég held að það sé mjög lítið um það ef þá nokkuð. Það er mikið barist gegn lyfianotk- un í Bandaríkjunum núna og til marks um það get ég nefnt að í byij- un hvers skólaárs eru alltaf tekin lyfiapróf á okkur og látin fara í ræki- lega læknisskoðun.“ Fríða Rún Þórðardóttir hefur átt heima í Mosfellsbæ síöan hún var 6 ára en átti áður heima í Reykjavík. Hún fór snemma að æfa og keppa fyrir Aftureldingu í Mosfellsbæ. Uppáhaldsgreinar hennar eru 800 og 1500 metra hlaupin. Hún hefur þó einnig lagt stund á 3.000 metra hlaup. Islenskir þjálfarar hennar hafa verið þeir Jón Sverr- isson, Steindór Tryggvason, Guð- mundur Sigurðsson og Ólafur Unnsteinsson. Bestu tímar henn- ar í þessum hlaupum eru eftirfar- andi: 800 m hlaup.............2:13,43 mín. 1500 m hlaup............4:22,95 mín. 3.000mhlaup........9:37,00 mín. Svolítil hjátrú „Ég tel mig ekki vera neitt sérstak- lega hjátrúarfulla en þó verða ákveðnir hlutir að vera í lagi. Mín aðalhjátrú er kannski að koma vel undirbúin, andlega og líkamlega til keppni og við mamma tölumst alltaf rældlega við fyrir hlaup. Hún peppar mig mikið upp ef þarf og róar mig ef ég er taugaóstyrk. Öll fiölskyldan hugsar sterkt til mín þegar hún veit að ég er að keppa úti og mamma klæðist alltaf ákveðnum bol sem ég gaf henni í fyrra og gefst hann mjög vel.“ Önnur áhugamál „Maöur hefur mikið að gera í námninu og íþróttunum en þetta er spuming um skipulag. Mér finnst mjög gaman að ferðast og þá sérstak- lega um ísland. Einnig les ég ósköpin öll af bókum. Músíkin höfðar einnig mjög sterkt til mín. Ég var að læra á píanó en varö að slá því á frest sökum tímaskorts. Píanóið verður þvi að bíða betri tíma. Mér finnst einnig ákaflega gaman aö fara á diskótek og fá dansútrás. Ég er nefnilega með hálfgerða dansdellu. Það er alltaf gaman að læra eitt- hvað nýtt og mig þyrstir í fróðleik. Enda held ég að kennararnir, sumir hverjir, úti séu stundum dálítið þreyttir á öllum spumingunum sem ég læt dynja á þeim. Mér finnst mjög gaman að tala við fólk og heyra skoð- anir þess.“ íslenski maturinn bestur „íþróttafólk þarf að hugsa ofsalega mikið um hvað það lætur inn fyrir varirnar. Mér finnst íslenski matur- inn vera langbestur. Maður fær ekki jafngóðan mat úti í Bandaríkjunum. íslenski maturinn er einfaldur og maður veit hvað maður er að borða og óþarfi að hræðast eftirköst. Mér finnst þetta mjög mikið atriði og tel að almenn fræðsla í sambandi við mataræði ætti að koma í veg fyrir að fólk leiddist út í slæmar matar- venjur." Vörumerkið er bros Lokaspurningin: - Fríða, hvert er þitt vömmerki? „Ætli það sé ekki að brosa sem oft- ast. Það gefur mér orku og vonandi öðrum," sagði Fríða Rún að lokum og brosti breitt. Foreldrar Fríðu Rúnar eru hjónin Jóna Þorvarðardóttir skrifstofumaö- ur og Þórður Eiríksson trésmiður. DV þakkar Fríðu fyrir spjallið og óskar henni velgengni á hlaupa- brautinni og vonandi rætist sú ósk hennar sem fyrst aö fá aö keppa fyr- ir íslands hönd á ólympíuleikum. -Hson INNANHÚSS- 95 ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir,. vegg- klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Eg óska án skuldbindingar að fá scndan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Heimilisfang ........................................ Akademisk Brevskole Jyllandsvej 15 • Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1992. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins ,,að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verð- mæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefurtekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Frið- lýsingingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndar- ráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varð- veislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverð- mæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbót- arstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau." Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 1992. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðs- stjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í slma (91) 699600. Reykjavík, 31. desember 1991 Þjóðhátíðarsjóður Tilboð óskast i neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum: MMC Space Wagon 1990 Honda Civic 1990 Toyota Hiluxe D Cap 1990 Suzuki Fox 1988 Saab 9000 1987 Ford Fiesta 1987 Mazda 626 1986 VWGolf 1985 Subaru 1800st. 1984 Mazda 323 1982 Lada 1500 1985 Honda Accord 1981 Fiat Uno 1988 Toyota Carina st. 1980 Daihatsu Charade 1980 Lada Samara 1986 Skoda120 1986 BMW320Í 1988 Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 6. janúar 1992 í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. VERND GEQN VA TRVGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI 621110

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.