Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. 55 Bridge Merkasti atburður síðasta árs: Þegar íslendingar urðu heims - meistarar í bridge Um áramót líta metm gjarnan til helstu atburða liðins árs og hvað bridgefólk varðar er enginn vafi að sigur íslendinga á heimsmeistara- mótinu í Japan var merkasti at- burðurinn. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir hve stórkostlegt af- rek strákanna var þegar þeir skák- uðu mörgum bestu bridgeþjóðum heimsins, milljónaþjóðum, sem sendu sína bestu atvinnuspilara á vettvang. Raunar verður gaman að fylgjast með heimsmeisturunum í náinni framtíð þegar þeir munu spila á hinum ýmsu boðsmótum sem gjarnan bjóöast þeim bestu í hverri grein. Guðmundur og Þorlákur hafa raunar riðið á vaðið þegar þeir tóku þátt í sterku boðsmóti á Ítalíu í nóvember sl. Þeim félögum gekk ekki sem skyldi, fengu afleita byrj- un en enduðu um miðju þegar yfir lauk. Næsta stórmót heimsmeistar- anna er Staatenbankmótið í Hol- landi og þar á eftir Sunday-Times stórmótið sem gjarnan hefir verið nefnt hið óopinbera heimsmeist- aramót í tvímenningi. Bæði þessi mót eru spiluð seinni hluta janúar- mánaðar. Við skulum nota tækifærið og skoða eitt spil frá erfiðasta leik ís- lendinga í Japan, eðaundanúrslita- leiknum við Svía. N/A-V * 9 ¥ G 5 ♦ Á 10 9 6 5 4 3 + 754 Það var hátíðleg stund þegar landslið íslendinga i bridge stóð á verð- launapalli í Japan í október. DV-mynd ÍS Bridge * D G 10 6 2 V D 8 7 2 ♦ D + D 9 6 N V A S * 753 V 10 9 3 ♦ K87 + K832 * Á K 8 4 ¥ Á K64 ♦ G 2 + Á G 10 í opna salnum sátu n-s Nilsland og Fallenius en a-v Jón og Aðal- steinn. Svíarnir komust vandræða- laust í besta geimið: Stefán Guðjohnsen Norður Austur Suður Vestur pass pass 1 lauÞ 1 spaði pass 2spaðar dobl pass 3tíglar** pass Stíglar pass pass pass * 14 + hápunktarogýmsarskiptingar ** Uppbyggjandi svar (2 gr. væru nei- kvætt svar) Nilsland gaf aðeins slag á lauf og trompslag og fékk 600. Á hinu borðinu sátu n-s Þorlákur og Guðmundur en a-v Morath og Bjerregard. Guðmundur fann ekki besta geimið en hann bætti fyrir það með ágætu úrspili, raunar má segja að hann hafi unnið spilið með „drottningargrikk": Norður Austur Suður Vestur 2 lauf* * pass 2 grönd pass 3tíglar pass 3grönd pass pass pass * Fjöldjöfull Vestur spilaði út spaðadrottningu og Guðmundi leist ekki á blikuna. Fimm tíglar gætu verið upplagðir, meðan iilmögulegt var að koma auga á fleiri en 6-7 slagi í þremur gröndum. Til þess að gera eitthvað gaf hann spaðadrottninguna og vestur hélt áfram með spaðatíu. Guðmundur drap, spilaði tígulgosa og þegar drottning nr. 2 birtist gaf hann slag- inn til þess að varðveita samgöngu- leið við blindan. Vestur á nú erfitt með útspil og hann reyndi lítið hjarta. Gosinn í blindum fékk slag- inn og Guðmundur notaði innkom- una til þess aö spila laufi og svína tíunni. Drottning nr. 3 birtist frá vestri og hann spilaði aftur hjarta. Guðmundxu kannaði nú tígulinn, vestur henti spaða, drepið á ás og laufagosa svínað. Þegar hann hélt tók Guðmundur laufás og hjarta- kóng og sendi vestur inn á drottn- ingu nr. 4, hjartadrottninguna. Þar með var „drottningargrikkurinn“ fullkomnaður og einungis eftir að bíða eftir tveimur síðustu slögun- um á K-9 í spaða. Reykjayíkunnót í sveitakeppni Reykjavíkurmót í sveitakeppni er nú um það bil að Bridgefélag V-HÚnvetnÍnga hefjast en fyrsti spiladagur í keppninni er 6. janúar. o o o Spilað verður mánudaginn 6. janúar, miðvikudaginn 8. janúar, fimmtudaginn 9. janúar, laugardaginn 11. janúar, sunnudaginn 12. janúar, miðvikudaginn 15. jan- úar og laugardaginn 18. janúar. Fyrsti varadagur er sunnudagur 19. janúar og annar varadagur er miðviku- dagurinn 22. janúar. Spilamennska hefst klukkan 19.30 alla virka daga og klukkan 13.00 helgardagana. Áætlað er að spila tvo leiki á virkum dögum en þrjá leiki að helgum. Spilaðir verða 16 spila leikir, allir við alla og fyrirframgefin spil. Spila- gjald verður kr. 16 þúsund á sveit. Keppnisstjóri og reiknimeistari verður Kristján Hauksson. Bridgefélag Húnvetninga Starfsemi Bridgefélags Húnvetninga hefst með eins kvölda tvímenningi þann 8. janúar. Næsta keppni fé- lagsins veröur síðan aðalsveitakeppni og er skráning þegar hafin í þá keppni. Skráningarsími er hjá Valdi- mar í síma 37757. Aðalsveitakeppnin hefst miðvikudag- inn 15. janúar. Spilastaður hjá Bridgefélagi Húnvetn- inga er í Húnabúð í Skeifunni og eru allir velkomnir sem vilja vera með. Spilamennska var með íjörugra móti í desembermán- uði hjá Bridgefélagi Vestur-Húnvetninga og spilaðar eins kvölds jólakeppnir. Þriðjudaginn 3. desember var spilaður eins kvölds jólatvímenningur og úrsht urðu þessi: 1. Karl Sigurðsson-Kristján Björnsson 71 2. Hallmundur Guðmundsson-Konráð Einarsson 70 3. Eggert Ó. Levý-Steinunn Hlöðversdóttir 69 Þriðjudaginn var spiluð eins kvölds jólahraðsveitar- keppni og þar voru Karl og Kristján aftur sigursælir: 1. Sveit Karls Sigurðssonar 55 2. Sveit Konráðs Einarssonar 37 3. Sveit Einars Jónssonar 32 Síðasta spiladaginn fyrir jól, 17. desember, var spilaður jólaeinmenningur. / 1. Unnar Atli Guðmundsson 68 2. Eggert Ó. Levý 67 3. Elías Ingimarsson 59 4. Einar Jónsson 57 4. Steinunn Hlöðversdóttir 57 -ÍS Það voru 600 til íslands og spilið féfi. Gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir gömlu. freeMMs. MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900 EFST A BAUGI: ISLENSKA ALFRÆÐI ORDABÖKIN mjólk: hvítur eða gulleitur vökvi sem myndast í mjólkurkirtlum kvenspen: dýra; næring ungviðis fyrst eftir fæð- ingu; inniheldur einkum vatn, fitu, prótín, mjólkursykur (laktósa), stein- efni, vítamín og mótefni. Efnasam- setning m er breytileg eftir dýrateg. Móðurmjólk (brjóstamjólk) er 87,4% vatn, 2,0% prótín, 3,8% fita, 6,5% mjólkursykur og 0,3% sölt. m hrein- dýra inniheldur 22,5% fitu. Kúamjólk er um 87% vatn, 3,4% prótín, 4,0% fita, 4,8% mjólkursykur og 0,8% sölt, m.a. kalk og fosfór. í kúamjólk er auk þess sítrónusýra, ensím og vítamín, einkum A- og B-vítamín. Neyslu- mjólk er fitusprengd og gerilsneydd. Sjá einnig broddur. t DAe 1DT í D Ae FM90.9TFM10H.2 AÐALSTÖÐIN AÐAtSTRÆTI 16 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 62 15 20 LAUGARDAGUR 04.01.92 Kl. 9 AÐALATRIÐIN Aðalatriði úr þáttum vikunrtar eru rifjuð upp. Kl. 13 REYKJAVÍKUR- RÚNTURINN Umsjón Pétur Pétursson. Kl. 15 GULLÖLDIN Umsjón Sveinn Guðjónsson. Kl. 17 BANDARlSKI SVEITA- SÖNGVALISTINN Umsjón Erla Friðgeirsdóttir: -ÁMORGUN- Kl. 13 SUNNUDAGUR MEÐ MEGASI Umsjón Megas. Kl. 22 I EINLÆGNI Umsjón Jónína Benedikts- dóttir. Aöalstöðin þín RÖDD FOLKSINS - GEGN SIBYLJU Veðnr Á morgun verður sunnan- og suðaustankaldi eða stinningskaldi. Víða snjðkoma sunnan- og austan- lands en að mestu úrkomulaust á Norður- og Norð- vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki sunnan til á land- inu en heldur kaldara annars staðar. Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri alskýjað -5 Egilsstaðir snjókoma -6 Keflavikurflugvöllur snjókoma -2 Kirkjubæjarktaustur skafrenning- -5 Raufarhöfn snjóél -7 Reykjavík snjóél -3 Vestmannaeyjar snjókoma -2 Bergen slydda 4 Helsinki alskýjað 7 Kaupmannahöfn alskýjað 7 Ústó skýjað 8 Stokkhólmur skýjað 10 Þórshöfn skýjað 4 Amsterdam mistur 5 Barcelona rykmistur 10 Berlin léttskýjað 5 Chicago súld 4 Feneyjar þokumóða 3 Frankfurt heiöskírt 3 Glasgow rigning 6 Hamborg skýjað 6 London skýjað 11 LosAngeles skýjað 14 Lúxemborg þokumóða -2 Madrid skýjað 9 Maiaga léttskýjað 16 Mallorca hálfskýjað 15 Montreal mistur -7 New York alskýjað 6 Nuuk snjókoma -7 Oriando þoka 14 Paris alskýjað 2 Róm þokumóða 12 Valencia mistur 13 Vín heiðskírt 10 Winnipeg þokumóða 0 Gengið Gengisskráning nr. 1. - 3. janúar 1992 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 55,920 56,080 55,770 Pund 104,210 104,508 104,432 Kan. dollar 48,637 48,776 48,109 Dönskkr. 9,3802 9,4070 9,4326 Norsk kr. 9,2659 9,2925 9,3183 Sænsk kr. 10,0072 10,0358 10,0441 Fi. mark 13,4407 13,4791 13,4386 Fra. franki 10,6876 10,7181 10,7565 Belg. franki 1,7721 1,7772 1,7841 Sviss. franki 40,9176 41,0346 41,3111 Holl. gyllini 32,3845 32,4772 32,6236 Þýskt mark 36.4894 36,5938 36,7876 ít. líra 0,04829 0,04843 0,04850 Aust. sch. 5,1819 5,1967 5,2219 Port. escudo 0,4154. 0,4166 0,4131 Spá. peseti 0,5743 0,5759 0,5769 Jap. yen 0,44964 0,45093 0,44350 Irskt pund 96,825 97,103 97,681 SDR 79,8269 80,0553 79,7533 ECU 74,3177 74,5303 74,5087 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 3. janúar seldust alls 38,039 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Blandað 0,111 45,00 45,00 45,00 Karfi 0,213 41,00 41,00 41,00 Keila 2,363 55,86 46,00 56,00 Langa 0,543 77,00 77,00 77,00 Lúða 0,143 489,83 430,00 560,00 Lýsa 0,018 65,00 65,00 65,00 Steinbítur 0,275 69,21 40,00 76,00 Steinbítur, ósl. 0,037 81,00 81,00 81,00 Þorskur, sl. 19,331 118,80 93,00 123,00 Þorskur, ósl. 3,541 116,22 90,00 119,00 Undirmál. 1,906 81,36 30,00 96,00 Ýsa,sl. 3,348 151,90 127,00 164,00 Ýsa, ósl. 6,210 138,11 135,00 150,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 3. janúar seldust alls 3,308 tonn. Smáþorskur, ósl. Smáýsa, ósl. Lúða, fros. Ýsa, ósl. Þorskur.ósl. 0,019 0,124 0,022 2,972 0,167 30,00 30,00 30,00 60,00 60,00 60,00 400,00 400,00 400,00 102,03 80,00 124,00 92,22 91,00 97,00 séðir í umferð- ■nni semnota endurskins- merki UMFERÐAR RAÐ «i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.