Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. V Sviðsljós 17 Marie og Paul Gillon með dætur sínar Jenny og Kendru, átta og þriggja ára gamlar. Patricia Monami með syni sína, Bobby og Carl, sex og tveggja ára, sem nú koma bara í heimsókn til móður sinnar. N ágrannarnir skiptust ábömum Það þykir fátt betra en eiga góða nágranna. Það er ekki amalegt að geta fengið lánaða sláttuvél ná- grannans eða bara rabbað við hann um daginn og veginn. En hjónin Paul og Marie Gillon í Belgíu gengu lengra. Þau höfðu alltaf óskað eftir því að eignast syni en þau eignuðust bins vegar tvær indælar dætur. Nágranni Gillon- hjónanna, Patricia Monami, átti tvo syni en hún öfundaði eiginlega GUlonhjónin. Hana hafði nefnilega alltaf langað til að eignast dætur. Það voru aðeins þrjú hús á milli fjölskyldnanna og þær höfðu þekkst í um það bil tvö ár þegar Marie Gillon spurði Patriciu einn daginn hálfpartinn í spaugi hvort þær ættu að skipta um böm. Patric- iu leist strax vel á hugmyndina og þar með var máhð orðið að einni undarlegustu ættleiðingu í heimi. Belgísk yfirvöld tóku vel í máhð og eftir á hafa þau haldið því fram að þetta sé báðum fjölskyldunum fyrir bestu. Það var í júlí sem fjöl- skyldurnar létu vita af ósk sinni og eftir rannsókn yfirvalda skrif- uðu fjölskyldurnar undir nauðsyn- leg plögg í lok september. Fulltrúi belgískra yfirvalda sagði að ættleiðing væri ailtaf alvarlegt mál en eftir nákvæma rannsókn komust yfirvöld að því að um góða lausn væri að ræða í þessu tilfelli. Börnin hefðu það ágætt og foreldr- arnir sömuleiðis. Gillons-hjónin segjast hafa rætt máhð fyrst við börnin og þeim hafi Utist mjög vel á hugmyndina. Núna búa því tveir synir Patriciu, Bobby og Carl, hjá Marie og Paul GiUon. Dætur GiUon-hjónanna, Jenny og Kendra, hafa í staðinn flutt til Patriciu. RAUNÁVÖXTUN Á KJÖRBÓK ÁRIÐ1991 VAR 4,06-6,03% YFIR 30.000 KJÖRBÓKAR- EIGENDUR FENGU ÞVÍ GREIDDAR 3.237 MILUÓNIR ÁÁRINU Kennslustaðir: Auðbrekka 17 og "Lundur” Auðbrekku25 Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar dagana 2. - 6. jan. kl. 13 -19 í síma: 641111. Kennsluönnin er 18 vikur, og lýkur með balli. Samkort j _r FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Innstæöa á Kjörbókum er nú samtals rúmir 27,5 milljarðar. Hún er því sem fyrr langstærsta sparnaöarform í íslenska bankakerfinu. Ástæöan er einföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun. Ársávöxtun áriö 1991 var 12,01-14,14%. Raunávöxtun á grunnþrepi var því 4,06%, 16 mánaða þrepið bar 5,44% raunávöxtun og 24 mánaða þrepið 6,03%. Kjörbókareigendur geta þess vegna nú sem fyrr horft björtum augum fram á viö fullvissir um að spariféð muni vaxa vel á nýju ári. Kjörbók er einn margra góöra kosta sem bjóöast í RS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans. Landsbankinn óskar landsmönnum vaxandi gæfu og góös gengis á árinu 1992. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.