Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. 19 Hvað segja spákonur um árið 1992?: Gott sumar og hneyksli hjá prestum - Manchester United kaupir íslenskan knattspymumann Völvan og Amy Engilberts sjá að reynt verði að bola Jóni Baldvini úr formennskustól hjá krötum. Spádóma völvanna fyrir komandi ár er alltaf beðið með töluverðri eftirvæntingu um hver áramót. Spádómar þeirra falla þó ekki ailtaf í jafn frjóan jarðveg þar sem sumir leggja mikinn trúnað á orð þeirra meðan aðrir hrista höfuðið yfir þessari „vitleysu". Hver sem við- horf manna kunna að vera virðast flestir þó vilja vita hverju er spáð um nánustu framtíð. Sá áhugi er alls ekki bundinn við íslendinga. Frændur okkar á Norð- urlöndum bíða spenntir eftir spá- dómi íslensku völvunnar fyrir hver áramót. Til merkis um mikilvægi hans segir fulitrúi norrænu frétta- stofunnar Ritzau hér á landi að völvuspá fyrir komandi ár sé eina verkefnið sem hann megi alls ekki gleyma. Falla stjórnarslit og nátt- úruhamfarir og aðrir stóratburðir alveg í skugga völvuspárinnar á þeim bænum. DV leit á spádóma tveggja völva fyrir næsta ár en þeir hafa birst í hérlendum tímaritum. í Vikunni birtist spá óþekktrar völvu en í Nýju lífi spáir Amy Engilberts um atburði nýhafins árs. Þjóöarsátt og bankablús Báðar völvurnar sjá fram á tölu- verða spennu í upphafi ársins þar sem átök um kjaramál verða fyrir- ferðarmikil. Völva Vikunnar spáir að vegna fyrirsjáanlegs atvinnu- leysis, sem skelli á okkur af meiri þunga en áður hefur þekkst, veröi samið um þjóðarsátt. Launafólk muni þó ekki kunna verkalýðsleið- togum neinar þakkir fyrir og munu þeir því eiga í vök aö veijast. Báðar völvur sjá fram á miklar breytingar í efnahagslífinu, sam- þjöppun í bankakerfinu. Amy er almennari í spá sinni og segir að einn íslenskur banki verði að draga saman seglin meðan Vikuvölvan nefnir íslandsbanka sérstaklega. Þá segir sú síðamefnda að Búnað- arbankinn verði ekki seldur á ár- inu, Seðlabankinn verði allsráð- andi í stefnumótun peningamála og Landsbankinn fái stærra hlut- verk í fjármálaheiminum hér en nokkur bankastofnun. Völvan segir að nokkur verð- bréfafyrirtæki muni leggja upp laupana á árinu og tiltrú fólks á hlutabréfaviðskiptum minnki stór- lega. Þá segir hún að eignarhlutföll í nokkrum íslenskum stórfyrir- tækjum muni raskast töluvert. Amy sér fram á samþjöppun byggðar en Völvan fram á mikinn samdrátt hjá Byggðastofnun. Jóni Baldvini bolað frá? í póhtíkinni sjá báðar völvur fyr- ir krísu í stjómarsamstarfinu og spennu innan stjórnarflokkanna. Hvorug spáir að stjómin fahi en vinsældir hennar dvíni og að stjómarandstaðan verði skeinu- hætt. Innan Alþýðuflokksins spá völv- ur að þrengt verði að Jóni Baldvini á árinu en flokksþing krata er í haust. Völvan segir að reynt verði að bola Jóni úr stöðu sinni en án árangurs. Guðmundur Ámi Stef- ánsson muni gera tílkah th for- mennsku og Amy segir að plottað verði gegn Jóhönnu Sigurðardótt- ur, það plott sé jafnvel hafið. Jó- hanna muni þó komast heh úr því makki og jafnvel eiga samstarf við Jón Sigurðsson eða Guðmund Áma. Árið verði Jóni Sigurðssyni þó erfitt. Völvan spáir þó að álmál- ið komist á skrið og að álver rísi endanlega á Keihsnesi. Amy fjallar ekki sérstaklega um Sjálfstæðisflokkinn en Völvan seg- ir að ráðherrar flokksins muni standa á bak við formanninn þegar upp kemst að hann eigi í leyiúleg- um viðræðum við áhrifamenn inn- an EB. Völvan segir stjómarandstöðuna verða sterka en sundraða en Kvennalistinn verði þar dragbítur. Muni kvennahstakonur leita eftir samstarfi við harðskeyttari konur. Snjófarg og sumarblíða Amy fer almennum orðum um að fjölskyldan verði mikhvægari en áður, að steinsteypan muni víkja fyrir mannghdinu. Það kunni að verða vegna þess að konur verði meira heima en áður. Unghnga- vandamál verði í brennideph. Af einstökum málum er af nógu af taka í spádómum Völvunnar en Amy er varfærnari og mun al- mennari í sínum spám. Völvan talar um mikh snjóalög og einangrun byggðarlaga á Vesur- landi í upphafi árs en Amy talar um sérlega gott veður í júní, ágúst og september. Amy spáir jarðskjálft- um á árinu og næstu sjö árum og að Suðurlandsskjálftinn riði yfir fyrir aldamót. Meiri háttar eldgos segir hún ekki verða fyrr en 1995. Blað-ekki blað Amy segir nýtt dagblaö heíja út- komu sína á árinu en Völvan segir það ekki gerast, hvað sem síðar veröi. Amy spáir hneyksh í tengslum við einhveija opinbera stofnun, elliheimhi eða sjúkrahús og að hehsufar þjóðarinnar verði ekki sérlega gott þar sem sjúkdómar, sem rekja megi th streitu og álags, heiji á fólk. Skandalar og vín í kjörbúðum Völvan er thtölulega nákvæm í spám um menn og málefni, skand- ala og dægurþras. Hún segir að eitt ohufélaganna taki upp greiðslu- kortaþjónustu á bensínstöðvum sínum, mannaskipti verði í æðstu stöðum hjá LÍÚ og Samtökum fisk- vinnslustöðva og reglugerð um aö áfengan bjór og létt vín megi selja í stórum matvörubúðum sjái dags- ins ljós. Vikuvölvan segir stórt skatt- svikamál koma upp í byrjun árs og því tengist tveir þekktir stjórn- málamenn, að íslensk stúlka verði orðuð við frægan erlendan poppara sem gefi ófagrar lýsingar á samlífi þeirra, að upp komist um erlendan aðha sem hafi haft milhgöngu um að fá íslenskar konur th að fara blíðum höndum um erlenda við- skiptamenn, að upp komist um stórfellt fíkniefnasmygl, að mála- ferli heíjist vegna glasafijóvgunar og að erlendur diplómat í heimsókn hér verði kærður fyrir að áreita konu í kokkteilboði. Fleiri alþingismenn fella hugi saman Völvan sér Kristján Jóhannsson slá í gegn í Ameríku, biskupinn heimsækja Páfagarð, Jakob menn- ingarfuhtrúa halda áfram að vekja athygh fyrir menningarkynningu í Bretlandi, íslenskan ráðherra draga sig í hlé, hneykshsmál koma upp í prestastéttinni, ungan skák- mann valda fjaðrafoki með yfirlýs- ingum og andstæðinga í stjórnmál- um á þingi hefja sambúð (hver skyldu það vera?). Endurfæðing Svía Báðar spákonurnar sjá fram á umbrotatíma í Svíþjóð en Amy sér sænskt þjóðfélag umbyltast eða endurfæðast. Amy spáir því reynd- ar að Gorbatsjov verði við völd út árið en hann hefur nú sagt af sér, blessaður. Völvan segir okkur heyra mikið frá Gorbatsjov á árinu þó hann búi við breyttar aðstæður. Amy spáir erfiðu ári fyrir George Bush Bandaríkjaforseta og að kona verði forseti, eða varaforseti, Bandaríkjanna. Úthtið fyrir Dani er betra þar sem þeir muni njóta mikihar veðurblíðu í sumar (ekki er það nú góðs viti fyrir okkur á Fróni) og hlutirair þar verði í upp- sveiflu. HeldurDíana við listamann? Völvan spáir aðeins um fræga fólkið. Hún segir að upp komist um náið vináttusamband Díönu prins- essu við frægan listamann, að El- ísabet Taylor skilji við nýja mann- inn og að leikkonan Cher mok- græði á líkamsræktarprógrammi. Þá spáir hún að frumdrög að fyrsta tveggja hæða fólksbílnum komi fram og að knattspymufélagið Manchester United kaupi íslensk- an knattpyrnumann. Látum þetta nægja. Eftir er að sjá hvort nokkuð af þessu rætist en þar sem sumt er almennt oröaö verður varla hjá því komist að sú verði raunin við uppgjör í árslok. Margir trúa því að líf okkar sé fyrirfram ákveðið, við séum léiksoppar örlag- anna, meðan aðrir fussa og sveia yfir slíkum viðhorfum. Hver veit? -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.