Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. Skák Lausnir á jóla- skákþrautum Þeir sem enn hafa ekki fundið lausa stund til að glíma við jóla- skákþrautimar fá nú síðasta tæki- færið - leggið blað yfir lausnarleik- ina hér á eftir. Hinir geta borið svör sín saman við lausnirnar en vonandi kostuðu stöðumyndimar Skák Jón L. Árnason ekki margar andvökunætur um hátíöarnar. Við hverri þraut er aðeins ein rétt lausn, einnig þeirri síðustu, þótt við fyrstu sýn virðist sem fleiri leiðir séu færar. Fyrstu þrautirnar em úr kverinu „Nokkur skákdæmi og tafllok" sem prentað er í Flórens um aldamótin siðustu að undirlagi íslandsvinar- ins Willards Fiske. Fyrsta dæmið er eftir Bandaríkjamanninn Car- penter: 1. Mát í 2. leik Lausnarleikurinn er 1. Dh3! og eftir 1. - Ke4 2. Hc4 er svartur mát. Samuel Loyd, kunnasti skák- dæmasmiður Bandaríkjamanna, hefur sett saman næstu stöður, sem bera handbragði hans fagurt vitni: 2. Mát í 2. leik Eini leikurinn að settu marki er 1. Da8! og óveijandi mát í næsta leik, t.d. eftir 1. - Dxa8 2. Bh2 mát. Þriðja dæmið úr áðurnefndu kveri er einnig eftir Loyd. Það byggir á kunnuglegu stefi - kæfing- armáti. 3. Mát í 3. leik Fyrsti leikurinn er 1. Rh6! og nú er sama hvemig svartur ber sig að. Ef 1. - gxh6 2. Df6 mát; eða 1. - He8 2. Bxe8 gxh6 3. Df8 mát og aö síð- ustu 1. - Hd8 (b8, a8) 2. Bg8! (hótar 3. Dxh7 mát) Hxg8 3. Rf7 mát. Svíinn Hilding Fröberg á tvær næstu þrautir, þar sem verkefnið er að máta í þriðja leik. Sú fyrri er frá 1960: 4. Mát í 3. leik Eftir 1. Bc2! er hótunin 2. Dxa2 +! og nú 2. - Hxa2 3. Hbl mát, eða 2. - Kxa2 3. Ha5 mát óviðráðanleg. Ef 1. - Hb3 2. Hxb3 og næst 3. Hbl mát, ef 1. - Hxb5 2. Dxb5 og næst 3. De5 mát og ef 1. - Hxc2 2. Kxc2 og næst 3. Hbl mát. Hins vegar gekk ekki 1. Db6? vegna 1. - e5 og svartur bjargar sér vegna pattstöð- unnar í horninu. Seinni þraut Fröbergs er eldri, eða frá 1947. Fyrsti leikur hvíts er greinilega hróksleikur en hvert á hann að fara? 5. Mát í 3. leik Eftir 1. Hg5? Kh7, eða 1. Hg4? Rc7!, eða 1. Hg3? Rb6, eða 1. Hg2? Rd6! tekst svörtum að tefja mátið. Eftir stendur lausnarleikurinn 1. Hgl!þar sem hrókurinn stendur ekki í vegi fyrir drottningunni sem er að fæðast. Ef 1. - Rc7 2. bxc8 = D+ Re8 3. Dhl mát; ef 1. - Rd6 2. bxa8=D+ Rc8 3. Dhl mát og ef 1. - Rab6 2. b8 = D og næst 3. Dh2 mát. Sjötta þrautin er eftir Krigheh frá 1979. Hvítur á þvingað mát í stöö- unni í sjö leikjum, sem byggist á skemmtilegri tilfærslu: 6. Mát í 7. leik Eftir 1. Hdd8 á svartur aðeins eitt svar við hótuninni 2. Hac8 mát, nefniiega 1. - Bh3! sem bjargar málum. Með þetta í huga er þrautin auðleyst: 1. Ha7+ Kc8 2. Hh5! Hh3 Eini leikurinn gegn hótuninni 3. Hh8 mát en nú stendur svarti hrók- urinn í vegi fyrir biskupniun...3. Hc5+ Kd8 Ef 3. - Kb8 4. Hb7+ Ka8 5. Hc8 mát. 4. Hd5+ Kc8 Ef 4. - Ke8 þá 5. Hb5 og aftur mát á áttundu reitaröð. 5. Ha7+ Kc7 6. Hdd8! og nú er svartur varnarlaus gegn 7. Hac8 mát. í næstu stöðu eftir Liburkin frá 1949 á hvítur að halda jafntefli en til þess þarf hann að feta einstigið: 7. Hvítur heldur jöfnu 1. Rg3+ En ekki 1. Kb2? cl=D+ 2. Kxcl hl=D og riddarinn er lepp- ur. 1. - Kh4 2. Kb2 cl=D+! Lakara er 2. - Kxg3 3. Bc6 með jafntefli strax. 3. Kxcl Be4! Hvað nú? Ekki gengur t.d. 4. Bf5 Bxf5 5. Rhl Kh3 6. Kdl Kg2 7. Ke2 Kxhl 8. Kf2 Bd7 9. Kfl Bc6 10. Kf2 Bb5 og svartur vinnur. 4. Rhl! Bxhl 5. Bh3!! Bc6 6. Bg2! Bxg2 7. d7 hl=D+ 8. Kb2 og nú kemur í ljós hvers vegna hvíti biskupinn varð að fara til h3 í fimmta leik. Svarta drottningin kemst ekki í leikinn; næst kemur 9. d8=D og staðan er jafntefli. Hvítur bjargar sér einnig laglega í jafntefli á næstu mynd, sem er eftir Gurvits frá 1952: 8. Hvítur heldur jöfnu Hér gengur ekki 1. Hh4 Kxg8 2. Hg4 Kg7 3. Kb7 Kh6! (ekki 3. - Kf6 4. Hg3 Bc5 5. Kc6 Ba7 6. Kb7 o.s.frv. með jafntefli) 4. Hg3 Bc5 5. Kc6 Bd4! 6. Hg4 Rf3 7. Hf4 Re5+ 8. Kd5 Bgl 9. Kxe5 Bh2 og vinnur. Jafn- tefli er að fá með öðru móti: 1. Hh8! Kg7 2. Bh7! g5 3. Bf5!! Kxh8 4. Bg4! og í ljós kemur að hvítur byggir virki sem svarti kóngurinn sleppur ekki í gegnum. Áfram gæti teflst 4. - Kg7 5. Kc7 Kf6 6. Kd6 Bcl 7. Kd5 Ba3 8. Ke4 Ke7 9. Kd5 Kd8 10. Kc6 Bf811. Kb7 og staöan er jafn- tefli. Síðustu tafllokin eru úr smiðju fyrrverandi heimsmeistara Vassi- lys Smyslovs, sem er höfundur nokkurra fallegra þrauta. Það er býsna laglegt hvemig hvítur vinn- ur taflið með þvingaðri leikjaröð: 9. Hvítur vinnur 1. Bd8+! Kb4 Augljóst er að eftir 1. - Dxd8 2. Rxc6+ og 3. Rxd8 vinnur hvítur létt. 2. a3+! Ef svartur þigg- ur peðið með 2. - Kxa3 kæmi 3. Hfl! sem hótar 4. Hal+ Kb4 5. Ha4+ Kc5 6. Hc4 mát. Ef 3. - Kb4 4. Hal Rxe4 (eða 4. - c5 5. Ba5 mát, eða 4. - d5 5. Bb6!) 5. Ha4+ Kc5 6. Ha5+ Kb4 7. Kb2! og gegn hótun- inni 8. Rc2 mát er engin vöm. 2. - Kc5 3. Hxf6! Enn fómar hvítur! Nú á hann aðeins eftir tvo létta menn en svart- ur fær ekki við neitt ráöið. 3. - gxffi 4. Kc3 d5 5. e5! fxe5 6. Bc7! Dxc7 Eða 6. - exd4 7. exd4+ Kb5 8. a4 mát. 7. Rxe6+ Kd6 8. Rxc7 Kxc7 9. h5! og peðið verður ekki stöðvað - hvít- ur vinnur. Að síðustu fékk lesandinn það verkefni að finna út hvemig staðan á myndinni hér á eftir kom upp. Þessi þraut er eftir Raican: 10. Staðan eftir 13. leik hvits. Hvernig tefldist skákin fram að stöðumyndinni? Lykilinn að lausninni er röð leikja svarts. Hann hefur bersýni- lega drepið hvítan mann á f6 en það hefur hann orðið að gera snemma í skákinni, áður en hann lék Bc5, d6, Kd7-c6, Bd7-e8 og Dd7 sem em sjö leikir. Fyrst varð hann þó aö skjóta kóngshróknum til a6 og nú verða leikir svarts ljósir. Hann hef- ur leikið h5, Hh6, Ha6, exf6, Bc5, d6, Kd7, Kc6, Bd7, Be8 og loks Dd7 í þessari röð og skotið inn Ra6 eða Rc6 einhvers staðar á milli. Hann hefur því drepið á f6 í 4. eða 5. leik en hvaða mann hvíts? Lausnin er þessi: 1. b4 h5 2. Ba3 Hh6 3. Dcl Ha6 4. Db2 Rc6 5. Df6 exf6 6. b5 Bc5 7. bxc6 d6 8. cxb7 Kd7 9. b8=D Kc6 10. Db2 Bd7 11. Dcl Be8 12. Ddl Dd7 13. Bcl og staðan á stöðumyndinni er komin fram. -JLÁ Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Stöðupróf verða haldin í skólanum eftirtalda daga og hefjast öll kl. 18: í ensku mánudaginn 6. janúar 1992. í dönsku, norsku og sænsku þriðjudaginn 7. janúar. í spænsku, frönsku og ítölsku miðvikudaginn 8. jan- úar. í stærðfræði og þýsku fimmtudaginn 9. janúar. Athygli skal vakin á því að stöðupróf í erlendum málum eru aðeins ætluð nemendum sem hafa dval- ist nokkra hríð í landi þar sem viðkomandi mál er talað eða málið er talað á heimili þeirra. Prófin eru ekki fyrir nemendur sem aðeins hafa lagt stund á málið í grunnskóla, hversu góður sem árangur þeirra þar var. Próf í dönsku eru aðeins ætluð nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð og þeim sem hyggja á nám við skólann. Önnur stöðupróf eru einnig opin nemendum annarra framhaldsskóla. Prófgjald er 600 krónur. Innritað verður í öldungadeild á vorönn 1992 á skrif- stofu skólans 6., 7. og 8. janúar kl. 16-19. Skóla- gjald er 15.000 krónur. Kennarafundur er boðaður þriðjudaginn 7. janúar kl. 13. Nýnemar eru boðaðir í skólann sama dag kl. 15 og eldri nemendur fá afhentar stundatöflur kl. 16. Kennsla hefst í dagskóla og öldungadeild miðviku- daginn 8. janúar. Rektor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.