Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. Hciacop. Itiadidy iob... buí mMri got to tcke cul tba ððfbege S T E V E N SEAGAL Mikil læti OUT FOR JUSTICE Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: John Flynn. Aðalhlutverk: Steven Seagal, William Forsythe og Jerry Orbach. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 87 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Einhvern tímann hljóta allir að fá nóg af Steven Seagal. Þessi fyrr- verandi sjálfsvamarkennari hefur leikiö í þremur kvikmyndum á skömmum tíma sem allar ganga út á að sýna hversu mikii karl- mennska Seagals er. í Out For Justice er eins og hann hafi tekið þær leiðbeiningar sem honum ber- ast um að tala sem minnst alvar- lega því að myndin er ein skothríð og bardagi frá upphafi til enda. í þetta sinn er Seagal á eftir fyrr- verandi skólafélaga sínum sem gengur berserksgang og skýtur á allt og alia. Þessi félagi hans er að gera Brooklyn að einum afisherjar vígveili og það er ekki aðeins Seag- al sem vill koma honum af götunni heldur einnig mafíuhópur sem einnig inniheldur gamla skólafé- laga Seagals. Það skal viðurkennt að öll slags- mál og áhættuatriði er geysivel gerð en þegar þau koma hvert ofan í annað verða þau leiðigjörn. Spilling hjá yfirstéttarfólki Myndbönd Lífið er leikur METROPOLITIAN Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Whit Stillman. Aðalhlutverk: Carolyn Farina og Edward Clements. Bandarisk, 1990 - sýningartími 98 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Metropolitian er kvikmynd sem kemur mjög á óvart. í myndinni segir frá Sally Fowler klíkunni sem er hópur af ungu ríku fólki sem býr á Manhattan og hefur ekkert betra við tímann aö gera en að skemmta sér og þegar ekki er veriö að skemmta sér þá er verið að skipu- leggja næstu skemmtun. Af algjörri tilviljun er Tom tekinn inn í klíkuna. Tom er heimspeki- lega sinnaður og hefur allt annað verðmætamat og lífsskoðanir en félagar hans. Hann heillast þó af þessum nýju vinum sínum og á ekkert erfitt með að aðlaga sig lífs- háttum þeirra, eins langt og það nær, því ekki á hann peninga. Handritið að Metropolitian er ótrúlega frjótt. Það er ekki fyrr en sýningu lýkur að maður gerir sér grein fyrir að myndin er næstum öll byggö upp á samtölum. Ekki kemur á óvart að handritið skyldi verða tilnefnt til óskarsverðlauna.. Metropohtian er mynd sem hægt er að mæla með fyrir alla og engum ætti að leiðasta yfir. -HK Eiturlyfjasmygl CRACKDOWN Úfgefandi: Skífan. Leikstjóri: Louis Morneau. Aóalhlutverk: Cliff De Young, Robert Beltran og Jamie Rose. Bandarisk, 1990-sýningartimi 91 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Crackdown gerist í Suður-Amer- íku á slóðum eiturlyíjasmyglara. Shaun Broderick er sendur frá Bandaríkjunum til að sækja stór- smyglara einn. Ekki tekst það bet- ur en svo að fanginn sleppur úr vörslu hans. Hefst því æðisgengin leit að smyglaranum og hyski hans og eru engin vopn spöruð í því ati. Crackdown er hvorki betri né verri en aðrar slíkar hasarmyndir sem gerðar eru í flýti. Hún nær sæmilega þeim tilgangi að skemmta ofbeldisþyrstum áhorf- endum enda ofbeldið mikið og skot- hríðin yfirgengileg. En þegar yfir lýkur rennur ábyggilega upp fyrir flestum að allt sem boðiö er upp á er búið að gera margoft áður. í4 Patrick Swayze og Demi Moore léku aðalhlutverkin i Ghost sem var vlnsælasta kvikmyndin á myndbandi I fyrra. ac Sem fyrr eru þaö bandarískar kvik- myndir sem einoka hstann yfir tuttugu vinsælustu myndböndin 1991 enda lætur það nærri að níutiu og fimm prósent allra útgefinna mynda séu bandarískar og þær fau kvikmyndir firá öðrum löndum, sem gefhar eru út, eiga htla möguleika gegn hinu vinsæla afþreyingarefni sem kemur frá Bandaríkjunum. Vinsældalistanum má eiginlega skipta í tvo flokka, gamanmyndir og sakamála- myndir, með aöeins tveimur undantekn- ingum, The Bonefire of Vanities og Dansar við úlía. í efsta sætinu situr Ghost og kemur það sjálfsagt fáum á óvart. Mynd þessí var í þrettán vikur á listanum og þar af fjórar vikur í efsta sætinu. Hún var þó ekki sú mynd sem sat oftast í efsta sætinu. Það kom í hlut My Blue Heaven sem er í öðru sæti en hún var heilar sex vikur í efsta sætinu. Það raá kannski segja að hsti þessi sé ekki alveg raunhæfur. Margar vinsælar kvikmyndir eru gefnar út í nóvember og eru því í fullri leigu um áramót. Slíkar rayndir komast kannski inn á heildarhst- ann tvö ár í röð en verða aldrei ofarlega. Hveiju sem þvi Uður þá gefur hstinn í heild yfirsýn yfir hvað það er sem við- skiptavinir myndbandaleiga vildu helst leigja sér á síðasta ári. -HK 1. Ghost 2. My Blue Heaven 3. Presumed Innocent 4. Goodfellas 5. Another 48 Hours 6. Bird on a Wire 7. Pacific Heights 8. Look Who’s Talking 9. The Rookie 10. Internal Affairs 11. Back to the Future III 12. Kindergarten Cop 13. Dances with Wolves 14. The Bonefire of the Vanities 15. Navy Seals 16. Narrow Margin 17. Short Time 18. Miami Blues 19. Almost an Angel 20. Look Who’s Talking too gaman að bera Valmont saman við Dangerous Liasons sem verður að teljast mun betur heppnuð frá kvikmyndalegu sjónarhorni. Forman fer mun mýkri höndum um aðalpersónurnar Valmont og markgreifaynjuna af Merteuil heldur en Frears gerir. Þau verða að vísu táknræn fyrir þá spilhngu sem líðst við hirðina og þau láta ekkert aftra sér í að ná tilgangi sín- um. Sérstaklega er farið mildum höndum um Valmont og hann nán- ast aðeins gerður að fórnarlambi eigin mistaka. Leikurinn er nokkuð góður þótt Colin Firth, Annette Benning og Meg Tilly þoli ekki samanburð viö leik þeirra John Malkovich, Glenn Close og Michelle Pfeifíer í Dan- gerous Liasons. Benning er samt sýnu best. Milos Forman hefur áður gert betur og á örugglega eftir að gera betri kvikmynd en Valmont. Hún er samt eins og áður sagði góð skemmtun og þrátt fyrir að vera mjöglöngaldreileiðinleg. -HK Ánomaþingi WITCHES Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Nicholas Roeg. Aöalhlutverk: Anjelica Huston, Mai Zett- erling og Rowan Atkinson. Bresk, 1990 - sýningartimi 88 min. Ekki viö hæfi mjög ungra barna. Roald Dahl var meðan hann lifði tahnn einhver besti bamabókahöf- undur í heimi. Hann var hka mjög þekktur fyrir smásögur sínar sem stundum jöðmðu við að vera hryh- ingssögur. The Witches er barna- saga en eins og nafnið bendir th þá er ekki laust viö að farið sé inn á svið sem börn hræðast. Nicholas Roeg, sem tekið hefur sér smáfrí frá þungmeltum mynd- um, skilar þessari sögu einkar vel í skemmtilegu myndmáli og fyrir bragðið verður The Witches ein- hver best heppnaða barnamynd sem undirritaður hefur séð lengi. The Witches er bæði einlæg í túlk- un sinni og mikill húmor í henni. Leikarar skila sínu með mikilli prýði og fá þær Anjelica Huston í hlutverki æðstu nomar og Mai Zetterhng í hlutverki ömmu gömlu sérstakt hrós. Þá verður að hrósa tveimur litlum músum sem koma við sögu en þær eru ættaðar úr smiðju Jim Hensons. -HK VALMONT Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Milos Forman. Aöalhlutverk: Colin Firth, Annette Ben- ing, Meg Tilly og Sioan Philips. Bresk/frönsk. - Sýningartimi 137 mín. Bönnuö börnum innan 12 ára. Þegar Stephen Frears frumsýndi kvikmynd sína Dangerous Liasons fyrir tveimur áram við mikla hrifningu var vitað að Milos Form- an var komin á stað með nýja kvik- mynd sem byggð var á sömu sögu og Frears byggði sína mynd á. Munurinn var sá að Frears haföi leikritahöfundinn Christopher Hamton sér við hlið en hann hafði skrifað rómað leikverk eftir sög- unni. Eftir hinar frábæru viðtökur, sem Dangerous Liasons fékk, renndu margir grun í að mynd Formans, Valmont, myndi eiga erf- itt uppdráttar nema snihdartaktar meistarans sem gerði verðlauna- kvikmyndamar Gaukshreiðrið og Amadeus væm til staðar. Því mið- ur tókst Forman ekki jafnvel upp ★ ‘/2 og í fyrmefndum kvikmyndum þótt honum mistækist alls ekki og Valmont hvarf óverðskuldað beint á rtiyndbandamarkaðinn. Valmont er ekkert meistaraverk en myndin er góð skemmtun og er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.