Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. Sovéska skákvélin að liðast í sundur Óttast er aö sovéska „skákvélin" muni liðast í sundur með hruni Sovétríkjanna. Ólíklegt þykir að nokkur skákhreyfing í heimi muni nokkum tíma eiga eftir að hafa úr jafnmiklu að spila og sú sovéska. Auk þess þykir fullvíst að Rússland muni þurfa að keppa við önnur skákhð á miklu jafnari grundvelli en hingað til. Þetta kemur fram í grein í nýjasta tölublaði tímaritsins The Economist. Allt frá dögum byltingarinnar hafa skák og allar aðrar íþróttir í Sovétríkjunum verið nátengdar kommúnistaflokknum. Árið 1920 gaf Alexander Ilyin-Zhenevsky, starfsmaður kommúnistaflokksins og einn upphafsmanna sovésku skákhreyfingarinnar, út viðvörun til þeirra sem tefldu skák einungis ánægjunnar vegna. Hann tók það fram að skák í Sovétríkjunum gæti ekki verið ópóUtísk eins og í kapít- aUskum löndum. Þetta var einnig skoðun skáká- hugamannsins og stjómmála- mannsins Nikolais Krylenko. Eftir októberbyltinguna var hann gerð- ur að yfirmanni rússneska herafl- ans og árið 1918 varð hann sak- sóknari byltingardómstólanna. Sem sUkur þurfti Krylenko ekki annað en að segja „tefUð“ og mUlj- ónir heíðu hlýtt honum. Meiri áróður fyrir skák en kommúnisma Því hefur verið haldið fram að Uyin-Zhenevsky og Nikolais Kry- lenko hafi haldið uppi meiri áróðri fyrir skák en kommúnisma. Sá fyrrnefndi innlimaði skák í þjálfun hermanna og skákklúbbi Moskvu var opinberlega breytt í deUd innan hersins. Gífurlegum tjármunum var varið til að efla skákáhugann. Árið 1923 vom skráðir skákmenn eitt þúsund, árið 1924 tuttugu og fiögur þúsund og árið 1928 hundrað og fjörutíu þúsund. Þegar fyrstu fimm ára áætlun Stalíns var hrundið af stað 1929 áttu skákmenn að vera í broddi fylkingar þeirra sem börðust fyrir sósíalisma og árangursríkri flmm ára áætlun. En takmark Krylenkos og Ilyin- Zhenevsky var ekki bara að fá miUjónir til að tefla. Þeir ætluðu sér aö ná yfirráðum í skákheimin- um. TU þess þurftu þeir þó að hafa samneyti við kapítalískar þjóðir. Og svo samræmdist það heldur ekki sósíaUsma að þjálfa úrvalsUð tíl keppni á alþjóðlegum vettvangi. En þeir félagamir snem þessu sér í hag með því að benda á að sigur á alþjóðavettvangi myndi sýna fram á ágæti kommúnisma. Eftir þetta styrktu sovésk yfirvöld þá skákmenn sem sköraðu fram úr með háum framlögum. Sovésku snillingarnir Karpov og Kasparov við taflborðið. Þakkaði sigurinn umhyggju leiðtogans Fyrsti sovéski stórmeistarinn sem þannig varð til var MikhaU Botvinnik. Árið 1936 deildi hann fyrsta sæti í keppni í Nottingham í Englandi með José Raoul Capa- blanca, fyrrverandi heimsmeist- ara. Botvinnik sendi StaUn skeyti (nokkmm áratugum senma sagði Botvinnik að Krylenko hefði sent skeytið) og þakkaði sigurinn um- hyggju leiðtogans. StaUn var svo ánægður með skeytið að hann lét birta það í Prövdu, málgagni sov- éska kommúnistaflokksins. Þann 29. ágúst 1936 var forsíða blaðsins helguð mikilvægi skákUstarinnar í sovéskri menningu. Bent var á að leiðtogamir Marx og Lenín hefðu báðir haft mikinn áhuga á skák. Lögð var áhersla á að Lenín hefði haft meira gaman af baráttunni heldur en því hvort hann sigraði eða tapaði. Þetta var túlkað sem árás á ópóUtíska skákmenn. Og í ofsóknum StaUns varð Kry- lenko sjálfur eitt fómarlambanna. Honum var meðal annars gefið aö sök að skákþróunin hefði verið of hæg og aðskilin frá póUtísku lífi þjóðarinnar. Draumurinn rætist í seinni heimsstyijöldinni gerðu sovésk yfirvöld aUt sem þau gátu til að halda sovésku skákvéUnni gangandi. Að stríðinu loknu rættist draumur sovéskra yfirvalda. Bot- vinnik varð heimsmeistari 1948 og eftir það hafa allir heimsmeistarar í skák verið Sovétmenn ef undan er skiUnn sigur Bandaríkjamanns- ins Bobby Fischers yfir Boris Spas- sky í Reykjavík 1972. I Sovétríkjunum hefur öUum bömum verið kennd skák og þau eftúlegustu eru sett í sérstaka skóla þar sem skák er aðalnámsgreinin. Frá því að Botvinnik varð heims- meistari i skák 1948 hafa allir heimsmeistarar í skák verið Sov- étmenn nema þegar Bobby Fisch- er vann Boris Spassky í Reykjavík 1972. Kennarar em oft gamlir meistarar. Heimsmeistarinn Garrí Kasparov naut tU dæmis leiðsagnar Botvinn- iks. Sovéskir skákmeistarar hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af öflun tekna. Fyrir perestrojku fékk hver þeirra sem svaraði þrefóldum með- aUaunum fagmenntaðra auk þess sem þeir nutu margra annarra fríð- inda. En ef meisturunum gekk Ula á alþjóðlegum vettvangi áttu þeir á hættu að vera sviptir öllum sérrétt- indum. Kasparov frábrugðinn Núverandi heimsmeistari, Garrí Kasparov, er frábrugðinn fyrir- rennumm sínum að því leyti að hann hefur gagnrýnt opinberiega bæði kommúnisma og MikhaU Gorbatsjov. Kasparov er fæddur í Azerbajdzhan en snemma á skák- ferh sínum var hann neyddur tU að taka upp nafn er hljómaði rúss- neskulegar en hans upprunalega nafn. Talsvert mark er tekiö heima fyr- ir á yfirlýsingum Kasparovs gegn sovéskum yfirvöldum. Eftir að hann hafði lýst því yfir í viðtali að Sovétríkin ættu að selja Kínveijum Mongóhu var efnt tU verkfalla í Mongóhu. Kasparov var meira að segja tilnefndur sem mögulegur eftirmaður Gorbatsjovs áður en menn grunaði hvaða breytingar væru í vændum. Einn af hæfileikaríkustu skák- mönnum í því sem áður vora Sov- étríkin er Lettinn Alexi Shirov. Takmark hans er að verða heims- meistari. Ef hann nær takmarki sínu verður það Lettland sem hrós- ar sigri. Margir fremstu skák- manna Sovétríkjanna hafa komið frá öðram ríkjum en Rússlandi og því þykir víst að ef sovéska skák- véhn breytist í rússneska skákvél muni hún verða hálfdrættingur að góðum mönnum við þá sovésku. Verðlaunafé samsvarar tíu ára launum Sovésku skákmeistumnum, sem flutt hafa til Vestur-Evrópu, hefur fjölgað að undanfómu. Margir hafa samt kosið að vera um kyrrt. Það nægir fyrir sovéskan skákmann að sigra einu sinni í alþjóðlegri keppni til að komast vel af. Þegar hann hefur skipt verðlaunafénu á svört- um markaði heima fyrir er hann kominn með í hendumar sem svar- ar tíu ára meðallaunum venjulegs sovésks borgara. Áhrif innrásar sovésku skák- mannanna í Vesturlönd hafa verið gífurleg. Margir vestrænir at- vinnuskákmenn óttast um hag sinn og nokkrir bandarískir skákmenn hafa ákveðið að snúa sér að öðm sem gefur meira í aðra hönd. En þegar Rússland og önnur ríki fyrr- um Sovétríkjanna verða að horfast í augu við efnahagsvandann þykir líklegt að dregið verði úr styrkjum til skákhreyfingarinnar hjá þeim. Það er skoðun margra að þá fyrst geti röðin komið að öðrum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.