Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 48
V-SJ FRÉTTASKOTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 4. JANUAR 1992. Lítið þarf til að færð spillist Talsvert hefur snjóað um mestallt land undanfarna daga og þarf lítið til þess að færð spillist. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust hjá Vegagerð ríkisins í gær, voru allir helstu vegir mokaðir og vel fært um land allt. í dag verður mokað til Borgarness, Hvolsvallar og vegirnir suður með sjó ef þurfa þykir. Aðrir vegir verða ekkiruddirfyrrenámánudag. -JSS SkáJafell og Bláflöll: Opnaðí dag -efveðurleyfir Stefnt er að því að hafa skíðasvæð- ið í Bláfjöllum og Skálafelh opið í dag ef veður leyíir. í gær var unnið að því að ýta snjó í skíðabrekkurnar í Bláfjöllum og troða hann til að bæta færið. „Við óskum eftir því að fólk fari með gætni því snjólagið er víða þunnt,“ sagði Þorsteinn Hjaltason, umsjónarmaður svæðisins, í gær. „Við stefnum að því að opna íjórar íyftur í Kóngsgilinu og ef til vill bamalyftuna í Suðurgili og stólalyft- una. Lyfturnar verða opnar frá klukkan 10-17.“ Nánari upplýsingar um veður og færi í Bláíjöllum og Skálafelli er hægt að fá í síma 800111. - JSS Sorphremsunannaðurmn: Árásarmaður- inn óf undinn ennþá Pilturinn, sem réðst fólskulega á ungan sorphreinsunarmann í Grindavík á fimmtudagsmorgun, hafði ekki fundist þegar síðast frétt- ist í gær. Lögreglan í Grindavík og rannsóknarlögreglan í Keflavík hafa máhð til meðferðar. Eftir því sem DV kemst næst er rannsókn í fuUum gangi og kappkostað að ná árásar- manninum. Enginn hafði veriö yfir- heyrður í gær. Arásarmaöurinn er taUnn vera frá Grindavík. Fórnarlambið telur hann vera 17-19 ára gamlan. Hann var greinUega ölvaður þegar hann réðst að tilefnislausu á sorphreinsunar- manninn sem er úr Njarðvík. Barði hann piltinn nokkur högg í andUtið og sparkaði í hann. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur enn til meðferðar árás og ránstílraun á útibússtjóra ÁTVR í Hafnarfirði fyrir skömmu. Samkvæmt upplýs- ingum DV er sú rannsókn enn í full- um gangi. -ÓTT LOKI Það vareinsgott að maður var búinn að kaupa slyddu-jeppann! vegna slysabóta kærir til RLR: Kærir lögfræðing sinn án þess að greiða skjólstæðingnum Lögfræðingur í Reykjavík var kærður til Rannsóknarlögreglu ríkisins um áramótin fyrir meintan fjárdrátt og umboðssvik vegna slysabóta sem honum er gefið að sök að hafa dregið sér frá skjól- stæðingi sínum. Er hann sakaður um að hafa tekið við tæplega 1,3 miUjónum króna í tryggingabætur á tveggja ára timabiU - án þess að greiða skjólstæðingi sínum nokk- uð. Lögfræðingnum hefur einnig verið stefnt fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur vegna sama máls. Þar er einnig farið fram á bætur vegna fiártjóns sem sjómaðurinn og tjöl- skylda hans haía orðið að j>ola vegna svika lögfræðingsins. Fyrram sjómaður af milUlanda- skipi kærír manninn. Hamt varð fyrir slysi á fæti um borð í skipi árið 1988. Var örorka hans metin 100 prósentfyrstu 12 mánuðina eft- ir slysið en minni síðar, Umræddur lögfræðingur vann þá á lögfræði- skrifstofu sem sjómaðurinn leitaði tíl. Lögfræöingurinn tók síðan m.a. að sér að innheimta svokaUaða skyldutryggingu fyrir sjómanninn hjá Sjóvá/Almennum. Skjólstæð- ingur hans segir lögfræðinginn, allt þar til í haust, ávaUt hafa tjáð sér að hann væri með máUð í góð- um farvegi - en sjómaðurinn sá hins vegar aldrei neinar bætur. Málið rak lögfræðingurinn með þeim hætti að hann lagði fram háar fjárkröfur á hendur skipafélaginu. Þegar sjómaðurinn fór að kanna málið nánar hjá Sjóvá/Almennum í haust kom í Ijós að lögfræðingur hans hafði móttekið fyrir hans hönd samtals um 1,3 miUjónir króna vegna skyldutryggingar. Greiðslurnar fékk lögfræðingurinn á tímabihnu frá febrúar 1989 þang- að tU í janúar 1990. Skjólstæðingur hans fékk aldrei neitt af þessum greiðslum. Um svipað leyti í haust fékk sjó- maðurin öðrum lögmanni máUð. Hann rekur það nú fyrir hönd sjó- mannsins. Sjómaðurinn hefur á síðustu 2 árum lent í miklum van- skUum. Fyrram lögfræðingur hans heíur nýlega greitt sem nemur nettóupphæð slysabótanna til sjó- mannsins. ÖU sú upphæð fór í skuldir. Sjómaðurinn fer hins veg- ar einnig fram á bætur fyrir það Ijón sem lögfræðingurinn hefur bakað honum vegna kostnaðar sem orðið hefur vegna vanskUa hans á umræddu tímabUi. Telur hann heildarvanskil nema 2,6 milljónum króna. Um svipað leyti og lögfræðingur mannsins veitti viðtöku greiðslunum frá trygginga- félaginu gekkst hann í að útvega lán fyrir sjómanninn. „Ég hefði því aldrei þurft að skulda neinum neítt,“sagðisjómaðurinn. -ÓTT Amerískar bif- reiðar hækka Janúarútsölurnar eru um það bil að hefjast með viðeigandi handagangi, spenningi og biðröðum. Þeir sem eiga einhverja aura i fórum sinum eftir jólainnkaupin geta því farið á stjá og væntanlega gert misjafnlega góð kaup - og borgað með reiðufé, ávisunum eða greiðslukortum. Myndin er tekin í verslun í Reykjavík í gær, skömmu eftir að útsalan hófst þar. DV-mynd Brynjar Gauti Veðriö á sunnudag ogmánudag: Hvasstí suðaustan- áttinni Á sunnudag og mánudag verð- ur suðaustanátt, sums staðar all- hvöss vestanlands en hægara annars staðar. Snjókoma verður á Austur-, Suður- og Vesturlandi en að mestu úrkomulaust á Norð- urlandi. Hitastigið verður alls staðar undir frostmarki, 2-4 stig við ströndina en allt aö 12 stigum inn til landsins. h IS K k J Si úlulegur %«fl$ett tóuriandsbraut 10. S. 686499. í \ Reykjanesbraut: Bifreið út af veginum eftir árekstur Harður árekstur varð á Reykjanes- braut rétt fyrir utan bæjarmörk Hafnarfjarðar í gær. Ökumenn beggja bifreiða hlutu minni háttar skrámur. Bifreiðarnar komu úr gagnstæðum áttum og hafnaði önnur þeirra utan vegar við áreksturinn. Mikil hálka var á veginum þegar óhappiðvarð. -kaa í í Sem kunnugt er ákvað ríkisstjórn- in í lok síðasta árs að leggja sérstakt gjald á stærri gerðir bifreiða. Með þessu móti á að ná inn um 140 millj- ónum króna til ríkisins á þessu ári. Nú hefur reglugerð vegna þessa verið gefin út og kemur þar í ljós að það eru nær aðeins amerískar bif- reiðar sem hækka í verði. Hækkunin er mismikil eða frá 2 og upp í 11 prósent og fer hún bæöi eft- ir þyngd bifreiðarinnar og vélar- stærð hennar. -S.dór TVOFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.