Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. 5 Fréttir w Ámes yfirtekur 260 millj ón króna tap: Avinningurinn af að eiga tapið meiri en að selja það - segir fulltrúi Byggöastofnunar í stjóm Hraöfrystihúss Stokkseyrar „Það er bara lítið formsatriði eftir til að hægt verði að ganga frá samein- ingu Hraðfrystihúss Stokkseyrar og Glettings. Ástæðan fyrir þessari seinkun er eingöngu sú að við hætt- um við að stofna millifélag og selja tapið. Ávinmngurinn af því að eiga tapið er meiri en að selja það. Mark- aðsverðið á tapi er svo lágt,“ segir Sigfús Jónsson, fulltrúi Byggðastofn- unar í stjórn Hraðfrystihúss Stokks- eyrar. Formlega verður gengið frá sam- einingu Hraðfrystihúss Stokkseyrar og Glettings um helgina, en þá verð- ur haldinn hluthafafundur hjá Hrað- frystihúsinu. Fyrir fundinum hggur samþykki Hlutafjársjóðs sem fer með um 77 prósent hlutaijár í fyrirtækinu og stjórnar þess. Við sameininguna mun Ámes hf. taka yfir rekstur beggja fyrirtækjanna. Til stóð að ganga frá sameining- unni fyrir áramót. Að sögn Sigfúsar varð að boða til nýs hluthafafundar hiá fyrirtækinu þar sem horfið var frá því að seija 260 milljón kióna skattatap fyrirtækjanna. Til- mæh þessa efnis komu frá Davið Oddssyni forsætisráðherra. Fjölmenni á jólablóti ása- trúarmanna Jólablót Ásatrúarfélagsins fór fram á Hótel Borg fyrir skömmu og var þar fjöldi félagsmanna og gesta sam- ankominn. Tilgangurinn með skemmtuninni var að endurvekja anda hinnar fornu jólagleði. Rýnt var í gamlar heimildir og leitað fanga í norrænni hefð og leifum af norrænni hefð á Bretlandi, að því er Hilmar Örn Hilmarsson, tónlistarmaður og félagi í Ásatrúarfélaginu, greinir frá. Hann flutti eigin tónlist á jólablót- inu og sjálfur allsherjargoðinn, Sveinbjörn Beinteinsson, kvað rím- ur. Auk þeirra skemmtu fjölmargir hstamenn. Egih Ólafsson flutti stemmur, hljómsveitin Rectilicus flutti tónverk og hljómsveitin In- ferno 5 lék fyrir dansi. Fluttir voru fornir og nýir helgileikir og dansaðir voru grímudansar eins og í heiðni en þá var fólk vant að stíga út úr hefðbundnum hlutverkum sínum á jólagleði. -IBS **** ****** LUKKUMIÐAR Dregið var um vinningsnúmer úr lukkumiðum Söluturnsins Snælands á gamlársdag. Upp komu eftirtalin númer: nr. 1156 1. vinningur: Vöruúttekt í Snælandi að verðmæti kr. 10.000,- nr. 577 . 2. vinningur: Úttekt á 28 videospólum í Snælandi að verðmæti kr. 7.600,- nr. 542 3. vinningur: Úttekt á 14 videospólum í Snælandi að verðmæti kr. 3.800,- Söluturn - isbúö - videole'ya - bakari Turugrund 3 - Kópavogi - Simi 41817 Sigfússegirskattalegttapuppá260 yfirfæra það yfir á Árnes heldur en það skhað fyrirtækinu allt að 130 þessa skattfrádráttar er hins vegar mhljónir nýtast betur með því að að selja það. Skih Árnes hagnaði geti mihjónum í skattfrádrátt. Söluverð innan við 50 milljónir. -kaa vo ó/y.'iý'.'; :■ ú' ;>i••.wl • mmiSsmdsikmmBl l ' u $ v!Xv •^lýllvl'X^'WÓ.S’C/l'vCíý'.'AV.vXvlv I C13593812 SEÐLABANKI ÍSLANDS Það er framtíð / húfi fyrír fjölmarga. Það eru milljónir króna í húfi fyrir þig. Vertu með. Peningar geta skipt sköpum um framtíð Peningar geta haft úrslitaáhrif á líf fólks og hamingju. Engin heilbrigðisþjónusta verður rekin án fjármagns - ekkert heimili heldur. Þess vegna er Happdrætti SÍBS til. Það hefur staðið undir uppbyggingu endurhæfingar, vinnuaðstöðu og aðhlynningar, á Reykjalundi og víðar, sem skiptir sköpum í lífi tugþúsunda Islendinga. Milljónamæringur með góðri samvisku Happdrætti SÍBS er jafnhliða þessu skemmtilegur leikur þar sem þú getur orðið margfaldur milljónamæringur í næstu andrá, því að þar vinnur 3. hver miði að meðaltali á næsta ári. Fáðu þér miða hjá næsta umboðsmanni. í 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.