Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1992. Sérstæö sakamál Lögreglubátur á Dóná tekur um borð líkið af Margit. Þríhym- ingurinn Rudolf B. hafði verið kvæntur í rúm fimm ár þegar hann leitaði til annarrar konu og hún varð ást- kona hans án þess að eiginkonan vissi nokkuð um. Og reyndar fékk hún ekki að vita um hjákonuna fyrr en að maður hennar sagði frá henni... að henni látinni. Einhver ,kynni nú að spyija hvers vegna eiginmaðurinn var að lýsa yfir framhjáhaldi sínu úr því að ástkon- an var látin. Jú, ástæðan var sú að lík hennar fannst í Dóná. Hin konan Á háifs mánaðar fresti heimsækir Ingrid mann sinn, Rudolf. Þau níu ár sem þau hafa verið gift hafði hann oft verið að heiman um nætur, eink- um síðari árin, vegna starfa síns, að því er hann sagði. Rudolf var sölu- maður lyfjafyrirtækis í Passau í Þýskalandi og hann hringdi stundum til konu sinnar til að segja henni að hann þyrfti að fara tíl borga og bæja í nágrenninu og kæmi ekki heim fyrr en næsta dag. Ingrid lét sér þetta nægja enda grunaði hún mann sinn aldrei um ótryggð. Nú er það svo að Ingrid sér mann sinn aðeins í hálftíma í einu með nokkru millibih því hann situr í fangelsi. En það er einmitt um að- dragandann að þeirri vist sem sag- an fjallar. Rudolf heldur því fram að hann sé saklaus en saksóknarinn segir að svo sé ekki. Það verður aö sjálf- sögðu réttur sem sker úr um sak- leysi eða sekt en á meðan situr Ingrid heima með börnin þrjú, Jens, Mathilde og Katrin, og bíður þess að dómur falli. Málið hefur fengið mikið á Ingrid og sjálf hefur hún sagt að ætti hún ekki börnin þrjú væri hún líklega búin að fyrirfara sér með því að aka'bíl sínum í Dóná en það var einmitt í þeirri vatnsmiklu á sem hkið af ástkonu Rudolfs fannst. Langt samband Ástarsamband Margit Ottstadt og Rudolfs B. hafði staðið í rúm þrjú ár án þess að Ingrid hefði um það minnsta grun. Hún hafði talið að Rudolf væri svona oft að heiman af því að hann væri í erindum lyfja- fyrirtækisins sem hann vann hjá. Þegar hann hringdi heim og sagði að því miður þyrftí hann að fara á fund fleiri viðskiptavina en hann hefði séð fyrir og yrði því að vera að heiman um nóttina efaðist Ingrid aldrei um að hann segði satt. Hún hringdi aldrei í þau gistihús sem hann sagðist myndu verða í. Hefði hún gert það hefði hún fljót- lega komist aö því að hann var ekki þar sem hann sagðist mundu verða. Þær nætur var hann heima hjá Margit Ottstadt, en hún átti íbúð í útborg Mtinchen, Solln. Rudolf sagði konu sinni ekki frá ótryggö sinni fyrr en aðstæðurnar neyddu hann til þess. Játningin Dag ein kom Rudolf heim til Ingrid og sagði henni frá því að undanfarin ár hefði hann þekkt Margit og heíöi hún verið ástkona hans. En nú væri hún látin og lík hennar hefði fundist á fíotí í Dóná. Hann yrði því að reikna með því að lögreglan grunaði hann um að hafa myrt Margit. Ingrid var sem lömuð við þessar fréttir. Sorg hennar og niðurlæging varð í raun nóg við aö heyra um ótryggðina, sem kom henni mjög á óvart, enda voru þau hjón nýkomin úr sumarleyfi við Adríahafið og hafði henni fundist það sérstaklega ánægjulegt. En að vandinn skyldi vera enn meiri af því aö Rudolf kynni að hggja undir grun um morð reið henni næstum að fullu. Ingrid fékk ekki mikinn tíma til að jafna sig. Skömmu síðar kom rannsóknarlögreglan á vettvang. Þrír menn handtóku Rudolf og fóru með hann í gæsluvaröhald í Pas- sau. Var honum gefið að sök að hafa myrt Margit Ottstadt. Einmana kona Vera má að Rudolf heíöi haldið áfram að eiga Margit fyrir hjákonu um langt árabil hefði hún haldið lífi. En það gerði hún ekki og svo er helst að sjá sem lát hennar hafi átt sér aðdraganda sem var bæði óvæntur og hetmi erfiður. Margit hafði verið blaðakona sem hafði vegnað vel í starfi í Munchen, þrátt fyrir haröa samkeppni á því sviöi þar. Árum saman hafði hún starfað við kvennablaðið Freundin og loks varð hún ritstjóri þess. Hún var dugleg og sýndi ætíð mikið framtak, sagði samstarfsfólk henn- ar í minningargrein um hana. Þá var hún gædd ríkri kímnigáfu, var glaðlynd og virtíst ætíð vera í góðu skapi. Hún vann stundum tólf tíma á dag og var starfsfélögum sínum stöðugt hvatning til að gera vel. En þetta var bara önnur hliðin á Margit. Hún átti sér einkalíf sem var annað en halda hefði mátt eftír þessa lýsingu. En um það var lítið rætt meðal vinnufélaganna. Þrátt fyrir velgengni í starfi var Margit ákaflega einmana kona. Hún var rúm hundrað kílógrömm á þyngd og það var henni stöðugt áhyggju- efni. Má meðal annars sjá það af því að hún neitaði yfirleitt að láta taka af sér myndir. Auglýsing Þegar Margit kom heim tíl sín að loknum vinnudegi var hún ein ef frá var talinn hundurinn hennar, Zwockel. Hún sat stundum lang- tímum saman og horfði á fornhús- gögnin sín. Og þegar einmanaleik- inn var að verða henni um of settí hún auglýsingu í einkamáladálk í dagblaði. Nokkur svör bárust en af þeim sem þau sendu fannst henni aðeins einn koma tíl greina sem félagi og kunningi, Rudolf B., fertugur sölu- maður hjá lyijafyrirtæki. Hann var sexfetungur, stór og sterklegur, með dökkt hár og alskegg. Samband þeirra Margit og Ru- dolfs stóð í rúm þrjú ár, eins og fyrr segir, og vissi Margit að hann var kvæntur en lét sér það lynda. Rudolf fann hjá henni tilbreytingu og aö auki var hún vel efnuö. í maí 1990 gerðist hins vegar það sem kann að hafa orðið tíl þess að Margit týndi lífinu og Rudolf fór í fangelsi. Nýr ritstjóri Dag einn í þessum vormánuði var ráðinn nýr ritstjóri að Freundin. Margit fannst illa að sér vegið. í kjölfarið fylgdi mikið rifrildi sem lauk með því að henni var sagt upp störfum. Það varð henni lítil hugg- un þótt hún fengi um tvö hundruð þúsund þýsk mörg í sárabætur en það er jafnvirði um sjö milljóna íslenskra króna. Það var sem öll tilvera Margit heíði hrunið. Henni fannst sem henni hefði verið fleygt út á götuna eftír allt það sem hún hafði gert fyrir tímaritið. Og starfsfélagar hennar gerðu ekkert til aö reyna að fá hlut hennar réttan. Enginn veit með vissu hvað þeim Margit og Rudolf fór fram eftir að hún hættí hjá Freundin. Getgátur eru uppi um að hún hafi krafist þess að hann skildi við konu sína og kvæntíst henni. Það hefur Ru- dolf þó ekki viljað staðfesta. Erföaskráin Aðeins eitt er víst um gerðir hennar þessa mánuði. Hún gerði nýja erföaskrá. Sú var handskrifuð á venjulegt blokkarblað en enginn vafi leikur á aö rithöndin er henn- ar. Þar gerir hún Rudolf að einka- erfingja sínum. Skyldi hann fá allar hennar eigur að henni látinni, íbúöina í Solln, sumarbústað í Bad Reichenhall, innstæður hennar í bankanum og líftryggingarféð. Alls var þetta um milljón mörk, eða jafnvirði um þrjátíu og fimm millj- óna króna. Síðustu vikuna i febrúar síðastl- iðnum var Rudolf á ferðalagi um Bæjaraland eins og svo oft áður. Að kvöldi þess 26. kom hann heim til Margit. Hvað gerðist þá liggur ekki ljóst fyrir og gerir ef til vill aldrei. Rudolf segir að Margit hafi farið í saunabað en hafi runnið til og skollið með höfuðið í gólfið, svo illa að hún hafi dáiö. í skelfingu sem hafi gripiö hann hafi hann fjarlægt líkið úr íbúðinni, sett það í bíl sinn, ekið með það niður að Dóná og kastað því í hana. Skoðun lögreglunnar Rannsóknralögreglan og ákæru- valdið taka ekki Rudolf trúanlegan. í lögregluskýrslu segir eftírfarandi: „Eftir það sem fram hefur komiö við rannsókn málsins verður að líta svo á að ákærði, Rudold B„ hafi, 26. eða 27. febrúar 1991, veitt Margit Ottstadt þungt höfuðhögg sem hafi dregið hana tíl dauða, lík- legast í íbúðinni við Brjjutgamst- rasse 9, líklega i þeim tilgangi að komast yfir líftryggingarfé henn- ar.“ Ingrid trúir á sakleysi mannsins síns. Á hálfsmánaöar fresti fær hún að sitja hjá honum í hálftíma. Hún er þeirrar skoðunar að þótt hann hafi verið henni ótrúr sé hann ekki moröingi. Hún spyr sig hins vegar oft margra spuminga. Og stundum verða þær svo ásæknar, segir hún, að hún fyllist örvæntingu og hefur á slíkum stundum íhugað að binda enda á líf sitt. En vinir hennar og ættingjar reyna að telja í hana kjark til að halda áfram lífsbarátt- unni og sjálf segir hún aö það séu bömin sem fái hana alltaf til að snúa inn á rétta braut þegar þungu þankarnir séu í þann veginn að ná yfirhöndinni. Rudolf er farinn að láta á sjá. Hann grætur títt örlög sín en neitar sem fyrr að hann hafi myrt Marg- it. Verði hann sekur fundinn fær hann langa fangelsisvist en verði hann sýknaður erfir hann eigur ástkonu sinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.